Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ FöstudagUr 22. nóv. 1963 fMtagifttfrlftfrtfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jórrsson. Ritstjórar: Srgurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Augiýsingar: Arnr Garðar Kristinsson. (Jtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu kr. 4.00 eintakió. LITIÐ ÞJOÐFELAG í STÓRU LANDI Tjað er rétt, sem Bjarni Bene- diktsson, forsætisráð- herra, sagði í ræðu á Alþingi sl. miðvikudag, að það hlýtur að vera hlutfallslega miklu dýrara að stjórna litlu og ör- fámennnu þjóðfélagi en þjóð- félagi stórþjóðar. Þarfir fólks- ins eru flestar hinar sömu í stóru þjóðfélagi og litlu, en bökin til þess að standa undir útgjöldunum í litla þjóðfélag- inu aðeins fá og oftast veik- ari en í hinu stóra. Þetta ger- um við íslendingar okkur oft ekki ljóst, þegar við í senn deilum á útþenslu ríkisbákns- ins, en krefjumst jafnhliða sí- aukinnar þjónustu og fyrir- greiðslu af hálfu hins opin- bera. Þegar við örfámenni hins íslenzka þjóðfélags bætist það, að íslendingar búa í stóru, strjálbýlu og erfiðu landi, verður auðsætt að við búum við algera sérstöðu. ís- land er eitt strjálbýlasta land í heimi. Hér búa innan við tveir menn á hvern ferkíló- metra. En við þurfum að halda uppi framkvæmdum um svo að segja allt okkar stóra land. Það er nauðsyn- legt til þess að við getum nytjað gæði þess til lands og sjávar. Forsætisráðherra komst m.a. þannig að orði í fyrrgreindri þingræðu, að menn gætu haft misjafnlega mikinn áhuga á því sem kall- að væri jafnvægi í byggð landsins. En allir gerðu sér grein fyrir því, að halda yrði uppi hinni fornu byggð í landinu, eftir því sem mögu- legt væri og fólkið sjálft vildi. HAGNÝTING NÁTTÚRUAUÐ- ÆVANNA ý þessum efnum eins og öðr- JL um hlýtur þróunin að ganga sinn gang. Breyttir at- vinnuhættir hafa til dæmis á undanförnum áratugum fært byggðina töluvert saman. — Allt fram undir síðustu aldamót voru íslendingar fyrst og fremst bændaþjóð. Aðeins fáir og smáir kaup- staðir og þorp höfðu þá mynd azt á ströndinni. Með stór- virkari og fullkomnari fram- leiðslutækjum til sjávarins hafa hins vegar eðlilega myndazt margir kaupstaðir og sjávarþorp víðs vegar um landið, þar sem jafnframt hefur risið upp iðnaður og innlend verzlun. Þessi þróun er að sjálfsögðu eðlileg. Það er heldur ekki óeðlilegt þó byggð dragist saman, þar sem skilyrði til framleiðslu og góðra lífskjara eru erfið. Það sem meginmáli skiptir er að vel sé búið í haginn hvar- vetna þar á landinu, sem góð framleiðsluskilyrði eru og fólk vill lifa og starfa. Þetta hefur verið megin- stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur beitt sér fyrir eflingu atvinnulífsins, bætt- um samgöngum, rafvæðingu og bættum skilyrðum í menn- ingar- og félagsmálum í öll- um landshlutum. Það er skoðun'Sjálfstæðismanna, að góð framleiðsluskilyrði beri að hagnýta um allt land og að lífskjör og öll aðstaða fólks- ins verði sem jöfnust, hvar sem það býr á landinu. Framkvæmdir og uppbygg ing nútíma þjóðfélags kosta að sjálfsögðu mikið fé, hvort sem hún gerist í strjálbýli eða þéttbýli. Það er sameig- inlegt hagsmunamál allra ís- lendinga að auðævi lands þeirra verði sem bezt hag- nýtt. Til þess að baráttan fyr- ir hagnýtingu náttúruauðæv- anna til lands og sjávar verði háð með sem beztum árangri, þarf meginhluti íslands að vera byggður. Alls staðar þar sem framleiðsluskilyrði eru góð og fólk vill una, verður þjóðfélagið að búa í haginn fyrir vaxandi framtíðarbyggð, eftir því sem geta þess leyfir á hverjum tíma. ÍSLENDINGAR OG BRETAR ERU VINIR IJinar glæsilegu og vinsam- legu móttökur, sem for- seti íslands hefur hlotið í Bretlandi, eru íslenzku þjóð- inni mikið fagnaðarefni. ís- lendingar og Bretar eru vin- ir. Okkur hefur að vísu greint á í þýðingarmiklum málum, eins og deilunni um fiskveiði- takmörkin. En þeirri deilu var ráðið til lykta af hygg- indum og viti. Yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinn ar fagnaði þeim málalokum, enda var kjarni þeirra sá að Bretar viðurkenndu 12 mílna fiskveiðitakmörkin og dyrun- um var haldið opnum fyrir áframhaldandi friðunarað- gerðum og verndun fiskistofn anna við strendur íslands. En Það getur verið lögbrot að ganga um göturnar BANDARÍSKI prófessorinn, Frederick Barg-hoorn, sem handtekinn var í Sovétríkjun- um, er nú kominn heim til New Haven í Connecticut, en þar býr hann ásamt 80 ára móður sinni. Fyrir skömmu ræddi prófes- sorinn um handtöku sína við fréttamenn. Hann sagðist ekki geta gefið neina fullnægjandi skýringu á því hversvegna sov ésk yfirvöld létu handtaka hann og sagðist nær fullviss um, að orsakirnar yrðu aldrei kunnar. Prófessorinn sagðist hafa farið mjög varlega í Rúss landi og gætt þess að gera ekk ert, sem vakið gæti tortrygg- ni. Hann hefði ekki heim- sótt sovézk heimili, ekki bor- ið með sér ljósmyndavél, og ekki talað við kvenfólk í meira en fimm minútur. Einnig sagðist Barghoorn hafa tilkynnt sovézkum yfir Prófessorinn ræðir við fréttamenn í New Haven. Barghoorn prófessor ræðir liandtöku sina i Sovétríkjunum völdum bréflega, áður en hann lagði af stað frá Banda rikjunum, að hann hygðist rannsaka almenningsálitið í Rússlandi og hvemig það myndaðist. Barghoarn sagði við frétta mennina, að menn yrðu að gera sér ljóst, að unnt væri að brjóta sovézk lög með því einu að ganga um göturnar. Hann sagðist helzt telja, að hann hefði vakið tortryggni með því að ræða hugsjónir kommúnismans á annan hátt, en hið opinbera viðurkenndi. Hann sagðist hafa verið hand tekinn á götu í Moskvu. Hefðu tveir menn undið sér að honum og spurt hvort hann væri Bandaríkjamaður. Hann hvaðst hafa svarað því játandi og hefðu mennirnir þá rétt honum einhver plögg og tilkynnt hopum, að hann væri fangi. Hann hefði siðan verið fluttur til fangelsisins, en sagðist ekkert hafa yfir meðferðinni að kvarta. Að vísu hefði hann orðið að sitja i venjulegum fangaklefa, ekk ert mjög óþægilegum, og honum hefðu verið færðar bandarískar bækur að lesa. Barghoorn sagðist vera bjartsýnn á, að samúð Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna myndi batna í framtíð- inni og kvaðst ekki hafa glat að trú sinni á rússnesku þjóð ina. Hinsvegar kvað hann handtöku sina ljóst dæmi þess hve erfitt yrði að eyða tortryggninni, sem ríkti milli þessara tveggja ríkja. Hann kvaðst þó vona, að hún yrði ekki til þess að skugga bæri á milli í sambúð Austurs og Vesturs. Barghoorn kvaðst telja ósennilegt, að hann myndi fara aftur til Sovét- ríkjanna í náinni framtíð. • Safnaði efni í bók Barghoorn er prófessor í stjórnvísindum við Yale-há- skóla. Hann hefur ritað fjór- ar bækur um Sovétríkin og eru þær taldar mjög áreiðan- legan heimildir um líf manna þar. Barghoorn hefur oft heimsótt Sovétríkin til þess að safna efni í bækur sínar og rætt við óbreytta borgara jafnt sem menntamenn og opinbera starfsmenn. í fimm ár, frá 1942—1947, bjó pró- fessorinn í bandaríska sendi- ráðinu í Moskvu og þaðan ferðaðist hann víðsvegar um Sovétríkin. Hann talar rúss- nesku reiðbrennandi. Prófes- sorinn lenti stundum. í erfið- leikum á ferðum sínum um Sovétríkin Einu sinni vlr hann á gangi um götur borg- ar einnar og hélt á appels- ínu í hendinni. Lögreglunni þótti appelsínan grunsamleg, stöðvaði prófessorinn og skar ávöxtinn í smáagnir til þess að ganga úr skugga um að ekkert njósnatæki væri falið í honum. í annað skipti sá prófessorinn gamlan nem- anda sinn í kirkju í Kíef og ætlaði að heilsa honum, en túlkur prófessorsins var tor- trygginn og hélt aftur af honum. Síðar ritaði prófes- sorinn, að hvatleg og frjáls- mannleg framganga og vin- gjarnlegt viðmót virtist gera Rússa óttaslegna. Síðasta ár hefur Barg- hoorn prófessor verið í leyfi og notað tímann til þess að safna efni í nýja bók. Fyrir einum og hálfum mánuði hélt hann í ferðalag um Mið- Asíu og til Moskvu kom hann 31. október s.l. úr þeirri ferð. Þaðan ætlaði hann til Var- sjár. Að kvöldi 31. október bauð brezkur vinur prófess- orsins honum í mat, en vin- urinn beið árangurslaust, pró fessorinn kom ekki. Hann hafði verið handtekinn. Það veir ekki fyrr en um hálfum mánuði síðar, sem fregnir bárust til Bandaríkjanna um handtöku hans. „Gera úlfalda úr mýflugu“ Bandaríkjastjórn sendi Sov étstjórninni harðorð mót- mæli vegna handtöku Barg- hoorns, viðræðum um menn- ingartengsl ríkjanna var frestað og Bandaríkjamenn í Moskvu sóttu ekki veizlu, sem frú Nína Krúsjeff hélt í tilefni þess að 30 ár eru lið- in frá því að Bandaríkin viðurkenndu stjórn Sovét- ríkjanna. Þegar Valerian Zorin, aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, frétti þetta, sagði hann: „Banda- ríkjamenn gera úlfalda úr mýflugu. Ég get ekki skilið hvers vegna þessi atburður þarf að hafa áhrif á öll sam- skipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.“ Það virðist sem Krúsjeff forsætisráð- herra hafi verið á annarri skoðun því að ekki leið á löngu þar til gefin var út til- Framh. á bls. 10. það er ekki hagsmunamál ís- lendinga einna, heldur allra þeirra þjóða, sem um langan aldur hafa sent skip sín á fiskimiðin í Norður-Atlants- hafi. Það er vissulega rétt sem forseti íslands minntist á í einni af ræðum sínum í Bret- landi, að íslenzka þjóðin met- ur mikils forystu Breta í bar- áttunni gegn einræði og of- beldi í heiminum. íslenzka þjóðin stóð með Bretum þeg- ar bylgja nazismans brotnaði á Bretlandi. Hinn frjálsi heim ur á brezku þjóðinni mikið að þakka fyrir þolgæði hennar og einstakan baráttukjark, þegar nazisminn hafði brotið undir sig allt meginland Ev- rópu. Bretar héldu barátt- unni áfram. Þeir buguðust aldrei, hversu hörmulegar sem horfurnar voru. Það er hin brezka seigla, hinn brezki lýðræðis- og þingræðisþroski, sem gert hefur Breta að öndvegisþjóð hins vestræna heims. Brezka og íslenzka þjóðin, hinar tvær eyþjóðir í At- lantshafi hafa lengstum verið tengdar vináttuböndum. Það er von íslendinga að svo megi Ijafnan verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.