Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 18. jání 1964 ísýstúdentar í Hljómskálagarðinum í gær. (Ljósm. Ól. K. M.) 211 nýstúdentar frá Mennta- skólanum í Reykjavík Frá skólauppsögn í Háskólabíói MENNTASKOLANUM í Reykjavík var sagt upp í Há- skólabíó í gær. Brautskráðir voru 211 stúdentar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Jakob Yngvason, nemandi í stærðfræðideild, L ágætis- einkunn 9,62. Er þetta í annað sinn, sem Menntaskólanum er slitið í Há- skólabíói vegna þrengsla í há- tíðasal skólahússins við Lækjar- götu. Hófst athöfnin kl. 2 e.h. er nýstúdentar gengu í salinn. — Rektor, Kristinn Ármannsson, flutti í upphafi yfirlit yfir starf- semi skólans sl. vetur og ræddi um húsnæðisvandamálin, sem skólinn hefur átt við að stríða undanfarin ár. Sagði rektor, að á komandi hausti yrði lokið bygg ingu bráðabirgðahúsnæðis við Bókhlöðustíg. Hefur þeirri bygg ingu miðað seint áfram vegna skorts á vinnuafli. í nýju bygging unni verða 6 rúmgóðar kennslu- stofur, aðallega fyrir raunvísindi, svo og bókasafn og málakennslu. Þrúðvangur verður samt sem áð- “■ ur notaður næsta vetur fyrir starfsemi skólans og verður svo þar til hinn nýi menntaskóli við Litluhlíð rís af grunni, en áætl- að er, að fyrsta áfanga hans verði lokið haustið 1965. Nýtt leikfim- ishús og samkomusalur á lóð Menntaskólans verður að bíða eitthvað, því að nýr skóli er nú mest aðkallandi. Sagði rektor, að í erlendum borgum svipaðrar stærðar og Reykjavík væri talin þörf á a.m.k. þremur mennta- skólum. Þakkaði rektor forsætis- ráðherra, fjármálaráðherra, og menntamálaráðherra, sem allir' voru viðstaddir skólaslitin, vel- vild þeirra, ríkisstjórnar og al- þingis í garð skólans og fyrir ákvörðun þessara aðila um að — bæta alla aðstöðu skólans á hans forna stað. í upphafi skólaársins voru nem endur 983, langflestir úr Reykja- vík, Hafnarfirði og Kópavogi, eða 849, en 54 roru annars staðar að af landinu. í 3. bekk voru nem- endur 315, í máladeild 285 og í stærðfræðideild 303. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem stærðfræði deildarnemendur eru fjölmenn- ari en nemendur máladeildar. Rektor gat helztu þátta í félags lífi nemenda og lýsti síðan próf- um. sem luku þeim. Við árspróf fékk hæsta einkunn Borghildur Ein- arsdóttir, 5. C I. ág. 9,28. * í 3. bekk gengu 309 nemendur undir próf, 50 stóðust það ekki og nokkrir luku ekki prófi eða hættu. Rektor tók það fram, að til þess að standast próf úr 3. bekk þarf einkunnina 5,50, en upp úr öðrum bekkjum aðeins 5,00. Vildi hann minna nem- endur 3. bekkjar á, að allir, sem náð hefðu einkunninni 5,00, og þar yfir, en ekki náð 5,50, gætu fengið vottorð frá skólanum um, að þeir hefðu staðizt 3. bekkjár- próf, þó að þeir hlytu ekki fram- haldseinkunn. Stúdentsprófum lauk 13. júní. Undir það gengu 212 nemendur, 112 í móladeild og 99 í stærð- fræðideild, en einn lauk ekki prófi nú. Allir, sem prófi luku, stóðust það, — 211 nemendur og er það langhæsta stúdenta- talan við íslenzkan menntaskóla. Einkunnir skiptust þannig, að 5 hlutu ágætiseinkunn, 93 I. eink- unn, 97 II. einkunn og 16 III. einkunn. Hæstu einkunnir hlutu: f stærð fræðideild: Jakob Yngvason, I. ág. 9,62, sem er hæsta einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni, Sven Þórarinn Sigurðsson, I. ág. 9,49, Tómas Tómasson, I. ág. 9,22, Þorvaldur Ólafsson, I. ág. 9,20, og Þorsteinn Þorsteinsson, I. ág. 9,07. í máladeild hlaut hæsta einkunn Sigurður Pétursson, I. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun fyrir námsafrek: Peningaverðlaun: Verðlaun úr Legati dr. Jóns Þorkelssonar rektors fyrir hæsta einkum við stúdentspróf 1964 hlýtur Jakob Yngvason 6. Y. Verðlaun úr Verðlaunasjóði P. O. Christensens lyfsala og konu hans hljóta tveir nemendur fyrir góð námsafrek, þeir Sven Þór- arinn Sigurðsson, 6. Z og Tómas Tómasson, 6. Z. Verðlaun úr Minningarsj. Skúla Jóhannesar Sigfússonar yfirkenn ara hljóta Jakob Yngvason, 6. Y og Þorvaldur Ólafsson, 6. Y, fyr- ir hæsta samanlagða árseinkunn og prófseinkunn í sögu við stúd- entspróf. Úr verðlaunasjóði 40 ára stúd- enta frá 1903 fyrir hæsta eink- unn í latínu við stúdentspróf hlýtur verðlaun Sigurður Péturs son, 6. D. Úr Minningarsjóði Páls Sveins- sonar yfirkennara fyrir frábæra prúðmennsku og stundvísi hljóta verðlaun Gerður Steinþórsdóttir, 6. E og Ásbjörn Einarsson, 6.'X. Verðlaun úr Minningarsjóði Skúla læknis Árnas. fyrir næst- hæsta einkunn í latínu við stúd- entspróf hlýtur Gylfi Knudsen, 6. O, en það er bók'n Oxford Classical Dictionary. Verðlaun úr Verðlaunasjóði Þorvalds Thoroddsen fyrir ágæta frammistöðu í náttúrufráeði hlutu Hörður Filippusson, 6. Y og Tóm- as Tómasson, 6. Z. Verðlaun úr íslenzkusjóði fyr- ir beztu ritgerð við árspróf 3. bekkjar hlaut Auður Sveinsdótt- ir, 3. A, Verðlaun úr Minningar- og verðlaunasjóði dr. phil. Jóns Ófeigssonar fyrir hæstu einkunn- ir við stúdentspróf og árspróf hlutu Jakob Yngvason 6. Y og Borgarhildur Einarsdóttir 5. C. Verðlaun úr Minningarsjóði Pálma rektors Hannessonar fyr- ir góða kunnáttu í náttúrufræði, íslenzku og áhuga á tónlist voru veitt: Jakobi Yngvasyni, 6. Y, Sven Þórarni Sigurðssyni, 6. Z, Arnheiði Björnsdóttur, 6 A og Gyðu Jóhannsdóttir, 6. A. Verðlaun úr Minningarsjóði Boga Ólafssonar yfirkennara fyr- ir hæsta einkunn, meðaltal af árseinkunn og prófseinkunn í ensku við stúdentspróf, hlaut Guðm. H. Guðnason, 6. D. - Engin Gullpennasjóðsritgerð barst að þessu sinni. Verðlaun úr Minningarsjóði Sigurðar Thoroddsens yfirkenn- ara fyrr 9,5 og þar yfir í stærð- fræði í máladeild við stúdents- próf hlutu Guðrún Valdís Ragn- arsdóttir, 6. A, Guðrún Sveins- dóttir 6. A, Sigrún Gíslasdóttir 6 A og Sigurður Thoroddsen 6. D. Bókaverðlaun fyrir iðni, sið- prýði og framfarir, hlutu: Sigurður Pétursson, 6 D, Ás- björn Einarsson, 6. X, Guðbrand- ur Steinþórsson, 6. X, Þorsteinn Þorsteinsson, 6. Y, Borghildur Einarsdóttir, 5. C, Þorkell Guð- brandsson, 5. B, Sigrún Helga- dóttir, 5. X, Sigmundur Sigfús- son, 5. X, Guðrún Zoega, 3. G og Jón Grétar Hálfdánarson, 3. J. Dansk-íslenzka félagið veitti bókaverðlaun þeim nemendum, sem hæsta einkunn hlutu í dönsku við stúdentspróf, þeim tveim efstu í máladeild: Sigurði Péturssyni, 6. D og Vildísi Hallsdóttur, 6. E, og tveim efstu í stærðfræðideild: Jakobi Yngvasyni, 6. Y og Leifi Dungal, 6. X. Bókaverðlaun frá Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar fyrir á- gæta kunnáttu í ensku, fengu: Valdimar Briem, 6. B, Borg- hildur Einarsdóttir, 5. C, Jörund- ur Hilmarsson, 4. B og Guðmund ur Eiríksson, 3. N. Félagið Germanía veitti bóka- verðlaun þeim nemendum, sem hæstar einkunnir hlutu í þýzku við stúdentspróf úr máladeild, þeim: Sigrúnu Gísladóttir, 6. A, Birni Bjarnasyni, 6. B, Sigurði Péturs- syni, 6. D, Margréti Guðlaugs- dóttur, 6. E og Eyrúnu Kristjáns- dóttur, 6. E. Úr stærðfræðideild: Jakobi Yngvasyni, 6. Y, Sven Sigurðsson, 6. Z, Þorvaldi Ólafs- syni, 6 Y, Tómasi Tómassyni, 6. Z, Leifi Dungal, 6. X og Þor- steini Þorsteinssyni, 6. Y. Sendiráð Frakka og Alliance Francaise veittu bókaverðlaun fyrir hæstu einkunnir í frönsku við stúdentspróf: Stefán Baldursson, 6. B., Sig- urður Pétursson, 6. D, Margrét Guðlaugsdóttir, 6. E, Ásmundur Harðarson, 6. T., Kristín Gísla- dóttir, 6. T., Jakob Yngvason, 6. Y, Þorsteinn Þorsteinsson, 6. Y, Þorvaldur Ólafsson, 6. Y, Sven Þ. Sigurðsson, 6. Z, Tómas Tómasson, 6. Z, Guðbrandur Steinþórsson, 6. X, Leifur Dungal 6. X. íslenzka stærðfræðafélagið veitti verðlaun fyrir afburða frammistöðu í stærðfræði og eðlis fræði, þeim: Ásbirni Einarssyni, 6. x; Guðbrandi Steiniþórssyni 6. x; Jakobi Yngvasyni 6. Y; Sven Þórarni Sigurðssyni 6. Z; Tómasi Tómassyni 6. Z; Þorsteini Þor- steinssyni 6. Y og Þorvaldi Ólafs- syni 6. Y. Skólinn vill heiðra ýmsa ágæta starfsmenn nemenda, sem hatfa sýnt framúrskarandi dugnað í fé lagslífi nemenda: Kristínu Gísla- dóttur. forseta Listafélagsins; Jó- hann Guðmundsson, form. Leik- nefndar; Hallgrím Snorrason, for seta Framtíðarinnar; Kristján Guðmundsson, form. bekkjarráðs 6. bekkjar; Guðmund Matthías- son, form. Félagsheimilisnefndar og Guðbrand Steinþórsson, form. Raunvísindadeildar. Þá vill skólinn gefa Larry Mac Ghee, sem er bandarískur nem- andi, er hér dvaldist á vegum æskulýðsráðs Þjóðkirkjunnar, litla gjöf til minningar um dvöl sína hér. Verðlaun umsjónarmanna: In- spector scholae: Júníus Kristins- son; Inspector platearum: Sveinn Snæland — 6. A: Hildigunnur Ólafsdóttir; 6. B: Ásdis Skúla- dóttir; 6. C: Amalía Skúladóttir; 6. D: Baldvin Berndsen; 6. E: Helga Nikulásdóttir; 6. X: Björn Theódórsson; 6. Y: Hjörtur Hann esson; 6. Z: Tómas Tómasson; — 6. T: Hlín Baldvinsdóttir. 1 lok ræðu rektors beindi hann orðum sinum sérstaklega til ný- stúdenta og sagði m.a.; „Við sem lifað höfum æsku okkar og fuilorðinsár á fyrri hluta þessarar aldar, höfum tví- mælalaust lifað mesta blómatíma bil alls konar tækni og vísinda, sem um getur. En við höfum líka lifað það, að heilbrigð skynsemi yrði tvisvar gjaldþrota. Við höf- um lifað tvær hryllilegar heims- styrjaldir, höfum daglega lesið mánuðum saman, já árum saman, í blöðunum lýsingar á hroðaleg- um skotgrafahernaði, og síðar. þegar enn stórvirkari drápstseki voru notuð, lýsingar á miskunn- arlausum loftárásum, þar sem jafn fórust konur og börn eina og hermenn. Þessir viðburðir hafa skilið eftir með þessari kyr» slóð, jafnvel hjá þeim, sem ekki tóku virkan þátt í viðburðunum, sálarleg sár, sem seint eða aldrei gróa. En við höfum jafnframt lært, að þekking, tækni og vísindi eru ekki einhlít til þess að veita manninum sælu. Sálarþroski og ytri þroski verða að fylgjast að, Iþví að eins og skáldið kemst að orði: Hugvitið þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjartað ei með, sem undir slær. Sem betur fer, eruð þið, ungu stúdentar, ekki fæddir fyrr en mestu ósköpin eru um garð geng in. En lýsingar á þeim ættu að verða ykkur víti, sem að varn- aði verða, víti, sem sýna það og sanna, að mennirnir verða aldrei hamingjusamir fyrr en þeir læra að lifa í sátt og samlyndi með skilningi og samúð með annarra kjörum. Æðsta boðið í mann- legum samskiptum er og verður: Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Það er von mín og ósk, að dvöl ykkar í skólanum hafið þið öðl- azt aukinn skilning á þessum sannindum. Nú þegar vegir skiljast, árnum við kennararmr ykkur allra heilla. Verið guði falin“. Margir gamlir nemendur skól- ans voru viðstaddir skólaslitin, og minntist rektor í ræðu sinni á fimm menn, er luku stúdents- prófi á fyrri öld og lifa enn. Eru það Karl Einarsson, fyrrv. sýslu- maður, sem nú mun vera elztur islenzkra stúdenta; Halldór Júlíusson, fyrrv. sýslumaður; —• séra Sigurbjörn Á. Gíslason; Jó- hannes Jóhannesson, læknir I Bandaríkjunum og Lárus Fjeld- sted, hæstaréttarlögmaður. Mælti Sigurbjörn nokkur orð fyrir þeirra hönd. Auk þess voru full trúar árganga yngri stúdenta viS staddir og færðu þeir skólanum ýmsar gjafir. Stúdentar frá MenntaskóLanum í Reykjavík 1964. MÁLADEILD. fi. A: 1. Alda Steinunn Ólafsdóttir 2. Arnheiður Björnsdóttir 3. Auður Pétursdóttir 4. Bára Kj artansdóttir 5. Guðrún Valdís Ragnarsdóttir 6. Guðrún Sveinsdóttir 7 Gyða Jóhannsdóttir 8 Hildigunnar Ólafsdóttir 9. Hjördís Björk Hákonardóttlr 10. Hrafnhildur Skúladóttir 11. Ingunn Benediktsdóttir 1 Karólína Lárusdóttir 33. Katrín Pálsdóttir 14. Kristín Blöndal 15. Kristín Steingrímsdóttir 16. Kristrún Benediktsdóttir 17. Margrét Schram 18. Margrét Soffía Snorradóttú 19. Sigríður Ella Magnúsdóttir 20. Sigríður Ragna Sigurðardóttii 21. Sigrún Dungal 22. Sigrún Gísladóttir 23. Sigrún R. Þorsteinsdóttir 24. Sólveig Hauksdóttir 25 Svala Ó. Lárusdóttir 26. Vilborg Auður ísleifsdóttir 6. B: 1 Ásdís Skúladóttir 2 Björn Bjarnason 3. Bragi Þór Gíslason 4. Einar Sigurbjörnsson 5. Grétar Laxdal Marinóssou 6. Guðlaugur Reynir Jóhannssou 7. Heimir Pálsson 8 Helgi H. Jónsson 9. Hrannar G. Haraldsson 10. Júníus H. Kristinsson 11. Karl Jónsson 12 Ketill Högnason 13. Kjartan Thors Framh. á bls. 23 Árspróf stóðust 573 af 637, 8,90.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.