Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 16
36 MORGUHBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. júní 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti S. Aðalstræti 6, Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÞAR SKILUR Á MILLI ,4 <5 undanförnu hafa verið^ allmiklar umræður um sjónvarpsmál, ekki sízt vegna áskorunar þeirrar, sem 60 áhrifamenn, rithöfundar og listamenn sendu Alþingi, þar sem þess var óskað, að það hlutaðist til um, að sjónvarps rekstri á Keflavíkurflugvelli yrði ekki hagað þannig, að ís- lendingar gætu haft afnot af sjónvarpinu. Þessir menn skildu þá aug- UNDIRSKRIFT ANDKOMMÚN- ISTA ljósu staðreynd, að það er á hendir; en ætla he£ði mátt> valdi Islendinga einna að taka ákvörðun um það, hvort slík breyting yrði gerð á sjón- varpsrekstrinum. Þeir beindu þess vegna áskorun sinni til rétts aðila, þess aðila, sem kjörinn er til þess af þjóð- inni að taka ákvarðanir í þessu máli sem öðrum. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að það telji ekki sömu hættu samfara þessum sjónvarps- rekstri og 60-menningarnir telja. Engu að síður hefur það léð þeim og öðrum rúm til að birta skoðanir sínar í þessu efni, enda umræður verið mál efnalegar. Ef áskorun 60-menninganna hefði verið fyrr á ferðinni má vera, að þeirra sjónarmið hefðu sigrað, því að þeir beittu réttum leikreglum í baráttu sinni. Allt annað er uppi á teningnum varðandi þá áskorun, sem kommúnist- ar hafá beitt sér fyrir að beint yrði til sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi og yfirmanns varnarliðsins. Þar er vísvit- andi rangt að farið í þeim til- gangi að afla kommúnistum fylgis, þótt jafnframt sé sá málstaður skaðaður, sem í veðri er látið vaka að verið sé að berjast fyrir. Auðvitað getur sendiherra erlends ríkis ekki farið eftir áskorun einhverra einstakl- inga í máli, sem legið hefur fyrir Alþingi, án þess að það teldi ástæðu til að afgreiða það í samræmi við nefnda áskorun 60-menninganna. — Slíkt væri í rauninni afskipti af innanríkismálum og deil- um, sem varða okkur íslend- inga eina. Þetta vita' kommúnistar líka ofurvel, og einmitt þess vegna hafa þeir farið þessa leið. Hún er í samræmi við athæfi þeirra áður, til dæm- is tilraunir þeirra til að sví- virða þjóðhöfðingja Banda- ríkjanna, Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseta, er hann kom hingað til lands. ¥^að vakti furðu, að á meðal * þeirra, sem undirskrifuðu áskorun til bandaríska sendi- herrans í sjónvarpsmálinu, voru nokkrir eindregnir and- kommúnistar. Það er að vísu ekki í fyrsta skipti, sem þetta að menn hefðu svo mikið lært af baráttuaðferðum kommún- ista hingað til, að slíkt endur- tæki sig ekki. Það er góðra gjalda vert, að menn berjist fyrir áhuga- málum sínum, en til þess verð ur að ætlast af greindum og gegnum mönnum, að þeir hugsi ofurlítið, áður en þeir ljá nöfn sín á áróðursplögg kommúnista. í þessu tilfelli er það til dæmis ljóst, að þeir geta ekki annað gert en skað- að þann málstað, sem þeir vilja berjast fyrir, þegar hvort tveggja er gert í senn, reynt að draga málið inn í flokkspólitískar deilur innan- lands og reynt að móðga hinn ágætasta sendiherra vin- veittrar þjóðar. í þessu ávarpi er þannig talað um „lágmarkskurteisi af hálfu þjóðar yðar“, er þess er krafizt af bandaríska sendi- herranum, að hann hafi af- skipti af íslenzku deilumáli, vegna áskoranna nokkurra einstaklinga, sem vísvitandi bera áskorunina fram eftir röngum boðleiðum. Vonandi verður þó þetta dæmi til þess, að sú saga end- urtaki sig ekki, að góðir menn ljái nöfn sín í hugsunarleysi á áróðursplögg kommúnista. RÖGBERAR /\ðru hverju berast hingað ” til lands fregnir af því, að í blöðum á hinum Norður- löndunum sé birtur hvers kyns óhróður um ísland og íslendinga. Um uppruna þessara greina og fregna er það að segja, að þetta berst héðan og er tekið sem góð og gegn vara af er- lendum blaðamönnum, sem ekki eru gjörkunnugir að- stæðum hérlendis. Það er þannig um íslenzka framleiðslu að ræða, sem flutt út til að ófrægja sam- landa. Óhætt er að segja að þessi iðja sé ófögur, þótt Morgunbfaðið viti ekki hvað slík ónáttúra heitir á máli sál- fræðinnar Á mánudag og þriðjudag fóru fram mikilsverðar viðræður í Honolulu, þar sem ýmsir heiztu sérfræðingar Bandaríkjanna komu saman til að bera saman bækur sinar um hugsanlegar aðgerðir til að stöðva framsókn konimúnismans í Suðaustur- Asiu. Þessi mynd er frá ráðstefnunni, og sjást á henni, talið frá vinstri, Robert S. McNamara, varnarmálaráðherra, Dean Rusk, 9 látast og 110 særast í Santa Domingo 13. júní (AP): — NÍU MENN létust og 11« særiÞ- ust, er sprengingar urðu í skot- færageymslu í úthverfi Santo Domingo i gær. Nokkrir menn voru handtekn- ir grunaðir um að hafa valdið sprengingunum og í dag var skýrt frá því að þrir þeirra hefðu játað sig seka um skemmdar- verk. Einn sagði, að þeir hefðu klæðzt hermannabúningum og laumazt inn í skotfærageymsl- una. í dag leitaði lögreglan enn fjögurra manna, sem hún telur að þátt hafi átt í skemmdarverk inu. Eins þeirra leitaði hún í há- skóla San Domingo, en leitin bar ekki árangur. iiiimiiiiiiiimmmiiiimuiimiiiimiimiitimiiiiiiiiMimiitmimimiiiuunuiminiimiimiiiiimimiimmmimimmiiiiiiiiiiiiiiimiiiimMUiHiuiHHiiHiiimimiiiMimuiiin | Slys algengasta dánar- I I orsók til 45 ára aldurs I Hj a rtasj úkdómar, krabba- mein og heilablóðfall eru al- gengustu banamein í hinuim auðugri löndum, en í fátæk- ari löndum eru smitandi sjúk dómar en.n helzta dánarorsök- in, segir í skýrslu sem byggð er á rannsóknum Alþjóða- hei 1 bri gðismálastof nunar- innar (WHO) og hefur ný- lega verið birt. í>ar kemur á daginn, að í aldursflokkunum undir 45 ára aidri eru slys al- gengustu dánax-orsakir ura heim allan. Danmörk, Finnland, Nor- egur og Svíþjóð eru meðal þeirra 22 „auðugu landa“ sem valin voru til ranrvsóknarinn- ar, en hún tekur til áranna 1954-56, 1960 og 1961. f öll- um þessum 22 löndum voru hjartasjúkdómar efst á blaði, krabbamein kom næst í 19 löndum, 4ieilablóð>fall þar næst einnig í 19 löndum, slys vor-u í fjórða sæti í 14 lönd- um og lungnabólga i fimmta sæti. Þessir fim.m sjúkdómar oMu 70 af hundraði ailra dauðsfalla. Krabbamein og hjartasjúk- dómar eru meðal tíu algeng- ustu. dánarorsaka I aldurs- flokknum 1-4 ára, en þar eru slys að jafnaði algengasta banameinið. Krabbamein er næst algengasta dánarorsökin í þessum aldursflokki í Dan- mörku og Noregi, en þriðja algengasta banameinið í Sví- þjóð. í aldursflokknum 5-14 ára eru slys enn algengasta dán- arorsökin. í>ar fara líka sjálfs morð og sjálfskaparvíti að koma fram í skýrslunni. I hinum fjölmenna aldurs- fiokki 15-44 ára eru slys líka alegngasta banameinið, en til- brigðin eru annars ekki eins mikil og búast hefði mátt við. Næst slysum koma krabba- mein ag hjartasjúkdómar. Sjáfsmorð er í fjórða sæti í nálega öllum 22 löndiunum. í aldurflokknum 45-64 ára eru krabbamein óg hjarta- sjúkdómair efst á lista, og í aldurflokknum 65 ára og eldri eru hjartasjúkdómar algeng- asta dánaxox-sökin í öllum 22 löfidum. Loftið eins og sorpræsi Maðurinn getur lifað án matar í fimm vikur og án vatns í fimm daga, en hann kemst ekki af án lofts í fimm mínútur. Loftið er sem sé mikilvægast allra frumefna, og maðurinn notar £rá fæð- ingu til hinzta andardráttar um bíu rúmmetra af lofti dag lega. En frá örófi alda hefur mað urinn vaniat því að umgang- ast. loftið eins og það væii sorpræsi, og hefur spillt því með al'Ira handa úrgangsefn- um, svo sem gasi, ryki, upp- gufun og reyk, segir í skýrslu sem Eviópudeild Alþjóðaiheil brigðimálastofnunarinnar (W HO) í Kaupmannaihöfn hefur birt. Lengi vel hafði þessi vani ekki í för með sér nein óiþæg- indi, þar sem andrúmsloftið er vítt og rúmgott, og úrgangs efnin voru tilbölulega um- fangslítil og leystust auð- veldlega upp. En á seinni árum hefur þessi spilling andrúmslofts- ins sýnt sig að vera skaðleg fyrir menn jafint og skepnur og einnig fyrir plöntur og jafnvel byggingarefini. Við getum hæglega fylgzt með því, hvernig loftið serix við öndum að okkur eyðilegg- ur veggina í húsum okkar. Við getum fylgzt með þvl hvernig trén á götum stórborg anna deyja smátt og smátt. Hvaða áhrif skyldi þá ekki hið spilita andrúmsloft geta haft á okkar eigin Iungu! Slys Til að menn geti gert sér rétta hugmynd um, hve al- varlegt ástandið raunverulega er, minnir WHO-skýrslan — sem samin var á ráðstefnu heilbrigðisisérfræðinga í Brusii el — i nokkur „loftspililing- ar-slys“, sem átt hafa sér stað 3 fyrst og firemst „slysið“ í 3 Lundúnum 1952, þegar þétt 3 þoka ásamt hi tabrey tingum E og stóraukinni spillingu and- = rúmsloftsins leiddi af sér H 4000 fleiri dauðsfölil en venju- 3 lega á einum tveim vikum. 3 í borgum Evxópu stafar 1 spilling andrúmsloftsins fyrst S og fremst af ýmiss konar 3 brennsluefnum. Eldsneytið, = sem notað er í iðnaði og á 3 heimilum, er að jafnaði kol, 1 olía eða gas, og mikið af þess- 3 um efmum hefur að geyma 3 brennistein. I borgunum eru 3 benzín- og dísel-knúin öku- 3 tæki orðin æ umfangsmeiri or 3 sök til spillingar loftsins. Hve mikilvæg hin ýmsu 3 spillingarefni eru, má gera 3 sér í hugarund með því að 3 athuga tölur sem eiga við — París. Þar er gengið út frá, 3 að 50 hundraðshlutar spill- 3 ingarinnar stafi firá eldstæð- = um í heimhúsum, 25 hundr- = aðshlutar frá úrgangsgasi 3 ökutækja, og 25 hundraðs- 3 hlutar frá úrgangsefnum iðn- 3 aðarins. Hægt aS koma í veg fyrlr þa*. 3 Ráðstefinan í Brússel komst 3 að þeirri niðurstöðu, að r»ú = væri hægt að hindra nálega = með öllu spillingu andrúms- = loftsins. Raunhæfar og efna- 3 hagslegar aðstæður setja því 3 sarnt takmörk, sem hægit er 3 að gera í þessu efni. Aukin notkun rafmagns 3 dregur mjög úr spillingu and = rúmsloftsins. Sama er að 3 segja um ráðstafanir tál að 3 draga úc brennisteinsinniha>ldi 3 gass og byggingu sórstakra 3 hátunramiðstöðva fyrir heil 3 hvei-fii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.