Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 16. júní 1964 S5ÍS?R5«5!l»!ft5!;S5?;W55S?J5?fS Vlf llllliMMMtlllll IIIIIII 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 llllll IIIIIIIIIIII1111111IIIlltlta Frá höfninni á Akranesi. IMikil hafnargerð í athugun á Akranesi Samtal við Jón Árnason, alþingismann SJÓSóKN er Akurnesingum í blóð borin og það yrði sennilega langt mál, að geta allra þeirra Akurnesinga, sem með sóma hafa sigrað sjóinn og haldið til hafnar með gnægð fisks. Landskunn er vísan um kátu karlana á kútt- er Haraldi, og hún hefur ásamt öðru áorkað því að Akranes og fiskveiðar verða ávalt nefnd í sömu andrá. Jón Árnason alþing ismaður og framkvæmdastjóri Heimaskaga á Akranesi, sagði okkur stuttlega frá útgerð frá Akranesi í viðtali um daginn. — Fólkið hér hefur ætíð lifað öðru fremur á sjávarafla, sem var veiddur lengst fráman af á opnum skipum. Mestu þáttaskil í útgerðarsögu staðarins urðu árið 1906, er fyrsti vélbáturinn var keyptur hingað. Hann hét Pól- stjarnan 5 smálestir að stærð með 8 hestafla vél. Formaður á honum var Einar Ingjaldsson á Bakka, og átti hann bálinn ásamt þremur öðrum mönnum. Sama ár keyptu fimm ungir Akurnes- ingar annan vélbát 12,27 smálest- ir með 10 hestafla vél. Formað- ur á honum var Bjarni ólafsson, skipstjóri, og átti hann bátinn með Þórði Ásmundssyni, sem var vélstjóri, og þremur öðrum. Nokkrir bátar svipaðrar stærðar voru keyptir og gerðir út næstu ár á eftir. D R E G IÐ var í hinu glæsilega Landshappd rætti Sjálfstæðis- flokksins fyrir helgi, en númerin innsigluð. Innsiglið var rofið í gær, og komu upp þessi númer: — Var höfnin í nægilega góðu horfi þá? — Nei, og þess vegna urðu vél bátarnir að hafa viðlegu í Sand- gerði um árabil, því að skilyrði voru ekki nógu góð í höfninni Jón Árnason, alþingismaður hér heima. Nokkrar smærri bryggjur voru til, en í vondum veðrum urðu bátamir að liggja úti við legufæri. Á árunum 1926 —1927 fluttist vélbátaútgerðin aftur heim til Akranes og nokkru síðar var hafin bygging varan- legrar hafnar á sunnanverð- 38173: Hnattferð fyrir tvo. 13396: SAAB-bifreið. 27697: DAF-bifreið. 1665: Willys-jeppi. um Skaganum við Krossvík. — Þegar útgerðin fluttist heim aftur tók allur atv.rekstur að vaxa á staðnum og bátum fjölgaði að mun. Hagnýting aflans var þó skammt á veg komin. Lengst af var hér sem annars staðar á land inu, aðeins um saltfiskverkun að ræða og einnig var nokkuð um skreiðarframleiðslu, en gjörbylting varð snemma á stríðsárunum, þegar Haraldur Böðvarsson byggði fyrsta hrað- frystihúsið, Nú eru hér rekin þrjú frystihús: Haraldur Böðvarsson & Co., Heimaskagi og Fiskiver. Síldarverksmiðja var reist hér ár ið 1937 og hefur síðan verið stækkuð og endurbætt. Hún er hlutafélag útgerðarmanna og bæj arins og hefur komið að mjög góðum notum síðan síldveiðar við SV-land urðu eins víðtækar og raun ber vitni. Síldveiðin hefur verið Akurnesingum hin mesta búbót og hafa þeir stundum salt- að mest af söltunarstöðvunum sunnanlands. — Þið hafið lagt niður togara- útgerð. — Já, það seig á ógæfuhliðina í togaraútgerðinni. Á nýsköpunar árunum fengum við togarann Bjarna Ólafsson, sem Akranes- kaupstaður keypti og gekk rekst ur hans fyrst í stað ekki sem verst. Var hann gerður út með það fyrir augum að tryggja at- vinnuástandið í bænum og skapa frystihúsunum hráefni. * Þá var heldur engin humarveiði og sára- lítil síldveiði. Síðar var keyptur annar togari, Akurey, en hann hefur nú nýlega verið seldur til Færeyja. __Hvað voru gerðir út margir bátar á s.l. vetri? __Þelr voru 21 fyrir utan sma- báta. Þar af eru sex nýir og stór ir bátar. í sumar verður um helm ingur flotans á síldveiðum. en aðrir minni stunda humarveið- ar. _ Er ekki alltaf næg atvinna? __ Jú, og á vetrarvertíð er skortur á vinnuafli, en á öðrum árstímum hefur það reynzt nægi- legt. Þeir bátar, er ekki fara á síldveiðar veiða humar og við það skapast mikil atvinna í landi. Það var líka stórmikilvægt at- riði fyrir atvinnumál staðarins, þegar ákvörðun var tekin um að starfrækja sementsverksmiðjuna hér. Við hana vinná að jafnaði 80—100 manns og hefur skapazt við það mikið atvinnuöryggi. — Svo eru þið líka farnir að framleiða nælonsokka. __ Já. Framleiðendurnir láta vel yfir framleiðslunni og hyggj ast kaupa 15 nýjar prjónavélar. __ Það hlýtur að vera Akur- nesingum lifsnauðsynlegt að hafa góða höfn. — Hafnarmálin hafa verið til rækilegrar athugunar og nú hef- ur bæjarstjórinn lagt fram skýrslu um athuganir, sem gerð- ar hafa verið á stækkun hennar ásamt kostnaðaráætlun. Dýptar- mælingar hafa verið gerðar hér áður í sambandi við fyrri hafnar gerðir, en við vestanverðan Skag Þegar dregið var í Landshappd rætti Sjálfstæðisflokksins. ■ Til vinstri er fulltrúi borgarfógeta , Sigurður Sveinsson, og til hægri Helga Guðmundsdóttir, skrifsto fustúlka. Vinningsriúmerin í happdrætti Sjálístæðisílokksins Rabbað við tvo gamla Akurnesinga Fréttaritari blaðsins átti = tal við tvo gamla Akurnes inga. Fer frásögn þeirra hér á eftir: | ÞÓRÐUR Þ. Þórðarson, sem | oft hefur verið nefndur bila- I kóngur Akraness, er fæddur 1 að Leirá í Borgarfjarðarsýslu | árið 1899. Fluttist hann til = Akraness 5 ára að aldri. Þórður Þ. Þórðarson. í Honum sagðist frá á þessa | leið: § — Um leið og ég hafði feng ,= ið bílpróf hjá Sveini heitnum 5 Egilssyni í Reykjavík keypti = ég mér fyrsta bílinn, sem ég i eignaðist og var það Fordvöru | bifreið árgerð 1927. Bílinn i notaði ég til alls konar vöru- i flutninga m.a. keyrði ég i mjólkina fyrir bændur utan | Skarðsheiðar hingað til Akra | ness. Árið 1929 keypti ég á- § samt Haraldi Böðvarssyni i fyrsta fólksbílinn, 6 manna Í Fordbifreið árgerð 1929. Eins Í og ég sagði áðan keyrði ég Í mjólkina fyrir bændur hér í i nágrenninu í 14 ár. Litlu eft Í ir að ég hætti þeim flutning- 1 um eða í stríðsbyrjun, hóf ég | flutning á fólki og vörum fyr I ir Hvalfjörð. Fyrsti bíllinn, Í sem ég notaði til þess var hálf Í kassabíll eins og kallað var. Í Það var nú ekki árennilegur Í vegur fyrir Hvalfjörð í þá Í daga, því að hann var þá i varla til. Ég vil segja þér að i lokum, að ef ég fengi styrk- Í inn, sem m.s. Akraborg hefur í haft árlega, gæti ég boðið Í Akurnesingum fríar ferðir Í fram og til baka milli Akra- Í ness og Reykjavíkur á hverj- Í um degi hálft árið. Maður : hefur aldrei fimmeyrings- Í virði, þetta hefur allt verið i eitt skuldabasl. i í dag á Þórður Þórðarson 14 l■lllllllllllllllll•llllllllll•lllllll••llllllllllllllllllllll■lll•l■ll bifreiðir, 5 stórar vöruflutn- ingabifreiðir og 2 smærri, 6 ágætar langferðabifreiðar og 1 fólksbíl. Hann má því með réttu kallast bílakóngur Akra ness. ÓLAFUR Hallsteinsson er fæddur að Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi 23. júní 1888. Hann segir m.a.: — Ég kom fyrst til Akra- ness upp úr 1930. Fyrstu 10 árin eða þar um bil var ég við sjómennsku, en hef síðan unnið alla algenga vinnu í landi og vinn enn af krafti þegar vinnu er að fá. Harald- ur Böðvarsson & Co. hefur verið minn atvinnuveitandi frá upphafi, að undanteknum tveim árum, sem ég var við vinnu hjá Akraneshöfn. Ég hef alla tíð fundið að mitt heimili er á Akranesi, því ann ég og íbúum þess. Breytingarnar hér hafa ver ið stórkostlegar þó sérstaklega nú í seinni tíð. Fiskibátarnir stækka með hverju árinu, sem líður. Allar byggingar vand aðri og stærri en áður og síð ast en ekki sízt steyptu göt- urnar, sem mér þykja hafa sett mestan svip á bæinn, og með þeim hefur allur þrifn- aður fólks og umhirðá um lið ir sínar stóraukizt. Ólafur Hallsteinsson Unga fólkinu er í dag búin bjartari framtíð en var í mínu ungdæmi. Menntun þess mun vafalaust koma Akranesi til góða þegar fram líða stund ir. Og það finnst mér að ungl ingarnir hér hafi aldrei verið gjörvilegri og prúðara fólk og nú, og því lít ég björtum aug- um á framtíð þess og Akra- nesbæjar. — G. = 1 1 = I r I 3 3 1 : 1 | : : f : § 9 | i HM ann voru mælingar ekki gerðar fyrr en sumarið 1963. Nú eru því til uppdrættir af þessum svæðum, sem áður voru ókönn- uð. Við athugun á framtíðarhöfn fyrir Akranes beindist athyglin m.a. að Lambhúsasundi og ekki sízt vegna þess að talið var, að þar væri unnt að grafa upp nægi lega djúpa höfn fyrir fiskiskip. Borað var í sundið sumarið 1962 og aftur ári siðar. Niðurstöðurn ar sýndu, að þar má grafa nægi- lega djúpt til þess að gera höfn fyrir skip allt að 400 lestum. — Dýptarmælingar og botnrann- sóknir gefa tilefni til athugana á hafnargerð á þremur stöðum við Skagann, í Krossvík Lambhúsa- sundi og Kalmansvík. Margt bendir til að hafnarskilyrði séu bezt í Kalmarsvík og mun tillit verða tekið til þess, þegar byggð verður þar skipu- lögð í næsta nágrenni. Talin er þörf á geysilegu magni til upp fyllingar bak við bryggjur og ból og þarf að sækja uppfyllinar- efni annars staðar að. En svæðið er stórt og framkvæmdir myndu dreifast á áratugi. Minnsta fram- kvæmd, sem gæti gefið raunhæfa notkun hafnarinnar, myndi vera bygging vestari hafnargarðs með u.þ.b. 350 m. viðlegurými og yrði kostnaður við það 50—60 millj. króna. Þarna mætti gera bryggj- ur samtals 2500—3500 metra lang ar en til saamnburðar má geta þess að samanlögð bryggjulengd í Reykjavíkurnöfn er nú um 2000 metrar. 5445 DÆMDIR FYRIR STRÍÐSGLÆPI Bonn, 13. júní (NTB): DÓMSMÁLARÁÐHERRA Vest- ur-Þýzkalands, Ewald Bucher, skýrði frá því á þingi í dag, að fram til 1. janúar sl. hefðu vest- ur-þýzkir dómstólar dæmt 5445 menn fyrir stríðsglæpL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.