Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 3
MORCUNBI AÐIÐ 3 Þriðjudagut 1. júní 1965 Þungur straumur New Tork Times segir að þing- meirihluti Wilsons, sem er aðeins 3 þingsæti í Neðri málstofunni, sé svo naumur, að hann sé knú- inn til þess að fara út í kosning- ar á næstunni. Vei geti svo farið, að tap í einstökum aukakosning- um neyði hann til þess að efna til kosninga á mjög óhagstæðum tíma. New York Times vitnar í um- mæli breszka blaðsins „Econo- mist“, sem fullyrðir að mjög þungur straumur almennings- álitsins liggi nú gegn stjórn Verkamannaflokksins. Sé sá straumur sennilega nægilega þungur til þess, að kosta flokk- inn af þingsætum hans f Neðri málstofunni, ef að almenn- ar þingkosningar færu fram. Vilja ekki hafa Rússa með Asíu- og Afríkuríki undirbúa um þessar mundir ráðstefnu þess ara ríkja, sem ráðgert er að hefj- ist 29. júní nk. í Algier. Áður hefur þessari ráðstefnu tvívegis verið frestað vegna ósamkomu- l^gs væntanlegra þátttakenda í henni. S TA K S1[I\A K Á FUNDI hjá Kiwanisklúhbn uim Heklu í síðastliðinni viku 'kom fram sú tillaga að með- limir klúbbsins færu út í Engey og máluðu öll búsin þar. Tilefnið var grein, sem birtist fyrir skömmu í dálkum Velvakanda í Morgunblaðinu, þar sem réttilega er bent á, að húsin í Engey séu í svo mikilli niðurníðslu að til há- borinnar skammar sé. M. a. var minnst á skemmtiferða- . ' % skipin, sem kpma hingað á 4 ** * •'*&»**** hverju sumri og liggja á ytri Þannig var umhorfs við Engeyjarhúsin í sl. viku, er einn blaðamanna Mbl. fór þá á vegum Vel- höfninni, skammt undan vakanda út í eyjuna með nokkrum starfsmönnum Reykjavíkurhafnar, og tók hann þá þessa mynd Engey, og væri ekki hægt að af Engeyjarhúsum. Ula spáð fyiir WíIscmj New Vork Times birtir síðast- liðinn laugardag forustugrein er blaðið nefnir „Hið pólitíska kvik- syndi Wilsons". Er þar mjög illn spáð fyrir Verkamannaflokknum brezka og stjórn hans. Segir blaðið að nýjustu skoðanakann- að flokkurinn hafi beðið enn- þá hrapallegri ó- sigur í bæja- og sveitastjómar- kosningunum nýlega, heldur en upphaflega hafi verið álitið. Ennfremur sýni nú hagfræðilegir útreikningar að framfærslukostnaður í Bretlandi hafi síðastliðna 6 mánuði aukizt meira en nokkru sinni á jafn skömmum tíma síðastliðin 13 ár. Muni þetta valda stjóm Harold Wilsons miklum erfiðleikum, og koma í veg fyrir að hann geti framkvæmt þær endurbætur á fjárhag landsins, sem hann hafi stefnt að. Félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu gerðu það í sjálfboðavinnu segja að fögur sján mætti augum hinna erlendu ferða- manna, er þeir litu til eyjar- innar. Tillagan var samþykkt og undirbúningxir verksins þegar hafinn. Málningarverksmiðj- urnar Harpa í Reykjavík og Málning h/f í Kópavogi lögðu til málningu. Hafnsögulbátur var fenginn til að flytja fólk ið og varninginn milli eyjar og lands, og ýmsir fleiri lögðu ýmislegt af mörkum. Kl. 2 e.h. síðastliðinn laug- ardag lagði hópurinn af stað með hafnsögubátnum. Þegar • komið var til Engeyjar, var íólkið og varningurinn ferj- aður í land í stórum gúmbát. Hafizt var handa þegar í stað og öll húsin máluð að utan Að loknu verki. Byrjað að mála Engeyjarhúsin. með hvítri málningu, en þök- in rátið. Unnið var af miklu kappi, og um kl. 8 e.h. var verkinu lokið. Einn úr hópn- um var með lítið senditæki og hafði stöðugt samband við hafnsögumenn og gat því sent boð eftir bátnum strax og verkinu *var lokið, og kom hann skömmu seinna og flutti fólkið aftur í larijd- Margir munu hafa rekið upp stór augu á sjómannadag inn, er þeir horfðu út til Eng- eyjar, því í stað kolryðgaðra húskumbalda blöstu við ný- máluð og snyrtileg hús, sem minntu á reisulegt stórbýli í sveit. Engeyjarhúsin máluðálaugardag Listaverkaupp- boð Kristjáns KRISTJÁN Fr. Guðmundsson heldur listaverkauppboð á Hótel Skjaldbreið nk. fimmtudag kl. 8,30. Er þetta fimmta uppboðið, sem hann heldur á Skjaldbreið Á uppboðinu eru 31 málverk, vatnslitamyndir óg teikningar, þar af 10 eftir Sigurð Kristjáns- son, 8 eftir Sigurð Benediktsson, 3 eftir Sverri Einarsson, 2 eftir Finn Dannefjord, 2 eftir Helga M. S. Bergmann og 1 eftir Loga Eldon, Nínu Sæmundsson og Hrein Elíasson. Myridirnar eru til sýnis á Hótel Skjaldbreið. Hópurinn, sem verkið vann. Rauða Kína og Indónesia leggja á það megináherzlu að útiloka Malaysíu frá þátttöku í ráðstefn- unni. Ennfremur má Rauða Kína ekki heyra það nefnt að Sovét- ríkjunum verði boðin þátttaka I ráðstefnunni. En stór hluti Sovét- ríkjanna er eins og kunnugt er í Asíu, og hafa margir talið eðli- legt að þeim yrði boðin aðild að þessari ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkja. En kínversku komm únistarnir berjast af alefli gegn því, og hóta jafnvel að koma í veg fyrir að ráðstefnan verði haldin, ef Rússum verði boðin aðild að henni. Er auðsætt að grunnt er á því góða milli Moskvu og Peking. Kópavogur Þjóðkirkjan og Sunna efna til Skot- landsferða fyrir unglinga BEAÐAMENN voru í gær boð- aðir á fund Guðna Þórðarsonar, forstjóra ferðaskrifstofunnar SUNNU og séra Ólafs Skúlason- *r, sem áður gegoodi starfi æsku- lýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar. Skýrðu þeir frá því, að farin yrði kynningarferð íslenzkra ung linga til Skotlands 14 júní n.k. á vegum þessaxa aðila. Ferðin er farin í samvinnu við skozku kirkjuna ,og í beinu framhaldi af samskonar ferðum áður. Ferðinni lýkur 24. júní, er hópurinn kem- ur heim. Ferð þessi er þó frá- brugðin þeim að því leyti, að nú verður ekki unnið í vinnubúðum eins og áður, heldur er þetta ein- göngu skemmti- og kynningar- ferð. Upplýsingar um ferðina eru veittar á skrifstofu SUNNU og þátttaka kostar kr. 7.850.— Að- eins 30 unglingar á aldrinum 15- 18 ára komast í ferðina. Flogið verður báðar leiðir. HIN árlega skemmtiferð Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi verð ur um Hvítasunnuna. Farið verð ur hringferð um Snæfellsnes. Kunnugur leiðsögumaður verður með í ferðinni. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi, laugar- daginn 5. júní, kl. 2, og komið aftur á mánudagskvöld. Þátttaka tilkynnist í síma 40708 o,g 40922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.