Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. júní 1985 MORGU N BLAÐIÐ 19 Fimmtugur: Magnus Þórarinsson ffrá Hjaltabakka FIMMTUGUR er í dag Magnús Þórarinsson frá Hjaltabakka, til heimilis að Leifsgotu 25 í Reykjavík. Varla mun finnast sá Reykvík ingur, kominn til vits og ára, að hann þekki ekki fyrir- greiðslu Magnúsar í Nýju fast- eignasölunni, öryggi og árvekni í starfi, en fyrirtækið hefur hann rekið hátt á annan áratug. Hitt munu færri vita, að Magn ús er ekki fyrr kominn heim, að loknum skyldustörfum, en hann þrífur litaspjaldið og pens- ilinn og glæðir strigann lífi og litum í málverkum, sem munu halda nafni hans á lofti, löngu eftir að fyrnd er í minnum sú etaðreynd, að listamaðurinn út- vegaði. samtíðarmönnum sínum íveruhús til kaups. Systkinin frá Hjaltabakka áttu ekki við auðsæld að búa í upp- vexti, en þau fengu í veganesti verðmæti, sem gulli eru dýrari, en það eru ágætar gáfur og ráð- vendni, svo að hvergi skeikar. Hvorttveggja hefur reynzt Magn úsi farsælt. Magnús er vinfastur maður, og sparar hvergi til, þegar hann vill gleðja þá, sem harin hefur bundið tryggðir við, enda er hann með afbrigðum vinsæll. Á þessum merku tímamótum árna ég mannkostamanninum Magnúsi Þórarinssyni allra heilla, svo og hinni ágætu eigin- konu hans Vilborgu Guðbergs- dóttur, og hinum mörgu mann- vænlegu börnum þeirra. Páll S. Pálsson, Hraunbúar undírbúa f’ölsótt skátamót SKÁTAFÉLAGH) Hraunbúar i Hafnarfirði heldur um hvíta- sunnuna árlegt vormót sitt í Krýsuvík, að þessu sinni verður um merkis atburð að ræða, þar eða þetta verður 25. vormót fé- lagsins, auk þess sem fjörutíu ár eru liðin frá því að skátastarf hófst í Hafnarfirði. Að sjálfsögðu verður því sér- etaklega tilmótsins vandað. Bú- izt er við- mikilli þátttöku. Sex til átta hundruð skátar hafa að jafnaði sótt síðustu mót. Er nú ekki seinna vænna fyrir skáta, sem hyggja á þátttöku, að hafa samband við foringja sína. Öllum skátafélögum landsins er heimil þátttaka. Mótsgjald er krónur 200,00. Fyrir það fá þátttakendur móts- merkið, mótsblaðið, mjólk og fleira, en hvorki matur né ferðir á mótið er þar innifalið. Vormótið verður með líku sniði og verið hefur. Dagurinn verður notaður til leikja og starfa. Og á kvöldin á allur hóp- urinn skemmtilega stund við varðeld undir rótum Arnarfells. Guðþjónusta verður á sunnudags morgun og verður mótssvæðið Opið gestum þann dag. Þá gefst foreldrum og velunnurum skáta- starfs kostur á að sjá.þátt úti- lífsins í skátastarfinu. Á mótinu verða fjölskyldubúð- ir, en slíkar búðir hafa notið sí- vaxandi vinsælda á undanförn- um skátamótum. Skátar annast sjálfir löggæzlu með aðstoð lögreglunnar í Hafn- arfirði, en auk þess verður á mótinu sjúkravarzla og aðrar þær stofnanir, sem nauðsynlegar eru. Nýmæli er það, sem Hraunbú- ar bjóða nú upp á, að á mótinu verður barnagæzla fyrir fjöl- skyldubúðirnar, 5 tíma dag hvern, meðan mótið stendur. Mótið verður sett klukkan 21.30 á föstudag. Mótsslit verða klukkan 14 á mánudag, annan í hvítasunnu. Eins og áður er sagt verður mótið opið gestum á hvítasurmu- dag frá klukkan 14 og þar til varðeldi er lokið um kvöldið. — Dagsbrún Frh. af bls. 27 Eðvarð gerði lítið úr þeim breyt- ingum, sem Alþingi samþykkti í skattamálunum á dögunum, þar sem hann var þeirrar skoðunar, að hækkun tekna á síðasta ári hefði verið það mikil almennt, að breytingamar kæmu ekki að haldi. Þá kvað hann húsnæðis- málin hafa verið rædd við ríkis- stjórnina, en ræddi þau annars ekki ítarlega. Sigurjón Bjamason ræddi ítar- lega um skattamálin og kaup- mátt launa. Taldi hann kaupmátt verkamannalauna hafa mirmkað þrátt fyrir hækkun á krónutölu kaups á undanförnum árum. Því bæri að leggja mikla áherzlu á ellar aðrar kjarabætur en beina kauphækkun. sem dæmi um það nefndi Sigurjón úrbætur í hús- mæðismálum. Jafnframt sýndi hann fram á, hversu misjöfn af- koma manna væri eftir því, hvort þeir byggju t. d. í eldri verkamannabústöðum eða væri tiltölulega nýbúnir að byggja, þar sem afborganir hinna fyrr- nefndu af húsum sínum væri hverfandi í samanburði við þá eíðarnefndu. í þeim kjarasamn- ingum, sem nú standa fyrir dyr- um, sagði Sigurjón að fara ætti þó leið að hækka laun hinna lægst launuðu án þess að allar stéttir þjóðfélagsins kæmu á eftir og kauphækkunin rynni þannig út í sandinn. í lok fundarins voru þessar til- lögur samþykktar einróma: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 30. maí 1065, samþykktir heilild til handa trún aðarmannaráði til að boða at- vinnurekendum vinnustöðvum þegar það teldi verkfallsboðun nauðsynlega í kjaradeilu þeirri er nú stendur yfir“. „Funöur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 30. maí 1965, telur að með verulegri lækkun skatta á launafólki hefði nú ver- ið hægt að greiða götuna fyrir nýjum samningum við verka- lýðsfélögin, en í stað þass að fara þá leið hefúr Alþingi af- greitt ný skatta- og útsvarslög, að tillögum ríkisstjórnarinnar, þar sem meginþungi skattbyrð- anna er enn lagður á herðar launþega. Þessi afgreiðsla á skattamálum nú er því ranglát- ari þar sem löggjafarvaldið hef- ur á undanförnum árum lækkað verulega opinber gjöld af rekstri fyrirtækja og gróðafélaga og er því sífellt stærri og stærri hluti heildarskattteknanna sóttur í vasa launafólksins. Þessa stefnu í skattmálum tel- ur fundurinn rangláta og mót- mælir henni harðlega.“ ■ Fé frá Itölskum Framh. af bls. 15 kenndi þar síðar. Þau hjónin eru bæði báttsett hjá ítalska. kommúnistaflokknum. Hún er einkaritari Matteo Secdhia, yfirmaims „utanríkisdeildar- innar“, sem sagt er a’ð sjái um leynisjóði, er flokkurinn fær fiá Sovétríkjunum. Hér er því allt, sem til þarf í spennandi James Bond reyf ara. En niðurstöðurnar, sem dregnar verða, eru ekki fall- egar. ítalski kommúnistaflokk urinn, eins og margir aðrir kommúnistaflokkar (raunar sá íslenzki einnig) segist vinna að friðsamlegri sambúð og- lögbundnum stjórnarhátt- um. Á bak við tjöldin veitir flokkurinn ógnarstarfsemi og skæruliðahernaði fjárhags- legan stúðning í landi, þar sem stefnt er markvisst að sönnu lýðræði. Sannað hefur verið að „stríðsmenn frelsis- ins“ lúta beinni stjórn komm- únista. Bf til vill er eini ljósi punktur þess máls sá að 330 þúsund dollararnir, sem gerð ir voru upptækir, verða nú 'notaðir til styrktar þeim, sem ofðið hafa fyrir ofbeldisað- gerðum FALN í Venezuela. — Gróðrarveður Framh. af bls. 15 ekki að fara til Mallorca, Gróð- ur hefur tekið við sér síðustu tvo dagana, en annars er æði grátt í fjöllunum og tré ekkert farin að lifna. — Ásgeir. ★ REYÐARFIRÐI. — Hér er ákaf- lega hlýtt og hefur verið síðan fyrir helgi. Þó er þetta bezti dag urinn, 18:—20 stiga hiti og SV- gola. Eftir svo hlýja daga sér strax mun á jörð, en kúldinn var svo mikill fram að því. Vegir eru færir orðnir, um Fagradag, til Eskifjarðar og til Norðfjarðar. í— Arnþór. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11. --Sími 19406. Benedikt Blöndal héraðsdómslögmaður Austurstræti 3. - Sími 10223. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Vöruflutningabifreið Volvo vöruflutningabifreið með vökvakrana árgerð 1960 til sölu. Bifreiðin er til sýnis við vöruafgreiðslu vora að Hverfsgötu 54. Eggert Kristjánsson & Co hf. Forðist óeðlilegt hjólbarðaslit. Látið hjólsjána leysa vandann. — Pantið tíma — SVEIIMIM EGILSSON H F. Laugavegi 105. — Sími 22468.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.