Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID ÞriðjudagUT 1. júní 1965 Alinnisvarðinn afhjúpaður. — (Ljósm.: Heimir Stígsson). __ Minnisvarði Jóns Þorkelssonar afhjúpaður í Innri-Njarðvík króna. Fyrir tilstilli Thorchilii- sjóðs var stofnaður fyrsti barna skólinn á landinu — Hausastaða skóli á Álftanesi og auk þess hafa síðar komið skólar í Kjal- arnesþingi notið margháttaðra styrkja og fyrirgreiðslu frá þess um sjóði. í lok ræðu sinnar af- henti sýslumaður hreppstjóra Njarðvíkurhrepps, Ólafi Sigur- jónssyni, minnisvarðan til varð- veizlu og umönnunar í fram- tíðinni. — Ólafur hreppstjóri veitti minnisvarðanum viðtöku með snjöllu ávarpi og að því loknu gengu fram tveir nem- endur úr unglingaskóla Njarð- víkur og afhjúpuðu myndina. Meðal annars gat Ólafur þess að landeigendur í Njarðvík hefðu að þessu tilefni gefið um 7 þúsund fermetra lands um- hverfis minnismerkið og væri það ætlað sem skrúðgarður Njarðvíkinga í framtíðinni og mundi bera nafnið Thorchilii- garður. Þegar lokið var afhjúpun minnisvarðans og hann blasti við sjónum manna í látleysi sínu og táknrænni fegurð, tók til máls Bjarni M. Jónsson, námsstjóri, og rakti hann í stór- um dráttum störf og stefnu Jóns Þorkelssonar og fyrstu æskuár hans í Innri-Njarðvík og samhengið í mótun æskuár- anna og ævistarfsins og mælt- ist Bjarna vel að vanda. Að ræðu hans lokinni flutti Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, ávarp og að því loknu lék Lúðra tíðum krófur til stjórnarvald- anna um bættan aðbúnað skólapilta. Þá gerði hann ítar- legar tillögur um bætt ástand Lagði hann þetta sjálfur fyrir kirkjuráðið í Kaupmanna- höfn og fékk þvi áorikað, að skipaður var sendimaður tU þess að rannsaka mennir.gar- ástandið á íslandi og gera til- lögu til úrbóta. Fyrir valinu varð Ludvig Harboe, síðar Sjá- landsbiksup. Túlkur hans og skrifari var svo Jón Þorkels- son. Voru þeir á rannsóknar- ferðalaginu í 4 ár, 1741—1745. Þeir dvöldust fyrstu 3 árin á biskupssetrinu að Hólum. Þeir rannsökuðu lestrarkunnáttu fólksins, yfirheyrðu presta og grennsluðustu eftir menningu hverrar sveitar og sóknar. Upp af tiilögum þeirra spruttu margskonar framfarir, sem gjörbreyttu ástandinu til bóta. Árið 1745 mátti heita að 2 af hverjum þremur íslend- ingum væru ólæsir, en 30 ár- um síðar var þessu alveg snú- ið við, svo mjög hafði lestrar- kunnáttu fleygt fram eftir för þeirra Jóns og Harboes. Jón Þorkelsson dvaldist eftir þetta í Kaupmannahöfn til dauðadags, 5. mai 1759. Rúm- um mánuði fyrir andíát sitt gerði . hann erfðaskrá sína Allar eigur sínar eftir sinn dag, gaf hann fátækum börn- um í átthögum sínum, Kjalar- nesþingi. Það voru 4000 rd, auk nokkurra jarða. Þetta er Skólaminjasýning ■ Keflavík sveit Keflavíkur undir stjórn Herberts Hriberscheks og sam- einaðir kirkjukórar Gullbringu stærsta gjöf, sem gefin hefur verið til barnauppeldis á ís- landi. Skyldi stofna skóla í átt- högum gefandans og veita þar fátækum börnum bóklegt og verklegt uppeldi. — Sé gjöfin reiknuð til nútímagengis, myndi sjóðurinn í Kaupmanna höfn hafa numið 6—7 milljón- um króna, en að viðbættum jörðunum á íslandi myndi hann hafa nurnið 9—10 millj- ónum. Jón Þorkelsson ritaði sig á latínu Thorkillius. Var sjóður- inn við hann kenndur og kall- aður Thorkilliisjóður. Á kostnað sjóðsins var stofn- aður skóli að Hausastöðum á Álftanesi árið 1791. Var hann starfræktur til 1812. Árið 1804 —1805 var sá skóli eini starf- andi skóli í landinu. Fyrsti skóli Reykjavíkur var styrkitur af Thorkilliisjóði á árununa 1830—1848. Síðar voru veittir styrkir til skólahalds víðar 1 Gullbringu. A 40 ára tímabili, frá 1873—1913 var greiddur úr Thorkilliisjóði styrkur til 4900 barna til uppfósturs og mennt- unar. Veittir voru styrkir úr •jóðnum til skólabalds viða i Gullbringusýslu. , — toj. L Frá skoiasýuingunni í Keflavik. Forseti íslands skoðar skólasýninguna. verið I því augnamiði og mundi að nútíma peningaverð- mæti nema um 10 milljónum sýslu sungu undir stjórn Geirs Þórarinssonar, organista. Athöfn þessi var öll hin virðu legasta og samboðin göfugmenn inu Jóni Þorkelssyni, sem hef- ur markað hin dýpstu spor í sögu alþýðufræðslu á íslandL Að lokinni athöfninni í Innri- Njarðvík fóru gestir til kaffi- drykkju í nýja samkomuhúsinu í Ytri-Njarðvík og voru þar ræður fluttar, sem allar hnigu í sömu átt, að þakka og virða hið mikla og gæfuríka ævistarf Jóns Þorkelssonar. í skólum Njarðvíkur og Kefla víkur voru opnaðar handa- vinnusýningar skólabarna og skoðuðu gestir þær. í gamla barnaskólanum í Keflavík var sérstök skólaminjasýning, sem sýnir sögu skólamálanna í Kjal- arnesþingi, svo sem föng eru á. Forseti íslands skoðaði skóla- sýninguna sér til mikillar á- nægju í fylgd með forseta bæj- arstjórnar Keflavíkur, Alfreð Gíslasyni, og bæjarstjóra, Sveini Jónssyni. Jón Þorkelsson var skóla- meistari í Skáiholti í 9 ár. Þótti hornwn í mörgu ábóta- vant við skólahaldið og geröi Keflavík, 31. maí. SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram mikil hátíð í Innri-Njarð- víkum, vegna afhjúpunar minn- isvarða Jóns Þorkelssonar skóla meistara í Skálholti, sem fædd- nr var í Innri-Njarðvíkum árið 1697. Fyrir nokkrum árum var haf- izt handa um að gera minnis- varða um Jón Thorkillius, er reistur skyldi á fæðingarstað hans. Forgöngu um þetta hafði aýslumaður og sýslunefnd Gull- bringusýslu og forustumenn skólamála í Kjalarneskjördæmi. Minnismerkið gerði Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, og sýn- ir það uppfræðarann sitjandi með tvö börn við hné sér, svip- hreint og fallegt minnismerki. Minningarathöfnin hófst með guðsþjónustu í Njarðvíkur- kirkju, sem séra Björn Jónsson flutti og valdi sér að texta kraftaverkasöguna er Jesús mettaði fjöldann með fimm brauðum og tveim fiskum. Að lokinni guðsþjónustu var fengið á hátíðasvæðið, sem er •ustan megin við kirkjuna og búið var að reisa minnisvarð- mxin. Viðstaddir þessa minning- •rathöfn voru forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, Guðmundur f. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, svo og forustumenn Njarðvíkur hrepps og Keflavíkurbæjar, einnig forvígismenn skólamála úr Kjalarnesþingi. Ríkisstjórnin skipaði á sínum tíma Thorchilli- nefnd til að annast þetta verk- efni, ásamt nefnd úr héraði og hafa þessar tvær nefndir unnið vel saman. Þegar safnazt hafði verið sam an við hið hjúpaða minnis- merkL hófst ganga skólabarna úr Kjalarnesþingi — að undan- skildum bæjunum — til hátiðar svæðisins og stjórnaði Þor- steinn Einarsson göngunnL þar sem hver skóli gekk undir sínu merki og fána og lúðrasveitir drengja úr Keflavík og Mos- fellshreppi léku undir göng- unni. Þegar allt var samansafnað og hinir virðulegu gestir gengn- ir til sætis, kvaddi Bjöm Svein- bjarnarson, sýslumaður, sér hljóðs, lýsti hann forsögu þessa máls, svo og ævi og starfi Jóns Þorkelssonar og hinni miklu og höfðinglegu gjöf hans til al- þýðufræðslu á fslandi, sem er stærsta gjöf, sem gefin hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.