Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ I Fostudagur 30. júlí 1965 Svipað lið og lék við Dani gegn ,pressuliði' á þriðjudag Ríkharður, Högni og Karl koma i stað Þórólfs, Sigurþórs og Sigurvins Á K V E Ð IÐ hefur verið að á fimmtudagskvöldið fari fram kapp- leikur milli „landsliðs" og liðs er íþróttafréttamenn blaðanna velja — eða öðru nafni „pressuleikur“. Hefur landsliðið þegar verið valið, en íþróttafréttamenn velja sitt lið síðdegis í dag. Þessi „pressuleik- ur“ er lokapróf fyrir landslið er skipað verður gegn landsliði ír- lands, en sá landsleikurur verður 9. ágúst. jafnframt breytingu. Þórólfur verður ekki með af augljósum ástæðum og kemur Ríkharður í hans stað. Sigurþór .útherji, mun meiddur og kemur Karl Her- mannsson frá Keflavík í hans stað og loks verður Sigurvin v. bakvörður ekki með. Tekur Jón Stefánsson (er var miðherji) stöðu hans, en Högni Gunnlaugs- son Keflavík tekur við miðvarð- arstöðunni. Liðið lítur þá svo út: Karl Hermannsson Baldvin Baldvinsson Gunnar Felixson Keflavík KR KR Eyleifur Hafsteinsson Ríkharður Jónsson Akranesi Ellert Schram Högni Gunnlaugsson KR Keflavík Jón Stefánsson Akureyri Heimir Guðjónsson KR Akranesi Magnús Jónatansson Akureyri Árni Njálsson Val 2. deild 2. deildar leikur Vestmanna- eyja og F.H. var leikinn í gær- kvöldi í Hafnarfirði. Lauk hon- um með sigri Vestmannaeyinga 3:1, sem var fyllilega verðskuld- aður sigur. — Ekki hefur verið ákveðið hvenar úrslitaleikurinn milli Vestmannaeyja og Þróttar fer fram. MOLAR JOHN CHARLES, sem leikið hefur fyrir brezku liðin Wales, Leeds og Cardiff og verið seldur til ftalíu fyrir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir knattspyrnumann eða rúmar 10 millj. ísl. kr., hefur ákveðið að hætta knattspyrnu keppni. Hann er 33 ára og hef ur leikið 39 landsleiki. Hann var ekki hjá Juventus á ftalíu nema 2 ár og var þá aftur keyptur til Englands. Japanska landsliðið í knatt spyrnu sýndi hvað í því býr er það í Moskvu sigraðí rússn eskt lið frá olíubænum Baku. Leikurinn fór fram í Moskvu. — Þetta lið frá Baku er í 1. deildinni rússnesku og er því eitt margra sterkra liða er berst um Rússlandsmeistara- titilinn. Svipað lið og lék við Dani Það er landsliðsnefnd KSÍ sem að venju velur „landsliðið“. Still- ir nefndin nú upp sama liði og mætti Dönum — að svo miklu leyti sem hægt er, en gerir þó Fram og KR í kvöld í KVÖLD er næsti leikur 1. deild ar í knattspyrnu og verður hann á Laugardalsvellinum. Þá mæt- ast KR og Fram í síðari leik sín um, en hinn fyrri vann ICR með 2 mörkum gegn 1. Staðan í 1. deild er nú þessi: Kr 7 4-2-1 18:8 10 st. Akranes 6 3-1-2 12:11 7 st. Valur 7 3-1-2 13:13 7 st. Akureyri 7 3-1-3 10:16 7 st. Keflavík 6 2-2-2 9:6 6 st. Fram 7 1-1-5 7:15 3 st. Fjórir þeir beztu ber jist sama kvöld Meistarar í 10 ár í röö I fyrrakvöld’ unnu FH-ing- ar íslandsmeistaratitil í úti- handknattleik karla í 10. sinn í röð, sem er einstætt afrek og sýnir hver vegur FH hef- ur verið í handknattleiknum. Hér eru tvær myndir frá lokum mótsins. Þriggja dálka myndin sýnir lið FH ásamt forystumönnum félagsins og er formaðurinn Axel Kristj- ánsson, lengst t.h. Á hinni myndinni halda þeir Ragnar Jónsson t.h. og Birgir Björnsson á hinum veglega Álafossbikar sem um er keppt á mótinu, en bik- arinn gáfu Ásbjörn Sigurjóns son og systkini hans. Þeir Birgir og Ragnar eru einu menn liðsins sem hafa leikið með liðinu í þau 10 skipti í röð sem FH hefur sigrað. Enn eru þeir félagar þeir menn í liðinu er leikurinn snýst ekki hvað sízt um, og eiga ekki minnstan þáttinn í velgengni FH í handknattleik. — Myndir Sv. Þ. Nýstárleg hugmynd um góða hnefaleikakeppni FRAMKVÆMDASTJÓRI hins risastóra leikvangs Madison Square Garden í New York vinn- ur nú að því að koma á keppni milli fjögurra beztu hnefaleika- kappa heims sama kvöldið. Hef- ■r hann snúið sér til heimsmeist- arans Cassiusar Clay, Floyd Patt- erson, fyrrum heimsmeistara, Ernie Terrell sem samkv. yfir- lýsingu „alheimssambands hnefa leikamanna“ tr heimsmeistari, og Kanadamannsins Georgs Chu- valo. Það er hugmynd framkv.stjór- anc að Cassius Clay mætti Floyd Patterson i öðrum leiknum, en í hinum mætast þeir Terrell og Chuvalo. Framkv. stjórinn hefur sagt fréttamönnum svo frá að P:- r- son, Terrell og Chuvalo hai. . ar svarað tilmælum hans og nari mikinn áhuga á að hugmyndin komist í framkvæmd. Frá Cassi- usi hefur ekkert heyrzt. Hugmynd framkv.stjórans hljóðar ennfremur upp á að þetta leikkvöld verði í október en síðan mætist sigurvegarar þess- ara leikja í kappleik er gildi heimsmeistaratitil og fari sá leik- ur fram innan sex mánaða eftir októberleikina. Snæfellingar og Is firðingar sigruðu ' íyrstu leikjum i bikarkeppni KKÍ BIKARKEPPNI Körfuknattleiks sambandsins er hafin og þegar lokið leikjum í tveim riðlum — en eins og sagt hefur verið frá var þátttökuliðum skipt í riðla eftir landssvæðum. 17. júlí léku í Borgarnesi UMF Snæfell og Skallagrímur Borgar nesi. — Liðin skildu jöfn eftir venjulegan leiktlma 58:58 stig, en í framlengingu hafði Skalia- grímur betur og leik lyktaði me 63:60. Sl. laugardag og sunnuds fóru svo fram leikir á ísafirði Vestfjarðariðlinum. Fyrst lék Stefnir Súgandafirði og Grett: Flateyri og vann Stefnir me 42:21. Þá kepptu Stefnir c Körfuknattleiksfélag ísafjarðt og unnu ísfirðingar með 47:4 Síðasti leikurinn var milli 1 firðinga og Grettis og sigruðu ís firðingar með 10 stiga mun. Þar með voru ísfirðingar orðn- ir sigurvegarar í Vestfjarðanðl- inum. Næst mætast í úrslitaleik af þessum tveim svæðum, Skalla- grímur Borgarnesi og ísfirðing- ar. Það liðið er þá sigrar fer í 4 liða úrslitakeppni í Reykjavík. Leikur þessara liða um úrslita sætið fer fram á ísafirði. 58 MANNA flokkur frjáls- íþróttamanna frá Bandaríkjun um lagði í dag upp í lands- keppnisför. Verður lands- keppni USA og Rússa í Kiev um helgina, gegn Póilandi í Varsjá 7-8 ágúst og móti V- ÞýzkaUndi í Munchen 18-11 ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.