Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 23
Föstudagur 30. Jðff 19GS MORGUNBLAÐIÐ 23 — Ákvörbun Framhald af bls. 1 • Franska fréttastofan APF segir í dag, að yfirlýsing John- sons, forseta, hefði enn aukið á svartsýni, sem ríkti meðal sov- ézkra ráðamanna, vegna ástands ins í Vietnam. I»eir óttist, að Ihlutdeild Bandaríkjanna í styrj- öldinni þar gæti leitt til beinna átaka milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. • Fréttastofan sagði enn fremur, að ástandið myndi nú enn versna, sambúð stórveld- onna tveggja myndi fara hrak- andi, og sennilegasta afleiðing J>ess yrði, að afvopnunarráð- stefnan, sem nýkomin er sam- an til funda í Genf, myndi fara algerlega út um þúfur. f>að hafi komið greinilega fram í viðræð- um sendimanns Bandaríkjafor- seta, Harrimans, og Kosygins, forsætisráðherra, fyrir skemmstu, að afskipti Banda- ríkjanna af styrjöldinni í Viet- nam myndu verða þyngst á met- unum, vatðandi sambúð Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. • Flest stórblöð heims hafa í dag varið allmiklu lesmáli til að ræða ákvörðun 3andaríkja- stjórnar, sem Johnson kunngerði í gær. í ritstjórnargrein í „I.ond- on Times“, undir fyrirsögninni „Stríð án enda“, í dag, segir: „Það má að vísu teljast áfangi, að leitað hefur verið til Sam einuðu þjóðanna. Óskin um, að þau reyni að „stöðva átökin" þýðir þó einungis, að verið er að fara þess á leit við samtökin að þau taki undir þá skoðun Banda- ríkjamanna, að styrjöldin í Viet- nam sé árás N-Vietnam á S- Vietnam — svar við fullyrðing- um kommúnista, að hér sé um að ræða „bandaríska árás“. Þetta myndi slá öll vopn úr höndum U Thant .... verra er þó, að eft- ir því, sem bandarískum her- mönnum í Vietnam fer fjölgandi þá kemur það betur og betur í ljós, að aðstoð og stuðningur 3andaríkjanna við stjórn S-Viet nam víkur nú fyrir styrjaldar- aðgerðum, sem byggjast á bandarísku vopnavaldi. f stuttu máli sagt, þá styrkir þessi þró- un stjórnmáiaaðstöðu andstæð- inganna". • „The Guardian", málgagn Frjálslynda flokksins brezka, segir m.a. í dag: „Þátttaka hers S-Vietnam i átökunum hlýtur að fara hlutfallslega minnkandi. Sennilega fer eins um málstað hans. Hann (Johnson) telur ekki neinn vafa á því leika, hver er árásaraðilinn. Þegar honum skilst, hvers vegna allar með- limaþjóðir Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli, þá má gera ráð fyrir árangursríkari af- skiftum hans“. • „The Telegraph“, málgagn íhaldsflokksins, telur ákvörðun bandarísku stjórnarinnar rétta, og segir: „Við þá, sem óttast aukin afskipti Bandarikjanna, má segja: þau geta leitt til þess, að úr átökunum dragi“. á Vínarblaðið „Die Presse/, óháð, segir m.a.: „þrátt fyrir til- tölulega hógvær orð forsetans, dylst engum, að um meiri hátt- ar styrjöld er að ræða .... þar sem um er að ræða forystuhlut- verk Vesturlanda, og heiður Bandaríkj anna“. Flest blöð í Bandaríkjunum telja, að ákvörðun stjórnarinnar sé rétt. á „The New York Times“ segir: „Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem nú er við að etja, og það, sem framundan kann að vera, þá munu fáir Bandaríkjamenn deila við Johnson, forseta, um ákvörðun hans, að halda styrj- öldinni áfram í Vietnam.“ á „New York Herald Trib- une“ segir: „Þetta er þýðing- armikil, alvarleg ákvörðun, sem þó kann engan veginn að ráða úrslitum .... því að Bandarík- in eiga nú í varnarstyrjöld í S- Vietnam .... tilgangurinn er enn að reka af höndum sér árás araðilann. Forsetinn hefur sagt að hann muni ekki gefast upp í S-Vietnam, og þjóðin mun standa við hlið hans.“ Hinn almenni kirkjufundur EINHVERN tima las ég blaða- grein sem fjallaði um hinn al- menna kirkjufund, og var um það kvartað, að lítil vitneskja væri gefin um fundi þessa, markmið þeirra og starfshætti, enda bar greinin vott um skort á þekkingu á þessum efnum. Trúlega á það einnig við um marga aðra en áminnztan greinarhöfund, að þeir þekkja lítið til hinna almennu kirkjufunda. Eftirfarandi orð eru rituð til að bæta úr þeirri van- þekkingu og til að minna á Hinn almenna kirkjufund sem hald- inn verður nú á hausti komanda, ef verða mætti, að hann yrði betur sóttur af lærðum og leik- um en verið hefir oft á undan- förnum árum. Það munu vera um 40 ár síð- an byrjað var á fundum þessum. Upphaflega voru engar formleg- ar samþykktir um tilhögun þeirra, en árið 1W9 voru sam- þykktir „Frumdrættir að sam- þykktum fyrir hinn almenna kirkjufund.“ Þessum samþykkt- um hefir eigi verið breytt siðan, en aðalatriði þeirra eru þessi: Hinn almenni kirkjufundur er frjáls og óháður samfundur presta og leikmanna innan hinn- ar evangelisk-lúthersku kirkju. Rétt til fundarsetu hafa allir, sem starfa í þjónustu kirkjunn- ar, biskup , guðfræðikennarar, prestar, sóknarnefndarmenn safn aðarfulltrúar, og tveir fulltrúar frá hverju kristilegu félagi inn- an kirkjunnar. Hafa þeir allir atkvæðisrétt, en allir meðlimir kirkjunnar hafa málfrelsi og til- lögurétt. Almennan kirkjufund skal halda annað hvort ár. Til- gangur kirkjufundar er að efia og glæða trúarlíf og kristnihald með þjóðinni. Tilgangi sínum reynir alm. kirkjuf. að ná m.a. með sameiginlegri uppbyggingu í guðsorði, söng og bæn, evangel- ískri fræðslu og umræðum “um | einstök mál, er varða kristnihald lá íslandi. Undirbúning og stjórn kirkjufunda annast nefnd sjö manna, sem kosin er til fjögurra ára í senn. Þegar kirkjuiþing tók til starfa árið 1958, var ákveðið, samkvæmt tillögu undirbúnings nefndar, að kirkjufundur skyldi haldinn það árið, sem kirkjuþing kemur ekki saman, en það er þegar ártalið er' oddatala. II. Það var góð réttarbót er kirkj- an fékk sitt þing, og það er spor í áttina til sjálfstæðis hinnar is- lenzku kirkju. Þessari umbót var fagnað og það svo, að til munu hafa verið þeir menn, sem töldu kirkjufundi nú ef til vill orðna óþarfa. Skal nú vikið að því nokkrum orðum, en tekið skal fram, að hér ræðir um eigin skoðanir undirritaðs. Allt starf kirkjunnar, eins og þjóðlífsins má greina í tvo aðalþætti, þótt þeir fléttist oft og víða saman. Þessir þættir eru stjórn og al- mennt, daglegt starf. Alþingi set ur lög og reglur um alla stjórn og tilhögun þjóðmálanna, en það gefur ekki reglur um hið hvers- dagslega starf. Það kennir ekki bóndanum, útgerðarmanninum, skipstjóranum eða iðnaðarmann- inum, hvaða aðferðir þeir skuli hafa við starfsemi sína. Svipuðu máli gegnir um kirkjuþing. Það hefur fyrst og fremst afskipti af stjórn kirkjumála, samþykkir ákvæði um ýms félagsmál kirkj- unnar, stjórn, fyrirkomulag og framkvæmdir hinna ýmsu mála- flokka, en það hefur ekki á hendi hið kristilega og kirkjulega safn- aðarstarf. Það gefur ekki prest- um, æskulýðsleiðtogum og kristi- legum félögum reglur og leiðbein ingar um, hvernig þau skuli starfa og það gefur ekki leiðbein ingar um, hvernig haga skuli að öðru leyti hinu áríðandi, en víða vanrækta almenna leikmanna- starfi hinnar íslenzku kirkju. Þetta starf allt verða prestarnir og söfnuðirnir sjálfir að inna af höndum. Þeir þurfa að ræða sam an um, hvernig starfinu skuli hagað og bera saman ráð sín um hvaða úrræði séu til- tækilegust og gefi von um ár- angur. Hinir almennu kirkjufund ir eru sameiginlegur vettvangur til umræðu og leiðbeiningar um öll þessi mál, þótt í smáu sé, og í augum þess er þetta ritar, hefur VINDUR var á norðan um land allt. Fyrir sunnan voru víða skúrir, en þurrt í öðrum landshlutum. Hæðin yfir Grænlandi er vaxandi, en fallandi loftvog á Jan Mayen. Þetta hvort tveggja hefur þau áhrif, að norðan-áttin færist í aukana með kólnandi veðri norðan lands en bjartviðri á Suður- landi Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðvesturiand og Faxaflói: aldrei verið meiri þörf á áhuga og samstarfi um þessi mál en einmitt nú. Enn er á það að líta, að eins og tíðkast í þjóðmálum getur kirkjufundur athugað gjörðir kirkjuþings og rætt og gjört ályktanir um þau mál, sem hann vill koma á framfæri við kirkju- þing og Alþingi. III. Næsti almenni kirkjufundur verður haldinn í haust, í sam- bandi við 150 ára afmæli Hins íslenzka biblíufélags, en þess verður minnzt hinn 15. október. Aðalmál kirkjufundarins verður hjálp við gamla fólkið, og verða framsögumenn þeir Gísli Sigur- björnsson, forstöðumaður elli- heimilanna Grund og í Hvera- gerði, og prófessor Þórir Kr. Þórðarson. Einnig mun verða drepið á leikmannsstarf í heild Norðvestan kaldi. Léttir til Breiðafjör’ður, Suðvesturmið til Breiðafjarðarmiða: Norðan gola eða stinningskaldi. Létt- skýjað með köflum. Vestfirð- ir og Vestfjarðamið: Norðaust an kaldi, þokusúld norðan til Norðurland til Austfjarða, Noiðurmið til Austfjarðamiða og Austurdjúp: Norðan stinn- ingskaldi. Rigning þegar líður á nóttina. Suðurland og Suð- austurmið: Hægviðri og skúr ir fyrst. Léttir til með norðan kalda. innan kirkjunnar. Annars verður dagskráin í einstökum atriðum auglýst síðar. Þeir, sem kynnu að hafa í huga mál, sem þeir óska tekin fyrir á kirkjufundinum, eru beðnir að senda tillögur sínar til undirrit aðs fyrir lok ágústmánaðar. — Heimilisfangið er öldugötu 34, Reykjavík. Reykjavík, júlí 1965. í undirbúningsnefnd almenns kirkjufundar: . Árni Árnason. Svíai Norðurlanda- meistarar í sundknattleik SVÍAR urðu Norðurlandameist- arar í sundknattleik, unnu alla sína keppinauta með yfirburð- um. Finnar urðu í öðru sæti, Dan ir í 3., en Norðmenn ráku lest- ina. Ekki vitum við úrslit í öll- um leikjum mótsins, sem haldið var í rsa en eftirfarandi úrslit bárust í fréttaskeytum NTB: Finnland — Noregur 9—3 Svíþjóð — Danmörk 12—2 Svíþjóð — Finnland 10—0 Erlendu þátttakendurnir á m ótinu voru heiðraðir með Surts- eyjarbók að mótslokum. Hér tekur sænska stúlkan Bramer við sinni — en hún vann flesta hlaupasigra kvenna. IMorrænt Ijósmæðramöt I Reykjavík NORÐURLANDAMÓT ljó* mæðra verður haldið í Reykjavík dagana 13. til 18. ágúst n.k. Nor- rænu hjúkrunarkonurnar munu koma hingað til lands að kvöldi 12. ágúst, en síðan verður mótið sett í Landsspitalanum kl. 10 ár- degis hinn 13. ágúst. Samband ljósmæðra á Norðurlöndum var stofnað 1950 og hafa íslenzkar ljósmæður verið aðilar að því frá upphafi. Þetta er 5. norræna Ijósmæðramótið, sem haldið hef- ur verið og er nú í fyrsta sinn hér á landi. Síðast var það hald- ið í Noregi 1962. Formaður sam- bandsins er sænsk, Ellen Erup. Formaður íslenzka ljósmæðrafé- lagsins er Valgerður Guðmunds- dóttir. PARAGUAY vann Bolivíu 2-0 í fyrri leik landanna í undan- keppni um heimsmeistaratitiL Mýr uppdráttur * F.l. af Þórsmörk FERÐAFÉLAG íslands hefur lát- ið gera nýjan og sérlega vand- aðan uppdrábt atf Þórsmörk í mælikv. 1:50000. Hafa Landmæl- ingar íslands gert teikningar all- ar, en Lithóprent prentað í sex litum. Mörg ömefni eru á upp- drættinum, og hefur Gestur Guð- finnsson, blaðamaður, safnað þeim. Hann hefur lí.ka skrifað stutta lýsingu á Þórsmörk, sem er prentuð aftan á uppdráttinn. Margir ferðamenn eiga erfitt með að i átta sig á kennileitum á venjulegum uppdráttum. Þessi uppdráttur er þannig gerður, að lapdslagið Wasir við auganu, Er hann því mjög handhægur. Upþdrátfcurinn fæst fyrst um sinn á skrifstofn Férðafélagsins, Öldugötu 3, og í bókaverzlun Sig- fúsar Ey m undssouar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.