Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1965, Blaðsíða 24
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins 170. tbl. — Föstudagur 30. júlí 1965 Helmingi 'útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Ágæt síldveiði við Hrollaugseyjar íslenzku skipin fara frá Hjaltlandi ÁGÆT síldveiði var í íyrri nótt við Hrollaugseyjar. Einnig var nokkur sUdveiði 110 til 140 mil ur austur aí Langanesi. AlLs fengu 41 skip 54,850 mál og tunn ur hér heima. Við Hjaltlanð var veiði dræm. Mbl. er kunnugt um afla 4 báta þar, samtals 4.800 mál. Fyrir hádegi í gær var byrjað að dæla síld um borð í flutninga- skápið Rubistar við Hjaltland, en það gekk stirðlega. ÖU síld, sem íslenzk skip hafa veitt við Hjaltland, er flutt tU íslenzkra síldarverksmiðja. Mbl. átti tal við Tryggva Gunn arsson skipstjóra á vélbátnum Sigurði Bjarnasyni frá Akureyri i gærmorgun. Vissi hann þá um afla eftirfarinna fjögurrá skipa 4 umsækjendur um 2 rektors- embætti HINN 28. júní Sl. auglýsti menntamálaráðuneytið laus til umsóknar tvö rektorsembætti við menntaskóla í Reykjavík. Annað embættið er laust vegna þess að Kristinn Ármannsson læt ur af embætti á hausti komanda skv. ákvæðum laga um aldurs- hámark opinberra embættis- og starfsmanna, en hitt rektors- embættið er við hinn nýja menntaskóla, sem reisa á við Hamrahlíð sbr. lög nr. 56/1965, um breytingu á lögum nr. 58/ 1946, um menntaskóla. Umsóknarfrestur um embætti þessi rann út í gær og eru um sækjendur þessir: Ágúst Sigurðsson, yfirkennari, Reykjavík. Einar Magnú.sson, yfirkennari, Reykjavík. Guðmundur Amlaugsson, yfir- kennari, Reykjavík og Jón R. Hjálmarsson, skólastj., Skógum undir Eyjafjöllum. (Frá Menntamálaráðuneytinu) við Hjaltland: Jörundur II 1500 mál, Helga Guðmundsdóttir 1200 mál, Gunnar SU 1200 mál og í>órður Jónasson 900 mál. — Tryggvi skýrði svo frá, að flest íslenzku skipin mundu nú senn að hætta veiðunum við Hjalt- land. Sum þeirra hefðu enn eng- an afla fengið og væri orsökin til þess m.a. sú, að nætur þeirra vœru ekki nægilega djúpar. Til að fá síld við Hjaldland væri nauðsynlegt að vera með 85 itl 90 faðma djúpa nót. íslenzku síldveiðiskipin voru að veiðum í fyrrinótt á mörkum 12 mílna landhelginnar. Yfirvöld unum í Skotlandi og í Leirvík ber ekki saman um það, hversu innarlega íslenzku skipin megi veiða. Hins vegar voru norsku skipin að veiðum allt upp að 8 mílna landhelgi. Sem fyrr segir var byrjað að dæla síld í flutningskip verk- smiðjanna við Faxaflóa, Rubi- star í gærmorgun, og gekk það stirðlega. Öll síldveiði íslenzkra skipa við Hjaltland er flutt til Íslands. Hér heima við ísland var ágæt síldveiði í fyrrinótt við Hrollaugs eyjar. Einnig veiddist nokkuð 110 sjómílur austur af Langa- nesi. Alls fengu 41 skip samtals 54.850 mál og tunnur. Eftirtalin skip fengu meira en 1000 mál og tunnur: Guðbjörg GK 2400 mál, Óskar Halldórsson RE 2250 mál, Haf- þór RE 1400 mál, Haraldur AK 2350 mál, Sigurpáll GK 2250 mál, Skímir AK 1800 mál, Gull berg NS 1300 mál, Jón á Stapa SH 1000 mál, Sigurborg SI 1800 mál, Sunnutindur SU 1000 mál, ísleifur IV VE 1100 mál, Guðrún Guðleifsdóttir IS 1800 mál, Guð mundur Þórðarson RE 1500 mál, Anna SI 1200 mál, Reykjaborg RE 2200 mál, Bára SU 1200 mál, Pétur Sigurðsson RE 1000 mál, Faxi GK 1900 mál Guðjrún Jóns dóttir IS 1200 mál, Engey RE 1250 mál, Árni Magnússon GK Framhald á bls. 13 Haraldur Böðvarsson & Co. ber hæst gjöld á Akranesi Teikning af grundvallarskipulagi veitinga- og gistihússins í Hvera ger®i. A sýnir veitingahúsið, sem tekur 190 manns í sæti. B og C sýna gistiherbergi, sem verða 47 og taka milli 80 og 90 gesti. E sýnir leikskála, þar sem ýmis konar leiktækjum verður fyrir komið. D sýnir klúbbhús, sem fyrirhugað er til kvöldsetu dval argesta. F sýnir hvar benzínsala verður. G leikvöli. H sundlaug og böö. — (Sjá grein á bls. 3.) Loftleiðir greiða 15 millj. kr. í opinber gjöld SOtrá yfir 27 hæstu fyrirtæki LOFTLEIÐIR H.F. eru hæsti gjaldandi í aðalskattskrá að þessu sinni. Greiða Loftleiðir samtals 15.192.126 í öll opinber gjöld. Þar af greiðir félagið í út svör og aðstöðugjald í Reykja- vík 8.529.300. Næst kemur Eim- skipafélag íslands h.f. með sam- tals 7.516.100 og í þriðja sæti er Samband ísl. samvinnufélaga, sem greiðir 4.935.400 eingöngu aðstöðugjald. Olíufélögin grefða ekki aðstöðu gjald, heldur landsútsvör til Jöfn unarsjóðs Sveitafélaga, sem s'kipt ir þeim síðan milli sveitafélag- anna. ÚtgádEa daglblaða er undanþegin aðiStöðugjaldi. Hér fer á eftár listi yfir þau félög, sem greiða meira en 1 miMjón króna í útsvör og aðstöðugjöld. Einungis heildar- upphæðin er gefin. Loftleiðir hf. 8.529.300. Eimskipafél. íslands hf. 7.516.100. Samb. ísl. samvinnufél. 4.935.400. Eggert KrLstjánsson & Co. hf. 3.363.00. Verksm. Vífilfell hf. 1.618.000. Ásbjörn Ólafsson hf. 1.598.700. Sjóvátryggingafélag Isl. hf. 1.550.200. Árvakur hf. 1.502.400. Heildverzlunin Heklahf. 1.499.200 Sláturfélag Suðurlands 1.451.700. O. Johnson & Kaaber hf. 1.410.600 Olíufél. Skeljungur hf. 1.395.300. Vélsm. Héðinn hf. 1.376.200. Verzl. O. Ellingsen hf. 1.289.900. Sindri hf. 1.268.900. Mjólkursamsalan, Brauðgerð, Mjólkurbar og ísgerð 1.193.200. Garðar Gíslason hf. 1.120.900. Gunnar Ásgeirsson hf. 1.106.600. Ölg. Eigill Skallagrímsson hf. 1.106.600. Lýsi hf. 1.049.500. Flugfélag íslands hf. 1.034.800. Slysnlaus verzlunarmannahelgi Verzlunarmannahelgin, mesta umferðarhelgi sumars- ins, fer nú í hönd. Bifreiðum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár og um- ferðin á vegum landsins fer ört vaxandi. Nú um helgina þegar þús- undir ökumanna halda út á þjóðvegina eykst slysahættan. Vegfarendur: Samelnizt um að tryggja öryggi í umferð- inni. Sýnið tillitsseml og kurteisi og metið rétt umferðaraðstæð ur. Stefnum a* slysalausri verzlunarmannahelgi. (Frá lögreglunni) Moður slasast í Melosveit Akranesi, 29. júlí. HÉR í bæ var alls jafnað niður útsvörum að upphæð 19,281,300 krónum á 1124 einstaklinga og 36 félög. Útsvör einstaklin-ga voru 18,363,000 kr. og félaga 918,300 kr. Aðstöðugjöld að upp- hæð 3,601,400 voru lögð á 100 ein staklinga og 58 félög. Aðstöðu- gjöld einstaklinga námu 471,300 kr. og félaga 3,130,100 kr. Hæstu útsvör og aðstöðugjöld bera: A. Einstalklingar: Garðar Finnsson; skipstjóri, 211,000 kr., Viðar Karlsson, skip- stjóri, 146,600 kr., Hjálmar Lýðs- son, vélstjóri, 131,100 kr., Einar Kjartansson, stýrimaður, 115,800 kr. og Runólfur Hallfreðsson, skipstjóri, 113,900 kr. B. Félög: Haraldur Böðvarsson & Co. 822,200 kr., Þórður Óskarsson hi., 372,600 kr., Síldar- og fiskimjöls- verksmiðja Aikraness hf. 263,900 kr, Vélsmiðja Þorgeirs og Ellerts 258,100 kr, Fiskiver hf. 220,500 kr. og Sigurður Hallbjarnarson hf. 220,000 kr. — Oddur Olíufélagið hf. 2.745.800. Slippfélagið hf. 2.724.000. Olíuverzlun íslands hf. 2.433.500. Kassagerð Rvíkur hf. 1.894.600. Björgun hf. 1,661.200. AKRANESI, 29. júlí. Það bar við í gærkveldi að bóndinn í Höfn í Melasveit, Pét- ur Torfason Sivertsen, slasaðist. Sprengisandsleiðin færð austar af ásettu #MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Sigurðar Jóhannsson- ar, vegamálastjóra, vegna frétt ar, sem birtist í Mgl. sl. mið- vikudag og var þess efnis, að Sprengisandsvegur hefði verið færður úr fornu fari vegna villu mælingamanna scm stikusettu nýtt vegarstæði í fyrrasumar mun austar en gamla leiðin liggur. Sigurður kvað allt tal um það, að skökk leið um Sprengi ráði sand hefði verið merkt á sið- astliðnu ári, vera á misskiln- ingi reist. „Leiðin um Þveröldu, Skrokk- öldu og Hnöttóttuöldu var ‘valin vegna þess“ sagði vega- málastjóri, „að hún er alveg örugg. Á þeirri leið eru engin vatnsföll eða bleytur. Þá er útsýni á þessari leið hið ákjósanlegasta, sérstaklega af Þveröldu. Gamla þjóðleiðin um Sól- eyjarhöfða, Eyvindarver (Ey- vindarhreysi) og Þúfnaver getur verið greiðfær í þurrka- tíð, en er varasöm í vætutíð, því að faxa þarf yfir margar kvíslar og raklendi, þar sem bílar geta auðveldlega fest sig“. Þá tók Sigurður Jóhannsson fram, að engum væri ráðlegt að fara Sprengisandsleið nema á tveggja drifa bílum, og bíl- ar ættu að vera minnzt tveir saman, því að leiðin milli byggða væri 250 kílómetra löng, og þar gæti verið allra veðra von. Hann sat á rakstrarvél og var að raka, er hesturinn sem dró rakstrarvélina datt skyndilega. Pétur kastaðist fram yfir sig við fall hestsins og lenti á handfangi og slasaðist af högginu. Páll yf- irlæknir fór á vettvang og hringdi síðan frá Höfn kl. hálf tólf á lögregluibílinn héðan, sem fór strax upp eftir og flutti Pét- ur í sjúkrahúsið, þar sem hann liggur nú. Pétur hefur lífbeins- brotnað og meiðzst eitthvað meira. Neskaupstað, 29. júlí: f DAG hafa 11 skip komið hing að með síld. Skipin eru Krist- björg 900 mál, Bjartur 600, Har aldur AK 1500, Guðrún Jóns- dóttir 1200, Anna SI 1200, Marz 800, Huginn II 1400, Guðrún Guðleifsdóttir 1800, Glófaxi NK 750, Barði 1600 og Hafrún NK 550 mál. Von var á fleiri skipum í kvöld. öll þessi sild er veidd við Hrol larugseyj ar og fer hún öll í bræðslu. — Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.