Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 1
60 slður (Tvö blöð) ,4c 54. árg. — 89. tbl. FIMMTUDAGUK 20. APRÍL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þinglausnir fóru fram í gær — Alþingi rofið frá 71. júní - Almennar þingkosningar fara fram þann dag FORSETI Hæstaréttar, Giz- ur Bergsteinsson, rauf Al- þingi í gær frá og með kjör- degi 11. júní. Á fundi sam- einaðs þings gaf Birgir Finnsson, forseti sameinaðs Alþingis, yfirlit um störf þingsins. Stóð það í 147 daga og haldnir voru 73 fundir í hvorri deild og 39 í samein- uðu þingi. Þingið afgreiddi 61 frumvarp sem lög og eitt frumvarp til stjórnskipunar- laga. Samtals tók þingið fyr- ir 201 mál. Forseti gat þess í ræðu sinni, að mikil manna- skipti hefðu orðið, og hefðu fimm þingmenn horfið af þingi á kjörtímabilinu. — Þá flutti forseti árnaðaróskir til þingmanna og starfsfólks Al- þingis og þakkaði Eysteinn Jónsson fyrir hönd þing- manna. Að því loknu las Gizur Bergsteinsson, forseti Hæsta- réttar, hréf handhafa valds forseta íslands um þingrof, almennar kosningar til Al- þingis og þinglausnir. — Þá hylltu þingmenn forseta vorn og fósturjörð. Samkvæ-mt yfirliti Birgis Sjá greinar og myndir á bls. 12, 13, 14 og 15. Rhöndorf, 19. apríl NTB-AP. DR. Konrad Adenauer, fyrr- um kanzlari Vestur-Þýzka- lands lézt í dag, 91 árs að aldri. Hann lézt í svefni að heimili sínu í Rhöndorf, þar sem hann hefur legið sjúkur vikutíma — eða frá því hann veiktist af inflúenzu og lungnakvefi sl. miðvikudag. Þá þegar þótti sýnt, að hverju stefndi. • Útför Adenauers verður ger'ð frá dómkirkjunni í Köln næst- komandi þriðjudag — á kostnað ríkisins 4ður verður minningar- athöfn í þinghúsinu í Bonn en að lokini athöfninni í dómkirkj- unni verður kista hins látna flutt á báti eftir Rínarfljóti til Rhön dorf, heimaþorps hans, þar sem hann verður jarðsettur. Fjöl- margir virðingarmenn hvaðan- æva að verða við athöfnina i Köin — en aðeins nánustu ætt- ingjar og vinir við jarðsetning- una í Rhöndorf. Er haft cftir áreiðanlegum heimildum að Ad- enauer hafi óskað eftir því sjálf- ur að útförin yrði með þessum hætti. Finnssonar, forseta sameinaðs Alþingis, hefur þingið staðið í 147 daga. Haldnir voru 185 fund ir. Fyrir þingið voru lögð 61 stjórnarfrumvarp og 72 þing- mannafrumvörp. Þingið afgreiddi sem lög 61 frumvarp og eitt frv. til stjórnskipunarlaga. Eitt frv. var afgreitt með rökstuddri dag- skrá. 70 frumvörp urðu ekki út- Framhald á bls. 31 • Búizt er við, að margt er- lendra stjórnmálaleiðtoga komi til Þýzkalands til þess að vera við jarðarförina. Þegar í dag höfðu þcir Lvndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna og for- sætisfáðherra Bretlands, Harold Wilson, sagt að þeir myndu vænt anlega fara til Þýzkalands til þess að vera við útför Adenauers. Fjölskylda Adenauers var við banabeð hans,. er hann lézt kl. 1.21 að staðartíma (12.21 GMT). Sonur hans, Paul Adenauer, hringdi fréttina til skrifstofu Kristilegra demókrata í þingnús inu í Bonn og þaðan var hún birt opinberlega. Skömmu síðar blöktu fánar við hálfa stöng víðsvegar um Vestur-Þýika- iand. • Við banabeð Adenauers voru einnig læknarnir. sem stunduðu hann í veikindunum und:r leið- sögn Adoíphs Heymers, prófess- ors við háskólasjúkrahúsið i Bonn. Þar var einnig heimilis- læknir hans dr. Ella Bebber- Buch. Undanfarna daga hefur verið margmenni við húsið við Zennigsweg 8a, þar sem dr. \d- enauer lá banaleguna, en þegar hann lézt voru þar fáir aðrir en fréttamenn og ljósmyndarar, um ÞESSA mynd tók Ólafur K. } Magnússon, ljósmyndari Mbl. % af þingflokki Sjálfstæðisflokks t ins í Alþingishúsgarðinum i skömmu fyrir þinglausnir í J gær. Á myndinni eru talið frá 1 v.: Jónas Pétursson, Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, Pét- ur Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason, SiguiWur Óli Ólafs- son, Axel Jónsson, Ragnar Jónsson, Sigurður Bjarnason, Ingólfur Jónsson, Auður Auðuns, Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein. Bjartmar Guðmundsson, Magnús Jóns- son, Jón Árnason, Jónas G. Rafnar, Matthías Bjarnason, Sigurður Ágústsson, Ólafur Bjömsson, Ósknr Levý, Sveinn Guðmundsson, Jón fsberg, Sverrir Júlíusson og Matthías Á. Mathiesen. hundrað talsins. Þeir komust fyrst að raun um, að hann væri látinn, þegar lögreglumaður í varðstöð þar skammt frá dró upp fána í hálfa stöng. Sá, sem fyrstur minntist Aden- Framhald á bls. 2 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins settur í kvöld í KVÖLD kl. 20.30 mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setja 17. lands fund Sjálfstæðisflokksins í Háskólabíói. Mun Bjarni Benediktsson flytja yfirlitsræðu um stjórnmálaviðhorfið og gera grein fyrir gangi þjóðmála síðan síðasti landsfundur var hald- inn fyrir tveimur árum. Lúðrasveit mun lcika frá kl. 20.00. Mjög áríðandi er að þeir fulltrúar á lands- fundinum, sem ekki hafa þegar framvísað kjörbréfi og vitjað fulltrviaskírteina sinna geri það fyrir kl. 19.00 í kvöld í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu. Adenauer látinn ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.