Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 8

Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. BœndahÖfðinginn og fyrrv. alþingismaður: Hákon í Haga níræður VtBSTAN Breiðafjarðar gefur að líta eina hina fegurstu og stór- brotnustu sveit þessa lands, Banðaströndina. Takmörkin að vestan er hin „kalda Skor“, sem Eggert Ólafsson sigldi frá í síð- ustu för sinni, að austan, miður Kjálkafjörður, fast að rótum Þiigmannaheiðar. Þegar auga er rennt suður og austur yfir Breiðafjörð, blasir við hinn víð- áttumikli fagri fjallahringur, en þar gnæfa hæst eins og traustir verðir, Snæfellsjökull, Vaðla- fjöllin og Gláma. Upp af haf- fletinum inan þessa hrings lyfta sér óteljandi eyjar og sker, þar sem æðurinn hreiðrar sig, mergð anarra fugla verpir og selurinn sólar sig á klöppunum. Fyrir allri ströndinni, frá Siglunesi I Vatnsfjarðarbotn liggur drif- hvítur sandurinn, sem í öðrum löndum myndi þykja mikið verð mæti og aðlaðandi þeim, sem nautn hafa af að svamla í sölt- um sæ, og velta sér á eftir á volgri sandströnd. Hér Ijóðar báran ljúflega við sand þegar blíð eru veður, en ýfir sig og fellur með þungum róm og mik- illi orku þegar vindar taka að vaxa. Hér liggja grænar grundir á miHi fjalla og fjöru. En kjarr og skógi vaxnir dalirnir skerast inn á milli fjallanna, sem gnæfa hátt yfir ströndinni. Hér belja fram straumharðar ár og hér leika sér lækir, sem silfraðir fisk ar sækja í fæðu og unað. í þessu umhverfi mótaðist sál Hákonar í uppvexti, þróttur hans, kjarkur, lífsskoðun og skapgerð öll. Hann varð ómeng- að barn sinnar tíðar og þeirra lífskjara, sem sú kynslóð átti við að búa. Margt af því bezta sem þá brenndi sig inn í sál hans, situr þar enn slípað og fágað af nærri heillrar aldar lífsreynslu og lýsir upp rökkrið, sem sjóndöpur augu öldungsins megna ekki lengur að víkja að fullu á brott. Á Hreggsstöðum, næst utasta býlinu á Barðaströnd, fæddist Hákon þ. 20. apríl árið 1877. Foreldrar hans voru Kristófer, síðar bóndi á Brekkuvelli Sturlu son bónda í Vatnsdal Einarsson- ar, og kona hans Margrét Há- konardóttir bónda á Hreggstöð- um Snæbjarnarsonar. Voru hér í báðar ættir sterkir vestfirzkir stofnar. Hákon er fyrsta barn þeirra hjóna af seytján börnum er þau eignuðust alls, hvar af fjórtán komast til fullorðins ára. Lifa enn tólf þeirra systkina, en meðalaldur þeirra er nú 77 ár og 7 mánuðir. Mun það eins- dæmi hér á landi og þótt víðar sé leitað, að svo stór systkina- hópur nái slíkum aldri. Kristófer faðir Hákonar var hinn mætasti maður, vel greind- ur og forustumaður í sveitar- málum árum saman. Var mörg ár oddviti og sýslunefndarmaður og átti lengi sæti í fasteignamats nefnd Vestur-Barðastrandasýslu. Bar faðir minn mikið lof á hann í öllu samstarfi, en þeir áttu ár- um saman samstarf í fyrrnefnd- um opinberum störfum. Mar- grét móðir Hákonar var einstæð kona og einstæð móðir Það er engín meðalkona, sem liggur sautján sængurlegur, fæðir manni sínum sautján börn og elur þau upp til manndóms og dáða. Brekkuvellir, þar sem allur hópurinn ólst upp, var lítil jörð án nokkurra sérstakra hlunn- inda. Það hefur því verið fá- dæma þrekvirki, að framfæra á því litla koti svo stóran barna- hóp, og ekki gert nema að til hafi komið mikill hyggindi í öllu daglegu lífi, óvenjuleg sam- heldni fjölskyldunnar og aðstoð sjálfra barnanna strax og þau uxu úr grasL Hefur sú byrði komið fyrst á herðar elzta syn- inum og síðan á hvert barnanna af öðru. Þar hefur ekki verið um mildan skóla að ræða, en um hollustuna efast enginn sem veit, að tólf systkinin hafa náð þeim aldri, sem að ofan greinir. Þess var hvorki að vænta, að tími gæfist til langdvalar við nám, eða að fé væri mikið af- lögu til að kosta skólagöngu barnanna. Fékk þó Hákon að nema hluta úr tveimur vetrum hjá hinum ágæta kennimanni séra Þorvaldi í Sauðlauksdal, en hann var eins og kunnugt er, einn ágætasti kennari, og þó einkum á íslenzka tunngu. Þar hlotnaðist Hákoni sú undirstaða í menntun, er hann síðar varð sjálfur að byggja á með lestri góðra bóka og umgengni með sér lærðari mönnum, sem hann aldrei sat sig úr færi að læra af það, sem betur mátti fara. Barnungur er Hákon sendur að heiman til sjóróðra vestur í Kollsvík í RauðasandshreppL til þess þar að togna við árina, þjálfa huga og hendur og sækja björg í bú, því að metta þurfti marga munna. Leysir Hákon þau verk af hendi þannig, að innan tvítugsaldurs er hann orðinn for maður á eigin útveg. Sýnir það hvort tveggja í senn, kappgirni drengsins og hæfileika til manna forráða, svo sem síðar kom og fram. Á árunum 1901—1902 gerist Hákon verzlunarmaður á Pat- reksfirðL Gafst honum hvergi betra tækifæri til að kynnast efnahag manna en í því starfi. Mátti og margt af því læra, sem nauðsynlegt var að vita, þegar taka skyldi að sér félagsmála- starfsemi, en til þess stóð hug- ur Hákonar alla tíð frá fyrstu æsku. Og engu síður var for- eldrum hans það hugleikið, enda væntu þau sér mikið af frum- burðinum. Samhliða ýmissri annari vinnu stundar Hákon jarðyrkjustörf á árunum 1903—1907, en þá um vorið gerist hann bóndi í Haga á Barðaströnd. Hefur hann jafn- an búið þar síðan, fyrst sem leiguliði, en síðar sem eigandi að jörðinni. Býr hann þar enn á móti syni sínum, þótt orðinn sé nú níræður að árum. Hagi á Barðaströnd er eitthvað fegursta og mesta höfuðból á öllum Veestfjörðum. Þar bjó til forna Gestur Oddleifsson spaki, og síðar margir höfðingjar kyn- slóð eftir kynslóð. Ekkert minna dugði hinum unga framgjarna bóndasyni að glíma við, er hann byrjar á búskap. Hann hafði þ. 29. desember árið áður kvænzt fyrri konu sinnL Björgu Einars- dóttur, bónda í Vatnsdal Jóns- sonar, stórbrotinni og glæsilegri konu af Thoroddsens ætt. Hvatti hún í hvívetna mann sinn til stórræða og stóð fast við hlið hans í baráttu fyrir velferð, ekki einasta heimilisins, heldur og héraðsins alls. Árið 1905 er Hákoni falið bæði hreppstjóra og oddvitastörf 1 sveit sinni og árið 1910 sýslu- nefndarstörf. Hélt hann öllum þessum störfum æ síðan, þar til fyrir örfáum árum, að aðr- ir yngri tóku við. Hreppstjóra- starfinu hélt hann þó til síðustu áramóta, að hann afhenti það í hendur sonarins, sem býr á móti honum í Haga. Á Alþingi situr Hákon sem fulltrúi Barðstrendinga á árun- um 1913—1931, eða samfleytt í 18 ár. Er hann þriðji bóndinn, sem kjörinn hefur verið fulltrúi sýslunnar síðan 1845, að Alþingi var endurreist, og eini bóndinn, sem kjörinn hefur verið á þing fyrir Barðstrendinga síðan 1851, eða í meira en heila öld. Það er ekki fyrr en nýir tímar, með nýjum mönnum og nýjum lífs- viðhorfum koma tii sögunnar, að ungur glæsilegur embættismað- ur verður hlutskarpari i Al- þingiskosningunum 1931. Á Alþingi fyllti Hákon ávallt þann flokk þingmanna, sem barðist fyrir fullu sjálfstæði landsins og í engu vildu kvika frá fornum réttindum. Þegar seinni tíðar menn sóttu hart að virkinu og lögðu verk hans, fyr- ir héraðið, á mælistiku nýrra tíma og töldu honum það til á- mælis, að hafa ekki komið fram margvíslegum umbótum í verk- legum framkvæmdum, var ekki ávallt farið fram með fullri sanngimi. Menn gleymdu því þá annað hvort, eða duldu það, að fjárhirzlur ríkissjóðs voru ekki á þeim árum fullar af gulli og lítil tilhneiging almennt, að í- þyngja þegnunum með sköttum til umbóta. Það var ekki fyrr en eftir hans þingsetu, að almenn- ingur fékk annan skilning á þeim málum. En þrátt fyrir þann hugsunaxhátt, sem ríkjandi var almennt á Alþingi á þeim árum, verður að viðurkenna, að Hákon var brautryðjandi i samgöngu- bótum á landi í Barðastrandar- sýslu, ruddi fyrstur þá slóð, sem aðrir þræddu síðar og lyftu þar engu smærri Grettistökum, þeg- ar tekið er tillit til allra að- stæðna. Enginn skal halda, sem til þekkir, að það hafi verið létt verk á þeim árum, sem Hákon var fulltrúi Barðstrendinga á AlþingL að fá fé til að brúa stærstu ámar þar, Vattanesá, Vatnsdalsá og Pennu, auk ýmissa annarra framlaga til um- bóta á sjó og landi, einkum þeg- ar þess er gætt, að sterkir á- hrifamenn, sem stjórnimar og Alþingi tók ávallt mikið tillit til, höfðu þá á því bjargfasta trú, að samgöngur á landi um þá sýslu ættu sér engan rétt. Þegar atvinnuvegimir 1 land- inu og þó einkum landbúnaður, mættu óvenjulega erfiðum ár- um um og eftir 1930, gerist Há- kon umsjónarmaður Landsíma- hússins í Reykjavík. Hann flyt- ur þó ekki heimilið til Reykja- víkur, heldur rekur enn búið í Haga í öll þau 10 ár, sem hann hafði eftirlitið á hendi. Sýnir þetta bezt, að ekki hefur hann auðgazt á þingmennskunnL að verða fyrir fjárskort að sætta sig við það hlutskipti. Mun Há- kon um eitt skeið hafa litið svo á, að vinur hans Tryggvi Þór- hallsson hafi með þessari veit- ingu gert sér mikiinn greiða, og víst er um það, að vel hefur það verið meint af hans hálfu. Hitt er svo annað mál, að ég hygg, að þetta tímabil hafi verið örð- ugast og dimmast í ævi Hákon- ar. Það gat ekki verið að skapi stórbrotins manns, svo sem hann var, að loka sig inni í múrkast- ala í Reykjavík dag eftir dag. Segja má mér, að það eitt hafi þá bjargað sál hans, að hann hafði jafnan samband við bú sitt og heimilL og gat við og við skroppið þangað til að teyga í sig hressandi fjallaloftið þrungið ilmi úr skógivöxnum hlíðunum á höfuðbólinu. Persónulega kynntist ég ekki Hákoni fyrr en vorið 1937. Ég var þá staddur á Patreksfirði snemma vors. Hafði verið kvadd ur þangað til viðræðna vegna framboðs fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í kosningum, sem fram fóru það ár. Þegar fulltrúar flokks- ins í héraðsnefndinni höfðu á- kveðið, að ég skyldi verða fyrir valinu í framboð, var þö sett það skilyrði, að það skyldi því að eins verða, að Hákon í Haga væri því samþykkur. Svo mikið traust báru Sjálfstæðismenn enn til síns gamla þingfulltrúa, að hans álit skyldi ráða mestu um þau mál. Ég hafði verið fáa daga á PatreksfirðL en ekkert háft mig í frammi, setið mest innan dyra. Vildi ekki láta bera neitt á mér, ef annar yrði valinn, svo að enginn klofningur gæti átt sér stað mín vegna. Þegar ég hitti Hákon næsta morgun eftir fundinn og spurði hann, hvaða afstöðu hann tæki til málsins, svaraði hann með nokkrum þunga: „Hví situr þú hér inni- lokaður. Ef þú heldur, að það sé ráðið til að verða þingmaður, að sitja hér á rassinum og hafast ekkert að, þá misskilur þú alveg hlutverkið. Mannaðu þig upp til að taka upp baráttúna. Vertu harður í sókn á andstæðingana. en þó enn harðari við sjálfan þig. Settu þig vel inn í kjör þeirra, sem þú hyggst að vinna fyrir, en það getur þú aðeins með því að nenna að heimsækja þá, Tabba við þá og skilja þá- Þetta er traust, gott og heiðar- legt fólk. Það mun taka þér vel, ef það sér, að þú er drenglynd- ur í baráttunni og vílar ekki fyr- ir þér, þótt á móti blási. Þú get- ur svo borið þeim kveðju mína, haldir þú, að það verði þér til framdráttar." Og svo var Hákon rokinn á dyr. Þetta var fyrsta og bezta veg- arnesti mitt á þeirri göngu. f nærri þrjátíu ár, sem samstarf okkar Hákonar stóð á hinu póli- tízka sviði, þótt mér jafnan sæmd í því, að setjast við fót- skör hans og ræða .við hann við- horfin. Og ég lærði ávallt margt af þeim viðræðum. Á Alþingi voru Hákoni falin margvísleg störf. Var hann m.a. kjörinn í Landsbankanefndina 1930—1936. Hann var og sæmd- ur Riddaraorðu Fálkans fyrir margvíslega þjónustu í opinber- um málum. Hákon kvæntist í annað sinn 20. maí 1936 Björgu ljósmóður Jónsdóttur, bónda í RauðsdaL Á hennar herðum hvíldi ekki einasta að mestu forsjá búsins á meðan bóndinin var að störf- um I Reykjavik, heldur og eigi lltiH hluti af hinum opinberu störfum, sem sinna þurfti heima fyrir í fjarveru húsbóndans. Ég hefi frá fyrstu kynnum átt hjá þeim hjónum mikillar vin- áttu að mæta, sem ég seint fæ fullþakkað. Þjóðvegurinn á mílli Patreks- fjarðar og Barðastrandar Iiggur yfir KleifaheiðL einn af örðug- ustu fjallvegum, sem vegur hef- ur verið lagður yfir á landinu. Skammt fyrir vestan kjöl beyg- ir vegurinn fram með stand- bergi. Þar á berginu reisti Magnús í Botni fyrrverandi vegaverkstjóri volduga stein- styttu úr íslenzku grjóti og sem- enti. Bergrisinn stendur þar og horfir út yfir heiðina. Þegar veðrin gnauða þar og kafaldið fýkur um ferðamanninn svo að hann fær varla greint veginn, er hugurinn ekki ávallt rór, en geti hann greint bergrisann á berg- inu, er honum borgið. Þá finn- ur hann, að kallað er til sín: „Hingað skaltu leita, hér er veg- urinn." Þeir sem bezt þekkja til vita, að styttan líkist engum manni meira en Hákoni í Haga. Og hugmyndin er sannarlega tákn- ræn fyrir allt hans lrf. Þegar hann hefur vitað af einhevrj- um, sem hann hefur komið 1 snertingu við, vera í erfiðleikum, hefur hann jafnan rétt út hend- ina, likt og bergrisinn og sagt: „Hingað skaltu leita.“ Og" það hefur hann oft orðið að gera á langri og erilsamri ævi. Ég get ekki lokið svo þessu rabbL að minanst ekki á þann þáttinn í skapgerð Hákonar, sem hann flikar minnst framan i ókunnuga, en það er hjartagæzk- an. Undir hinum hörðu rúnum, sem lífsbaráttan hefur rist 1 and- lit hans, blunda funheitar til— finningar af blíðu, hjartagæzku og óvenjulegri nærgætni. En þessir heimar eru ekki öllum opnir. Böm og málleysingjar, svo og nánustu vinir og vanda- menn, eiga þar jafnan opnar dyr. Hann er líka orðinn stór hópurinn af börnum og ungling- um, sem notið hafa þessa gæða á höfuðbólinu. Sæti ég í dag við fótskör hins níræða öldungs, sem hefur reynt svo margt og misjafnt um dag- ana og spyrði: Hvaða heilræði myndir þú vilja gefa ungum manni, sem væri að byrja á hinni pólitísku braut í dag? —• Myndi hann hortfa sjóndöprum augum sínum beint í andlit mér, eins og hann vildi sjá hvort mér væri alvara, og hvort ég myndi meta nokkurs svar hans. Síðan myndi hcinn, ef ég þekki hann rétt, svara eitthvað á þessu leið: „Kastaðu aldrei fyrir borð forn- um dyggðum. Láttu hugsjónir þínar og samvizku aldrei falt fyrir vináttu eða fé, og haltu fast á réttu málL“ Hann kynni líka að bæta við orðum skáldsins: „Svík þú aldrei ættjörð þína í tryggðum, drekktu þig heldur, drekktu þig heldur í hel.“ Fyrir allt það starf, sem öld- unguriinn hefur unnið fyrir land og þjóð, og fyrir alla þá vin- áttu, sem hann hefur jafnan sýnt mér og mínu húsi, færi ég hon- um innilegustu þakkir. Megi ævikvöld hans verða jafn fag- urt og fegurstu vorkvöldin við Breiðafjörð. , Reykjavík, 20. aprfl 1967 / / Gísli Jónsson. Skriístofur Mjög skemmtilegar skrifstofur til leigu í nýju húsi á bezta stað í Miðborginni. Fyrirspurnir sendist Mbl. merktar: „Skrifstofur — 2359“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.