Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 17
MíJRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 19»7. 1T í Dauðagangon ú Bataan _____ ■" - - ■ - •.-.-.■■.■■■■ ■ . .. -i i ( TUTTUGU og fimm ár eru nú liðin síðan þúsundir Fiiipseyjabúa og Bandaríkja manna fóru hina svokölluðu „dauðag-öngu á Bataan“. Gangan hófst 9. apríl 1942 og varð til þess að hinn sið- menntaði heimur snerist gegn Janpan, vegna þeirra grimmdarverka sem framin voru í sambandi við hana. En Bandaríkjamenn glötuðu stað fastri trú sinni á því, að þeir væru ósigrandi. Aldarf jórðungi síðar hafa sárin gróið og hundruð Banda rikjamanna, sem lifðu göng- una af fara til Bataan til að vera viðstaddir afhjúpun minnisvarða um þá, sem féllu. Höfundur „Iwo Jima“ og fleiri bóka um stríðið á Kyrrahafinu hefur ritað þessa frásögn. Eftir Richard F. Nerw- comb. Hershöfðinginn stefndi liðs foringjunum til fundar í tjald sitt á miðnætti og um tvö- leytið um nóttina var ákvörð- unin tekin: uppgjöf alls her- afla undir hans stjórn á Bataan. Það varð upphaf hinnar illræmdu „dauðagöngu. Hvor- ugur stríðsaðilinn mun þó hafa haft hugboð um hvað í vændum var. Bandaríkja- mönnum var hún þjóðarsmán og þó sigur í ósigrinum. Og hún kostaði Japani fyrirlitn- ingu alls hins siðmenntaða heims. Edward P. King hershöfð- ingi, 57 ára að aldri og með 37 ára þjónustu í Bandaríkja- her að baki, var þess fullviss að með deginum 8. apríl 1942 væri aðgerðum Bandaríkja- manna á Filipseyjum lokið. Hann grunaði ekki að við þann dag mátti síðar marka tímamót -— upphaf aðgerða ekki síður en endalok. Birgða stjórinn hafði tilkynnt honum um kvöldið, að matarbirgðir væru á þrotum og því litla sem eftir væri úthlutað næsta morgun, svo langt sem það næði. Hershöfðingi Japana hafði hafið öfluga lokasókn og enginn vissi, hvort hann sæi nýjan dag. frekari skipulögðum vörn- um“, sagði King hershöfð- ingi við menn sína. 100.000 manna var kóminn í sjólf- heldu á Bataanskaganum, þar af um 30.000 óbreyttir borgarar. Síðustu tilraunun- um til viðnáms var að ljúka. Einu svæðin sem Japanir höfðu ekki náð á sitt vald, voru Bataan og Corregidor. Alger ósigur Bandaríkja- manna á Kyrrahafi var á næsta leiti. Ameríski flotinn hafði hlotið afhroð við Pearl Harbour, setuliðið á Wake- eyju hafði gefizt upp. Hong Kong hafði fallið á jóladag Singapore var fallin og jap- anskar hersveitir ruddust suður hollenzku Vestur-Indí- ur og nálguðust Ástralíu. Japanskar sprengjuflugvélar höfðu þegar hafið loftárásir á Darwin á norðurströnd Ástralíu. Á Bataan og Corregidor mændu allir vonaraugum til hafs, menn og konur, Filips- eyjabúar sem Bandaríkja- menn, en vonin þvarr. Hvar voru skipin, sem flytja skyldu vopn og vistir frá þeim vold- ugu Bandaríkjunum? Manuel Quezon forseti og aðrir háttsettir embættis- menn Filipseyja höfðu farið frá Corregidor með kafbát og 11. marz hvarf Douglas Mac- Arthur herhöfðingi á brott. „Ég mun koma aftur“, hafði hann sagt en horfurnar á því voru ekki glæstar. King hershöfðingi hafði ekki yfir að ráða nema 10 fermílna landsvæði. A því voru saman komnir 12.000 bandarískir liðsforingjar og hermenn, 66.000 menn í her- liði Filipseyinga, 6.000 óbreytt ir borgarar, sem störfuðu í þjónustu hersins og um 20.000 flóttamenn. Flugurnar og bitvargurinn ætluðu allt að drepa. Matar- skammturinn hafði farið stöð- ugt minnkandi síðan um miðj an febrúar. Lyf gegn malaríu voru uppurin í febrúarlok. Þann 1. apríl áttu sjúkrahús- in birgðir til einnar viku. A sjúkrahúsum og hjálpar- stöðvum voru 24.000 sjúkl- ingar. Lífsýki og blóðkreppu- sótt fóru ört vaxandi. Sömu- leiðis beri-beri og malaría. King hershöfðingi hafði hafði fengið fyrirskipanir um að gefast ekki upp. En hann neitaði að horfast í augu við hinn kostinn: miskunnarlaus mannvíg. Hann tók ákvörðun sína upp á eigin spýtur þvert ofan í fyrirskipanir og sendi tvo menn af stað fyrir dögun þann 9. apríl í leit að Homma hershöfðingja Japana. Þeir komust aldrei á hans fund og „uppgjöfin“ fór aldrei fram að neinum herlögum. Mennirnir tveir, Everett C. Williams og Marshall Hurt, báðir liðsforingjar, brutust leiðar sinnar norður á bóg- inn í jeppa. Á öllum vegum var örtröð japanskra og filipínskra hermanna og hvers kyns farartækja. Loks yfir- gáfu þeir jeppann og gengu Ilomma fynr herretti i Manila. fram veifandi fána þangað til þeir hittu fyrir Kameichiro Nagano höfuðsmann. (Hann félls á að eiga viðræður við King í nánd við Lomao og sendi Hurt liðsforingja til að sækja hann. King fór frá bækistöð sinni klukkan 9 að morgni, en lið- ið var fram að hádegi er hann komst til Lamao. Honum var skipað ásamt þremur liðs- foringjum sínum að setjast við borð, sem sett hafði verið upp fyrir framan bóndabýli. Svört Cadillac-bifreið ók að og út sté Motoo Nakayama, aðstoðarforingi Homma hers- höfðingja. „Eruð þér Wainwright?“, spurði hann með aðstoð túlks. Þegar King svaraði, að svo væri ekki, hrópaði Nakay- ama: „Farið og sækið Wain- wright“. Homma hafði sent Nakayama til að taka við yfirlýsingunni um uppgjöf Bataan og Corregidor og Wainwright skyldi fylgja. Nakayama þóttist viss um, að Homma gerði sér ekki minna að góðu og varð fokreiður. Hann neitaði að taka við uppgjafaryfirlýs- ingunni frá King, heimtaði að hann afhenti sverð sitt, lét sér nægja skammbyssuna og hvarf á brott. Engin skjöl voru undirrituð, engir upp- gjafaskilmálar voru settir. Nakayama lýsti því yfir að skilnaði að sérhver einstakl- ingur á Bataan yrði að lýsa sinni persónulegu uppgjöf og það varð. Síðan hófst gangan í fangabúðirnar. Öngþveitið varð gífurlegt á Bataan. 1. herdeildin neytti allra orku til að ná Marveles- hæðunum og koma stórskota- liðinu þar fyrir. Liðssveitir Bandaríkjamanna og Filips- eyjabúa reyndu skipulags- laust að brjótást burt frá Bataan-skaganum. Um 20.000 manns þrengdust hver innan um annan á þessu litla svæði .... hersveitir í sókn, sigr- aðar sveitir og þúsundir óbreyttra borgara. Markmið Homma var að komast sem næst Corregidor og leggja eyna undir sig svo fljótt sem auðið væri. Hann hafði varla nægar matar-- birðir, lyfjaforða eða flutn- ingatæki fyrir sitt lið. Hvað þá fyrir fangana. Segja má, að hann hafði heldur ekki haft hugboð um hve herfilega var ástatt í búð um óvinanna. Hann var eng- an veginn undir það búinn að taka við öllum þeim þúsund- um sem voru á sjúkrahúsun- um, þúsundunum, sem varla voru færir til gangs eða þeim þúsundum, sem hann varð að sjá fyrir mat. Homma skipaði svo fyrir að allur óvinaher skyldi á brott frá Bataan. Þeirri skipun var framfylgt en Homma gætti þess vand- lega að hafa engar spurnir af því, hvernig þeir flutningar fóru fram. Ekki var um neina skipu- lagningu á flutningunum að ræða. Við framkvæmd þeirra var eingöngu beitt grimmd og taumlausum manndrápum. Stríðsfangarnir hófu göngu sína frá Bataan að morgni þess 9. apríl. Þá strax hófust mannvígin og að því er virtist af handa- hófi. Við Mariveles réðst jap- anskur liðsforingi að banda- rískum höfuðsmanni og reiddi sverð sitt til höggs. Sverið lenti á öxl höfuðsmanninum og risti upp búkinn niður að nafla. Fyndust japanskir smá- peningar í fórum fanganna, var álitið, að þeim hefðu þeir rænt af myrtum Japönum. Margir sem safnað höfðu sýn- ishornum af japanskri mynt, urðu nú að gjalda fyrir með lífi sníu. Þeir voru felldir með byssustingjum, kylfum, sverð um eða byssuskotum. I grennd við Bagac var 4000 mönnum úr 19. filippínsku her deildinni skipað út af götu- slóðinni. Þeir voru reknir inn í skóginn, bundnir saman og síðan hálshöggnir með sverð- um. „Þetta gerum við, vegna þess að margir hermanna okk ar hafa fallið í bardögum við ykkur“, sagði japanski túlk- urinn. Framhald á bls. 23. „Við höfum engin tök á King (fyrir miðju) andspænis Motoo Nakayama, scm neitaði að taka við yfirlýsung unni um uppgjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.