Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: upp innar, um gamalt fólk. Þeg- ar þú hefðir átt að fara í heima- vistarskóia. höfðum við ekki afleitt? spurði Paula. efni á þvi. svo að þú varðst að fara í verjulega.i dagskóla hérna í nágrenninu, og vera svo á kvöldin og alla frídaga með mér og henni mömmu þinni. Ég er fegin, að þú skulir hafa ungan mann til að bjóða þér út, og því betur sem þið skemmtið ykk- ur, því fegnari skal ég verða. — En ég er ekkert hrifin af ungum mönnum. sem láta eins og bjánar. mótmaelti Paula. — Ég kann miklu betur við að um- gangast menn — hún hikaði, — sem eru dálítið eldri og verald- arvanari. Nú, svo að þú ert hrifnari af gömlum mönnum? sagði frænka. — Farðu varlega. barn- ið gött, ef þú verðui elskan ein- hvers gamals manns, ferðu von bráðar að sakna æskunnar þinn- ar. Það er einmitt það, sem oft gerist í hjónabandi, og ef aldurs- munurinn er of mikill, fer það oft út um þúfur. Þú hefur ekki enn átt æskuárin þín. Paula — eða það sem þú kallar æsku, og fyrr eða seinna ferðu að þrá hana. Bitiu þig ekki neinum, sem er oí gamall fyrir þig, og þó allra sízt neinum, sem mikil ábyrgð er á höndum. Meðan þær borðuðu hádegis- verðinn sagði Paula henni, að Don hefð; komið til borgarinnar á föstudaginn var og boðið henni út til kvöldverðar. — Hittirðu hann oft nú orðið, Agga frær.ka? spurði ‘hún. — Hvort ég hitti hann oft? Frænka hló gleðivana hlátri. — Sá maður rekst hér inn, næstum eins oft og hann gerði meðan hún mamma þín var heima og þau voru miklir vinir. Og þú skalt ekki halda, að hann sé neitt skotinn í gráu hárlýjunum mínum. í hvert sinn, sem póstur kemur frá Kanada, skaltu vera viss um, að Don kemur stund- víslega tíu mínútum eftir að pósturinn er borinn út. Hann er fróðari um Kanadapóstinn en nokkur annar núlifandi maður, skal ég böl va mér uppá. Og svo er hann svo ósvífinn að spyrja: ,,Hefur nokkurt bréf komið frá Kanada nýlega, ungfrú Red- mond? Og hafið þér frétt nokk- Jltlas Cbpco Loftþjöppur og loftverkfæri ■■.... 'mm " j. BORHAMRAR og FLEYGHAMRAR fyrirliggjandi. Ennfremur BORSTÁL og FLEYGSTÁL, margar gerðir. Mikið úrval af smærri LOFTVERK- FÆRUM. LOFTSLÖNGUR og SLÖNGUTENGI, ÞRÝSTIMINKARAR og LOFT- HREINSARAR. P SANDV.K Laromant JíilasCofyco LANDSMIÐJAN SÍMI: 20680. uS frá nenni Lucy?“ Hann er svo æstur í hvern snefil af frétt um af henni, og jafnframt held- ur hann áfram að vera trúlofað- ur, þessari andstyggilegu frú Fairgreaves; með litaða hárið sitt. — Kannski er honum þetta ekki sjálfrátt? sagði Paula. — O, svei! sagði Agata. — Ég held ekki að karlmenn hafi neitt meiri sómatilfinningu en kven- fólk, ef þá langar að sleppa frá ógeðfelldri trúlofun. Lance var fremur þegjanda- legur á leiðinni til borgarinnar. Þau voru komin meira en hálfa leið, þegar hann sagði snöggt: — Ég veit vel, að ég ætti ekki að vera að tala um hana mömmu við þig, og ég mundi aldrei fara til þess við nokkurn annan. En mér finnst þú svo einstök — hann glotti vandræðalega — en hún mammá er búin að fá „kast“ eins og bað er víst kall- að. — Hvað hefur komið fyrir? Hann /ppti öxlum, skuggaleg 15 ur á svipinn. — Það má ham- mgjan vita. Hún vildi ekki segja mér það Hún segir aldrei nein- um frá því, sem gengur raun- verulega að, heidur finnur hún eitthvað upp, sem ekki er satt. Hún sagð^ mér, allt í sömu and- ránni, að húsið væri rakt og það væri draugur á hanabjálkanum, að hlutabréfin hennar í Ameríku hefðu faiiið í verði. að enginn kynni að meta hana nema hann Bigby ofursti — og hún hefði farið úr þorpinu, þar sem hún átti áður heima, beinlínis til að losna frá honum. Mér skilst, að hann Don, vin- ur þinn, hafi ekki verið alltof altilegur við hana uppá síðkast- ið ,enda þótt hún auðvitað vildi ekki kannast við það. En þetta hlýtur nú samt að standa í ein- hverju sambandi við hann, af því að hún var sí og æ að segja mér, að svo væri ekki. Ég spurði hana, hvesvegna hún kæmi ekki til borgarinnar og skemmti sér dálítið og færi í samkvæmi og þessháttar en hún sagðist ekki hafa efni á því og það veit ég er ’.ygi. Húr á kannski ekki skít- nóga peninga, en þó nóg til þess að geta lifað þægilegar, og ekki getur hún eytt miklu í þessum hundsrassi, sem hún er í núna. ÁTLÁS BÝÐUR BETUR! VERÐLÆKKIJIM á 175 lítra frystikistum Árstíðarverð á fáeinum sendingum — aðeins kr. 12.650,- 300 lítra kistur kr. 16.990,- 400 lítra kistur kr. 21.325,- Einnig 3 stærðir frystiskápa Sendum um allt land. O KORNERUP-HAMiEN F — Gleðilegt sumar ætlaði ég að segja. — Finnst þér líka húsið vera Ég hef aldrei verið þar nætur- sakir, án þess að fá gigt, þung- lyndi eða kúlu á hausinn, sagði hann. Ég get ekki öðru trúað en að þetta fólk, sem var uppi á Tudoratímanum hafi verið dverg akyn. Allt í einu rak hann upp hlátur. — Þarna kom annað atriði, sem við eigum sameigin- legt. Það ætti að duga að hafa tvennt sameiginlegt, til þess að stofna til hjúskapar, finnst þér ekki? Hún svaraði önug: — Ég get nú alveg þolað þig þangað til þú ferð að brydda uppá þessari bannsettri vitleysu. — Fyrirgefðu. Snöggvast leit hann út eins og hinn iðrandi syndari. — Ég hélt, að ef ég nefndi það nógu oft, færirðu að venjast því. Á þriðjudaginn, klukkan stund víslega sjö, kom Davíð að vitja um hana Hann var kjólklæddur með hvítt blóm í hnappagatinu, og bar í hendi sér lítinn kassa með silkibandi um. — Þetta er til þín, Paula, sagði hann. — Ó, Davíð, hvað það var ynd islegt! Hún losaði bandið og opnaði öskjuna. í henni voru tvær hvítar orkideur. Bláu augun, sem voru svo óvenju blá þetta kvöld Ijómuðu. — Nældu orkídeuna á öxlina á þér, sagði hann. — Eða kannski færu þær betur í hár- inu. Og svo sagði hann, alvar- lega: — Þú hefur fallegt hár, Paula. Vissirðu það sjálf? Augu hennar ijómuðu. — Ég er nú ekki hégómleg, en mér þykir vænt um að heyra þig segja það. Davíð Þau stóðu í setustofu Marjrie. Hún hafðí sýnilega farið að fá sér eitt glas með einhverjum, sem bjó par í næsta nágrenni. — Paula sagði: — Viltu eitt sérríglas áður en við leggjum af stað? — Já, því ekki það. Það er vistlegt hérna. Hann leit kring um sig. — Maður er einhvern- veginn svo frjáls og óháður hér. Hún svaraði lágt: — En vilt þú vera frjáis og óháður? Hann hleypti brúnum og spennti greipar. — Kannski vil ég hafa allt eftir settum reglum, en þó er ég ekki viss um það og stundum finnst mér það ætla að kæfa mig. Hún svaraði því engu. Hún var að horfa á hann, og hallaði ofurlítið undir flatt, og ‘hún hafði ákafan hjartslátt. Var Davíð að verða þreyttur á öll- um þessum fjöiskyldúböndum? Var hann reiðubúinn að byrja nýtt líf? Hann drakk eit-t glas af sérríi en leit þá á úrið sitt. — Við ættum að fara að koma okkur af stað, sagði hann. — Þessi ieikhús byrja svo fjand ans snemma. Mér datt í hug, að við gætum fyrst farið til Pruni- er og fengið okkur eitt glas og matarbita En víð getum nú fengið kvoldverð á eftir. — Það væri gaman, sagði hún. — Hvaða ieikhúi förum við í? Hann tók umslag upp úr vasa sínum og las aðgöngumiðana. „Húrra fyrir flotanum!“ heitir það víst. Ég vil alltaf helzt horfa á einhvern söngleik þegar ég er uppábúinn. Einkum þó ef ég ætla að dansa á eftir. Ég vona, að sætin séu góð. Mavis náði í þau fyrir mig. — Ungfrú Freeman veit þá, að við erum að fara út í kvöld? Hann setti upp undrunarsvip. — Auðvitað. Hún sendir þér beztu kveðjur. Henni þótti fyrir því að ge-ta ekki talað við þig um kvöldið, en hún þurfti að sjá um Cooperhjónin. Af einhverjum ástæðum var Paula gripin einhverju vonleysi, en það var gaman að sitja á háa stólnum hjá Prunier, og hún komst brátt í gott skap aftur. Þau fengu ostrui og svartabrauð og svo humar á eftir, og kampa- vín. Þau töluðu og hlógu mikið og Paula var í góðu skapi. Hvað eftir annað, sagði Davíð: — Mér líður svo vel hérna, Paula. Og í hvert skipti leit hann í augu hennar og í hvert skipti steig ofurlítill roði upp í kinn- ar hennar Þér þótti ekkert miður þetta með helgina sem leið? spurði hann, allt í einu. — Nei, vitanlega, og eins og ég sagði þér, var ég ráðin annars staðar. — Þetta var allra lögulegasti piltur og þú virtist skemmta þér vel með honum. En það kenndi næstum saknaðar í rödd- in-ni. Hún varð þessa vör og svar- aði, næstum ögrandi: — Þú get ur nú varla láð mér þó ég skemmti mér. Ekki vildir þú bjóða mé.' út, hvort sem var. Sumardagurinn fyrsti Poul Michelsen hefir blómin sem yður vantar. Afskorin blóm. Blómaskreytingar unnar af fagfólki. AUs konar grænar plöntur og mikið af fallegum blómstrandi pottablómum. Blóma og gjafavöruverzlun MICHELSEN Suðurlandsbraut 10 — Sími 31099. Reykjavík Bílastæði. Blómskáli MICHELSEN, Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.