Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAf 1967. 19 - WEIMAR Framhald af bls: 16. bjó á þriðju hæð en fjöl- skylda hans á annarri, svo að hann gæti unnið í næði. í garðhúsi Göthes eru slík- ir gamlir munir, sem rúm, er leggja má saman, og hann tók með á löngum ferðalögum sín um um Evrópu. í húsi hans í borginni getur að líta bæði hinar óbrotnu vistarverur hans, þar á meðal hæginda- stólinn, þar sem hann gaf upp öndina árið 1832, og við- hafnarherbergin í húsinu, sem stundum líkjast safni, næstum ofhlaðin listaverkum og gripum úr steinasafni hans, sem taldi um 18000 muni. Gæzlu'kona í húsinu sagði: „Maður verður að lifa sig inn í tíma hans til að meta hvað þetta allt var honum mikils virði.“ Göthe skrifaði um hús sitt í Weimar: „.... hlið (þess) og stígar liggja til allra heimshornanna." Það var í þessu húsi, sem Göthe reit meistaraverk sitt, „Faust.“ Þótt Göthe og Schiller fæddiust þar sem nú er Vest- ur-Þýzkaland, hvíla þeir í skrautlausum trékistum hlið við hlið í grafhýsi í Weimar, sem uppháflega var byggt fyrir prins og eru umikringdir skrautlegum kistum ýmissa prinsa, sem nú hafa verið færðir til hliðar. Blómsveigar með kommúnistamerkjum liggja við jarðneskar leifar skáldanna. f augum útlendings eru sveigarnir ekki einu tákn þess að horfið hafi verið frá hefðinni. í hinni sögufrægu „Krá hins hvíta svans“, sem stendur við hliðina á húsi Göthes, litu hádegisverðar- gestir upp, er unglingur kom inn með passíuhár, sem var svo mjög vinsælt á dögum skáldanna, en hann var öllu nútímalegri í hugsun og hélt á glymjandi ferðaútvarpi. Annað ungnt fólk sagði hon- um að slökkva á því, og hann fór. í garði hússins, sem tón- skáldið Franz Liszt notaði sem sumarbústað frá 1869 til 1886, var drengjahópur að sparka fótknetti. Eins og gert er við mörg hús í Weimar, er húsi Liszts haldið opnu fyrir gesti. Einn morgun þegar lítil aðsókn var, opnaði umsjónarkonan glugga til að masa við gamlan mann, sem átti leið hjá á reiðhjóli. Á bögglaberanum á hjólinu var pappakassi, sem á var letrað: „Kaliforníu sítrónur." í meira samræmi við hina sígildu Weimar var ómurinn af píanóverkum hans, sem barst frá stöfunum í Franz Liszt háskólanum. GOLF OG VEGGFUSAR Til notkunar utan- og innanhúss. Margar gerðir. Litaúrval. Einnig flísalím. = HÉÐINN = Vélaverzlun. Sími 24260. Toyota Crown de Luxe árgerð 1967 til sölu. Ekinn um 7 þús. km. Roykinoamenn allt fyrir ykkur. RONSON gaskveikjarar. Allar upplýsingar gefnar í síma 82940. Krepterelyneblússur nýkomnar í kven- og barnastærðum, verð frá kr. 250. Reykjarpipur Stórkostlegt úrval af MASTA, nýjar gerðir DUNCAN. KRISVILL MEDICO. IÚ8AK8VÖRUR IvtniR HJARTARBU9 Sítni 81529. Suðurlandsbraut 10. Gólfteppi Gólfteppi WILTON vefnaður — íslenzk ull í tízkulitum. Gerið kaupin, þar sem úrvalið er mest. Það bezta er ódýrast! Allir koma í ÁLAFOSS Þingholt sstræti 2. : ■ ÍIGAI^ETTES > MADE IN U.S.A. (.■GOtrr & MYCRS TOCACCO CO BRAGÐBEZTA AMERÍSKA SÍGARETTAN BATIK KJÓLLINN ER RAMMI PERSÓNULEIKANS Batik blússur Batik pils Batik hattar Batik kjólar Gerið pantanir strax sem eiga að vera til- búnar 17. júní. Stúdínur fá sérstakan af- slátt. Snið og mynztur við hvers og eins hæfi. Fyrirliggjandi fallegur barnafatnað- ur. Tekið á móti pöntunum. KIRKJUMUNIR Kirkjustræti 10. Heimasími 15483.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.