Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAI 1967. 31 Halfbirktur stofn álmsins. - EGYPTAR Framha'ld af bls. 1. ekki þola yfirgang landsins í framtíðinni. Eskol upplýsti ennfremur í ræðu sinni, að Egyptar hefðu fjölgað herafla sínum á Sinai- skaganum úr 35.000 manns í 80.000 manns á fáeinum dögum. Sovétríkin hafa fullvissáð Bandaríkin um að þau hafi mik- inn áhuga á að viðhalda friði fyrir botni Miðjarðarhafs, og að komist verði hjá styrjöld ísraels- manna og Araba. Stjórn Banda- ríkjanna hefur að undanförnu haft stöðugt samband við Sovét- Garðspjöil við L'nnarstíg BAK vð húsið nr. 6 við Unnar- stíg er gamall garður. Þar hafa einhverjir svalað eyðileggingar fýsn sinni á fallegum ámi. Við fórum í gær til þess að skoða verksummerfci. Berkinum hefur verið flett af stofninum neðanverðum og dreift umfhverf is tréð. Við hittum eiganda garðs ips, Guðrúnu Jónsdóttur, hrygga að vonum, „Þetta tré er 42 ára gamalt“, sagði hún. „Ég veit ekki hvort það lifir þetta af. Hérna er sífelldur óifriður af krökfcum í garðinum. Ég hef stundum efcki við að reka þau frá“. Við göngum úr hlýlegum garð inum út á kuldalega götuna með þá von í brjósti að fólk læri að virða tilfinningar og störf þeirra, sem nostra við blómin, sín og fylgjast með vexti trjánna sinna. rikin, Bretland og Frakkland í sambandi við stríðshættuna í Austurlöndum nær. Fregnir þess efnis, að Johnson forseti hafi sent leynileg boð til Sovétríkj- anna með beiðni um samvinnu til að leysa vandamálið, hafa ekki verið staðfestar. Hermdarverk? Tíu manns fórust og 21 særð- ist er sprengjuhleðsla sprakk í bifreið, sem kom frá Sýrlandi og ætlaði til Jórdaníu. Eigandi bílsins, sem hafði sýrlenzkt vega- bréf, var handtekinn. Meðal þeirra sem fórust voru fimm lögreglumenn. í yfirlýsingu inn- anríkisráðuneytis Jórdaníu sem gefin var út vegna atburðarins sagði, að þétta hermdarverk hefði verið framið meðan augu Herndnrveih í S-Kóreu Seoul, 22, maí, AP—NTB. TVEIR Bandaríkjamenn fórust og 18 aðrir særðust er sprengja sprakk í híbýlum þeirra sem hermdarverkamenn frá N-Kóreu höfðu komið þar fyrir. Atburð- ! urinn varð í bækistöðvum Bandaríkjamanna 3 km. suður { af hlutlausa beltinu, sem skilur að Norður- og Suður-Kóreu. I Bóh Svetiönu slær öll met New Yorfc, 22. maí — AP BANDARÍSKA stórblaðið „New York Times“ sagði frá því á sunnudag að 2,5 milljónir doll- ara hefðu verið greiddar fyrir réttinn til að birta sögu Svetl- önu Allelujewu sem framhalds- sögu í nokkrum stórblöðum. Segir blaðið, að þetta sé senni- lega metgreiðsla fyrir bók. Frá sögn Svetlönu er sögð ná frá barnæsku hennar til fráfalls föður hennar árið 1953. „45 verða úti“ í MORGUNBLAÐINU 21. þ.m. bixtist grein, sem bar heitið: „Að verða úti“. Var þar sagt, að grein in væri eftir Óskar Að’alsteinsson en átti að vera Óskar Aðalstein, rithöfund. Þetta leiðréttist hér með. allra Araba beindust að sam- eiginlegum óvini: ísrael. Brown til Moskvu. Utanríkisráðherra Stóra-Bret- lands, George Brown, fer flug- leiðis til Moskvu á morgun '(þriðjudag) til viðræðna við sovézka stjórnmálaleiðtoga um vandamálið fyrir botni Miðjarð- arhafs og önnur alþjóðleg mál- efni. Brown hafði í hyggju, að fara til Sovétríkjanna á föstu- dag, en frestaði för sinni á síð- ustu stundu vegna ísraels-deil- unnar. í fylgd með Brown verð- ur sérfræðingur brezku stjórn- arinnar um málefni Austur- landa nær. Talsmaður brezku stjórnar- innar upplýsti í dág, að Bret- land hefði haft náið samband við margar aðrar ríkisstjórnir um hættuástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs, og einnig að brezka stjórnin hefði hvatt eindregið til skyndifundar öryggisráðsins um hið alvarlega ástand og gera ráðstafanir í sambandi við það. Varalið Araba. í flestum þeim Arabaríkjum, sem undirrituðu samning Araba- bandalagsins í Kairo á dögunum, hefur verið hvatt út varalið, m.a. í Líbanon, Sýrlandi og þó sérstaklega í Egyptalandi sjálfu, þar sem flestir vopnfærir menn hafa verið kvaddir til herþjón- ustu. Ungum Egyptum barst her- kvaðning á vinnustaði eða inn á heimili, og samkvæmt fregnum AP-fréttastofunnar, var kvaðn- ingunni almennt fagnað. Létu flestir svo ummælt, að þeir væru orðnir þreyttir á að bíða eftir tilkynningum um hvort stríð hæfist eða ekki, og því fyrr sem það kæmi því betra. Herafli Egypta telur ásamt varaliði um hálfa milljón manna. Biðraðir voru fyrir utan skrán- ingarskrifstofur hersins í Damas- kus, og það varalið, sem Sýr- Jendingar hafa nú kallað út telur um 150.000 manns. Herflofck ar streyma i sífellu frá Damas- kus til landamæra ísraels og Sýrlands og telur heraflinn þar nú um 40.000 hermenn. Egyptar við Aqaba-fóann Framh. af bls. 13 lét í ljós ánægju yfir því hve margar konur voru saman- komnar á kaffikvöldinu og ræddi síðan mikilvægi þess að konur létu sig stjórnmál nokkru skipta. Hún ræddi ýmsa þætti í stjórn- málaþróun síðustu ára og sagði að lokum að Sjálfstæð- iskonur vildu frelsi, einstakl- ingsfrelsi og athafnafrelsi og þess vegna munum við vinna að glæsilegum sigri Sjálf- stæðsfokksins hinn 11. júní. Frú Alma Þórarinsson, læknir ræddi um þjóðfélags- legt öryggi og nefndi nokkur dæmi þess, sem áunnizt hef- ur í þeim efnum hin síðustu ár, næga atvinnu, miklar um- bætur í húsnæðismálum, um- bætur í tryggingamálum, framfarir í heilbrigðismálum, Sjálfstæðisflokkurinn hefur veitt okkur þjóðfélagslegt ör- yggi, sagði Alma. Hvað get- um við gert fyrir hann? Við getum kynnt okkur vandlega meginstefnu hans og við velj- um frelsi og þjóðfélagslegt öryggi en höfnum öryggis- leysi og höftum. Egypzkir herflokkar eru nú komnir til Sharm el Sheikh við Aqabaflóann og hafa tekið sér stöðu á hernaðarlega mikilvæg- um stöðum við mynni flóans. Aqaba-flóinn er eina leið kaup- skipa fsraels til Rauða hafsins, og hefur fsraelsstjórn lýst yfir, að ef Egyptar loka flóanum muni það kosta styrjöld. Hafnarborg ísraels við Aqaba-flóann er Eil- ath, og munu siglingar ísraels- manna frá borginni til Asíu og Afríku stöovast verði flóanum lokað. Flfótandi vörusýning I UM HELGINA kom hingað til lands dansfca skipið, Fost- Honsunen og er það með innanborðs sýnishorn af fram leiðsluvörum fimm þekktra erlendra fyrirtækja. Kom skipið hingað á vegum Her- valds Eiríkssonar. Frost-Mon sunen hefur verið sérstaklega innréttað til að hægt sé að sýna þar ýmsar vörur, og undanfarna tvo daga hefur kaupsýslumönnum gefizt kost ur á að fara um borð í skip- ið og líta á þann varning, sem þar er á boðstólum. Sýn ingu þesSari lýkur kl. 10 í kvöld, en skipið fer skömmu síðar. Sunnan lands var breytileg átt, léttskýjað og hitinn 8-12 stig, en norðan lands og suð- ur um Austfirði var NA-gola eða kaldi, þokuloft út við sjóinn og hitinn gðeins 1—6 stig. Horfur eru á svipuðu veðri áfram. Blóðug átök 'á Filippseyjum ManiHa, 22. maí, AP. MILLI 60—80 Filippseyingar féllu í tveggja klukkustunda blóðugum bardögum við lög- reglumenn í Pasay, einu úthverfa Manilla. Hinir föllnu voru úr hópi Frelsishreyfingarinnar, sem er flokkur ofstækismanna á Fil- ippseyjum. Foringi hreyfingar- innar Valentin Los Santos og 11 aðstoðarmenn hans voru fluttir á geðveikrahæli að bardögunum loknum, er sálfræðingur í þjón- ustu ríkisins hafði upplýst, að þeir sýndu merki um geðrof (schizophrenia). Ofstækismennirnir réðust á lögreglumennina með sveðjum og drápu einn en særðu 40. Þeir gáfust upp er lögreglan skaut á þá úr vélbyssum og skammbyss- um. Um 300 ofstækismenn voru handteknir, og við rannsókn kom í ljós, að flestir þeirra bóru und- ir tungu sér hvíta simásteina, sem samkvæmt gamalli hjátrú áttu að gera þá ónæma fyrir byssukúlum. Steinarnir fund- ust og einnig á allflestum þeim sem féliu í bardögunum. - KAFFIKVOLD Yfirmaður gæzlusveita SÞ í Erez-varðstöðinni á Gaza-svæðinu kvoður ísraelskan herlög- reglumann í ísraelsfcri varðstöð, í þann mund er gæzlusveitirnar tygja sig til brottfarar frá Gaze. — (AP)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.