Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967. Jóhannes Guðbjartur Jóhanness. Þorbjörg Eleseusdóttir Minning Þann 10. marz síðastl. var slitið 45 ára ástríku hjónabandi þegar Jóhannes Guðbjartur andaðist. En það liðu ekki nema röskir tveir mánuðir þangað til Þor- björg fékk að fara á eftir hon- um, því að hún lézt þ. 12. maí sl. Bæði voru þau hjónin ættuð úr Arnarfirði, Jóhannes Guðbjartur f. þ. 14. maí 1880,Þorbjörg þ. 27. júní 1872. Ætt hans kann ég ekki að rekja. Foreldrar Þor- bjargar voru þau hjónin í Skóg- um í Mosdal í Arnarfirði, Eleseus Höskuldsson og Margrét Krist- jánsdóttir frá Borg, og er sú ætt alkunn þar vestra, niðjar síra Markúsar á Hrafnseyri. Þorbjörg Var tvígift, fyrri mann sinn, Jón Guðmunösson, missti hún árið 1900. Hann fórst með kútter „Þráinn“ frá Bíldu- dal. Þau áttu einn son, Markús, sem drukknaði eins og faðir hans árið 1921. Hann lét eftir sig 2 börn. En dóttirin Jóna fædd- ist eftir að faðir hennar var drukknaður. Hún var fyrstu ár- in með móður sinni, en fluttist seinna til Aemriku með vina- fólki hennar. Giftist þar en dó af barnsburði á unga aldri. Þannig varð Þorbjörg að sjá á bak báð- um börnum sínum af fyrra hjónabandi. Með selnni manni sínum eign- aðist hún líka tvö börn, Kristján lækni í Hafnarfirði, kvæntan Guðrúnu Arnadóttur, ættaðri frá Reykjavík, eiga þau fjögur börn, og Jóhönnu, ekkju Páls Pálssonar bifreiðarstjóra í Kópavogi, þau eiga þrjú börn. Hjá Jóhönnu dvöldu þau að miklu leyti frá 1938 er þau brugðu búskap, nema Eiginmaður minn og faðir Bjarni Jóhannesson, Miðtúni 68, Reykjavík, lézt að heimili sínu 19. maí. Fríða Ólafsdóttir og dætur. Konan mín, SigríSur Runólfsdóttir, andaðist í Landsspítalanum 21. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnar Bárðarson, börn og tengdabörn. Eiginkona mín, móðir okk- ar og tengdamóðir, Bryndís Guðjónsdóttir, Bugðulæk 18, andaðist í Landsspítalanum 20. maí síðastliðinn. Jarðar- förin ákveðin síðar. Guðbjartur Egilsson, Svavar Ármannsson, Jónína Ósk Kvaran, Axel Kvaran, Guðrún Hafliðadóttir, Rúnar Guðbjartsson. allra síðustu árin, þegar heilsan var orðin svo léleg, að þau fluttu að Sólvangi í Hafnarfirði. Fyrstu hjúskaparárin dvöldu þau hjónin í Reykjavík en vorið 1914 fluttu þau aftur til Arnar- fjarðar, fyrir annarra áeggjan og tóku til ábúðar ltíið kot, Sval- barð, skammt frá Hrafnseyri. Landkostir voru þar rýrir, og stundaði því bóndinn jafnframt sjóinn, sem reyndar hafði alltaf átt betur við hann, og þegar fram liðu stundir á sínum eigin mótorbát. Eftir að hann fluttist til Kópavogs hafði hann sér til dundurs að fara út á Skerjafjörð til hrognkelsaveiða á ltíilli skektu. Fyrstu kynni mín af Jóhann- esi, sem þá var reyndar alltaf kallaður „Bjartur“, voru þau, að hann var um tíma við nám hjá föður mínum í Otradal. Ungir menn, sem vildu læra eitthvað áttu þá ekki annars kost en að vera nokkra mánuði að vetrinum hjá prestinum sínum og læra aðallega reikning, dönsku eða ensku, og dálítið i sögu og landafræði. Islenzkunám man ég aldrei til að væri nefnt á nafn. Auðvitað kunnu allir ís- lenzku. Ég hefi verið 12—13 ára þenn- an vetur, sem hann „Bjartur" var hjá okkur, en ég hefi aldrei gleymt, hvað mér þótti hann fall- egur, og hvað nafnið átti vel við hann, því að enginn hafði svona fallega liðað, Ijóst hár eins og hann. Seinna heyrði ég talað um það, að hann vildi ævinlega standa í skilum, og ekki skulda neinum neitt. Það var kannki ekki mjög algengt í þann tíð. Hjónin í Skógum, foreldrar Utför Oddnýjar Sigurjónsdóttur, kennara, Miklubraut 78, sem andaðist 18. maí, fer fram frá Fossvogskirkju þann 24. maí kl. 1,30. Systkinin. Jarðarför Sigurðar Sveinbjörnssonar trúboða, fer fram frá kapellunni í Fossvogi, miðvikudaginn 24. maí kl. 10.30 fyrir hádegi. — Jarðarförinni verður útvarp- að. Yandamenn. Faðir minn, Þórður Guðmundsson. Austurgötu 6. Keflavík, verður jarðsettur fimmtudag- inn 25. þ.m. frá Fossvogs- kirkju kl. 10,30 f.h. og verður athöfninni útvarpað. Blóm og kransar af- þakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á Há- bæjarkirkju í Þykkvabæ. Þuríður Jónsdóttir, Kjartan Þórðarson. Þorbjargar eignuðust 10 börn og 6 af þeim komust til fullorðins ára, 2 synir og 4 dætur og allar dæturnar voru um árabil á heim- ili foreldra minna. Ég veit að samvizkusamari, þrifnari og húsbóndahollari hjú hafa ekki verið til. Ég stend í þakkarskuld við þær allar. Ég var 12—13 ára þegar Þorbjörg kom til okkar, á þeim aldri áttu telpur að „sjá um fæturna á sér sjálfar“, en það var ekki létt verk þegar skórnir voru úr sauðskinni eða steinbítsroði, sem entist lítið í smalamennsku og annarri úti- vinnu. Ég er hrædd um, að ég mundi oft hafa gengið á „beru holdinu“ eins og það var kallað ef ég hefði ekki átt „Tobbu mína“ að. Hún lét sér nefnilega ekki nægja að vinna það sem henni bar skylda til, heldur allt það, sem hún sá að þurfti að gera þ. á. m. að bæta skóna mína. Fram til hinztu stundar sagði móðir min ævinlega, þegar henni þótti eitthvað fara vel úr hendi: „Hvað er nú að tala um hana Tobbu.“ Það var gamallt orðtak frá Otradal. Þó að Þorbjörgu vantaði ekki nema nokkrar vikur í að verða Þorbjörg Eleseusdóttir og Jóhan nes Guðbjartur Jóhannesson. hálftíræð má segja að henni félli aldrei verk úr hendi, en síðustu árin bilaði sjónin, Svo að hún gat lítið sem ekki lesið, en það hafði alltaf verið hennar mesta yndi. Aldrei heyrði ég hana þó mögla yfir sjóndeprunni, heldur var hún þakklát fyrir þá heilsu, sem hún hafði og síþakklát börn- um sínum, starfsfólkinu á elli- heimilinu og öllum, sem eitt- hvað gerðu fyrir þau hjónin. En Jóhanna dóttir þeirra hjúkraði föður sínum í mörg ár af sér- stakri alúð í erfiðum veikindum hans. Það fannst móður hennar aldrei fullþakkað. Þorbjörg var elzt systranna og nú eru þær allar dánar, nema sú yngsta, Pálína, sem dvelur nú á Hrafnistu. Hún biður mig að minnast þess, hvað mikið hún eigi systur sinni að þakka, í blíðu og stríðu — ógleymanlegar sam- verustundir — en báðar áttu þær glaða, létta lund, sem hjálpaði þeim yfir alla örugleika án þesa að láta bugast. Ég veit að allir, sem þekktu þau hjónin, Þorbjörgu og Jó- hannes, minnast þeirra með virð- ingu og söknuði. Blessuð veri minning þeirra. Sigríður J. Magnússon. Jakobínca G. Guðmunds- dóttir — Minning í DAG verður jarðsett frá Dóm- kirkjunni frú Jakobína Guð- mundsdóttir, sem lézt í hárri elli þann 16. þ.m., og langar mig til minnast hennar hér með nokkr- um kveðjuorðum, Jakobína var fædd 5. marz 1874 að BlómsturvöUum í Kræklingahlíð, og var komin af merkum bændaættum þar nyrðra. Ung að árum yfirgaf hún æskustöðvarnar og aflaði sér kunnáttu í fatasaum og fleiri kvenlegum listum, en það var hin eina menntun sem konur gátu þá orðið aðnjótandi. Efast ég ekki um að hún hefur þráð að njóta meiri menntunar, svo greind og fróðleiksfús sem hún var, en um bóknám var varla að ræða fyrir stúlkur á þeirn tím- um. 3. okt. 1907 giftist hún Þor- valdi Eyjólfssyni skipstjóra, kunnum sæmdarmanni, og áttu þau heimili í Reykjavik, lengst í húsinu að Grettisgötu 4, og þar var heimili hennar til hinztu stundar. Þau eignuðust fimm mann- vænleg börn, sem öll komust til fullorðinsára. Þorvaldur lézt eftir erfið veikindi 25. sept. 1932. og var það henni þungur harmur, svo saimhent sem þau höfðu ávalt verið og hjónaband þeirra ástríkt. Þremur árum síðar varð hún fyrir þeirri þungu sorg, að son- ur hennar. Eyjólfur, lézt aðeins 25 ára að aldri. Var hann mjög efnilegur maður, sem miklar vonir voru bundnar við, og Innilegar þakkir fyrir vin- áttu og samúð við fráfall og útför móðursystur minnar, Guðnýjar Guðnadóttur frá Valshamri. Fyrir hönd aðstandenda. Jónatan Guðmundsson. hvers manns hugljúfi er honum kynntist. Ennþá hjó sigð dauðans á fjölskyldubönd Jakobínu, er Nanna dóttir hennar lézt í blóma lífsins árið 1943. Hafði hún gifzt dönskum manni og voru þau búsett í Danimörku. Nanna lét eftir sig 4 börn, sem alizt hafa upp í Danmörku, en ávallt haft samband við ömmu sína og systkini móður sinnar hér. Börn Jakobínu, sem lifa móð- ur sína eru: Hulda, gift Sigurði Jónssyni afgreiðslumanni, Bergþór, heild- sali, kvæntur ólafíu Sigurðar- dóttur og Jakobína, gift Sig- mari Jónassyni umboðmanni. Barnabörn hennar eru 11 og barnabarnabörnin 10. Jakobína naut þeirra gæfu á efri árum að hafa í kringum sig mannvænlegan hóp elskulegra afkomenda, sem reyndu að létta henni byrðar ellinnar, og fyrir það var hún innilega þakklát. Einnig var hún svo heppin að halda nálega óskertum sálar- kröftum til hinztu stundar, þó að líkamsþrekið væri farið að gefa sig á síðustu árum. Á kveðjustundum eins og þessari koma minningarnar frá æskuárunum fram í hugann. Á milli foreldra minna og Jakobínu og Þorvaldar ríkti um áratugi gagnkvæm vinátta sem aldrei bar skugga á. Ég minnist nú yndislegra sumardaga á æsku" heimili mínu, þegar fjölskyldan á Grettisgötu 4 kom í heimsókn og glaðværi, skemmtilegi syst- kinahópurinn breytti hversdags- leikanum í hátíðisdag. En ég minnist einnig kaldra vetrar- daga, þegar ég þurfti að ferðast til Reykjavíkur, og hversu nota- legt var þá að koma til Jakob- ínu, og njóta gestrisni hermar og þeirrar hjartahlýju sem hún var svo auðug af. Heimili hennar stóð ætíð opið þeim sem þangað leituðu, og þar dvöldust oft langdvölum vinir hennar og ættingjar utan af landsbyggðinni, sem ýmissa orsaka vegna þurftu að dveljast í höfuðstaðnum. Þegar ég kveð Jakobínu Guð* mundsdóttur verður mér þakk- læti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt hennar tryggu vinc áttu frá því ég man eftir mér, og þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar fyrr og síðar. Nú er hún laus við líkams- fjötrana og heldur fagnandi á fund ástvinanna, sem bíða henn- ar í landi ódauðleikans, en við eigum minningarnar um hana, sem aldrei bar skugga á. Um leið og ég sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur kveð ég hana með orðum sálmaskáldsins: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt". Hulda S. Helgadóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát Guðrúnar Sigurðardóttur, Hraunstíg 4, Hafnarfirði, sem lézt að heimili sínu að- faranótt 14. mai s.l. Útförin hefur farið fram. Eyþór Þórðarson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.