Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAI 1967. V4 Útgefandi: Framkvæmdast j ór i: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: f lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði inranlands. REYKJANESKJÖR- DÆMI Fjölbýlishús í smiðum við Beja. Þýzk bækistöð í Portdgal Eftir Dennis F. Redmont BEJA, Fortúgal, (Associat- ed Press). — í sumar mun Vestur-Þýzkaland opna stærsta flugvöll sinn á er lendri grund. Hann er byggð ur í samvinnu við Portúgal á hinni sólbakaða flatlendi ná- lægt Beja í suðaustur hluta landsins og umkringdur ströng um öryggisráðstöfunum. Þótt hann sé opinberlega nefndur „Ellefta flugstöð Portúgals", og stjórnað og starfræktur af portúgölskum herforingjum, mun hin yfir- gripsmikla '60 milljón dala samsteypa að lokum hafa á sínu snærum 3000 vesturþýzka flugliða ásamt fjölskyldum þeirra. Tilbúin höfn við Atlants haf og birgðastöð í norðri munu sjá fyrir stærstu að- stæðum til tilrauna með þrýsti loftsvélar í Vestur-Evrópu, með nógu löngum flugbraut- um til að taka við hinum nýju flutningavélum, er fljúga hrað ara en hljóðið. Portúgalskir og vestur-Þýzk ir embættismenn hafa forðazt að gefa nokkrar upplýsingar um Beja-stöðina síðan undir búningsviðræður hófust 1960 innan ramma Atlantshafs- bandalagsins. Engin opinber skjöl um samning landanna tveggja hafa verið birt í portúgölskum blöðum. „Portúgalska stjórnin hefur verið svo vinsamleg að hafa okkur sem gesti", sagði hátt settur foringi úr starfshópi 200 Þjóðverja, sem búa í um það bil 40 bústöðum úr rauðum múrsteini nálægt alúmínflug- skýlunum. „Þessi stöð er portúgölsk og við erum í portógölsku lögsagnarum- dærni." Meira en 2000 verkamenn á staðnum, sem þurfa sérstök skilríki til að fara í gegnum gaddavírshliðin í 6 kílómetra fjarlægð frá aðalinngangin- um, eru að leggja lokahönd á ratsjárstjórnarskrifstofuna, hina þrjá sveppalöguðu flug- turna og tvær flugbrautir, sem gerðar eru fyrir hröð flugtök. Á útjöðrunum svip- ast vopnaðar portúgalskar her sveitir um í sjónaukum eftir dboðnum gestum. Vestur-Þýzkaland skipu- lagði Beje sem „varastöð" ef gerð yrði kjarnorkuárás á Vestur-Þjóðverja. Hinar hrað- fleygu Lockheed F-104 Star- fighter þrýstiloftsvélar gætu gert gagnárás innan skamms eftir flugtak í Portúgal, þar sem tiltölulega lítið er um flugumferð. Til að aðstoða við þjálfun Luftwaffe-flugmanna og nokk urra portúgalskra samstarfs manna verða þrýstiloftsflug- vélaviðgerðaverkstæði NATO við Alvera í grennd við Lissa bon flutt til Beje. Sérstök áhöfn Þjóðverja og um það bil 500 portúgalskir tækni- menn þjálfaðir í Þýzkalandi munu vinna við á að gizka þrjár deildir þrýstiloftsvéla undir hinum grænu þökum flugskýlanna, sem eru sér- staklega húðuð til þess að vernda menn og tæki fyrir sumarhitunum, sem eru um 40 gráður á C. Upphaflega íhugaði vestur- þýzka stjórnin að setja upp stöð á Spáni, en hin miklu verzlunarviðskipti við Portú- gal og hinir 300 sólskinsdagar á ári í Beje sannfærðu em- bættismennina um að reyna þar. Þar að auki lokaði banda rísk flugstöð í Torrejon loft- leiðunum á Spáni. Nú er Þýzkaland að reyna að fá leyfi fyrir þrýstilofts- vélar til að fljúga yfir eða koma við á Spáni 600 sinnum á ári. Hinir 18000 íbúar Beje, sem var stofnuð af Rómverjum um 50 f. Kr. b., fylgjast undrandi með því að íbúatalan hefur vaxið um þriðjung. í Beje, sem eitt sinn var friðsæl mið- stöð hveitiræktar Portúgals, skjóta nú upp kollinum tvö samkomuhús, nýtt sjúkrahús. hæsti skýjakljúfur sunnan Tagus-árinnar, sundlaug og ný tízku flugvöllur. Portógölsk félög og verkfræðingar sáu um endurskipulagningu borgar- innar, eftir að hafa kynnt sér þarfir Þjóðverja. „Það getur verið, að leigan hækki en viðskiptin munu ganga miklu betur", spáir von góður bóksali, sem hefur flutt inn birgðix af þýzkum skáld- sögum. Til að samlagast umhverfinu er þýzkum hermönnum ráð- lagt í skærlitum bækling að klæðast dökkum borgarlegum fötum (ekki leðurstuttbuxum) drekka rauðvín en ekki bjór, og að forðast að koma nálægt nokkurri stúlku eða konu úr bænum og forðast jafnvel „saklaust daður". Bæklingurinn rekur sam- skipti Þjóðverja og Portúgala aftur til 12tu aldar, þegar krossfarinn Hinrik af Bonn frelsaði Lissabon úr höndum Mára. En þar er ekki minnzt á að Þjóðverjar borga þrjá fjórðu kostnaðarins við að hyggja stöðina. Aðrar klausur í samningn- um tryggja Portógölum vopna sölu til Vestur-Þýzkalands i nokkur ár að upphæð 195 mill jónir dala, hjúkrun í þýzkum sjúkrahúsum fyrir portú- galska hermenn, sem særzt hafa í Angóla, og flókna á- ætlun um áveitur i hinum þurru héruðum í suðurhluta Portúgal. leika, sem leitt hafa af hinu ¥ aukablaði Mbl. í dag eru fjórar síður sérstaklega helgaðar málefnum. Reykja- neskjördæmis. Þar er skýrt frá helztu framfaramálum þessa fjölmenna byggðarlags og þeim fjölmörgu verkefn- um, sem framundan eru. Reýkjaneskjördæmi er fjöl- mennasta byggðarlag lands- ins utan Reýkjavíkur. Af- koma íbúa þess byggist á fjórurn höfuðatvinnuvegum íslendinga, útgerð og fisk- vinnslu, landbúnaði, iðnaði og verzlun. í Reykjaneskjör- dæmi eru nokkrir mestu út- gerðarstaðir landsins, svo sem Keflavík, Njarðvík, Sand- gerði, Grindavík, Hafnar- fjörður, Garður og Vogar. Út gerð og fiskvinnsla hefur jafnan verið höfuðatvinnu- vegur fólksins í syðri hluta kjördæmisins og þar eru margar glæsilegar fiskvinnslu stöðvar. í norðurhluta kjör- dæmisins eru blómlegar sveit ir, Kjós, Kjalarnes og Mos- felissveit sem ásamt öðrum hafa haft forustu um þær framfarir og nýjungar, sem orðið hafa í landbúnaðinum á undanförnum árum. Iðnað- urinn hefur fyrst og fremst byggzt upp í Kópavogi og Hafnarfirði og á Seltjarnar- nesi en á þessum stöðum hafa ri9ið upp fjölmörg ný iðnað- arfyrirtæki á undanförnum árum. í Garðahreppi er einn- ig starfandi hin myndarlega skipasmíðastöð Stálvík, sem ásamt öðrum hefur haft for- ustu um uppbyggingu stál- skipasmíði irinanlands. Þá er nú að rísa upp í Reykjanes- kjördæmi mesta iðnfyrirtæki landsins, álbræðslan við Strausvík, upphaf stórfelldr- ar iðnvæðingar landsins í krafti fossaaflsins. Það fyrir- tæki mun tryggja mörgum at vinnu, verða aflvaki nýrra framkvæmda, svo sem hafn- argerðar og veita miklu nýju fé ekki aðeins í Reykjanes- . kjördæmi heldur einnig ti'l allra annarra landshluta. Það blandast því engum hugur um, að atvinnulífið í Reykja- neskjördæmi stendur með mifelum blóma, þótt þar gæti auðvitað eins og annars stað- ar þeirra erfiðleika, sem oft er við að etja, t.d. í sjávarút- vegi og er ekkert nýtt fyrir- bæri nú. Reykjaneskjördæmi hefur einnig orðið'aðnjótandi mestu framkvæmdar í gerð varan- I legra vega, sem enn hefur ! verið ráðizt í hér á landi en það er lagning Reykjanes- brautar, sem hefur gjör- breytt samgöngum milli Reykjanesskagans og þétt- býlissvæðanna fyrir norðan. Næstu stórverkefni í sam- göngumálum kjördæmisins eru vafalaust gerð Vestur- landsvegar, sem mun gjör- breyta allri umferðaraðstöðu frá Suðvesturlandi, norður og vestur, lagning hraðbrautar um Kópavog, og tenging út- gerðarstaðanna á Suðurnesj- um við Reykjanesbraut með varanlegu slitlagi á vegum. Þéttbýliskjarnarnir í kjör- dæminu hafa verið í örum vexti síðustu ár og má þar nefna Selitjarnarneshrepp, Kópavog, Garðahrepp og Hafnarfjörð. Svo ör vöxtur skapar að sjálfsögðu marg- víslega erfiðleika, ekki sízt í byggingu skólahúsnæðis en ný skólakostnaðarlög munu mjög létta undir með sveitar- stjórnum í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn er langöflugasti stjórnmálafl. í kjördæminu. Á undanförnum vikum hafa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu boðað til fjölmargra atvinnustéttafunda, sem tek- izt hafa með afbrigðum vel, nær 500 konur úr kjördæm- inu sóttu síðdegiskaffi fram- bjóðendanna að Hótel Sögu sl. sunnudag og um næstu helgi verða tvö vormót í kjör dæminu. Allt þetta sýnir, að Sjálfstæðismenn í Reykjanes kjördæmi starfa af miklum krafti undir forustu frambjóð enda, sem hafa bæði til að bera framsýni og djörfung æskunnar og traust og reynslu þeirra, sem um lang- an aldur hafa méð einum eða öðrum hætti starfað að bættum hag undirstöðuat- vinnuvega þjóðarinnar, og eru staðráðnir í að tryggja Sjálfstæðisflokknum öflugt fylgi í Reykjaneskjördæmi í kosningunum 11. júní. Þar sem annars staðar verður bar áttan hörð en góður málstað- ur sigrar jafnan að lokum. EINKENNILEG „UMHYGGJA" FRAMSÓKNAR að gefur auga leið, að þrátt fyrir meiri og örari upp- byggingu en nokkur dæmi eru til um áður í sjávarútveg- inum hefur hið stórfellda verðfall á sjávarafurðum er- lendis skapað verulega erfið- leika hjá mörgum útgerðar- fyrirtækjum víða um land. Verðfallið nemur nú um 15% á hraðfrystum fiski, 25% á síldar- og fiskimjöii og 40% á síldarlýsi. Slfkt verðfall og í umum tilvikum verðhrun hlýtur óhjákvæmilega að skapa töluverða erfiðleika. Þeim mun furðulegra er það, að Framsóknarflokkur- inn skuli nú gera tilraun til þess að hvetja verkalýðsfélög in til óraunhæfrar kröfugerð- ar og fylgja því eftir með svæsnum árásum á þá forustu menn verkalýðsfélaganna, sem hafa viljað virða verð- stöðvunarlögin og þann grund völl, sem þau eru byggð á. Með verðstöðvunarlögun- um, uppbót á fiskverðið og verðtryggingu til hraðfrysti- iðnaðarins, hefur ríikisstjórn og Alþingi leitast við að að- stoða sjávarútveginn og fisk- iðnaðinn vegna þeirra erfið- stórfellda verðfalli. Það er einkennileg „umhyggja“ sem Framsóknarflokkurinn sýnir þessum atvinnugreinum nú með því að hvetja launþega til óraunhæfrar kröfugerðar, sem óhjákvæmilega mundi hafa í för með sér mjög alvar leg vandamál fyrir atvinnu- vegina og jafnvel stofna at- vinnuörygginu í hættu. TALANDI TÁKN Sl. þriðjudag var frá því skýrt í Mbl. að nær 3000 gestir hefðu sótt málverka- sýningar í Reykjavík og ná- grenni að undanförnu og að 151 málverk hefði þá selzt. Vafalaust hefur sú tala hækk að síðan. Hér var þó aðeins um að ræða hluta þeirra málverka- sýninga sem stóðu yfir þá. Fátt sýnir betur þá velmeg un sem hér ríkir nú og mikil peningaráð fólks en einmitt sú staðreynd að svo mikil sala skuli vera í listaverkum, því að búast má við að fólk mundi einmitt spara við sig slík kaup, ef erfiðleikar steðj- uðu að. Þetta dæmi er talandi tákn um þá velmegun, 9em nú ríkir með þjóðinni og í öllum meginatriðum hefur skapazt á síðustu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.