Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 18
18 mt ?av ** fVH -t'-jiwío ■***(>■ jí' MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. t Hjartkær eiginmaður minn, Þorfinnur Guðbrandsson, múrari, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 24. maL Ólöf Runólfsdóttir. t Maðurinn minn, Jón Þórir Ingimundarson, trésmíðameistari, Sólbakka, Stokkseyri, lézt á Landakotsspítalanum 24. maí. Viktoria Halldórsdóttir. t Sveinn Jónsson, Árbæ, Ölfusi, andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss föstudaginn 19. maí. Jarðar- förin fer fram frá Selfoss- kirkju laugardaginn 27. mai kl. 13.30. Sigurður Þorbjörnsson. t Jarðarför systur minnar, Guðrúnar Helgadóttur, frá Fróðholtshjáieigu, Rangárvöllum, fer fram frá Oddakirkju, laugardaginn 27. maí, kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Vilborg Helgadóttir, t Móðir okkar, Guðmundína Sigríður Matthíasardóttur, sem andaðist að Elliheimilinu Grund 20. maí, verður jarð- sungin föstudaginn 26. þ. m. frá Fossvogskapellu kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sigríður Kolbeinsdóttir, Bjarni Kolbeinsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Þórður Kristjánsson, bóndi, Breiðabólstað, Fetlsströnd, er lézt hinn 19. þ. m. verður jarðsunginn frá Staðarfells- kirkju, laugardaginn 27. maí nk. Hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 eftir hádegi. Bílferð frá Umferðar- miðstöðinni, Reykjavík, kl. 7 á laugardagsmorgun. Upplýs- ingar í síma 20188. Steinunn Þorgilsdóttir og börn. Bryndís Guðjónsdottir Minningnrorð Fædd 20. febrúar 1898. Dáin 20. maí 1967. F R Ú Bryndís Guðjónsdóttir, Bugðulæk 8, lézt í sjúkrahúsi hér í borginni 20. maí sL Undan- farin tvö ár hafði hún átt við óvæginn sjúkdóm að stríða, sem bugaði þrek hennar hlífðarlaust, unz yfir lauk. Vinum hennar er mikil huggun að hún, sem skynj- aði dauðann svo áþreifanlega í lífL var fullviss um að finna nýtt líf bak við hinar óræðu dyr. Frú Bryndís var fædd að Geirs eyri við Patreksfjörð, dóttir hjónanna Guðbjargar Bryn- jólfsdóttur og Guðjóns Bjarna- sonar, sem flutzt höfðu úr Ár- nessýslu vestur og tekið sér ból- festu þar. Snemma á bernskuskeiði Bryn dísar fluttu foreldrar hennar að Gili í Örlygshöfn, þar sem hún dvaldi fram undir þrítugs aldur. Systkinahópurinn að Gili var stór, en þau eru: Sigurbjörn, fyrrv. bóndi og kaupfélagsstjóri, Bjarnveig, húsfrú að Selja- brekku, Ágústa, húsfrú í Reykja- vík, Marinó, forstjóri í Reykja- vík, Alexander, skrifstofumaður t Maðurinn minn og faðir okkar, Bjarni Jóhannesson, Miðtúni 68, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 26. maí kl. 10.30. Jarðarförinni verður útvarpað. Fríða Ólafsdóttir og dætur. t Maðurinn minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Þórhallur Jóhannsson, Glaðheimum 14 A, sem lézt 18. maí, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. mai klukkan 3 e. h. Aðalheiður Albertsdóttir, Ragnheiður Þórhallsdóttir Morr, Earle A. Morr, Hjördís Þórhallsdóttir, Guðmundur Magnússon og barnaböm. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Guðrúnar Eiríksdóttur, Ránargötu 51. Böm, tengdabörn og barnaböm. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Sigurjóns Gunnarssonar, Hverfisgötu 45, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Jónfríður Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. í Hafnarfirði. Sveitungum þeirra er mjög í minni drvöl þessa mæta fólks í Örlygshöfninni, þar sem bæði foreldrar og börn voru svo af guði gerð, að þau stróðu um sig góðvild og manngæðum, og voru gædd þeim manntöfrum, sem hvorki verða lærðir né leiknir, heldur eiga rætur að rekja í göfugu hugarfarí. Örlygshöfnin er kyrrlátur og grösugur dalur, girtur hröttum hamraveggjum. Á uppvaxtarár- um Bryndisar mátti þar sýnast fátt til tilbreytingar frá hvers- dagsönnum, miðað við nútíma þægindi. Má geta nærri, hversu auðugra líf annarra varð þar að nærveru Bryndísar, sem var fögur og þokkasæl stúlka og varpaði ljóma á umhiverfið, hvar sem hún fór. Skömmu fyrir þrítugsaldur t Öllum þeirn mörgu, sem heiðrað hafa minningu Ragnhildar J. Björnsson frá Borgarnesi sendum við okkar innilegasta þakklæti. Ámi Björasson, Ragna Björnsson, Ása Björnsson, Ágústa Björasson, Guðrún Björnsson, Hanna Helgadóttir, Hannes Ólafsson, Þorbjörn Ásbjörnsson. t Alúðarþakkir fyrir auð- sýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eigin- konu minnar og móður okkar, Svövu Knútsdóttur Hertervig. Valdimar Sigfússon og börn. t Innilegar þakkir fyrir vin- áttu og samúð við andlát og útför frænku minnar, Maríu Sigurjónsdóttur, Urðarstíg 9. Fyrir hönd systkina og ann- arra vandamanna, Sigurlaug Vigfúsdóttir. fluttist Bryndís með manni sín- um, Guðbjarti EgilssynL til Reykjavíkur. Þar hófst nýr þátt- ur inn í líf hennar, sem okkur, vinum þeirra hjóna, verður jafn an ofarlega í huga. Á sama hátt og þeir, sem þau skildu við fyrir vestan, söknuðu þeirra, áttu gamlir átthagar ó- skipt ítök í buga þeirra beggja. Þegar Barðstrendingafélagið var stofnað í Reykjavík, tóku þau þegar öflugan þátt í starfi þess, og undanfarinn áratug hefur Guðbjartur verið forusbumaður þessa félags. Félagið hefur stað- ið fyrir margháttuðum fram- kvæmdum og margar af þeim hafa eingöngu hvílt á herðum hans. Við, sem málum eru kunn- ugir, erum ekki síður þa'kklátir Bryndísi fyrir, hve vel hefur tekizt. Alls engin laun önnur ea þakklæti félagsmanna komu fyr- ir þessi störf, sem ollu þó mikla ónæði og áhyggjam, sem Bryn- dís bar óþreytandi með manni sínum. Gamlir sveitungar minnast Bryndísar þakklátu hjarta. Móð- ir mín öldruð, sem átti hana að sem trúan og tryggan vin, tregar sárt horfna vinkonu og biður að henni launist ríkulega þær gjaf- ir, sem hún færði henni með tryggð sinni og mannkærleika. Allir, sem höfðu kynni af BryndisL munu senda Guðbjarti og börnum þeirra, systkinum hennar og öðru venzlafólkL dýpstu samúðarkveðjur við jarð- arför þessarar göfugu konu. Andrés Davíðsson. Sigurður Sveinbjörns- son prédikari-Kveðja ÉG get ekki látið hjá líða að kveðja minningu þína, kaeri vin- ur Sigurður Sveinbjörnsson pre- dikarL Ég minnist þín fyrst, þegar ég var krakki og átti leið fram hjá Lækjartorgi. Þar stóðst þú á kassa og þrumaðir „Orð Guðs“. Ég skildi ekki þennan áhuga á Biblíunni og fannst sjáifsagt eins og þú varst kallaður „vit- lausi karlinn á kassan.um“. Seinna lærði ég til að fermast og hlakkaði til, en hugsaði bara um gjafir. Ég hélt áfram að lesa hæn- irnar á kvöldin og fannst það nóg tilbeiðsla og þakkir til Guðs, þó að þær væru oft þuldar í flýtL vegna svefnsins, sem á herjaðL En það var eitt sinn á sund- stað, þar sem ég vann, að ég sá stóran og kraftalegan mann með voldugan svip. Er þetta ekki Siggi á kassan- um? Jú, það var svo. Við tókum tal saman og Sig- urður predikari kvartaði um gigt í hnénu — og sagði að böðin hefðu góð áhrif og hresstu sig veL Ég sagði honum frá yndislega kerin-u í Sundlaugunum með rennandi ómenguðu hveravatn- inu. Hann tók því vel og kom allt- af heim til mín á eftir og fékk sér tesopa. „J'á, Sigurður minn, segir minningin“. Það er mér ógleymanlegt, fyrsta skiptið þegar þú komst heim til mín. Þá tókstu Bibiíuna, réttir mér hana og sagðir: „Lestu þennan kafla“. Ég hugsaði: Ég að lesa i Biblíunni? Það hafði komið fyrir að ég hafi reynt að lesa, en ekki getað fest hugann við lesturinn. Mig syfjaði og leiddist og ég skildi ekki að þessi orð gætu orðið manni meira virðL við að lesa þau sjálfur. Sigurður fór ekki vægilega að, þetta var skipun og ég hlýddi. Þá sagðir þú: Þakkaðu Guði fyrir Orðið með Jesú nafni. Af hverju spurði ég? þá fórstu í gang, eins og þú værir að kalla, fyrir marga áheyrendur: Skilurðu þetta ekki? „Þetta eru Orð Guðs“. Það er hans Andi sem útlistar. Hann útlistar það sem Hann hefir búið tl og á sjáltfur. Þú skilur bara það sem þú getur búið til í þínum hugar- heimi og átt sjálf. Guðs Orðið þarf að ná tökum á manni, „fylgiztu með“ en það getur það ekki með okkar anda, því hann skilur það ekki sem Guðs er. Þú kenndir mér að þakka fyr- ir fæðuna og ekki síður þó að ég hefði nóg að borða. Og að minnsta kosti tvisvar kraup ég með þér í bæn og þú baðst Drpttin fyrir mér. í fyrra sinnið hugsaði ég: Hvað skyldu vinir og kunningjar segja, ef þeir sæju mig krjúpa í bæn með Sigurði á kassanum. Eitt sinn reiddistu mér svo að allt lék á reiðiskjálfi. Ég nefni- lega spurði þig hvers vegna gengi svona á fyrir þér? Kristur var hógvær, en lengra komst ég ekki. í þessari þrúmu sagðir þú m. a: Það er nóg af tungumjúkum og lipnum, sam kalla sig þjóna Drottins, en skilja aðeins eftir sig sálir í óvissu. Þessu likt svaraðir þú mér og upp frá því hættir þú að koma í teið til mín, en heimsóttir mömmu, sem bjó í sama húsi. Við hittumst sjaldnar, en viti menn, ég fór að lesa Biblíuna og hugleiða Guðs Orð. En þó að Sigurður predikart hafi ekiki verið hógvær, þá var hann óskiptur gagnvart Guði I þjónustu sinni og elskaði Orðið af allri sálu, skapi og þreki sínu. Hreinna og einlægara hugar- fari hefi ég ekki kynnzt og snyrti menni var hann svo af bar. Honum er bezt lýst eftir þeirri lífsreynslu sem líklega gerði hann að þjóni Drottins. Þegar Sigurður predikari var ungur maður úti í Winnipeg, sá hann ljómandi fallega stúlku, sem vann í matsöluhúsi þar 1 borg. Þangað kom hann oft til að fá sér hressingu. Svo að ég hafi hans orð, þá veik stúikan sér glaðlega til hans og Sigurður var staðráðinn í að biðja hennar sér til handa fyrir konu. Hann veik tali sfnu til húsmóð ; ur hennar, en hún tjáði honum , að stúlkan væri trúlofuð öðrum Framhald á bls. 21 Innilegar hjartans þakkh sendum við öllum þeim sem á 50 ára hjúskaparafmæli okk ar 20. þ. m. glöddu okkur me8 skeytum, blómum og öðrun gjöfum. Við óskum ykkur öll- um hamingju og velfarnaðai í framtíðinnL Jónína Jónsdóttlr, Guðm. Gíslason, Álfheimum 16, ReykjavLk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.