Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. Á ÞEISSUM myndum sjáum við hljómsveitirnar sem eiga tvö vinsælustu lögin í Englandi um þess- ar mundir. Þessar hljómsveitir þarf ekki að kynna fyrir íslenzkum unglingum því þær hafa báðar komið til íslands og sennilega einu ensku hljómsveitirnar sem slegið hafa i gegn hér. Á efri myndinni er hljómsveitin Kinks en lag- ið þeirra, Waterloo Sunset, fór strax í 17. sæti á listanum, siðan í 10. sæti og svo núna um síðustu helgi í annað sæti. Á neðri myr.dinni er hljómsveitin Tremoloes, lagið þeirra, Silence is Golden, hefur nú verið á listanum í rúman mánuð og hefur hægt og rólega stigið ofar og um síðustu helgi komst það loks i fyrsta sætL Aldur: 36 ár. Hæð: 164.4 sm. Háralitur: Litað Ijóst. Augu: Blá. Æviágrip: Julie Christie er fædid í Indl. var rekin úr skóla og fór þá á leiklistarskóla, þó hún hefði lít- il peningaráð. Flæktist um tíma milli kunningja með vindsæng- ina sína, þar sem hún átti hvergi fast heimili. Kom fyrst fram: f sjónvarps- kvikmyndinni A for Andro- meda. Næsta kvikmynd: Far írom the Maddlng Crowd. „Niður með buxurnar." Hann er hættur að nota augnalins- urnar og notar nú stálgleraugu, sem hann notaði í myndinni „How I Won The War“. Það er ekkert hæft í þeim orðrómL að það standi til að sverta gleraug- un svo þau séu í stíl við bíl- inn. Gestir Engin upptaka hjá Bítlunum JULIE CHRISTIE Tvær efstu í Englandi ÍSLAND: 1. Puppet on a String ..............Sandie Shaw 2. This is My Song ..................Petula Clark 3. Ha, ha Said the Clown...........Manfred Mann 4. Something Stupid........Nancy og Frank Sinatra 5. Simon Smith and His Amazing Dancing Bear Allan Price set 6. I Was a Kaiser Bill’s Batman 7. You Got What it Takes.... 8. Dedicated to the One I Love . 9. Ég ætla heim............. 10. Now is the Hour.......... Whisling Jack Smith .... Dave Clark Five ... Mama’s og Papa’s ......Savanna Tríó ....Rocking Ghosts ENGLAND: 1. Silence is Golden ...... 2. Waterioo Sunset ........ 3. Pictures of Lily........ 4. Dedicated to the One I Love 5. The Wind Cries Mary .... 6. Then I Kissed Her....... 7. Pupped on a String ..... 8. Something Stupid ...... 9. Seven Drunken Nights .... ............ Tremeloes ............ The Kinks ............The Who .....Mama’s og Papa’s ......... Jimi Hendrix ............Beach Boys ........... Sandie Saw Nancy og Frank Sinatra ........... Dubliners 10. The Boat That I Row....................... Ludu Á efri myndinni sjáum við Bítlana eins og þeir voru „gullaldar- árin“ 1963—65. Á neðri myndinni sjáum við þá eins og þeir voru við plötu- upptökuna fyrr í þessum mánuði. Á myndinni með þeim er Georg Martin sá sem hefur séð um allar upptökur á plötum þeirra. er fullkomin nema frægir gestir komi í heimsókn. Kyrrlátur Indverji, sem reyndist vera bróðir Ravi Shankan, sat við hlið Georgs. Tony Hioks (Holli- es) kom inn til þeirra til að láta þávita að hann væri búinn. Hverju hann hafði lokið lét eng- inn uppi. Stuttu seinna kom Dave Crosby úr The Byrds. Eigin vankantar Þessar upptökur eru æðstu draumar hverrar einustu Pop- stjörnu. Fullkomið studio og tæki til afnota og ótakmarkað- ur tími. Það er erfitt að skella skuldinni á það. Engin stjarna hefur fallið á því að gefa út lélegar hljómplötur. Etf Bítlarn- ir sikyldu einhvern tíma gefa út lélega plötu, geta þeir engum kennt nema sjálfum sér. Að lokurn má geta þess, að platan sem heiitir „Sgt. Pepp- en’s Lonely Heart’s Club Band“ kemur á markað 1. júní n.k. SIÐAN 1 VMSJÁ BALDVINS JÓNSSONAR PLATA HLJÓMPLÖTUUPPTÖKUR Bítl anna, sem nú standa yfir, ein- kennast af tvennu: Mjög frum- legum og nýtízkulegum lögum. Það eina sem jafnast á við fjöl- breytni hljóðfæra í upptöku- salnum eru hinar ýmsu gerðir fata, jakka og binda, sem Bítl- arnir ganga í. Nýja albúmið verður lika það dýrasta, sem nokkru sinni hef- ur verið gefið út. John Lenn- on, Paul McCartney, Ringo Starr og Georg Harrison ásamt framkvæmdastjórum sínum, Neil Aspinall og Mal Evans, tæknimönnum og dyravörðum, hafa eytt hverju kvöldi undan- farinn mánuð í upptöfcusal 2 hjá E.M.I. Árangur þessa, enn sem komið er, er tveggja laga platan þeirra „Strawberry Fields Forever / Penny Lane“ og sex ný lög í nýja albúmið. Þeir eru sem sé hálfnaðir með LP-plötuna. Dýrt Talið er að endanlegur kostn- aður við nýju plötuna verði 25.000 pund eða ca. 3 milljónir ísl. kr. Það er miklu meira en venjulegur kostnaður, en við erum líka að tala um sjálfa prinsa popsins og sérhver Bítla- plata selzt a.m.k. í milljón ein- tökum, ef efcki nokfcrum millj- ónum um víða veröld. Það er því ólíklegt að þeir hjá E.M.Í. sjái eftir tímanum í Bítlana, Þeir dagar eru liðnir þegar plata var æfð, útsett og tekin upp á t veimur klukku- stundum. Nú koma þeir í upp- tökusalinn með hálfkarað lag og texta og hamra svo á því lang- tímum saman, jafnvel í marga daga. Þrír gítarar og trommusett eru gömul saga og ekki lengur talin fær um að annast undir- leik á nýrri Bítlaplötu. Tilraunir eru í algleymingi. Kvöld eitt í upptökusalnum eyddi Georg Martin hálftíma, áður en Bítlarnir komu, í að henda skeiðum, smápeningum og öllum hugsanlegum hlutum í stóra vatnsfötu. Botn fötunn- ar var hulinn plastsvampi til þess að hljóðneminn tæfci að- eins upp sjálft skvampið og skellina. Svo hófst „tizkusýningin.“ Paul kom inn í kremgulum jaikka, með skærröndótt bindi. Þegar hann hafði heilsað við- stöddum, settist hann strax við trommurnar hans Ringo og sýndi að hann væri einfær um að leika á hljóðfæri Bítlanna, eif þeir ákvæðu að hætta, semja tónlistina, syngja einsöng og tvísöng, leika á sólógítar, bassa- gítar, píanó, orgel, trompet og trommur. Þá kom Georg inn með þræla- stríðsyfirskeggið sitt, þó ekfci með vangaskeggið. Hann minnti á fjárhirði frá Afghanistan, þó ekki lengi. Hann var í síðum, svörtum Missisippi-jakka og í svörtum ilskóm. Næstir komu Ringo og John. Þeir komu í Mini-bílnum hans Jöhn, sem er útbúinn með svört um bílrúðum. Yfírskeggið og bartarnir fara Ringo mjög vel. Bartamir eru þó mifclu dekkri en sfcolleitt hár hans. Sumir segja að hann hafi litað þá. John, með sitt kínverska yfir- skegg, hafði hálsklút, sem í var I næla. Á henni stóðu þessi orð:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.