Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. 21 - KVEÐJA Frambald af bls. 18 manni. Þetta var mikið reiðar- slag fyrir Sigurð. Skap hans varð sem eldhaf og honum fannst hann ekki geta lifað. En í örvæntingu sinni fór hann ekki að reyna til við stúlk- una. Hans hugarfar leyfði ekki slíkt. í þeirri sorg fór hann að biðja og Drottinn heyrði hann og þá varð hann endurfæddur og skírður niðurdýfingarskírn. Fjórtán árum siðar var hann að sópa tröppur í Winnipeg og Andi Guðs hans sagði við hann: Þú átt að vera í skilgreiningu góðs og ills. Andinn sagði hon- um einnig að fara til íslands og predika þar. En þú sagðir við mig að það hafi verið það allra versta, sem Drottinn gat beðið þig um. í Skilgreiningu góðs og ills var hann kallaður, enda ekki mjúkmáll að vara áheyrendur sína við hinum óhlýðna syni Guðs, honum Lucifer eða Zatan, sem leitar síns eigins, en ekki sem Guðs er. Þegar Sigurður predikari tal- aði þá varð svipur hans ákafur og leiftrandL Hann var harður og hávær, orðhvatur og átti það til að vera illskeyttur, finndist sér misboðið. En Guðs Orðið var honum heilagt, eins og það stóð skrifað í ensku biblíunni. Það var máttugt og lifandi og hverju orði sannara. Hann brann af vandlætingu gagnvart þeim kennimönnum, sem tóku orðið samkvæmt þeirra eigin hyggindum eða viti. Hann sagði: Þeir hreinlega ef- ast um að Biblían sé skrifuð að tilhlutan heilags Anda. í vetur sagði ein trúarsystir við Sigurð predikara: Jæja, Sig- urður minn, nú ferðu að deyja, þú ferð að fara heim. Þá svar- aði hann ergilega: „Ég kann ekki við svona tal“. Þó var hann mjög þjáður og þar að auki á tíræðisaldrL Það sem hann bað um í veikindum sínum það vildi hann hafa, kannski líktist það skipun. En feigðin barði svo fallega á dyr. Hann var orðinn svo bljúg- ur, allt að því auðmjúkur. Og þegar ég sat hjá kistu hans í FossvogL þá var allt svo hljótt. Ekkert vandlæti, engin köll. Sigurður Sveinbjörnsson pre- dikari var farinn til hvíldar sinnar, sem Herra hans hafði búið honum. Andi Guðs gerði Jesús Krist lifandi á þriðja degi frá kross- festingu hans. Síðan opinberaðist andi Guðs lærisveinunum á hvítasunnunni. Allt frá þeirri stundu bíður þessi sami Mfgandi Andi við hjartadyr sérhverrar mannssál- ar, til að taka sér bústað. Ávöxt- ur hans er m.a.: Kærleikur, sann leikur og friður. Andi sonar óhlýðninnar, Luci- fers eða Zatans, bíður einnig við hjartadyr sérhverrar mannsálar, til að taka sér bústað, en ávöxt- ur hans er m. a.: Ófriður, lygi og svik. „Hér er barátta“. Þegar Sig urður predikari vildi leggja á- heyrslu á skilgreiningu sína feom: Fylgistu með? Já, ég fylg- ist með. Ásdís Erlingsdóttir. Atvinna Óskum að ráða vanan mann á málningarverkstæði okkar. Uppl hjá verkstjóra. Ræsir hf. Skúlagötu 59. REYKJAH ESKJÖRDÆMI Oddur Andrésson Pétur Benediktsson VORMÚT I Félagsgaröi í Kjós Sjálfstæðisfélögin Þorsteinn Ingólfsson, og Félag ungra Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu sjá um vor- mót Sjálfstæðisflokksins í Félagsgarði, laugardag- inn 27. þessa mánaðar kl. 9 eftir hádegi. Ræða, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Ávörp flytja Oddur Andrésson, bóndi, Pétur Benediktsson, bankastjóri og Matthías Á. Mathiesen, alþingismað- ur. Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, skemmta. Hljómsveitin Kátir félagar leikur fyrir dansi, spennandi happadrætti. Aðgöngumiðar eru afhentir á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Mosfellssveit og hjá trúnaðarmönnum flokksins. IJtgerðarmenn - skipstjórar Autronica - spennustillar fyrir fiskiskip. Fjöldi fiskiskipa hér á landi og á hinum Norðurlönd- unum er útbúinn með AUTRONICA SPENNUSTILL- AR. VARAHLUTIR ávallt fyrirliggjandi. — VIÐGERÐARÞJÓNUSTA — r W LUD\ STOI ric 1 RRJ k J Einkaumboð: Laugavegi 15. sími 1-1620 Prentarar Handsetjari óskast. Prentsmiðja Jóns Helgasonar Síðumúla 8 — Sími 38740. Ford Galaxie 500 XL til sölu. Glæsileg einkabifreið árgerð 1962 2ja dyra „hard top“. Bifreiðin er lítið ekin hér á landi, skoð- uð 1967. Skipti koma til greina. Til sýnis að Njáls- götu 27 og upplýsingar í síma 24663. Til leigu í Vogunum nú þegar nýbyggt húsnæði á 2. hæð. Tilvalið fyrir ýmsan atvinnurekstur. Uppl. í síma 24-333. Smiðir Vantar nokkra vana húsgagnasmiði eða menn vana eldhúsinnréttingum. Upplýsingar í síma 36710, eða síma 19407, eftir kl. 7 á kvöldin. Piltur óskasl t til afgreiðslustarfa í síma 12319. nýlenduvöruverzlun. Uppl. í Kvenblússur Mjög mikið úrval nýkomið. Hórplötur - spónaplötur Nýkomið: LINOPAN hörplötur: 8-10-12-16-18-20 mm. SPÓN APLÖTUR: 9-12-14-16-18-19-22 mm. GABOONplötur: 22-25 mm. PALEXplötur: 21 mm. Hestamannafélagið Andvari Garða- og Bessastaðahreppi. Aðalfundur félagsins verður haldinn í samkomuhús- inu að Garðaholti, mánudaginn 29. maí 1967 og hefst kl. 20.30. Dagsskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gengið verður frá skrásetningu í sumar- beit á fundinum. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.