Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968 11 SPIRO T. Agnew, hinn nýkjörni varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið mjög umdeildur í nýafstaðinni kosningabaráttu, og margir telja að Richard Nix on hafi orðið á mistök þegar hann valdi hann varaforsetaefni sitt. Nixon kveðst hafa valið hann vegna þess, að fáir banda- rískir stjórnmálamenn þekki eins vel og Agnew vandamál stórborganna. A ndstæðingar hans halda því fram, að Ag- new hafi verið valinn til þess að friða Suðurríkjamenn, en stuðningur þeirra var Nixon af ar mikilsverður. Hvað eftir annað hefur Ag- new orðið að taka aftur um- mæli, sem hann hefur viðhaft, og Nixon hefur orðið að gefa skýringar á orðum hans. Ag- new sakaði meðal annars Humphrey um linkind í garð kommúnista snemma í kosninga baráttunni, en varð að draga þau ummæli til baka. Hann hef ur farið háðulegum orðum um hópa ungs fólks, sem hafa stað- ið fyrir mótmælaaðgerðum og ó spektum, og nokkurs kulda hef ur gætt í ummælum hanis í garð blökkumanna. Hvað eftir ann- að hefur hann komið Nixon í bobba með klaufaskap sínum. EFAST UM HEIÐARLEIKA Hubert Humphrey hefur lát- ið svo um mælt, að Nixon hafi sýnt skort á dómgreind, þegar hann valdi Agnew varaforseta- efni sitt, og gefið í skyn, að honum sé ekki treystandi til að velja sér góða aðstoðarmenn. Alvarlegustu ásökunin á hend ur Agnew hefur þó komið fram í New York Times, sem held- ur því fram, að hann hafi hagn azt af lóðabraski og banka- stjórastörfum þegar hann var ríkisstjóri í Marylandríki og notað aðstöðu sína til þess að drýgja tekjur sínar og vina sinna. Það er því ekki nóg með að hæfileikar Agnews hafi verið dregnir í efa, ráðvendni hans hefur líka verið véfengd. New York Times hefur gengið svo langt í ásökunum sínum að halda því fram, að hann sé ekki hæfur til að vera vara- forseti. Agnew hefur svarað á- sökunum blaðsins með því að gera grein fyrir öllum tekjum sínurn til að sanna að hann hafi engin lögbrot framið. Jafnframt hefur hann gagnrýnt New York vinstri. Eftir hinar miklu óeirð- ir sem fylgdu í kjölfar morðs- ins á dr. Martin Luther King í vor, kvaddi Agnew á sinn fund helztu 'leiðtoga blökkumanna í Baltimore, þar sem óeirðirnar voru hvað mesiar, og hélt yfir þeim þrumandi skammarræðu. Hann hélt því fram að þeir þyrðu ekki að fordæma þel dökka kynþáttahatara og sagði, að baráttan fyrir jafnrétti blökkumanna hefði horfið í skugga nýrrar baráttu fyrir taf arlausum kjarabótum. Skömmu síðar neitaði Agnew að ræða við stúdenta, aðallega blökkumenn, sem gert höfðu setuverkfall til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um bætt an aðbúnað og kröfðust þess að fá að ræða við ríkisstjór- ann. í stað þess að ræða við stúdentana lét Agnew hand- taka þá. Á síðasta b'laðamanna- Hinn nýkjörni vnrnforseti Bnndnríkjnnnn: SPIRO THEODORE J Ri G 1 1; Eil V Times harðlega fyrir róg- burð O'g ósanngirni. ÓÞEKKTUR Agnew var svo að segja ó- þekktur utan Marýland-ríkis, þegar hann var valinn fram- bjóðandi repúblikana í varafor setaembættið. Hann hafði ver- ið einn af stuðningsmönnum Nelsons Rockefellers og kom á fót samtökum, sem áttu að berj- ast fyrir tilnefningu hans í for- setaframboðið. Þegar Rockefell er lýsti yfir því 21. marz öllum á óvart, að hann gæfi ekki kost á sér, brást Agnew reiður við, meðal annars vegna þess, að Rockefeller skýrði honum ekki frá ákvörðun sinni, og sneri baki við honum. Þó lýsti Agnew ekki yfir stuðningi við Nixon fyrr en á landsfundi repúblikana í Mi- ami Beach í ágúst, en vitað var að þremur vikum áður höfðu þeir Nixon ræðzt við. Á lands- fundinum hélt Agnew eina aðal ræðuna til stuðnings Nixon, þótt stuðningsmenn Rockefellers legðu hart að honum að styðja Rockefeller. Spiro Theodore Agnew, sem er 49 ára að aldri er fyrsti grískættaði maðurinn, sem gegnt hefur embætti ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Faðir hans var innflytjandi frá Grikklandi og hét Anagnostopoulos, en skipti um nafn. Hann rak veit- ingahús í Baltimore í Mary- land, en neyddist til að hætta rekstri þess í kreppunni, svo að fjölskyldan bjó við kröpp kjör. Árið 1937 hóf Agnew nám í efnafræði við John Hopkins-há- skóla, en hvarf frá því námi að þremur árum liðnum og hóf nám í lögfræði við Baltimore- háskóla. Hann barðist í Ev- rópu á stríðsárunum og var sæmdur fjölda heiðursmerkja. RÍKISSTJÓRI Að stríði loknu hóf Agnew lögfræðistörf í Baltimore að loknu námi og barðist í Kóreu stríðinu. Hann sagði sig úr Demókrataflokknum, og gerðist repúblikani, og í fjórum kosn- ingum til fulltrúadeildarinnar vann hann áð kjöri fyrrver- andi hershöfðingja úr land- gönguliðinu. Árið 1957 var hann skipaður fúlltrúi í áfrýjunar- rétti Baltimore-héraðs og varð seinna forseti hans. Árið 1962 var hann kjörinn héraðsstjóri, enda þótt skráðir meðlimir De- mókrataflokksins í héraðinu væru fjórum sinnum fleiri en meðlimir Repúblikanaflokksins. Árið 1966 var Agnew kjör- inn ríkisstjóri og átti meðal annars blökkumönnum að þakka sigur sinn, því að hann hafði unnið ötullega að húsnæðismál um í héraðsstjóraembættinu og þótti frjálslyndur í þeim efn- um, en andstæðingur hans, Ge- orge P. Mahoney, hlaut stuðn ing hvítra manna, sem óttuðust að hús þeirra lækkuðu í verði vegna stefnu Agnews. Sigur Agnews vakti mikla athygli, því að Maryland hefur verið talið eitt af öruggustu vígjum Demókrataflokksins. RÉÐST A BLÖKKUMENN Agnew hafði orð fyrir að vera frjálslyndur í ríkisstjóra- embættinu, en afstaða hans hef ur breytzt síðan kynþáttaóeirð- ir í Bandaríkjunum jukust um allan helming, enda þótt hann haldi því sjálfur fram, að skoð- anir hans séu óbreyttar og það séu aðrir, sem breytt hafi um stefnu og færzt lengra til fundinum, sem Agnew hélt fyr- ir landsfund repúblikana í Mi- ami Beach, lýsti hann afdrátt- arlaust yfir því, að lögreglu- menn ættu ekki að hika við að skjóta á fólk, sem rændi verzl- anir í óeirðum, og sagði, að ef það yrði almenn skoðun að hægt væri að komast upp með rán og gripdeildir, þar sem lög reglan léti slíkt afskiptalaust, væru dagar laga og réttar tald ir. UMDEILT VAL í ræðu þeirri, sem Agnew hélt til stuðnings Nixon á lands fundinum, kvaðst hann fylgja honum að málum vegna þess, hvernig hann hefði brugðizt við því ófremdarástandi, sem skapazt hefði vegna óeirða stú- denta og blökkumanna, Vietnam stríðsins og hinnar almennu ólgu, sem ríkti í landinu. Til- nefning Agnews í varaforseta- framboðið kom öllum á óvart, en Nixon sagði, að fáir banda- rískir stjórnmálamenn væru eins vanmetnir og hann. „Hann er einn sá bezti þegar á reynir. Hann er góðhjartaður. Hann er gamaldags föðurlandsvinur og hefur góða stjórn á sér.“ Nix- on sagðist hafa valið Agnw af því hann væri hæfur til að vera forseti, hæfur til að heyja góða kosningabaráttu og hæfur til að gegna þeim störfum, sem hann mundi fela honum í vara- forsetaembættinu, einkum að því er snerti vandamál hinna einstöku ríkja og stórborganna. Ein af ástæðunum til þess að Agnew var tilnefndur var sú, að Strom Thurmond, hinn á- hrifamikli öldungadeildarmað- ur frá Suður-Karólínuríki, fyrr verandi demókrati og eindreg- inn stuðningsmaður aðskilnað- ar kynþáttanna, gat sætt sig við hann. Nixon fylgdi hinni- gömlu reglu að tryggja jafn- vægi milli landshluta og ólíkra skoðanahópa. Auk þess er Ag- new Nixon vel að skapi: hann var talinn hófsamur meðalmað- ur og millistéttarmaður og skil ur þarfir, óskir, og smekk milli stéttanna. Árásir hans á æsinga seggi falla í góðan jarðveg hjá mörgum og Nixon getur hafa á- litið, að þær væru heppilegt mótvægi gegn George Wallace. Sumir segja, að Nixon hafi notað Agnew í kosningabarátt- unni til að segja ýmis'legt, sem hann telur óviðeigandi að hann láti sjálfur uppskátt. Þannig hafi Nixon tekizt að koma fram í hlutverki hins reynda stjórn- málavitrings, sem hafinn sé yfir dægurþras, og um leið hafi Ag new bjargað mörgum atkvæð- um, sem annars hefðu farið til Wallace. í raun og veru eru skoðanir Nixons og Agnews ekki ósvipaðar, en Agnew hef- ur verið hreinskilnari. VILL BANNA ÓEIRÐIR Agnew hefur meðal annars sagt að stefna Humphreys í Vi- etnammálinu minni talsvert á Neville Chamberlain. Um óeirð ir stúdenta og blökkumanna hef ur hann sagt, að hann telji ekki að allir, sem þátt taki í þeim séu kommúnistar. „En þegar samtök lýsa því yfir að þau fylgi marxisma og vilji kollvarpa stjórn okkar í núver andi mynd — hvað eigum við þá að halda?“ Hann sagði, að banna yrði allar óeirðir, því að ekki væri hægt að gera grein- armun á ábyrgum og óábyrg- um óeirðum. Fleiri ummæli hans hafa vakið deilur, og. hann hefur oft hlaupið á sig í kosningabaráttunni vegna til— finningahita. Agnew hefur verið þannig lýst, að persónulega veki hann ekki andúð, en hann hafi heldur ekki áunnið sér vinsældir. Hon um er lýst þannig, að hann sé heldur hlutlaus og er sagður sneyddur kímnigáfu, varkár þrátt fyrir óvarkárar athuga- semdir hans á framboðsfund um, oft ósveigjanlegur, en jafn an hreinn og beinn og laus við tilgerð. Hann heyrir til nýrri kynslóð stjórnmálamanna úr út hverfum stórborganna og gæti verið samnefnari þeirra. Kú- vending hans í afstöðunni til bíökkumanna og franuboðs Nix- ons bendir til þess, að hann sé ' annað hvort tækifærissinni eða að hann eigi erfitt með að taka afstöðu. wWi wMsSBSOtm 'Wttá Wk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.