Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968 13 / Fyrirspurnir og svör borgarstjóra á fundi með íbúum Arbœjar- og Breiðholtshverfis HÉR fara á eftir fyrirspurnir og svör borgarstjóra á fundi með íbúum Árbæjar- og Breiðholtshverfis sl. laugar- dag. Jóhann Bjömsson: Ég vil fyrir hönd einbýlis- húsaeigenda í Árbænum afhenda eftirfarandi áskorun: Við undir- ri'taðir eigendur einbýlishúsa í Árbæjarhverfi skorum hér með á yður, herra borgarstjóri, að þér hlutist til um, að hitaveita verði lögð inn í einbýlishúsin í Árbæjarhverfi hið allra fyrsta. Er byggingarframkvæmdir hóf- ust í hverfinu vorið 1965 var mörgum íbúum einbýlishúsa tjáð af viðkomandi borgaryfirvöldum að hitaveita yrði lögð eigi síðar en 1967. í trausti þessa létu flestir leggja rörinntökin, sem flest eru mjög úr sér gengin og þurfa margir að endurnýja tækin, ef dregst að hitaveita verði lögð. Aðrir gera ekki ráð fyrir kynditækjum í húsum sín- um og eru nú með tæki tengd til bráðabirgða, reykháfa, sem er allskostar óforsvaranlegt. Þar sem ekki er búið að leggja hita- veituleiðslur í götur eða að hús- um, er ekki hægt að ganga frá innkeyrslum að húsunum, því í- búar hafa lagt áherzlu á að ganga frá lóðum sínum. Þá lýs- um við undrun og vonbrigðum okkar yfir þeim ráðstöfunum borgaryfirvalda, að íbúðahverfi, sem byggð eru upp á eftir Ár- bæjarhverfi, hafa verið látin ganga fyrir með innlagningu hita veitu. Við væntum þess hr. borg arstjóri, að þessi áskorun okk- ar verði tekin til greina. Á ann- að hundrað einbýlishúsaeigendur hafa ritað nöfn sín undir áskor- unina. Við treystum því, 1966, að hitaveituáætlun borgarinnar mundi standast enda hafði þá árað vel og framkvæmdir borg- arinnar jafnvel farið fram úr áætlun. Síðan hafa erfiðir tímar komið, og borgin hefur af þeim sökum orðið að draga úr fram- kvæmdum. En hvers vegna voru hverfin, sem byggð eru á eftir Árbæjarhverfi, t.d. Fossvogur, jafnvel Breiðholtshverfið, látin ganga fyrir með hitaveitu. Meg- um við ekki vænta úrlausnar i þessum málum þegar á næsta vori. Borgarstjóri: f tflefni af þess- ari áskorun vildi ég segja, að ég skil ákaflega vel þá húseig- endur, sem þarna eiga hlut að méli. Það er alveg rétt, að hita- veituáætlunin gerði ráð fyrir, að hitaveita yrði komin í þetta hverfi. Ástæðurnar til þess, að það var ekki gert má segja, að hafi verið einkum tvær. Annars vegar var það, að hitaveitan hafði ekki bolmagn fjárhagslega til þess að leggja meira fjármagn í framkvæmdir og fékk ekki lán til framkvæmda eins og þurfti og búist hafði verið við. Hins vegar var e.t.v. einnig sú ástæða að erfiðleikar á þjónustu við gömlu hverfin í Reykjavík, Skó’la vörðuholtið og Landakotshæðina og lausn á vanda þeirra hverfa gerði það að verkum, að nokkru hægara var farið í útþenslu dreifingar en upprunalega var talið að mundi verða óhætt. Við teljum okkur með meira vatns- magni og nýju kyndistöðinni og betri nýtingu á varmamagninu í gömlu hverfum borgarinnar nú mögulegt að halda áfram að stækka dreifikerfi Hitaveitunn- ar. Og við höfum horfst í augu við nauðsyn hitaveitunnar að hafa yfir að ráða framkvæmda- fé og hækkað hitaveitugjöldin. Það hefur ekki verið vinsælt hjá öllum, en við höfum bent á það, að það væri misrétti meðal borgarbúa, ef hluti þeirra gæti komizt af með 53% útgjalda meðan aðrir þyrftu að borga 100%. Þess vegna er það meira að segja spurning, meðan við erum að tengja alla borgarbúa við hitaveituna, hvort það er ekki réttlætanlegt að hafa hita- veitugjöldin hærri. Við höfum nú ekki í huga hækkun, á hita- veitugjöldunum umfram það, að þau eru tengd byggingarvísitölu. Það láðisf um langt árabil og þess vegna vorum við alltaf of seinir að hækka hitaveitugjöld in og afla fyrirtækinu nægilegra tekna til þess, að það gæti lagt hitaveitu í ný hverfi. Nú stend- ur dæmið eins og ég sagði, að Hitaveitan hefur um 60 millj. yfir að ráða til framkvæmda á næsta ári, og hitaveitustjóri hef ur í huga að verja mrlli 15—18 millj. kr. til framkvæmda í hverf inu og annað eins í Breiðholts- hverfinu. Ástæðan til þess að Fossvogur og Breiðholt hafa ver ið tekin á undan Árbæjarhverf- inu var sú, að við vorum þegar búnir að missa af strætisvagn- inum hvað Árbæjarhverfi snert- ir. Menn höfðu þar gert bráða- birgðaráðstafanir, og kostað til þess nokkru fjármagni og við töldum réttara að leggja þá í hús, sem ekki væru búin að ’leggja út í þennan kostnað. Fjár hagslega séð var það hagkvæm- ara heldur en að vera alltaf á eftir. Nú er hins vegar réttur Árbæjarhverfis ótvíræður og þótt ég geti ekki því miður lofað hitaveitu í einbýlishúsahverfið, á næsta ári, þá held ég að það verði byrjað að vinna að fullum krafti við hitaveitulagn ir í fjölbýlishúsahverfið á næsta ári, og væntanlega lokið við allt hverfið á árinu 1970. Það er rétt að geta þess, að það hefur komið til tals, í sambandi við ráð stafanir til atvinnuaukningar, að hitaveituframkvæmdir væru ein hverjar æskulegustu framkvæmd ir frá þjóðhagslegu sjónarmiði séð, og það er til athugunar m. a. hvort unnt sé að afla láns- fjár, t.d. úr Atvinnuleysistrygg- ingarsjóði til hitaveitufram- kvæmda og flýta þeim þannig, því að tæknilegur undirbúning- ur hitaveituframkvæmda, bæði hér og í Breiðholtshverfi er fyr- ir hendi. En þrátt fyrir þessar hugleiðingar vil ég ekki gefa mönnum fleiri eða betri vonir en þær sem ég gat um, að fram- kvæmdir yrðu hafnar af fullum krafti á næsta ári, en þeim lyki ekki í hverfinu fyrr en á árinu 1970. Snæbjörn Snæbjörnsson, Heið bæ 14: Má vænta þess, að lag- færðar verði bráðlega holræsa- tengingar í Árbæjarhverfi, þann- ig að ekki renni heitt skolp í Árbæjarstíflu. Af þessu stafar viss hætta á vetrum, þannig að ekki frýs fyllilega við útrennsl- isop. Og einnig mætti álíta, að heilbrigðiskröfum sé mjög áfátt meðan við svo búið stendur. Borgarstjóri: Mér var sagt frá því í morgun, að það bæri á því, að heitt vatn rynni hér í lóninu fyrir ofan Árbæjarstíflu eg hef ég ekki haft tíma til þess að kanna af hverju það stafar. Ég veit ekki hvaðan þetta heita vatn er Vomið, hélt að holræsa- kerfið hér í Árbæjarhverfið væri tvöfallt, þ.e.a.s. annars vegar væri sérstakt kerfi fyrir yfir- borðsvatn og hins vegar fyrir skolp úr húsum. En ég skal gjarnan .kanna hvernig þessu er varið r.g jtvðla &ð bví að úr- bætur vetði gerðar. Fundarstjóri, Hörður Felixson Ég hef verið beðinn að lesa hér ályktun sem Framfarafélag Sel- áss og Árbæjarhverfis hefur gert og formaður félagsins, Sigurjón Ari Sigurjónsson fékk mér áðan, en hann getur því miður ekki verið hér. Ályktun hljóðar svo: Stjórn Framfarafélags Selás og Árbæjarhverfis vill vekja at- hygli á eftirfarandi. f fyrsta lagi: Árbæjarhverfi er eitt sérstæðasta íbúðahverfi , Reykjavíkurborgar. Hverfið er í örri uppbyggingu og þar býr að mestu ungt fólk, fólk sem ger ir þær lágmarkskröfur til borg- aryfirvalda að aðbúnaður og þjónusta hins opinbera verði í mestu samræmi við önnur íbúða hverfi borgarinnar . Annað: Framfarafélag Selás og Árbæjarhverfis er ekki kröfu- hafi á hendur borginni, heldur fyrst og fremst samstöðuaðili, fólksins í hverfinu, þar sem sér hagsmunamál íbúa eru rædd og minnir síðan yfirvöld á það, sem miður fer í annasömum störfum. Þriðja. Stjórn félagsins vill minna á, að samstarf allt við einstaka yfirmenn borgarfyrir- tækja og þó fyrst og fremst við borgarstjóra hefur verið mjög gott og árangursríkh Stjórnin vill þakk a það samstarf og óska þess að það megi halda áfram. Fjögur: Um leið og stjórn Framfaraféiagsins þakkar borg- arstjóra enn á ný fyrir, að hann hlutaðist til um að upp var sett stórt og veglegt jólatré £ Ár- bæjarhverfi sl. jól, vill stjórn- in fara þess á leit við borgar- stjóra að hann sjá til þess að svo verði einnig um næstu jóL Stjórnin leggur sérstaka áherzlu á eftirfarandi: Margítr- ekuð beiðni um gangbraut með- fram Rofabæ, frá Árbæ, eða öllu fremur um helztu götur hverfisins, sem er Yztibær, alla leið að barnaskóla Árbæjar- hverfis ennfremur frá skóla og að endamörkum hverfisins. Að varúðarráðstafanir verði gerðar við Elliðaárnar og þá fyrst og fremst við stífluna vegna mikillar hættu á vetrum. Að stórbætt verði aðstaða unglinga til knattspyrnuæfinga til frambúðar. Að borgaryfirvöld verði íbúð areigendum sambýlishúsanna til aðstoðar við frágang bifreiða- stæða við húsin. Að hraðað verði hitaveitu- framkvæmdum fyrir hverfið. Að settur verði upp sama- staður fyrir löggæzlu og slökkvi bifreið og slysavarðstofa fyrir Árbæ j arh verf i. Að íbúar Árbæjarhverfis verði varðir fyrir ágangi bú- fjár, því að þrátt fyrir bann við búfjárhaldi í borgarlandinu, er fé skammt ofan borgarmark- anna, sem leitar um hverfið, sem er alls óvarið. Að gatnamá'lum hverfisins verði komið í viðunandi ásig- komulag. Að götulýsing verði bætt og sett verði gangbrautarmerki á mestu umferðaræðar hverfisins. Að hámarksökuhraða verði gætt betur vegna hinna tíðu slysa á börnum hverfisins. Að ferðum strætisvagna verði fjölgað á mesta annatímanum, á morgnana og síðla dags. Að hraðað verði framkvæmd- um við byggingu Árbæjarskóla, svo að engin börn á skóla- skyldualdri þurfi að íjfra úr hverfinu til skólagöngu. Borgarstjóri: Ég þakka þetta bréf og vinsamleg orð, og legg áherzlu á það, að sú góða sam- vinna, sem verið hefur með Framfarafélagi og borgaryfir- völdum skapast af þvf gagn- kvæma trausti, sem starfshættir Framfarafélagsins hafa gefið ti'lefni til. Ég býst við að ætlast sé til, að ég drepi hér á ein- hverja þá málaflokka sem hér eru nefndir, og skal taka þá eft- ir röð. Fyrst er talað um gang- braut. Það er gert ráð fyrir því, að borgin eigi að leggja gang- braut meðfram fjölbýlishúsa- hverfinu meðfram Rofabæ og það væri út af fyrir sig mjög æskilegt, að sú framkvæmd yrði gerð sem allra fyrst. Ég treysti mér nú ekki til þess að tíma- setja slíka framkvæmd, vegna þess að gatnagerðaráætlun er ekki til staðar enn sem komið er. Og þrátt fyrir fjölmenni hverfisins, þá hefur sú megin viðmiðun verið, að eldri hverfi gangi fyrir. Rofabær er hins veg ar tö'luverð umferðargata, þó að gegnumakstur sé ekki leyfður eða ekki leyfður akstur út á Suðurlandsbrautina. En engu að síður er þarna nauðsynlegt að gangbraut komi. Ennfremur minnir mig, að ætlast sé til að gangbraut sé í gegnum mitt einbýlishúsahverfið og það er trúlega líka á vegum borgar- innar, en á lóðum fjölbýlishús- anna sjálfra er all mikið gang- brautahverfi, sem lóðareigendur bera veg og vanda af. í þessu hverfi og enn frekar í Breið- holtshverfinu hafa skipulags- menn lagt áherzlu á að greiða i sundur fótgangandi umferð og ökutæki, sem ætti til frambúðar að vera til þess að koma í veg fyrir slys og fækka slysum. Varðandi varúðarráðstafanir við Elliðaárnar og fyrst og fremst við stífluna, þá er það alveg rétt, þarna er um hættu að ræða, en nauðsynlegt eins og háttar nú, að börn geti þar ör- ugg leikið sér t.d. á skautum. Varðandi stífluna er þess að geta, að sennilega verður vatns- aflsstöðin við Elliðaárnar ekki í notkun nema til næsta vors. þ.e.a.s. ekki á næsta vetri, þeg- ar búizt er við að Búrfellsvirkj- unin nýja komi í gagnið. Lands- virkjun hefur sagt upp afnot- um sínum af stöðinni frá og með næsta vori. Ég býst tæplega við, þótt það mál sé í athugun, að stíflunni og aðrennslismannvirkj um sé haidið við á þann veg, að unnt sé að gangsetja þessa vatns aflsstöð á ný, heldur verði vatns aflsstöðin meiri og minni safn- gripur í framtíðinni. Og þá skapast möguleikar að grynna e.t.v. lónið fyrir ofan stífluna og jafnvel stækka það nokkuð en alla vega ganga svo vel frá því, að það sé öruggt fyrir börn að leika á bökkunum og á lón- inu sjálfu á vetrum. f þriðja lagi er beðið um bætta aðstöðu unglinga til knattspyrnuæfinga, þar er nú aðallega um vellina við Rofabæ að ræða, og til mála hefur komið í samtölum mínum og forráðamanna Framfarafé- lagsins, að koma þar fyrir e.t.v. húsnæði með einhverri einfaldri sturtu og búningsklefum í ná- grenni við gæzluvallarhúsið, ennfremur höfum við hug á því við skólann að byggja þar knattspyrnuvölL en íþrótta- svæði hverfisins er samkv. skipu lagsuppdrætti vestanmeginn við Selásinn. Það er hins vegar á eignarlöndum einstaklinga, og ekki gott að segja, hvernig samn ingar komast á milli borgaryfir- valda og þeirra. Til mála hefur komið að byggja göngubrú yfir Elliðaárnar og byggja einhvers- konar leikvang í hólma milli kvíslanna, en þessi mál eru í athugun varðandi frambúðar íþróttasvæði fyrir hverfið, en á meðan verður reynt að koma sparkvöllum upp sem víðast. Þá er talað um aðstoð við frágang bifreiðastæða við húsin. Varð- andi 'lóðafrágang, mundi vera svo áskilið i lóðasamningum, að borgaryfirvöld áskilji sér rétt til þess að hefja framkvæmdir við lóðir á kostnað lóðarhafa og íbúðareigenda, ef ekki er búið að því fyrir 1. sept. sl. Nú sjá- um við öll, sem um hverfið för- Framhald i bls. 16 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri svarar fyrirspurnum fundargesta. Við hlið hans sitja Hörður Fel- ixson, fundarstjóri og Ingi Torfason, fundarritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.