Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAEWÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968 27 1 gær afhenti Kiwanisklúbburinn Katla nemendum í heyrnarleysingjaskólanum júdóbúinga í há- degisverðarboði sem klúbburinn hélt fyrir nemendurna, skólastjóra og yfirkennara. Sigurður Jó- hannesson formaður Júdófélags Reykjavíkur, sem jafnframt hefur haft á hendi kennslu fyrir hina ungu nemendur, hélt ræðu á fundinum og skýrði íþróttina, en Brandur Jónsson skólastjóri ræddi verkefni skólans og hina miklu þörf sem fyrir hann er. Á myndinni eru nemendur með yfirkennara, skóiastjóra, forseta Kötlu og Sigurði Jóhannssyni. — Ljósm. Bjarnleifur. - ABYRGÐIN Framhald af bls. 1 kratar töpuðu kosningunum þar sem það hefði valdið klofningi meðal þjóðarinnar, og milljónir snúið baki við þeim. Sagt var að Nixon hefði unnið sigur með hinu gamaldags og ólýðræðislega kosningafyrirkomulagi sem Bandaríkin notuðu en hefði lík- lega einnig fengið meirihluta meðal fólksins. Útkoman væri því fremur vantraustsyfirlýsing á núverandi stjórn, en trausts- yfirlýsing á Nixon og republi- kana. Willy Brandt, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, var í París þegar hann frétti um sig ur Nixons. Hann kvaðst sann- færður um að málefnum Þýzka- lands og Bandaríkjanna eða öllu heldur málefnum Evrópu og Bandaríkjanna væri vel borgið í höndum hins nýtkjörna forseta. ♦ Kurt Kiesinger, forsætisráð- herra, óskaði Nixon til hamingju fyrir hönd landsfundar Kristi- lega Demókrataflokksins. í skeyti sínu sagði hann að Nix- on tæki við embætti á tímum óvissu og ótta, en kvaðst full- viss um að stjórn Bandaríkjanna myndi undir hans stjórn berj- ast áfram fyrir friði og frelsi. ♦ f Saigon ríkti almenn ánægja með sigur Nixons. Stjórnin þar hefur ekkert reynt að leyna því að hún óskaði eftir að hann ynni kosningarnar. Hún telur að Nixon muni taka Viet-Nam mál ið fastari tökum en Humphrey hefði gert. ♦ Bretar fjölluðu um kosning- arnar sem bandarískt innanríkis mál og engin opinber yfirlýsing hafði verið gefin út þegar blað- ið fór í prentun. Margir stjórn- málamenn höfðu þó sagt sínar persónulegu skoðanir og kom flestum saman um að ekki væri nein ástæða til að vænta þess að samvinna þjóðanna tveggja myndi minnka. Margir bentu á að stefna hans í utanrík- ismálum væri í mörgu lík stefnu Breta. Litið er á hann sem ákveð inn stuðningsmann NATO, ein- ingar Vestur-Evrópulanda og stöðugleika í alþjóða fjármálum. Faðir minn Sigurður Sigmundsson Syðra-Langholti verður jarðsunginn frá Hrepp hólakirkju laugardaginn 9. þ. m. kl. 2 eftir hádegi. Bíl- ferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 9,30. Fyrir hönd vandamanna. Sigmundur Sigurðsson. - NIXON Framhald af bls. 1 meirihluta sínum, en repú- blikanar bættu við sig fjór- um sætum í öldungadeildinni og fimm í fulltrúadeildinni. Talningu er ekki lokið í öll- um kjördæmum. Ríkisstjóra- frambjóðendur repúblikana felldu ríkisstjóra demókrata í sex ríkjum. Bent er á, að komandi for- setatíð muni án efa verða Nixon erfið að mörgu leyti, þar sem demókratar hafi meirihluta í báðum þing- deildum og atkvæðamunur hans og Humphreys var nauðalítill. Ekkert hefur heyrzt frá George Wallace um úrslitin, en haft var eftir honum í fyrrinótt, að hann væri mjög ánægður með það mikla fylgi, sem virtist sópast að honum. f AP fréttum frá Washington segir, að kjör Nixons kunni að verða til þess, að skjótar takist samningar á Parísarfundunum um Vietnam, jafnvel þó að Nix on taki ekki við embætti fyrr en 20. janúar næstkomandi. Tal- ið er að fulltrúar Norður-Viet- nama vilji allt til vinna að kom ast að samkomulagi við John- son stjórnina, áður en Nixon sezt í forsetastól. Hins vegar er ekki talið óhugsandi, að afstaða Saigon stjórnarinnar til viðræðn anna harðni nú nokkuð. HUMPHREY VAR í GEÐS- HRÆRINGU Skömmu eftir að Hubert Hump hrey hafði viðurkennt ósigur sinn kom hann fram í sjónvarpi og mátti sjá og heyra að hann var vonsvikinn og átti stundum næsta erfitt um mál vegna geðs hræringar. Hann sagði: „Ég gerði hvað ég gat. Ég beið ósigur. Ric- hard Nixon sigraði. Lýðræðinu hefur verið framfylgt. Nú skul- um við .-inúa okkur að því verk- efni að sameina þjóð okkar“. STUÐNINGSMENN NIXONS BJUGGUST VI» STÆRRI SIGRI Talsmaður Riebards Nixons. Klein, sagði fréttamönnum í gær, þegar atkvæðatalning var all- langt komin, að stuðningsmenn Nixons byggjust staðfastlega við sigri hans. Því væri þó ekki að leyna, að mjórra væri á munun- um en beir hefðu gert ráð fyrir. Enginn vafi væri á því, að til- kynning Johnsons forseta um stöðvun loftárása á Norður-Viet- nam hefði orðið Humphrey til mikils framdráttar. Þetta virðist og vera almenn skoðun vestra og jafnframt tjá menn undrun sína yfir svo naum um sigri Nixons, en fram á síð- ustu stundu hafi honum verið spáð yfirburðarsigri yfir Hubert Humphrey. ÖLDUNGADEILDIN Einna mesta atíhygli hafa vak- ið ósigrar tveggja þingleiðtoga demókrata, þeirra Joseps S. Clark í Pensylvaniu og Mike Monroney í Oklahoma. f Oregon eru úrslit ekki kunn, en þar stendur Wayne Morse mjög höllum fæti gagn- vart Robert Packwood, fram- bjóðanda republikana. Þeir Clark og Morse hafa báðir bar- izt gegn stefnu stjórnarinnar í Vietnam. í Pennsyfvaniu sigraði Richard Schweiger, enda þótt Humphrey sigraði Nixon í for- setakosningunum í ríkinu. í Oklahoma sigraði repuiblikanimn Henry Bellmonde. Mikla a'thygli vakti og geysi- hörð barátta í Kaliforníu milli þeirra Max Raffertys, sem stend uir lengst til hægri í flokki repú- blikana, og demókratans Alans Cranstons og sigraði sá síðar nefndi naumlega. Af kunnum ölduingadeifdarþingmönnum, sem náðu endurkjöri, má nefna Full- bright, demókrata frá Arkansas, Frank CJhurch frá Iowa og George McGovern frá Suður- Dakota. Repúblikaninn Everett Dirksen var og endurkjörinn í Illinois og Barry Goldwater, for- setaefni repúblikana í síðustu kosningum, vann kosningu í Ari zona. RÍKISSTJÓRAR Kosið var um 21 ríkisstjóra. Demókratar töpuðu í New Hampshire, Delaware, Indiana, Iowa, Vermont og Vestur-Virgi- níu, en unnu Rhode Island og Montana frá repúblikönum. Elzti ríkiss'tjóri Bandaríkjanna, Char- les L. Terry í Delaware, tapaði fyrir Russel Peterson. í Indiana iigraði repúblikaninn Edgar Whitcong og í Iowa Robert Ray, en ríkisstjóri demókrata, Harold E. Huge, bauð sig fram til öld- ungadeildarinnar og sigraði. FtLLTRÚADElLDIN Eins og áður greinir héldu demókratar meiriihíut.a sínum í þeirri deild líka, en þrátt fyrir það var engan veginn talið ör- uggt, að Hubert Humphrey hefði fengið meirihluta í deildinini ef til þess hefði komið að fulltrúar hennar hefðu átt að kjósa for- setann, vegna óútkljáðra úrslita í kosningunum. Meirihluti demó- krata minnkáði nokkuð. Sam kvæmt síðustu tölum höfðu demókratar þá hlotið 243 full trúa af 435 og repúblikanar 183 og unnu að minnsta kosti fimm þingsæti. - BORGARSTJORN Framhald af bls. 17 heimkeyrs'luna að bilastæði. Ég spyr vegna þess að þarna er engin lýsing, hvort að það eru íbúðaeigendur sem sjá fyrir lýs ingu að húsunum. Er það svo fjarstæðukenr.t í svona hverfum eins og Árbæjarhverfi og Breið holtshverfi, þar sem virðist vera mjög gott og mikið land í kring, óbyggt land, að það sé hægt að skipuleggja t.d. hæðirnar fyr ir ofan Breiðholt, fyrir börn og unglinga. Borgarstjóri: Varðandi skóla- sóknina, þá spurðist ég fyrir um það líklega fyrir þrem vikum, skömmu eftir að byrjað var að flytja börn úr Breiðholtshverfi í Austurbæjarskólann hvernig það gengi og hvort foreldrarnir hefðu gert athugásemdir við það og mér var þá tjáð hjá Fræðslu skrifstofunni að engar athuga- semdir hefðu komið af foreldr- anna hálfu og þetta gengi vel, þarna væru að því er mig minn ir um 170 börn flutt í skóla en einhver brögð væru að því líka, að börnum væri ekið í einka- bílum, foreldrar hefðu bundist samtökum um að aka þeim sjálf. Varðandi þessa skólasókn hafði sem sagt þá ekki komið gagn- rýni eða athugasemd, en að feng inni þessari gagnrýni, sem ég tel vera veigamikla, þá er sjálf sagt að kanna málið nánar. Ég get ekki ímyndað mér, ef ég á að finna einhverja skýringu, að skólastjóri Austurbæjarskólans, hafi ekki vitað um að börnin ttu að sækja þangað skóla, vegna þess að þetta var al'ltaf haft í huga, fró því fyrstu tíð, að Breiðholtshverfið var í byggingu að skólinn þar mundi verða einu ári á eftir, því að það myndi ekki borga sig að leggja það fjár- magn út einu ári fyrr í skólann sem þyrfti fyrir þó þetta fámenn an hóp nemenda fyrsta árið. Þá var sem sagt alveg vitað mál, að við mundum hverfa til Aust- urbæjarskólans vegna þess að hann var rýmstur, verandi í gömlum bæjarhluta þar sem barnafjöldinn er al'ltaf minni og minni. Sú skýring, sem mér datt í hug er að nýr skólastjóri var skipaður við skólann í haust um leið og skólinn hóf starfsemi sína og hann hafi þess vegna ekki íylgst með þessum tilfærslum. En alla vega er hér um athuga- semd að ræða, sem er ástæða til að leiðrétta ef unnt er. Varð andi lýsingu á Hjaltabakka og Grýtubakka, þá myndi ég tæp- ast geta svarað þessu nákvæm- 'iega nema ég sæi lóðarsamning- inn. Það á að bera með sér, mæliblaðið sem er áfast lóðar- samningnum hvort lýsingar skylda er á lóðarhafa eða á lóð rhöfum, ef um sameiginlega heim reið er að ræða. í sambandi við skipulagningu á útivistar- svæði og leiksvæði fyrir börn, þá höfum við þetta vanda- mál sérstaklega í gömlum hverf- um, og nú er meiningin að hefja gerð leikvallar í vesturbænum, svokallaðs starfs'leikvallar, þ.e.a. s. þar sem börnin geta smíðað og dundað sér við ýmislegt án þess að krafizt sé að allt sé fág- að þar og fínt. Hins vegar hafa börnin í nýrri hverfunum meiri mÖguleika. Þar í nágrenninu eru opin svæði, sem þau geta með ímyndunarafli sínu gert að skemmtilegum leikvelli, en eftir því sem byggðin þéttist hér, þá þarf e.t.v. meiri skipulagningu í þessum efnum og ég hygg að það sé rétt ábending að góð slík leiksvæði væru sem víðast. En einkum og sér í 'lagi erum við núna að leggja áherzlu á að koma svonefndum sparkvöllum fyrir sem víðast inn íbúðahverfanna, svo að æskan fái útrás fyrir ærsl sín og þrótt. Gunnar Petersen: Fyrir hönd lóðarhafa Rofabæjar 27—31 og Hraunbæjar 104—126, færum við þakkir fyrir frágang lóða okkar. En í framhaldi af þessu, þá lang ar mig til þess að fá vitneskju um eitt atriði. Ég held ég fari með rétt mál, að það sé kvöð á fjölbýlishúsaeigendum á lóðar- framkvæmdum, að þar verði lagð ar sunnan megin við 2ja metra breiðar gangbrautir og á þessu gangbrautum má búast við mik- illi umferð gangandi fólks til og frá verzlunarhverfinu, sem er staðsett miðsvæðis, og þess vegna er spurning okkar sú, hvort við megum vænta þess að borgaryfirvöld sjái um uppsetn ingu og kostnað við lýsingu með fram þessum brautum og þó mun ég telja að heppilegast væri sam konar luktarstaurar og eru t. d. við Ægissíðu. Borgarstjóri: f lóðarsamningum mun það vera áskilið, að lóðar- hafar geri þessa lýsingu og beri kostnað af henni. Ég teldi rétt, að bærinn eða Rafmagnsveitan mundi taka þetta verk að sér og jafnve'l að einhverju leyti ekki fráleitt að halda slíkri lýs ingu við, en ég efast um að við getum horfið frá því skilyrði að kostnaðurinn sé lagður á lóðar- hafa og húseigendur, svo að því leyti til veld ég vist Gunnari Petersen vonbrigðum. Ég vildi rétt til viðbótar svari mínu um það, hvort breyting yrði á skipu lagi einbýlishúsahverfisins, og með því að ég þóttist geta verið svo stuttorður og laggóður að geta sagt nei, þá hafa skipúlags menn hverfisins, sem hér eru staddir viljað gera það Ijóst, er ég vissi reyndar um, að við leik skólann fyrir neðan einbýlishúsa hverfið, þá er gert ráð fyrir byggingu dagheimilis í framtíð inni. Svo að ég held að með þessum fyrirvara þá sé hægt að halda sér við svarið sem er nei. Þórir Einarsson: Má ég spyrja borgarstjóra um aðkeyrslu um vegina í Árbæjarhverfið. Verða þeir malbikaðir eða ekki. Verða þeir þessir sem þarna eru sýnd- ir? Borgarstjóri: Hér kemur gatna kerfið fram eins og meiningin er að það verði. Við sjáum, að aðkeyrslan í Árbæjarhverfið fer um Höfðabakka og hér niður á Vesturlandsveg, sem nú er verið að endurbæta og verður væntan lega í einni striklotu endurbætt- ur alveg að Elliðaánum með nýrri brú á Elliðaánum. Aftur á móti er meiningin, að í framtíðinni Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Sæbóli (Víkurbraut 50) Grindavík, fer fram á eigninni sjálfri laugardaginn 9. nóv. 1968, kl. 10 f.h. Sýslumaðurinn í GuIIbringu- og Kjósarsýslu. verði sá vegur, sem liggur með fram Rauðavatni og á Bæjar- hálsinn ekki sú meginumferða- braut í bæinn, sem hann er niú, heldur verði Suðurlandsvegi sveigt fyrir sunnan Selásinn og þar yfir Elliðaárnar og liggimeð fram þeim og síðan fyrir neðan Breiðholtshverfi I og loks inn eftir Fossvogi fyrir sunnan Öskju hlíðina og svo norður til Frí- kirkjuvegar og Lækjargötu. Ég held, að menn geri bezt eftir fundinn að líta á kortið til að átta sig á framtíðar umferðar- braut, og það þarf ekki að taka það fram, að auðvitað er ætlun in að al'lar slíkar umferðabraut- ir hér í nágrenninu verða mal- bikaðar Sumar eru að vísu á veg um vegamálastjórnar ríkisins og eins vegurinn sem verið er að gera frá Höfðabakka og að Ell- iðaánum. Guðmundur Guðmundsson: Hvenær má ætla að framkv. hefjist við þessar nýju brautir, t.d. sunnan Selássins? Borgarstjóri: Það hefur nú stað ið á því í og með að fjalla um á milli bað hvernig skiptingin yrði á gerð brautarinnar á milli vega- málastjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórna hins vegar, en þar koma bæði til greina Kópa- vogur og Reykjavík á kafla. Ég býst þess vegna við að það verði einhver bið á framkvæmdum við þessa nýju braut og sérstaklega býst ég ekki við, að á henni verði byrjað fyrr en búið er að ljúka endurbótum á veginum hér mil'li Höfðabakka og Elliðaár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.