Morgunblaðið - 28.05.1969, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.05.1969, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2«. MAÍ 1«09 75 ára í dag: Guðrún frá Krossi Guðrún Kristófersdóttir er 75 ára í dag. Hún er fædd á Brekku velli á Barðaströnd 28. maí 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Kristófer Sturluson og Margrét Hákonardóttir, sem fyrst bjuggu á Siglunesi á Barðaströnd, síðar á Hreggstöðum, en lengst af á Brekkuvelli, og þar ólust börn- in upp. Guðrún var 13. barn þeirra hjóna, en alls voru systk- inin 17. Ættfólk Guðrúnar í báð ar ættir mun af ósviknu vest- firzíku og breiðfirzku bergi brot- ið. Af systkinum hennar urðu þjóð kunnir þeir Hákon alþingismað ur og bóndi í Haga og Eiríkur fyrrverandi skipherra. Störf Guðrúnar voru hins veg ar imnin í kyrrþey. Árið 1916 giftist hún Valdimar termanni Sæmundssyni frá Krossi á Barðaströnd. Þau hjónin eign uðust og ólu upp átta mannvæn- leg börn og auk þess gekk Guðrún sex börnum í móður og föður stað, og ef skráð yrði saga íslenzku móðurinnar, væri hún vafalaust í hópi þeirra, sem öndvegi mættu skipa. Guðrún bjó á Krossi um 50 ár, og aldrei man ég eftir hennd undir öðru nafni en Guðrún á Krossi. Nú eru rétt 40 ár síðan fund- um okkar Guðrúnar bar fyrst saman. Ég var farkennari á Barða strönd og meðal annars á Krossi. Valdimar á Krossi var þá for- maður skólanefndar. Guðrúnu hafði ég hitt að máli og fann af því samtali, að hún var ákveðin í skoðunum og hvöss í svörum, ef henni þótti það við eiga, en mjög viðmótsþýð að jafnaði. Ég var haldinn nokkrum kvíða er ég fór í fyrsta sinn að Krossi til að kenna. Ég hafði þá ekki verið í Kenm araskóla og hafði áhyggjur af að eiga nú að kenna hjá for- manni skólanefndar og Guðrúruu á Krossi. Fljóltega dró úr kvíð- anum, og í stað hans brustust fram margþættar hugsanir. Kenn arinn, sem reyndi eftir mætti, en af lítilli getu, að kenna börniun- um, var sjálfur orðinn nemandi, og kennarar hans voru þrír: Valdimar sjálfur, formaður skóla nefndar, Guðrún kona hans og Emelía móðir hanis, sem oftast sat á rúmi sínu við ullarvirunu, eða Lestur, en full af fróðleik og lífsreynslu. Eftir kemnislu á daginn sat ég hjá þessu fólki og ræddi við það. Reyndi að hylja vanþekk- ingu mína, en undraðist fróðleik þess og þekkimgu. Við brottför mína frá Krossi var mér fullljóst, að kennarinn hafði lært meira þar en hann hafði getað miðlað öðrum. Á Krossi gætti mikillar snyrti memmsku utan húss sem innan, og vel var fylgzt með í ræfct- un og framförum í búskaparhátt- um. Guðrún á Krossi fór ekki á mis við reynshi þessa lífs, en trú hennar var óhemjusterk og hemmar vegna sigraðist hún á erf iðleikumum. Ef manni varð það á að láta í ljós samúð, sagði hún oftast: „Manni leggst eitt- hvað til“. Sumarið J929 brann bærinn á Krossi og flest það, sem brunnið gat, en fólkið bjarg aðist fáklætt. Brunatryggingar voru þá fátíðar í sveitum, og þarna fór allt óvátryggt. Um haustið var tekið til við að byggja nýtt íbúðarhús, sem stend ur þar enn, byggt af stórhug. Við uppskipun á efni til húss- ins veiktist Valdimar af þeim sjúkdómi, sem varð honum að bana. Upp frá því var Guðrún á Krossi bæði húsmóðir og hús- bóndi, og auk þess varð hún langtímum að hjúkra háaldraðri tengdamóður og nánustu ættmenn LAXVEIDI Tilboð óskast í iaxveiði (netaveiði) fyrir landi ölvaldsstaða í Hvitá, sumarið 1969. Greiðsluskilmálar eru þeir, að leigan verði greidd fyrirfram við samningsgerð. Áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum. Tilboð sendist fyrir kl. 14, 2. júní n.k. til Egils Sigurgeirssonar hrl. Ingólfsstræti 10, Reykjavík. AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt 1 ársfjórðungs 1969, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðv- un, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. maí 1969. Sigurjón Sigurðsson. um. Fimm af bömum hjónamnia dóu á bezta aldri, en þrjú eru á lífi auk fósturbarnanma sex. Sæmund ur, vélgæzlumaður Hrauntungu 73 Kópavogi, Þorbjörg hús- freyja á Flóðatanga í Stafholts tungum og Valdimar starfsmaður hjá „Skrifstofuvélum h.f.“. Árið 1963 brugðu þau Guð- rún og Valdimar sonur hennar búi og seldu Kross, en keyptu risíbúð í Kópavogi og héldu þar saman heimili, með an fósturbörnin voru a'ð ljúka námi. Nú síðustu árin hefur hún að mtestu dvalizt hjá Þorbjörgu dóttur sirmi. En í dag er hún hjá Sæmnindi syni sínum Hraun- tungu 73, Kópavogi. Vintoona mín, Guðrún, ég óska þér, börn um þínum og fósturbörnum heilla 4 þessum merku tímamótuim, svo og tengda- og barnabörnum og veit, að þú uppsfcerð eins og sáð var til. Ég vona, að ævi- kvöld þitt megi vera eins og feg ursta vorkvöld á Krossi. Við Barðaströnd er ljúfasti kafli endurminninga minna tengd ur, og þegar . ég heyri góðrar konu getið mininist ég ávallt Guð rúnar frá Krossi. Magnús Sigurðsson. Póstferðir milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey: Frá Stykkishólmi mánudaga kl. 13.00 og frá Brjánslæk kl. 17. Aukaferðir til sömu staða á laugardögum frá og með 21. júní. Frá Stykkishólmi kl. 14 og frá Brjánslæk kl. 18. Flytjum bíla. Pöntun frá Stykkishólmi sé gerð hjá Lárusi Guð- mundssyni, frá Brjánslæk hjá Ragnari Guðmundssyni. Flóabáturinn Baldur, Stykkishólmi. Plasfikframleiðendur Norskt innflutningsfyrirtæki sem jafnframt vinnur að markaðsrannsóknum óskar eftir sambandi við þau plastikfyrirtæki sem hug hafa á útflutningi. Vinsamlegast skrifið á norsku, ensku eða íslenzku til VESTAGENTUR & CO. Import & Markedsföring, Tlf. 40314, 5260 Indre Arna, Bergen — Norge. ÚRVALSSKÓR FRÁ CLARKS SHOESFOR MEN Style Consultant HARlDiY AMIIIES Gardínubtíðin INGÓLFSSTRÆTI ÚTSALA vegno breytinga Clugga- tjaidaefni Storesefni Barnamynda- efni Eldhúsglugga- tjaldaefni Búmteppi Blúndudúkar Baöhengi Plastefni Hiliuplast- pífur Skópokar Gardínubúðin HVGÓLFSSTRÆTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.