Morgunblaðið - 28.05.1969, Side 28

Morgunblaðið - 28.05.1969, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1989 Aftur sneri hún sér frá mér. Nú var gefið merki um lestina hennar. Ég sneri líka við, gekk yfir brúna og að hinum pallin- um. Ég reyndi að stilla mig. Ég sagði við sjálfa mig, að ég hefði síður en svo bætt neitt úr skák, með því að tala við konu Bobs, en heldur ekki spillt neitt fyrir mér. Ég gerði mér það ljósit, að mér var bezt að gleyma þessum fundi okkar og fara heldur að hugsa um Kay, sem gat komið á hverri stundu. Lestin var að koma að pallin- um. Ég stóð þarna og horfði á farþegania sem komu út úr henni. Það voru menn, sem fóru til London daglega, og konur, sem höfðu farið þangað í búðir. Fólk með engin vandamál á samvizkunni eins og ég. Eða var það nú svo? Það var aldrei að vita. Ég sá dyr opnast og Kay stökk niður á pallinn. Ég hljóp til hennar og faðmaði hana að mér. — Kay, en hvað það var gam- an að sjá þig heima aftur! Kay þrýsti sér að mér. Hún kom ekki strax upp neinu orði . Augun voru full af tárum. Og það var þó ekki sagt, að Kay væri sérlega tilfinninganæm, hversdagslega. — Já, það var indælt að sjá þig aftur, Melissa. Þakka þér fyrir að koma á móti mér. — Það væri nú skárra, ef ég gerði það ekki. — Ég var svo hrædd þegar ég hringdi, og ég hefði alls ekki reiðst við þig þó að þú hefðir skellt á, samstundis. — Vertu ekki með þessa vit- leysu. Ég varð einmitt svo fegin að heyra í þér. Ég hef verið svo áhyggjufull.. . — Ég veit það. Þú hlýtur að hafa verið það. Ég skammast mín lífca avo voðalega. Ég get ekki skilið, hvernig þú getur nokkurntíma fyrirgefið mér. Ég tók hönd hennar undir arm mér, og við gengum út að hliðinu. — Þú ert nú hún litla systir mín, sagði ég. — Hún vonda systir þín, áttu við. í blínuim á heimlei'ðinni, s-agði hún: Á ég að bíða með að segja þér alla söguna, þangað til við komuim heim? — Já, Kay . Það var nú líka skynsamlegast, því að við vorum ekki lengi á leiðiruni heim. Ég var aðallega hrædd, þegar Mark hitti okkur. — Hæ, Kay! sagði hann. — Hvemig var það í Camber? — Ágætt, sagði, Kay án þess að depla augun. Bob kom inn og kyssti Kay, og sagði, að það væri gaman að sjá hana aftur heima. — Ég Mi þér það ekkert sagði hann, — þó að þú vildir vera sem lengst við sjávarsíðuwa. Veðr ið hefur verið svo dásamlegt. .Hann leit á mig. —Ég veit, að mér er boðið í kvöldmat. Og ég veit líka, að hann er kaldur, svo að það gerir ekkert til þó ég komi dálítið seint. — Vitanlega ekki, sagði ég. — Komdu hvenær sem þú vilt. Ég skal hafa hann á bakka handa þér. 52 Bob stanzaði í dyrunium. — Nick hringdi meðan þú varst burtu og sagði, að sér væri boðið í kvöldmat hjá Debóru. — Þá man ég það, sagði ég, — að ég hef heldur spennandi rétt ir að færa. Nick og Debóra eru trúlofuð. Kay setti upp stór augu. — Virkilega? En gaman! Nema. Hún leit á mig með á- hyggjusvip. — En hvernig getur Nick trúlofast stúlku eins og De bóru. Hafa foreldrar hennar gef- ið samþýkkti sitt til þess? Nei, frú mín góð, það eina sem að er, er að segja má að þér liafið ofreynt tunguna. — Það hafa þau sannarlega. Þau virðast vera harðánægð með það. Og það lítur meira að segja út fyrir, að þetta ætli allt að fara vel. Svo sagði ég Kay frá búgarðinum í Kanada, sem frændi Debóru vildi fá hann til að stjórna. Kay andvarpaði. — Það virð- ist ætla að ganga vel hjá einu okkar. En svo áttaði hún sig snögglega og bætti við: — Og tveimur þó, því að bráðum ferð þú að giftast Bob. Mér fannst hann svo almennilegur við mig áðan. Veit hann, hvað ég hef hagað mér illa? — Ég sagði honum, þegar ég fékk bréfið frá þér, að þú hefð- ir strokið að heiman til að gift- ast John. En ég hef eng- um sagt það öðrum. Hinum sagði ég, að þú hefðir orðið kyrr í Camber. — Þú ert alveg dásamleg, Mel iissa. Ekki veit ég, hvað ég hef til þess unnið að eiga þig fyrir systur. Þú ert alltof góð við mig. — Bull! Auðvitað lét ég þetta líta eins vel út og hægt var. Mark hámaði í sig matinm með venjulegum hraða. — Ég ætla að fara og horfa á sjónvarpið, sagði hann. — Ef það er allt í lagi ykkar vegna. — Já, gerðu það bara. Við ætl um að sitja héma saman. Kay leit á mig um leið og Mark lokaði dyrunum á eftir sér. — Á ég þá að byrja á byrjun- inni? sagði hún. — Ekki nema þú viljir það sjálf. — Víst vil ég það. Og svo bætti húm við með ákafa: — Guð minn góður Melissa, hvað ég gat verið vitlaus! Og hvað þú hafð- ir á réttu að standa um John. Það er ég nú búin að sjá. Eins og ég sagði þér í bréfinu mínu lézt hann vilja giftast mér, og ég trúði honium meira að segja. — En hvers vegna gift/ust þið ekki annaðhvort hér eða í Lond on, ef þið ætluðuð það á annað borð? Til hvers var að fara alla leið til Rómar til þess? — Af því að honum datt aldrei í hug að giftast mér. — Fannst þér það aldrei neitt grunsamlegt af honum að vilja ekki gifta sig heima í ykkar landi? — Nei. En ég var líka bölvað uir bjáni. Ég gleypti allt hrátt, sem hann sagði mér. Ég andvarpaði. — Já, það gera ungar stúlkur víst oftast, ef þær eru ástfangnar. Hún leit á mig. — Ég held bara, að ég hafi aldrei verið neitt ástfangin af John. Og má víst hirósa happi. Ég var bara skotin. Og dáleidd af rílkidæmi hans, og Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú ert á báðum áttum um, hvort skuli hrökkva eða stökkva næstu dagana. Reyndu að fresta öllum ákvörðunum. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú ert önnum kafinn við að leggja á ráðin um nýtt fóik og fyrir- komulag. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að halda gleðinni, þútt aðrir séu leiðinlegir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að vera alvörugefinn, og láttu hlutina ganga sinn gang. Vinnuaðstæður eru þér dálítið vandamál. Vinir hjálpa þér. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Margt óvænt getur gerzt i dag, gestir koma og þú færð fréttir. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Einhver togstreita á sér stað milli starfsins og einkalifs þíns. Eitt- hvað verður undan að láta. Vogin, 23. september — 22. október. Vertu með ættingjunum í dag, og eitthvað fer betur en þú áttir von á. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Fólk, sem er viðkvæmt er að fiækjast fyrir þér. Reyndu að taka ákvörðun, án þess að vera óþægilegur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú hefur miklar áhyggjur af einhverjum, sem er þér nákominn. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það gengur allt vel i fjöiskyldumálefnum. Þér gengur ekki eins vel í starfinu. Eitthvað verður dómfellt. Reyndu að hafa þann hemll á tilfinningum þinum, að þú hefnir þín ekki á saklausu fólkl. Vatnsberinn, 20 janúar — 18. febrúar. Það cr vandalaust að lenda i deilum. Það borgar sig að vera kænn og kurteis. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að taka ekki ákvarðanir nema um það sem er allra nauð- synlegast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.