Morgunblaðið - 28.05.1969, Síða 20

Morgunblaðið - 28.05.1969, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1969 Daníel á hlaupum. Á HLAUPUM MEÐ DANÍEL — eftir Helga Hallvarðsson ÉG KYNNTIST honum fyrst fyrir 4 árum. Ég flutti hann ásamt nokkrum öðrum sjálfboða iiðum Slysavamarfélagsins á ísafirði tfl eftirlits á skýlum félagsins fyrir Vestur- og Norð urlandi. Það, sem vakti mestu athygli mina á manninum, var hversu hjólliðugur hann virt- ist vera, þótt aldurinn vaeri að eins farinn að sækja hann heim. Ég sneri mér því að fyrsta vélstjÓTa, Sœnaundi vini mínum, og sagði: Heyrðu Sæ- mundur hver er maðurinn? Sæmundur horfði á mig, með þessum rólega svip sínum og sagði. Þetta? Þetta er hann Daníel. Og rödd haris var þann ig, að ég vildi ekki spyrja hann nánar, því mér virtist sem Sæ- mundur teldi það alveg öruggt að allir mundu þekkja mann- inn um leið og nafn hans væri nefnt. Ég varð að viður- kenna með sjáffum mér van- þekkingu mína og fór því að kynna mér manninn nánar. Ég fylgdist því vel með honum í hvert sinn, sem Slysavarnar- félagsmennimir fóru í land, til að athuga skýli félagsins á þess um eyðiströndum. Þvi miður, ég segi því ir.iður, gat ég ekki náð manninum fyrir vind, því kappið í honum var svo mikið, að tungan í mér var farin að lafa af því að hlaupa með hosn- um milli lendingarstaðar og björgunarskýlisins. Það var eins og stormsveipur æddi þarna um fram og aftur, og ekki virt- ist hann þurfa að kasta mæð- inni, fyrr en allt var um garð gengið. Ég lét mér því nægja að standa miðskips og horfa með aðdáunaraugum á mann- inn. Og ekki neita ég þeirri öfund, sem að mér læddist, þeg ar ég frétti, að maðurinn væri að verða fimmtugur. Ekki var það aldurinn, sem ég öfundaði hann af, heldur af þeirri hreysti sem maðurinn yirtist búa yfir kominn á þennan aldur. Þegar við komum svo aftur til ísafj arðar með þessa full- trúa Slysavarnarfélagsins, fór ég að leita mér upplýsinga um manninn. Og vona ég að Daníel Sigmundsson, því það er maður inn, fyrirgefi mér og fari ekki í mái við mig, þó ég viðurkenni að hafa njósnað um hans ævi- starf. Daníel Sigmundsson er fædd ur á ísafirði á þeim Drottins degi 1. apríl 1916. Foreldrar hans voru Júlíana óladóttir og Sigmundur Brandsson, járn- smiður. Daníei lauk trésmiða- námi árið 1939. Ekki veit ég hvort m e istarastykki hans hef- ur verið stigi, en eitt er víst. hann hefur ekki þurft að nota þann stiga í göngu sinni uppá- leið, því ýmsum trúnaðarstöð- um gegnir hann fyrir bæ sinn, og byggingafulHrúi ísafjarðar- kaupstaðar varð hann 1961. En það er aukastarf Daníels og ást hans á því starfi, sem ég ætla mér að skrifa um. Á sama tíma og sumir leita frétta af framliðnum og aðrir troða sér í leyniklúbba, þá stendur Daníel í blússu Slysavarnar- félagsins og andar að sér fersku lofti. Daníel kynntist starfsemi Slysavarnarfélagsins strax í æsku. En áhugi hans fyrir skip brotsmannaskýlum vaknaði fyrst er hinn aldni höfðingi Kristján Kristjánsson, f.v. hafnsögumað ur á ísafirði, tók hann með sér árið 1946 til eftirlits á skýlum Slysavarnarfélagsins. Þessi björgunarskýli voru flest göm- ull hús, sem höfðu verið yfir- gefin og því erfitt og kostn- aðarsaimt að haWá þeim við. Kristján Kristjánsson vakti þvi máls á því á Slysavarraairfé- lagsfundi á fsafirði, að nauð- syn væri á byggingu nýrra skýla. Og fékk hinn aldni höfð ingi því framgemgt að sérstök björgunarskýli voru reist. Ekki veit ég hversu mörg þau voru björgunarskýlin sem Kristján átti þátt í að reisa, en frá ár- inu 1957 tók Daníel við starfi Kristjáns. Kom það sér þá vel fyrir hann að hafa lært tré- smíði, því alls hefur hann stað ið fyrir smíði 13 heiða- og skip brotsmannaskýla, sem að mestu leyti hafa verið smíðuð sam- kvæmt hans tilsögn og undir hans uansjá. Og nú eru gömlu húsin, sem notuð hafa verið sem björgun- arskýli óðum að hverfa fyrir nýjum og traustum húsum, sem útbúin eru þeim helztu nauð- synjum, sem talið er að geti komið hröktum sjófarendum til góða. Og með tilkomu talstöðv arinnar í björgunarskýlin hafa orðið þáttaskil í búnaði þeinra, þar sem þeir, sem á hjá'lp þurfa að halda geta strax gert við- vart, svo að hjálp geti borizt skjótlega á vettvang, En það sem Daníel og félag- ar hans þurfa að hugsa um, auk viðhalds og viðgerða á skýlunum, er ýmis útbúnaður, sem skýlin hafa að geyma fyr- ir þá sem kaldir og hraktir eru, á meðan þeir bíða eftir frek- ari hjálp. Er það að sjálfsögðu heit næring, eins og t.d. te, kaffi, súputeningar, kraftsúpa o.fl. og ekki má gleyma fatnað- inum, sem blautir og hraktir geta fengið til afnota, sjúkra- kassa og síðast en ekki sízt eldiviður til að halda heitu. Þessi skýli eru að sjá'lfsögðu opin öllum, sem hraktir eru, hvort sem það eru sjófarendur eða aðrir. Á síðustu árum hef- ur straumur ferðafólks aukizt mikið um þessar sióðir en því hefur oft þótt gott að leita sér afdreps í þessum skýlum. En því miður hefur umgengni ým issa ekki verið upp á marga fiska og oft um hrein skemmd arverk að ræða. Hafa ýmsir tæmt skýlin að mat og eldiviði og hirt jafnvel föt úr þeim. í hverju björgunarskýli eru gesta bækur. Er ætlast til að hver sem í skýlið leitar, skrifi þar nafn sitt og geti þess um leið, hvað hann hafi notað af birgð- um skýlisins. En fáir af þeim, sem skýlin hafa sótt, og þá sízt þeir, em étið hafa birgðir skýl- isins upp, hafa ritað nöfn sín í þessar bækur, að undantekn- um einum, sem kvartaði undan því að sér fyndist maturinn ekki nógu góður og vonaðist tíl þess að hann yrði betri næst þegar hann kæmi. Það hlýtur hver maður að sjá, að það er óþokkaskapur að snerta við nokkru í þessum skýlum nema í neyð. Þeir hugsjómanemm, eins og t. d. Daníel, sem eyða miklu af frítíma sínum í að ferðast á milli björgunarskýlanna ög end urnýja matarbirgðir þeirra og eldivið, hljóta að fá sting fyriir hjartað, þegar þeir koma í björgunarskýlin og sjá að hug sjónir hafa verið íótumtroðnar af einhverjum sportferðamönn- um, sem virðast líta á þessi björgunarskýli sem einhvers konar birgðastöð fyrir sig. Bn ég vil benda sportferða- mönnum, sem um þessa staði fara, á að svo gæti farið, að þeir yrðu að leita í neyð til björgunarskýlis, sem þeir fyr- ir nokkrum dögum hefðu tæmt að mat og eldiviði og kæmuat þá að því, sér til mikillar skelf ingar, að þeir hefðu étið sjálf- an sig út á gaddinn. Þó svo að allur kostnaður við smíði björgunarskýlanna sé greiddur af Slysavarnarfélagi íslands, þá er það óhemju vinna sem sjálfboðaliðar leggja á sig við að koma skýlunum á stað- inn og reisa þau. Þegar varðskip flutti eitt sinn Daníel ásamt 9 öðrum mönnuim til Aðalvíkur til að reisa þar u. þ.b. 20 ferm. björgunarskýli hófu þeir að flytja skýlið, sem allt var í pörtum, í land kl. 7 að kveldi og unnu stanzlaust alla nóttina þar til á hádegi næsta dag að þeir höfðu lokið verkinu Það er 16 klukku- stundir að flytja skýlið í land, reisa það, mála að utan og inn- an og ganga frá þvi að öllu leytL Og þá hljóp nú minn mað ur! Ég mætti Daníel fyrir nokkru og virtist mér sem hann svifi áfram. Mér datt þvi í hug, að nú hefði einhver hugsjóna hans rætzt. Og ég hafði hitt á það rétta. Elskulegu stelpurnar hans í Slysavarnarfélagi ísafjarðar höfðu þá nýlega haldið upp á 35 ára afmæli félags síns, og við það tækifæri hafði Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnar félagsinis, tilkynnt þeim, að kvennadeildin í Reykjavík hefði ákveðið að gefa þeim skip- brotsmannaskýli, sem reisa skyldi á Sléttu í JÖkiuWi e timum og bera nafnið Sigríðarbúð í virðingarskyná við fómfúst og farsædt starf frú Sigríðar Jóns- dóttur sem verið hafði formað- ur kvennadeildarinnar á ísa- firði í 28 ár. Hafði hún nú sagt af sér formennsku fyrir aldurs sakir. Og auðséð var, að Daníel var með allan hugann við nýja b j örgunarskýlið. Þessi orð mín, sem ég hef nú hripað niður, eru ætluð öllum hugsjónarmönnum á borð við Daníel. Ég tók Daníel sérstak- lega fyrir sökum þess, að ég tel hann vera samnefnara fyrir þá alla. Ef allir íslend- ingar ynnu af sömu hugsjón fyrir landið sitt og Daníel vinn ur fyrir Slysavarnarfélagið væri þjóðinni betur borgið. Altar tegundir f útvarpstæki, vasaljós og bk- fðng alhaf fyríriiggjandí. Aðeins f heitdsðhi tH veralana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15, Rvik. — Sími 2 28 12. LAWN BOY GARÐSLÁTTUVÉLIIM. Vél hinna vandlátu. FLJÓTVIRK QANG- SETNING: Htn sjálfvirVa kvcíkjo- Slilling sér fyrir þvl. Eilt handlak á auka- inngjöfina. létt tak I gangsetningarsnúr- una — og LAWN-BOY þýtur f gang. FULLKOMIN RYÐVÖRN: Htlfin utan um sJiUuhnifinn og mólorhlifin eru úr sérstakH málmblöndu. og þess vegna getið þér hreinsað LAWN BOY vélina einfaldlega með garðslöngunni án þess að ryð.myndist. STERK MÓTORHLÍF l}R TREFJAPLASTI og tvofold Mlf ulan um sláttu- hnifmn, að framan oq aftan. — Þess vegna er LAWN BOY druggasta vélin sem þér láið I dag. OUTBOARD MARINE — framleiðendur LAW BOY sláttuvélanna, EVINRUDE og JOHNSON utanborðsmótoranna og snjósleðanna — eru meðal reyndustu framleiðenda mótora í heiminum. Allt, sem þeir vita um vélar — sem er nógu mikið til að flytja stærstu báta um vötn og hðf, — hafa þeir notfært sér við byggingu LAWN BOY sláttuvélarinnar. En LAWN BOY er samf enginn utanborðsmótor, sem bjargar drukknandi manni til lands. Hin langa og góða reynzla þeirra veitir ótvírætt traust og öryggi. Sem sagt: vélin er frá gangsetningar- snúru til útblástursrörs eingöngu gerð með slátt i huga. Þér getið fullkomlega treyst LAWN BOY. ÞÚRH REYKJAVIK skólavoroustíg f! 25 LAWM BDY Daníel ásamt nokkrum félögum úr Siysavarnarfélagi ísafjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.