Morgunblaðið - 28.02.1970, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.02.1970, Qupperneq 11
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1070 11 Sigling til móts við vorið VORFERÐ M/S GULLFOSS að takast megi að efla útgerð og fiskvinnslu og reyna að full- vinna sem mest af þeim afla sem hér kemur á land. Jafnframt verði lagt á það megináherzla, að efla þann iðn- að sem er í borginni og koma upp nýjum iðngreinum og stór- iðju og skapa með því fjölþætt- ari atvinnurekstur. i félagsmálum verður að hafa það ríkt í huga, eins og gert hefur verið í vaxandi mæli að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi sökum veikinda, elli eða fátæktar og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. 1 menntamálum ber að leggja áherzlu á að gera skólakerfið sem fjölbreyttast og að sem flest ir geti stundað nám við sitt hæfi og enginn má fara menntunar á mis vegna efnaskorts og því er m.a. nauðsynlegt að tryggja skólaæskunni sumarvinnu. Reykjavfk hefur á fáum ára- tugum breytzt úr fiskiþorpi í fagra borg, sem um margt er til fyrirmyndar að áliti erlendra manna. Þessari alhliða uppbyggingu ber að halda áfram með samein- uðu átaki Reykvíkinga til auk- innar hagsældar fyrir aldna og óborna. Gunnar Magnússon skipstjóri, Itvassaleiti 99. 47 ára. Maki: Guðrún Gunnarsdóttir. Hjá mér, sem man atvinnu- leysisárin fyrir síðustu heim- styrjöld og það sem fylgdi, að atvinnufúsar hendur fengu ekki að starfa, verða atvinnumálin efst á blaði, því að ég tel, að aðrar framkvæmdir fari fyrst og fremst eftir því, að fólkið hafi nóg að starfa við arðvæn- lega vinnu, og geti skapað það fjármagn, sem nauðsynlegt er til að halda uppi þeirri þjónustu við fólkið, sem nútímaborgarinn óskar að búa við. Sjávarútvegsmálin tel ég að ekki hafi þróazt sem skyldi, því að enn erum við það háð fiskin- um, sem aðalútflutningsverð- mæti okkar, að þar má ekki slaka á. Ég tel nauðsyn, að hraðað sé endurnýjun togara- flotans og að stutt sé við bak þeirra manna, sem sýna dugnað í útgerð, svo að þeir telji sér ekki bezt borgið með því að selja skip sín eða leigja úr höf- uðstaðnum. Samfara öflun hrá- efnis, er þörf á sem beztri nýt- íngu þess, sem að landi berst og þörf er á að vera vakandi yfir þeim möguleikum, sem bjóðast hverju sinni, bæði í hagræðingu og öflun nýrra markaða. Aukin framleiðni hjá sjávar- útvegi og öðrum þörfum iðnaði hlýtur að vera undirstaða þess, að hægt sé að halda áfram að skapa borgurunum aukna menntun, aukna heilbrigðisþjón- ustu, betri og fallegri borg. Gunnar Snorrason kaupmaður, Fagrabæ 6. 37 ára. Maki: Jóna Valdimarsdóttir. Það sem mér dettur fyrst í hug, þegar ég er spurður þess- arar spurningar og er efst í huga mínum, er vörudreyfing og Wiðskiptalíf höfuðborgarinnar. Vil ég í því sambandi tiltaka tvennt. I fyrsta lagi núverandi ástand í lokunartímum sölubúða. I því máli held ég að engum dyljist að ríki hin mesta ringul- reið og er því viðskiptalífinu í borginni og reyndar öllu land- inu nauðsynlegt, að til komi ákveðnar og skírar reglur þar að lútandi. I öðru lagi, staðsetning verzl- ana f höfuðborginni. Þar gefur á að líta í nokkrum tilfellum í úthverfum borgarinnar verzlan- ir, sem hafa sömu vörutegundir upp á að bjóða, staðsettar hlið við hlið. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að borg- aryfirvöld skipuleggi verzlan- ir og tegundir verzlana strax í byrjun og fyrirbyggi að tíma- bundin fyrirbæri í verzlunar- rekstri skjóti þar upp kollinum. Verzlanir verða að búa við öryggi og trausta starfsaðstöðu ef þær eiga ekki á hættu að kalla yfir sig vanskil og vandræði vegna nauðsynlegrar skuld- bindingar. I framhaldi af þessu tel ég nauðsynlegt að efla og bæta rekstraraðstöðu einkaframtaks- ins og alrangt að borgaryfir. völd komi þar sem keppinautur, heldur þvert á móti nýti fram- tak borgarbúa. Ég lít á borgar- yfirvöld mikið fremur sem þjón- ustuaðila við borgarbúa, heldur en keppinaut einkaframtaks. I skólamálum langar mig að minnast á tvö atriði sem betur mættu fara að mínu áliti. 1 fyrsta lagi, tómstunda- fræðsla í barna- og unglinga- skólum mætti vera meiri. Ég held að áhuga unglinga vanti ekki, heldur sé vöntun á næg- um möguleikum á þessu sviði. Síðara atriðið í skólamálum er varðandi líkamsrækt og útilíf barna og unglinga. Þar finnst mér að forráðamenn í skólamál- um mættu gera meira af en nú, að örfa unglinga til slíkra hluta. Þó ég hafi aðeins drepið hér á fá atriði, beinist áhugi minn að öllum framfaramálum borgar- innar og efast ég ekki um að þau verði farsællega leyst af hendi ef samhent stjórn er við stjórnvölinn. Dr. Gunnlaug- ur Snædal læknir, Hvassaleiti 69. 45 ára. Maki: Berta J. Snædal. 1 ört vaxandi borg, sem auk þess er höfuðborg landsins, blasa verkefnin alls staðar við. Bygging nútíma samfélags er svo fjölþætt, að margar stoðir þarf til styrktar. Það er eins með þá byggingu og keðjuna, að hún er ekki sterkari en veik- asti hlekkurinn. Það er ánægjulegt, að fylgj- ast með þeirri þróun, sem átt hefur sér stað á öllum sviðum og erfitt að gera upp á milli mál- efna, sém snerta okkur öll. Starfs mins vegna, er þó eðli- legt, að áhuginn beinist helzt að heilbrigðismálum og málefnum aátengdum þeim, svo sem félags- og skipulagsmálum. Halldór Runólfsson verkamaður, Hverfisgötu 40. 30 ára. Maki: Björg Stefánsdóttir. Hvaða þættir borgarmálefna eru það sem ekki vekja áhuga? Allir þættir borgarmálefna eiga að vekja áhuga þeirra er í borginni búa. Ekki er nóg að bera aðeins eigin hag fyrir brjósti. Ekki er nóg að gefa olnboga- skot til beggja handa, böðlast áfram og hugsa aðeins um sig. Hver þáttur borgarmálefna á að vera sameinlegt áhugamál íbú- anna. Það sem ég tel að leggja beri sérstaka áherzlu á er: að allar vinnufærar hendur hafi atvinnu. Og að endingu það sem ég tel að ætti að vera númer eitt: að stjórn borgarinnar sé í höndum öruggra og framsýnna manna hér eftir sem hingað til. Notið fegursta tíma ársins til að ferðast. Skoðunar- og skemmti ferðir í hverri viðkomuhöfn. Verð farmiða frá kr. 15.400,00. Fæði og þjónustugjald innifalið. Frá Reykjavík........ 20. mai Til Osló............. 23. maí Frá Osló............. 25. maí Til Kaupmannahafnar. . 26. maí. Frá Kaupmannahöfn . . 28. maí Til Hamborgar........ 29. maí Frá Hamborg ......... 30. ma! Til Amsterdam........ 31. mai Frá Amsterdam........ 2.júni Til Leith ........... 4.júní Frá Leith ............ 5. júní Til Reykjavíkur ....... 8. júni argus auglýsingastofa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.