Morgunblaðið - 28.02.1970, Side 13

Morgunblaðið - 28.02.1970, Side 13
MOR'GUíSTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1070 13 Farið til kanpmannsins sem fyrst og fáið ykkur poka. O. JOHNSON & KAABER HF. Steingrímur Baldursson, prófessor: Athugasemdir við grein 22 læknanema LAUGARDAGESTN 21. þjm. birt- ist í dagblöð’Um borgarinnar grein undir fyrirsögninni: „Hvað er að gerast í laaknadeild?" Er greinin undirrituð af 22 fyrrver- aindi og núverandi læknanemum. í grein þessari er m.a. fjallað um upphafspróf, þ.e. próf í al- mennri líffaerafræði og efna- fræði, sem fraan fóru við lækna- deild Háskóla fslands í janúar- mánuði sl. Um próf þessi segja greinarhöfundar m.a. þetta: „Marfcmið þessarar greinar er að vefkja athygli á nokkrum af þeim staðreyndum, sem renna óneitanlega styrkum stoðium und ir þann grun oikkar nemendanna, að þessi próf, eins og útkioman reyndar sýnir, hafi verið mjög óréttlát og beinlínis samin með það markmið fyrir augum, að sem allra flestir félllu.“ Meðal þeirra „staðlreynda“, sem fram koma í umræddri grein og eiga að renna styrkum stoð- um undir grun nemenda er eftir farandi: ,/>rátt fyrir það, að kvisazt hefði út sá orðrómur að þessi próf yrðu óeðlilega þumg, ákváðu 24 að gangast undir þau“. Ég samdi annað þessara prófa (prófið í efnafræði) í samráði við prófdómara, Braga Árnason efnafræðing. Er okkur hulin ráð gáta, hvemig á þessum „orð- rómi“ etendur, ef á annað borð hefur verið um nok/kum „orð- róm“ að ræða. Aldrei kom til orða að gera prófið óeðlilega þungt og því enginn grundvöll- ur fyrir neins konar orðrómi um það atriði. Liggur því beimt við að álykta, að hér sé um slef- burð að ræða, sam komið hafi verið af stað í þeim tilgangi ein um að ófræga þá, sam um próf þessi áttu að sjá. En hvað er þá að öðru leyti hæft í gagnrýni greinarhöfunda á efnafræðiprófinu? f grein þeirra stendur meðal annars: „Prófimu er skipt í 8 liði, sam hver um sig gildir jafnt í eink- unn. Liðir 3 og 4 voru taknir saman (giltu því 25% af heildar einkunn) og er óhætt að full- yrða að aðeins hluti af lið 3 og 4 sýndi fram á raumverulega kunmáttu í efnafræði. T.d. voru 12 útreikningar í þessum þætti, en til að leysa þá þurfti aðeins að beita 3 mismunandi aðferð- um, 'hinir liðimir votu að mestu ains, en með örlitið frábrugðn- um tölum. Þessa þætti þurfti því að reikna út hverm fyrir sig og tók það óratíma. Síðan átti að setja niðurstöðurnar upp í töflu og upp í línurit. Við drögum mjög í efa að svona nokkuð sýni fram á kumnáttu í efnafræði**. Verkefni það, sem greinarhöf- urndar ræða hér um af svo djúp- stæðri þekkingu, fjallaði um títr eringu á veikum basa með sterkri sýru. Átti fyrst að slkrifa efnajöfnu, sem sýndi, hvaða efna breyting átti sér stað, þegar títrerað var. Síðan átti að reikna út og teikna títreringar- kúrfu og velja dndikator fyrir títreringuma. Má geta þess til dkýringar, að nemendur þeir, sem prófið þreyttu, höfðu eytt um það bil 20 fclst. í verklegri efnafræði í að títrera sýrur og basa. Voru þeir þá jafnframt látnir leysa dæmii, algjörlega hliðstæð því, sem var í lið 3 og 4 á prófinu. Er við sambærilega kennslu erlendis lögð allveruleg áherzla á atriði þau, sem hér um ræðir, og ótvírætt talið, að spurn ingar eirus og þær, sem voru í lið 3 og 4, höfði til kunnáttu í efna fræði. Rangt er, að í þætti þessum hafi verið 12 útreifkningar — þeir voru 9 — og við þá hafi þurft að beita 3 mismiunandi að- ferðum — þær voru 4. Útreikning ar þessir áttu ekki að reynast tímafrekir, ef fcunnátta var í sæmálegu lagi. Og greinarhöfundar halda áfram: „1. og 7. liður prófeins (ömmur 25%) voru þannig úr garði gerð- ir, að þeim var ómögulegt að svara fullkomlega út frá kennslubókunum eins og prófess or Steingrímur Baldursson tók reyndar fram um 1. liðinn eftir að próf var hafið. Þessu mótmæl um við eindregið. Prófessorinn hafði áður fullyrt, að efcki yrði prófað úr öðru en því er í kennslubókunum stæði, ennfrem ur viljum við benda á þá stað- reynd, að þar sem enginn er skyidaður til að sækja tírna, hljóta kennslubækumar að verða að standa undir sér á próf um“. Hér fara greinarhöfundar enn með staðlausa stafi. Hið rétta er, að 1. og 7. lið prófsins var að öllu leyti hægt að svara á grund velli kennslubókanna. Það eru því alger ósannindi, sem eftir mér eru höfð. Það eina, sem ég ræddi um fyrrgreinda spumingu í prófinu, var að gefa leiðbein- ingar um, hvora af tveirn mynd um, sem í kennislubókinni eru, ættd að teikna og leggja til gmnd vallar að svari við 1. lið, en texti myndanna benti ekki ótví- rætt til þess. Engar fyrirspumir voru bornar fram um þetta atr- Gamlar góðar bækur fyrir gamlar góóar krónur BQKA MARKAÐURINN lónskolanum Nauðungaruppboð sem auglýst var í 50., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á hluta í Álftamýri 22, þingl. eign Gunnars Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar, Bjama Beinteinssonar hdl., Arnar Þór hrl. og Áka Jakobssonar hrl. á eigninni sjálfri, föstudaginn 6. marz n.k. kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. iði, enda kom í ljós, þegar farið vaT yfir úrlausnir, að allir höfðu skilið leiðbeiningamar. Hitt er svo annað mál, að ég vona, að þeim, sem sóttu hjá mér tíma, þegar ég slkýrði umrædd atriði, hafi reynzt eitthvað auðveldara að gera þessum spumingum við- hlítamdi skil heldur en hinum, sem þá voru víðs fjarri. Ef svo væri ekki, mætti kenmislan telj- ast mæsta gagnslítil og eins rétt að fella hana niður. Greinarhöfundar gera mikið úr því, að efnafræðiprófið hafi reynzt „gjörsamlega óleysanlegt á auglýstum próftíma“ (kl. 9-13). Tilkynnt hafi verið 30 mim útna fraimlenging próftímamis kl. 12,45 og 15 mínútna framlenging kl. 13,28. Kl. 13,45 hafi verið gengið eftir verfcefnum, „og hafði þá enginn skilað áður.“ Reymit hefur verið að gera efnafræðiparóf í lættoniadeild þamm ig úr garði, að þau nái til sem flestra atriða víðs vegar úr náms efninu og gefi því sem raunih^é- asta mynd af kvmnáttu nemend- anma. Einnig hefur verið kapp- kostað að hafa prófverkefnin sem jöfnuist að lengd og þyngd fra ári til árs. Virðist ofckur, mér og prófdómaranum, að próf- verkefnið í janúarmánuði sl. hafi verið mjög svipað prófverk efnuim undanfarinna ára að þessu leyti. Oft vill svo fara, að einhver hluiti nememda lendi í tímaþröng á efnafræðiprófunum í læfcna- deild. Hefur því komizt á sú venja að undanförmu að lengja hinn auglýsta próftíma um 30 mínútur. Var það t.d. gert á sl. vori, þegar margir þeirra, sem nú endurtóku efnafræðiprófið, þreyttu það í fyrsta simn. Fram- lenging þessi hefur yfirleitt ver- ið tilkynnt fcl. 12,30, og hefur aldrei verið umdan þvi kvartað. Við efnafræðiprófið í janúar- mánuði sl. var sami hátbur á hafður. Tilkynnt var fcL 12,30 (eitoki kl. 12,45 einis og stendur í grein lækmanema), að próftím- inn yrði lengdur um 30 mínútur. Síðan var próftíminn enn lengd ur um 15 mínútur í trausti þeiss, að allir mættu þá vel við una Einn nemandi skilaðd úrlausn sinni kl. 12,55. Er því rangt hjá greinarhöfundum — eins og fleira, að engimn hafi ákilað fyrr en 'fcL 13,45. Hinir, sem voru út allan tímann, virtust flestir eyðá síðuistu 15 mánútunum í að lesa yf;ir úrlausnir sínar. Var því ekfci sýnilegt, að tímaþröng hrjáði þá til mikilla muna, enda báru úr- lauismir þess eklki merki. Að lokum tel ég rétt að vekja athygli á því, að réttur helming ur þeirra nemenda, sem undir- rita umrædda blaðagreiin, gengu ekki undir próf í efnafræði. Þó telja þeir sig þess umfcomna að fella um það hvatvíslegan áfell- isdóm. Öllum þykir gaman að dansa TWIST, er líka gaman að gæða sér á TREAT TMi/IST . en það Nauðungaruppboð sem augiýst var í 79. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 og 1. og 3. tbl. þess 1970 á hluta i Ármúfla 5, þingl. eign Emils Hjartar- sonar, fer fram eftir kröfu Borgarskrifstofanna o. fl. á eigninni sjálfri, föstudaginn 6. marz n.k. kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.