Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 7. ÁGÚST 1970 O Káinn var „karakter“ Hann var beztur hálf ur Viðtal við Victor og Aldísi Sturlaugsson frá Norður-Dakota Victor Sturlaugsson og Ald'ís kona hans _ eru komin í fyrsta skipti til íslands, en þau eru svokallaðir Vestur-íslendingar frá Norður-Dakot'a. Victor se.g- ist aldrei hafa haft tima til að koma hinigað að sumiriniu, því þá var meuit að gera hjá honum, þar til hann settist í helgan stein. Hann stjórnaði í 44 ár tilrauna búi Bandaríkjastjórnar í Lang- don í Norður Da'kota, þar sem stundaðar voru tilraunir með korn, gras, kartöflur, tré og fleira þess háttar, og fyrir rækt unarmenn er sumarið auðvit- að mesti annatíminn. Bæði eru hjónin fædd í Bandaríikjunium, en foreldrar þeirra flutt-u þamgað frá íslandi. Við biðjum þau um að gera grein fyrir ættum sínium, því ís- lendingar vilji gjarnan vita hverra manna viðmælendur þeinra séu. — Móðir mín var frá Hrafns- stöðum í Víðidal í Húnavatns- sýsilu og hét Sigríður Bjarnadótt ir, sagir Aldís. En faðir minn var Guðmiundur Jónsson, fædd- ur á EltLiða<vatni. Pabbi var ekkjiumaðiur, þegar hann fluttist vastur. Hann átti tvö börn af fyrra hjónabandi, Jón. og Stefaniu. Gg þannig ér ég hálf- systir Stefaníu Guðimundsdótt- u,r, leikkomu, sem ég er mjög hrr/ykin af. Pabbi gat ekki tek- ið nema annað barnið með sér fynst og Jón fór með honum. Hann langaði tii að fá stúllkuna síðar, en fólkið sem hún var hjá, vildi auöviiitað hafa hana átfram. Móður minni kynntist hann svo í Amieríku. — Hittirðu nokfcurn tíma Stefaníiu, sysbur þína? — Ójá, hútn kom vestur áriS 1922 og þrjú elztu börnin henn- ar með henni, þau Óskar, Emelía og Anna Borg. Þau stofnuðu ileiikifélag í Winnipeg og fór.u um íslendinigabyggðir. Ég beld að Ragnar Kvaran hafi staðið fyr- ir stofnun leiikflokksins. Ég var þá 19 ára gömruui og þá sá ég þau. Pabbi var þá á Míi og þau komu til okkar. — Og ég dansaði við Emelíu og Önnu, segir Victor. Ég hefi verið 18 ára gamail og ótrúlof- aður. Ég var að elta konuna, en fékk hana ekki fyrr en seinna. Við er.um bæði frá Montain. Það var heilmikill viðburður, þegar leikflokkurinn kom. Hann lék Kinnahvolssystur og einhver ís- lienzik leikrit og féfck mdklla að- sókn. Svo var alltaf dansað á eftir. En Victor á eftir að segja frá sínum uppruna, og við minnum hann á það. — Móðir mín var Una Verniharðsdóttir frá Ás- gautsstöðum á Stokkseyri. Hún kom til Ameríiku 13 ára gömul. Faðir minn Ásbjörn Sturlaugs- son, var fæddur í Laxárdal í Dalasýsilu og kom vestur 6 ára gamiali með afa sáluiga, Jónasi StU'ríauigssyni. Síðan hann flutt- ist til Ameríku höfum við hald- ið ættarnafninu Sturlaugsson. Bn ég ber líka nafn móðuriafa míns og heiti Victor Vernharð- ur. — Þið ólust upp þarna í Norð- ur-iDakota. Var ekki mikið um íslendinga þar? — Jú, Norður Dakota er beint suffur af Winnipeg, rétt sunnan við bandaríisfcu landamiærin. Þar voru ísilienzkar byggðiir, Garðair, Hal'i son, Akra, Svold og Mon- tain. Mountain þýðiir fjaLl, en þarna eru svolitlar hæðir og ís- lendingana langaði til að kalla þær fjöiil. Þarna settist að mikið af íslendingum, en nú eru ílbú- ar orðnir mjög bLandaðir. ELdira fólkið talar þó mikið íslenzku en.n — og syngur hana! SjáM lærðum við dálítið að tala ís- lenzku þegar við vorum börn, bætir Victor við á sömu hreinu íslenzikunni, sem þau hjónin hafa nótað alLt viðtalið. Við tölum öðru hverj.u saman ísilenzku, en við bjuggum svo lengi innan um fóLk, sem ekki skiildi það mól. Við kaupum alltatf Lögberg- Heimskringlu og sivo kaupi ég alltaf búnaðarblaðið Frey. — Það er heillmi'kið af kunn- um íslendinigum frá ykkar hyggð arlaigi. Munið þ'ð t.d. eftir Káinn, þegar þið voruð að aJ ast upp? — Ójá, Káinn JúiMuss bjó rétt hjá okkur í Montain, segir Victor. Okfcur krökkunum fannst svo gaman að fara að búð inni hans Eiíasar Þorvaldsson- ar, því þar sat karlinn, sagði sög ur og orti stanzlaust. Ljóðin runruu upp úr honum. Við krakk arnir sátum stundum í kringum hann, 20—30 í hóp, og höfðum gaman af þessu. Káinn Júlíuss, hann var reglulegur karakter. Það var getfin út Ijóðabók etftir hann, en þeir skildu etftir beztu stökumar. FóLkinu fannst víst 'SUimar þeirra nokkuð grófar til að setja í bók. En þeir, sem þeikktu hann, kunnu að meta haigyrðinginn. Hann sagði beztu sögurnar, þegar hann var háLf- drukkinn. Væri hann ófuil'lur, sagði hann ekkert, og fufflur var hann ómögulegur .En beztur hálf ur. Noklkrum árum áður en hann dó, var bonum haldið heið- urssamsæti, líklega í tilefni af afmæli hans. Þá voru menn siett- ir til að gæta þess að hann ekki drykki. Þá sagði hann bara ekki neitt. — En Viilhjálmur Stefánsison. Var hann ebki af þessum slóð- um líka? •— Jú, hann var farinn að heimani, þegar við vorum að al- ast upp. En hanni Ikom oft í byggðarlagið og sagði frá ferð- um sínum. Jú, ég mundi líka geta notað orðið „karakter" um hann. Það var auðséð að hann hafði lent í vondum veðrum um æfina. Andlitið var stórgert og mikið af hrukkum, Hann var mjöig gáfaður á vissan hátt, en var víst erfiður í skóla. Það var sagt 'heima, að hann hefði stund um kunnað meira en kennararn ir og ekki komið í tíma nema þeg ar honum hentaði, og var hann alltaf rekinn. En hanm gerði margt merkiilegt um ævina. Eig- inlega var hann á undan sínum tíma, og braut brautina fyrir það sem 'kom seinna. Þau Victor og Aldís áttu fyr- ir 6 árum 40 ára hjúiskaiparaf- mæli og þá söfnuðust vinir og ættingjar saman hjá þeim um sumarið. Þau eignuðust 9 börn og eru 8 þeirra á Mfi, tvær dæt- ur í Kailiiforníu o>g hin sex í Dakota, í nánd við þau. ÖLl eru börnim gift og barmabörnin orð- in 28 talsins. Victor stjórnaði tilraunabúinu £ Langdon frá því í september 1925 og til ársloka 1969, en hafði áður unnið á öðru búi í 3 ár, svo starfsœvin er orðin löng. — Það hafa orðið miklar breytingar á þessum tíirna á rækt uninni og í þvi liggur mikil Vinna. En ég hafði aidtaf ánægju af að vinna þessi störf. AlLtaf stöðugar framfarir og skemmti- ltegt að vera með í þeim framför- um. — Hvers konar ti'lraunir vor uð þið með þarna? — Við fengumst meist við korn og grastilraunir. Vegna þess hve veður eru misimunandi á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, verða tilraunaibúin líka að vera á mis- munandi stöðum. Á okkar slióð- um er mest ræktað hveiti, sem notað er í makaróni, spaghetti og þess háttar, en ekki mikið af borntegundum, sem notaðar eru beint. Og alltaf þarf að bæta teg undirnar og hafa á hverju ári til fræ af góðum tegundum fyr ir bænduma. Við framleiddum mikið af nýju korni tii útsæðis, bændurnir keyptu það af okkur og síðan breiddist tegundin út, eftir að við höfðum komið henni af stað. Seinni áirin igerðum við Mka mifcið af tilraunum mieð áburð, tókum fyrir mismunandi tegundir af tiLbúnum áhurði. Allt slíkt var reynt hjá okkur, í þeim tilgangi að fiá fram það bezta. Við vorum sem saigt alltaf að reyna að bæta tegundimar og fíra tilraunir með áburðarþörf. g hætti svo þarna sl haust, og gat loks komizt í ísl.andisferðinia. — Eruð þið ánægð mieð hana? — Jó, við erum búin að fara svo víða, bæði sunnanlands og svo norður, í Víðidail. Við höf- um léitað uppi þá staði, sem for- eldrar okkar voru frá. Svo fór um við á hestamannamótið á Þingvölkum. Við höfðum aldrei séð svona marga besta sam- an komna. Og við erum búin að finna mikið af ættimgjum Aldís- ar, en ég hefi ekíki fundið mjög nána ættingja mín megin. Og góða vini höfum við eignazt, hvar sem við höfum farið. Við hiöfum búið hjá Einari Siggeins- syni, bennara og Kristínu konu hans, en hann var við nám í fimm ár í Norður-Dakota og vann þá hjá okkur 4 sumur í leyfinu sínu. Svo hann var eins og einn af fjölskyldu okkar. Þau hjónin og allir aðrir hafa verið mjög góð við ofcbur. Og nú fiörum við á miðvikudags- morgun og höfum þé verið í nærri mánuð. H afnarfjörður Vil kaupa einbýlishús eða 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með bílskúr. Góð útborgun. Upplýsingar i sima 52525 eftir kl. 5. Tilboð óskast í þrjár bókhaldsvélar af Burroughs gerð, F- 5500 með 18 teljurum. Vélarnar eru til sýnis á skrifstofu Gjald- heimtunnar í Reykjavík, að Tryggvagötu 28. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Cóður einkabíll Til sölu Plymouth Belvard, árgerð 1966, ekinn 33 þús. km. Bíllinn er í 1. flokks ástandi. Skipti á nýlegum, minni bil koma til greina. Bíllinn verður til sýnis laugardaginn 8. ágúst milli kl. 2 og 4 e. h. hjá Vörufiutningamiðstöðinni hf., Borgartúni 21, simi 10440 — Nánari upplýsingar i síma 82444 eftir kl. 20.00 í kvöld og næstu kvöld. Sumarbústaður við vatn óskast til leigu í nokkrar vikur. Tilboð sendist blaðinu merkt: ,,158 — 5173". Sumarbústaður við Skorradalsvatn Til sölu er glæsilegur sumarbústaður við Skorradalsvatn með öllum þægindum. 1 hektari af skógivaxinni lóð. Bátaskýli og bátur. Verð kr. 700.000,00. Hófleg útborgun. Tilboð merkt: „5178" sendist afgr. Morgunbiaðsins fyrir 10. ágúst næstkomandi. Sumarbústaðalönd í fögru umhverfi i Mosfellssveit, til sölu. Lysthaferidur leggi nafn og símanúmer í umslag merkt: „Eign- arland — 4563" á afgr. Mbl. fyrir 15. þ m. Frá Ítalíu Sundföt nýjasta tízka GLUGGINN Laugavegi 49 Nestispukhor — Sumlokur BDORNINN Njálsgötu 49 - Sími: 15105

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.