Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 28
I LESIfl DHGLEGR FÖSTUDAGUR 7. AGUST 1970 i Akureyri: 2 piltar skað- brenndust er logandi tjara skvettist á þá Akureyri, 6. júlí. TVEIR piltar á tvítugsaldri brenndust illa, þegar sprenging varð í tjörutunnu, sem þeir voru að losa í bræðslupott um kl. 1 í nótt. Þeir liggja báðir í sjúkra- húsi, og líðan þeirra ekki góð í kvöld. Verið var að sprauta tjöru á götur til undirbúnings malbikun, þegar slysið varð. Vinnuflokkur- inn var þá staddur neðst í Hrafnagilsstræti. Piltarnir voru að losa tjörutunnu í bræðslu- pottinn, þegar mifkil sprenging varð, eldur gaus upp, og logandi tjara slettist á þá. Annar pilt- anna, Jón Baldursson kastaði sér þegar niður og velti sér, og Ihjálpuðust samverkamenn hans að við að slökkva í íhonum. Við það brenndist verkstjórinn, Jó- hann Aðalsteinsson nökkuð á höndum og í andliti. Hinn pilturinn, Sigbjörn Gunn arsson hljóp hins vegar að húsi Stefáns Stefánssonar bæjarverk- fræðings, sem býr Skammt frá slysstaðnum, og loguðu enn klæði Sigbjarnar, þegar hann kom að Ihúsinu. Stefán og kona hans voru ekki gengin til náða, og hjálp- uðust þau að við að slökkva eld- inn. Stefán ihlaut við það smá- vægileg brunasár á höndum. Rétt í þvi var komið með Jón þangað að húsinu og flutti Stef- án báða piltana í skyndi til sjúkrahússins í bíl sínum, en það er örstutt leið. Báðir eru pilt- arnir skaðbrenndir, Jón þó öllu meira og er hann allþungt hald- inn. Verkamennirnir slökktu sjálfir eldinn í tjörupottinum með hand slökkvitæki, og þurfti ekki að kveðja slökfkvilið til. — Sv. P. Fyrsti skuttogarinm sem smíffaður varffur á íslamdi. Sjúkraflug til Grænlands PLUGVÉL frá Flugstöðinni hf. fór í gær til Meistaravíkur á Grænlandi og sótti þangað fransk an mann, sem hafði slasazt illa á hendi. Flugvélin fór frá Reykja vík á þriðja tímanum í gær og lenti aftur á Reykjavíkurflug- velli laust eftir klúkkan 22 í gær kvöldi. Flugmaður var Elíeser Jónsson. Frakkinn var futtur í slysadeild Borgarspitalans. Stálvík smíðar skut- togara Siglfirðinga — 550 tonna skuttogari til Sigluf jarðar í næstu viku S AMNIN G AVIÐRÆÐUR milli hlutafélagsins Þormóffs ramma í Siglufirði og skipasmíðastöðvar- innar Stálvíkur um smíði á 46 metra löngum skuttogará eru nú á lokastigi. Verður þetta fyrsti skuttogarinn, sem smíðað- ur er hér á landi. Tilboð Stál- víkur, sem er dagsett 27. des- ember 1969. Aljóffar upp á 59 milljónir og 664 þúsund krónur og 15 mánaða smíðatíma. — Um næstu helgi leggur úr höfn í V- Þýzkalandi 550 tonma skuttogari, Dagný SI 70, sem hlutafélagið Togskip h.f. í Siglufirði hefur fest kaup á. Þessi togari er 3* ára. Þess má geta, að fyrsta skut- skipið, sem keypt var hingað til lands er Siglfirðingur, sem sam- nefnt hlutafélag keypti fyrir 7 árum. Siglfirðingur er 210 tonn. Hluthafar í Þormóði ramma eru Siglufjarðarkaupstaður, frystihús Síldarverksmiðju ríkis- ins og nokkrir einstaklingar í Siglufirði. Jón Sveinsson, forstjóri Stál- víkur, tjáði Morgunblaðinu að skuttogarinn fyrir Þormóð ramma yrði stærsta verkefni, sem Stál- Víík hefði ráðizt í. Þau stærstu til þessa eru tveir 370 tonna síld- arbátar en skuttogarinn verður á fjórða hundrað lestir samkvæmt nýju mælingunni en rösklega 500 torun eftir þeirri gömlu. Sem fyrr segir verður togar- inn 46 metra langur, breidd yerð ur 9 metrar og dýpt á efra þilfar 6,65 metrar. Togarinn verður tveggja þilfara, knúinn 1600 hest afla díselvél, sem er með Skrúfu hlíf, en hún eykur togkraft skipsins veruilega. í togaranum verða tvær lestar, útbúmar fyrir fiskikassa, og lifrargeymar, sam- tals 400 rúmmetrar. Venjulegur ganghraði verður röskar 13 sjó- mílur en í útboði var reiknað með 18 daga veiðiferðum. Áhöfm verður tólf manns og vistarverur eru fyrir 16. Togarinn verður bú- inn öllum nýjustu og beztu tækj- um, m.a. tækjum, sem mæla dýp- ið, sem fiskurinm er á og vörpu- sjá, sem gerir kleift að fylgjast með vörpuopimují hvaða hæð það er í sjó og er þá hægt að stilla vörpuna í þá hæð, sem fiskurinn heldur sig í. Togarimn er fyrst og fremst miðaður við togveiðar og verð- ur búimm vakivakmiúinmi togrúllu d skuit. TQgarinn er smiðaður etftir teilkninigu frá hollenzka fyrirtæk inu Pnopulsion, og hatfa um eða yfir 60 skip verið smSðuð etftix henni, að sögn Jóns. Eimmig sagði Jórn, að ísraelar ættu eimm slítoan togara, sem þeir halda úti við vesturströnd Atfríku og Kanarí- eyjar og IhieÆur hainm skarað fram úr stærri toguxum Israela, sieim veiða á sömu slóðum, hvað snert- ir fjárh'aigsafkomu. Hjá Stálvík vinna nú um 80 mannis. 30 nýjar brýr í sumar 45,3 milljón fjárveiting — Kappkostað við endurnýjun gamalla brúa UNNEÐ er nú í sumar að smíði um 30 hrúa af ýmsum stærðum víða um Iand. Fjárveiting til brúasmíði í ár er alls 45.3 millj- ónir króna, og að sögn Helga Hallgrímssonar hjá Yegamála- skrifstofunni, er höfuðkapp lagt á endumýjun eldri hrúa á ýms- um aðalakvegum landsins. iSíðustu árin hetfur roikið verið endurnýjað af elztu brúum, en mikið verk er þó enn framund- an. í þessum efnum. Einkum eru Marcel Mart, efnahags- og samgöngumálaráðherra Luxemborgar, og kona hans komu í opinhera heimsókn til íslands í gærdag. Komu þau með flugvél Loftleiða og tóku á móti þeim á Kefla- víkurflugvelli Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra, og fulltrúar frá Loftleiðum. — í för með ráðherranum er einnig Pierre Hamer, flugmálastjóri Luxemborgar, og Roger Sietzen, for- stjóri Luxair, og konur þeirra. Hópurinn dvelst hér til 9. þ, m.— Myndin var tekin við komu ráðherrans. það brýrnar þ.e. tfrá 1910— 1920, sem stefnt er að því að endur- nýja, enda margar orðnar erfið- ar í umferðinni vegna aukins bílafjölda og þunga. Stærsta brúin, sem unnið er að smíði á í sumar, er Síká í IHrúta- firði, en hún er um 56 metrar á lengd í þremur höfum. Ljúka á við smíði hennar í haust. Er Framhald á bls. 3 Góður afli tog- ara undanfarið Heildaraflinn meiri núna en í fyrra TOGARARNIR, sem landa afla sínum í Reykjavík, hafa aflað með ágætum að undanförnu. I sl. viku og það sem af er þess- ari hafa 8 togarar landað rúmum 1700 tonnum. Á miánuidag 27. júlí landaði Ingólífur Arnarson 288 tonmium, Marz degi síðar 160 tonnum og Þorkell mámi á miðvikudag 29. júií 250 toniraum. Mániuidagimn 3. ágúst lamdaði svo Þormóður goði 250 toninum, Egill Skalla'gríms- son 170 tonnum á þriðjudag og Júpiter á miðvikudag 200 tonn- um. 1 gær var Jón Þorl'áksson að landa 200 tonnium og í dag átti Víkingur að landa 250 tonin- um, að þvá er Ha'llgrímur í Tog- araafigreiðslunni tjáði blaðinu í gær. Saimkivæmt upplýsingum, er blaðið aflaði sér hjá Fiskifélalgi íslands þá var heiidarafii ís- lenizkra togara í júnílok sl. eða fymri helminig ársins 40.587 tonin friá áramótum en var á sasna tíma í fynra 39.171,7 tomn. Famn- ar voru 204 veiðiferðir á þessu timabili í ár, en 201 í fyira. Tog- ararnir löniduðu 100 sinnum hér beima samtals 23.085,7 tannium á ittímábilinu niúna en 104 sinnum eríemdis samtals 17.501,4 tonnum. Samsvarandi tölur í fyrr.a voru>: 25.421,8 tonn í 120 löndumum heima og 13.749,9 tonn í 81 lönd- um erliendis. Með sjúkan mann til Reykjavíkur NORSKA rannsóknarskipið G. O. Sars kom til Reykjavíkur seinni hlutann í gær með sjúka mann- inn, sem sagt var frá í blaðinu í gær. Maðurinn sem er 40 ára að aldri, þjáðist af blæðandi maga- sári og mun gangast hér undir uppskurð. G. O. Sars heldur aft- ur út fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.