Morgunblaðið - 15.10.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1970 Vfflifm BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW SeudiferðabiíreiÖ-YW 5 mamta-VW svefnvagn VW 9 manna • Landrover 7manna Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM Hópferðir Til leigu i iengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. Kotaðir bílar Árg. 1968 Ford Cortina 1600 S — 1963 Simca Ariane — 1967 Skoda 1000 MB — 1967 Skoda 1202 — 1966 Skoda 1000 MB — 1966 Skoda Combi — 1965 Chevi II Nova — 1965 Skoda 1000 MB — 1965 Skoda Combi — 1965 Skoda Octavia — 1965 Skoda 1202 — 1963 Skoda Octavia Höfum kaupanda að góðum Skoda 1000 MB, árgerð '68 eða '69 Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Sími 42600. QAMSKIN BÚNINGAR in VERZLUNIH UcsiiwUnelu'i ^ Cr BRMRIB0FIBARSTI6 ?? 0 „Komið að veðrinu“ Bárður Sveinsson skrifar: „Ágæti Velvakandi! Fyrir mínum eyrum hljómar það ankannalega að heyra í sjónvarpinu eitthvað á þessa leið: >á er ekki fleira í frétt- um í kvöld, en komið að veðr imt. Vegna þessa vaknar hjá mér þessi spuming: Eru fregnir af veðri, lýsing á veðurútliti og veðurspár, ekki fréttir? 1 kynningu útvarpsdagskrár, bæði í sjálfu útvarpinu (þ.e. hljóðvarpinu) og blöðum, hef- ir á undanförnum árum og áratugum verið talað og ritað um veðurfregnir eða veður- fréttir. Fólk á íslandi hefir þráð að frétta um veðrið, enda mjög háð þvi. Veðurfregnim- ar hafa því verið kærkomnar fréttir. 1 íslenzkri orðabók, sem gef in er út af Bókaútgáfu Menn ingarsjóðs 1963, bls. 775, eru veðurfregnir skilgreindar sem fréttir að veðri, vemig það hafi verið, sé og (eða muni verða. Með kveðju til sjónvarps- manna. Þökk fyrir birtinguna. Bárður Sveinsson. — Velvakandi kann heldur ekki við að segja, að komið sé að veðrinu. Hvernig er komið að þvi? Hins vegar er vel hægt að segja, að komið sé að veðurfréttum. 0 „Að forða slysi“ Þessa fáránlegu fyrirsögn set ur „Pétur“ bréfi sínu og skrif ar síðan: „Heiðraði Velvakandi! Það var sannarlega slys hjá Rikisútvarpinu að takmarka svo mjög tíma Magnúsar Finn bogasonar með þáttinn „Dag- legt mál“, eins og hann tii- kynnti okkur útvarpshlustend- um í þættin'Um 7. október s.l. Það er „að forða slysi“. Að sjálfsögðu þarf hann, eins og aðrir, að halda sig innan þess tímaramma, sem honum er ætl aður, en ég „mundi halda“, að útvarpið gæti séð af meiri tíma en 10 mínútum á viku til þess að hrista upp i íslenzku- kunnáttu okkar og benda okk ur á verstu ambögumar, sem viðhafðar eru í daglegu máli. Ég hlusta alltaf á þætti þessa, þegar ég get því við komið, og mér er kunnugt um marga fleiri, sem gera það og hafa gagn og ánægju af. Það er ekki nokkur vafi, að hvort sem þættir þessir hafa verið fluttir af Magnúsi Finnboga- syni eða öðrum hafa þeir haft mjög málbætandi áhrif, ekki Ný sending AF VINYL VEGGFÓÐRI K0MIN. Fjöíbreytt úrval af gólfdúk væntanlegt í þessari viku. Athugið, opnað kl. 7:30. — Opíð í hádeginu. Byggingavöruverzlun BJÖRNS ÓLAFSSONAR Reykjavíkurvegi 68 — Sími 52575. Oskast til leigu Tveir ungir verzlunarmenn óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu. Góðri umgengni heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í EIGNAVAU, Suðurlandsbraut 10, sími 33510. ©AUGLÝSINCASTOFAN Yokohama snjóhjólbarSar Með eða án nagla Fljót og góð þjónusta ESSO-BÚÐIN GRUNDARFIRÐI þó sízt hvað snertir blöðin og útvarpið. Þar koma fram marg ar ábendingar, sem mér og öðr um er hollt að taka til greina, og hafa því forðað okkur frá ýmsum mállýtum, sem við af vanþekkingu og gömlum vana veitum ekki athygld. Ég flyt Magnúsi þakkir fyr ir hans hliut og skora á út- varpið að ætla honum meira rúm í dagskránni. Hin mörgu bréf og aðrar fyrirspurnir, er honum berast, sanna það, að þættir hans njóta vinsælda, þó að segja megi, að þeir beri stundum nokkum keim „þurr- ar“ málfræðikennslu. Pétur“. — Enn sést oft í blöðum, að „slysi hafi verið forðað“, meira að segja aðallega í fyrirsögn- um, svo að ekki virðumst við blaðamenn hlusta of vel á þessa þætti. 0 Eigin dreifingar- miðstöð „Sæll Velvakandi! Blessaðar húsmæðurnar skrifa þér af miklum dugnaði og elju, og auðvitað langar mig að fá inni hjá þér líka. Verst er, að á meðan eru hús verkin vanrækt. Annars gaf „húsmóðirin af Skaganum" mér sannarlega til- efni tii að senda þér línu. Það var vegna þess, að hún var að tala um heimilisiðnaðinn. Mér er lengi búið að hlöskra, hvernig húsmæður gefa, já hreinlega gefa vinnuna á lopa peysunum og öðrum ullarvarn ingi þessum minjagripaverzlun um, sem svo græða á tá og fingri. Lopapeysan er sú vara, sem mest er þar keypt. Það er enginn vandi að koma þeim út. En húsmæður eru bara soí andi á þessu sviði, eins og á svo mörgum öðrum. Þærskilja víst ekki, að það eiga að vera þær sjálfar, sem valdið hafa og ákveða verð fyrir sína vöru, en ekki verzlanimar. Þar hef ég horf t á húsmóður standa í löngum bunum og spyrja svo auðmjúklega „livað fæ ég fyr- ir þetta“?, í stað þess, aðþær sjálfar hefðu valdið. Hvernig væri, að „heimilisiðnaðarhús- mæður" stofnuðu sína eigin dreifingarmiðstöð eða heild- sölu, þar sem þær sjálfar réðu verði. Þar gætu síðan verzlan ir fengið vörurnar. Hvað finnst þér Velvakandi um að þessar prjónakonur hafa l'átið bjóða sér 500—800 kr. fyrir fullunna útprjónaða lopapeysu — innifalið í verði er lopinn — hvað fengju þær á timann ef það væri reiknað út? Svona álika og krakkamir, sem vinna hjá bænurn á sumrin — 25— 30 kr á tímann eða varla það. Nær þetta nokkurri átt, konur? Það eruð þið, en ekki verzlanimar, sem eigið að meta þessa dýrmætu vinnu sanngjörnu verði. A.m.k. hehm ingi hærra verð væri hægt að setja á peysumar -— hafið þið sjálfar fylgzt með hlntunum og séð, að vélprjónaðar peys- ur úr gerviefnum eru miklu dýrari en ykkar handunnu flikur? Og útlendingamir eru svo undrandi, þegar þeirheyra verðið, að þeir reka upp stór augu. Fleiri en einn útlending ur sagði mér, að ekld fengist einu sinni efnið eitt í peysuna úti, fyrir það verð sem hann greiddi hér fyrir fullunna fílk út úr búð. Viljið þið nú ekki, góðu húsmæður, hrista af ykk ur drungann og stofna ykkar eigið fyrirtæki, þar sem þið fáið sanngjarnt verð fyrir ykk ar vinnu? Nú, ef verzlanirnar keyptu ekki vöruna á þvi verði, sem þið setjið upp, þá opnið þið bara ykkar eigin búð með handunna íslenzka ullarvöru, og þar yrði nóg að gera. Og svo væri útflutning- urinh í stórum stil að auki. Ég vildi gjaman fá vinnu þar, og ég veit að vörurnar rynnu út, þótt þær yrðu metnar að verðleikum. E.S. (Rikisstjómin yrði ykk ar bezti vinur, því að gjald- eyrisforðinn mundi aukast að mun). Kveðja til prjónakvenna og ósk um, að þær taki sig sam- an í andlitinu frá Viggu í Vesturbænum“. — Nú, Velvakanda finnst þetta ekki hátt verð. Hins veg ar er það kaupandinn, sem endanlega ákveður verðið, en hvorki framleiðandi né seij- andi. Færu framleiðendur að selja, þyrftu þeir að bæta á sig öl'lum sölukostnaði, svo að ekki fengju þeir brúttó útsölu verð í vasann. HURÐIR - HURÐIR INNIHURÐIR ÚR EIK OG GULLÁLMI. Góðir greiðsluskilmálar. HURÐASALAN Baldursgötu 8 — Sími 26880. 3jo herbergjo íbúð óshast Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð. íbúðin þarf ekki að vera laus fyrr en á miðju næsta ári. Há útborgun. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓl SÍMI 12180. HEIMASÍMAR GÍSLI ÓLAFSS. 83974. ARNAR SIGURÐSS. 36849. ÍBÚÐA- SALAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.