Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 4
4 MORGLTNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 > JF \ / 7] H/U LEUiA V 'ALUR" BILALEIGÁ HVEIUFISGÖTU 103 VW Sendifefðabifreið-VW5manna-VWsvefnvafi VW9manna-Landrover 7manna ^ bílasoila GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Slmar: 19032 — 20070 Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM IITIfl BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGAN Blikí hf. Lækjargata 32, Hafnarfirði. Sími 5-18-70 KVÖLD- OG HELGAR- SlMAR 52549 — 50649 NÝIR BlLAR biláleigan AKBBAVT car rental service r8-23-á7 miílum BÍLALEIGA CAR RENTAL TI- 21190 21188 Fjaðrir, fjaðrablöð, hijóðkútar, púströr og fMri varahkatír I mergar gerðk bifreiða BHavðrubóðtn FJÖDRIN Laugttvegi 168 - Sfmi 24180 0 Njósnir stórvelda Jón Á. Sigurðsson, skrifar: „Til Velvakanda, Morgunblaðið, Reykjavík. Það er ekkert leyndarmál, að öll stærri riki heims starf- rækja njósnastofnanir. Banda- ríkin, Sovétríkin, Frakkl., Bret land, Kína og önnur lönd ,hafa öll umfangsmiklar stofnanir, sem hafa það hlutverk að safna upplýsingum um önnur lönd og að starfa í þágu (og oft þrátt fyrir) utanríkisstefnu síns eigin lands, hver sem hún er. Ekki veit ég hverrar þjóðar Jan Andreas Erikson er, en hann skrifaði nýlega athyglis- verða grein til Velvakanda um starfsemi Sovétríkjanna saman borna við starfsemi Bandarikj- anna hér á landi. Ég efast ekki um að margt af þvi, sem hann sagði um starfsemi Sovét- manna, er satt, en aftur á móti tel ég staðhæfingar hans um starfsemi og markmið Banda- ríkjanna hér á landi vera að mestu leyti barnalegar, ósann- ar, og sumar fáránlegar. Eriksson minnist á hinn mikla fjölda Sovét- manna. En Bandaríkin hafa ekki einungis sendiráð hér (né yfirleitt annars staðar í 119 löndum) þau starfrækja einnig upplýsingaþjónustu, og þau hafa 3000 manna herstöð í landinu. Auðvitað hefur bandaríska leyniþjónustan (CIA) starfsmenn í sendiráð- inu í Reykjavík. En það er einnig staðreynd að banda- ríska upplýsingaþjónustan hef- ur mjög náið samstarf með leyniþjónustunni, svo að telja má starfsmenn hennar með í njósnarafjöldanum. Á megin- landi Evrópu eru tugir þúsunda bandarískra hermanna. 1 Bandaríkjunum er nú viður- kennt að meir en helmingur þessara hermanna stunda hreinar og beinar njósnir í þágu Bandaríkjanna. Varla fær ísland sérstaka meðferð." 0 Njósnarar fengnir „Eriksson hælir bandaríska sendiráðinu fyrir að ráða i sína þjónustu Islendinga. Ég tek skýrt fram, að ég ásaka engan af núverandi, Islenzkum starfs- mönnum bandariska sendiráðs- ins. En það er viðurkennt að árangursríkasta aðferðin, og sú sem mest er notuð af banda rísku leyniþjónustunni, er að ráða innlent fólk til að sinna njósnastörfum. Leyfið mér að vitna í grein eftir Enno Hobb- ing, sem fjallar um kosti þess — fyrir Bandaríkjamann — að starfa fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna: „Eitthvert smá atriði í persónuleika ibúa ann- ars lands getur orðið sá veik- leiki, sem gerir hann hæfan til að vera ráðinn í þjónustu Bandaríkjanna; þú verður að rannsaka eðli manneskjunnar yfirleitt, og af meiri eínurð en þú gerðir nokkum tíma í einka lífi þínu. Það er í sjálfu sér list að ráða erlendan mann í þjónustu Bandaríkjanna. Þú munt læra að taka ákvörðun um „pers- ónuskýrslu," sem inniheldur staðreyndir um mögulegan með njósnara. Þú munt verða þjálf- aður í listinni að sannfæra, á þann hátt að þú náir tökum á hinum. Þegar þú hefur náð tökum á honum, muntu þurfa frekari leiðbeiningar um hvern ig þú átt að stjóma honum. Washington mun búast við vissum tegundum upplýsinga frá honum; þú verður að vera milligöngumaður þekkingar- löngunar Bandaríkjanna og uppljóstmnargetu fneðnjósnar- ans. Einnig muntu verða þjálf- aður i að hafa samband við meðnjósnara þinn án þess að kommúnistar komist að þvi“ 0 „Hernaðarlegt mikilvægi“ „Eriksson telur að áhugi Sov étríkjanna hafi aukizt gífur- lega á síðustu árum, og telur ástæðuna „hemaðarlegt mikil vægi" íslands. Líklega er þetta sönn lýsing, en ef Island hefur „hernaðarlegt mikilvægi" fyrir Rússa, þá hefur það ekki síður „hernaðarlegt mikilvægi" fyrir Bandaríkjamenn. Eftir síðari (Guð gefi) heimsstyrjöldina höfðu Bandaríkin álit á ísiandi sem „stepping stone" til Evrópu og „fueling station" á leið bandarískra herflugvéla til Evrópu, hvort sem var í vamarskyni eða til árása á Sovétríkin. Þess vegna heimt- uðu Bandaríkin 99 ára samning um herstöðvar á fslandi, þar á meðal eina i höfuðborginni. Ein aðalframkvæmdaáætlun bandaríska sjóhersins nú á dög um fjallar um byggingu kaf- bátastöðva og árásastöðva á hafsbotni „allt frá fslandi til suðurodda Afríku." ísland er því enn mikilvægur liður í yzta vamarhring Bandaríkjanna sjálfra, aftur á móti er Banda- ríkjamönnum litt um okkur íslendinga hugað — sem sjálf- stæða þjóð eða sérstæða menn- ingu." 0 „Ameríkaníseringin“ „Því tel ég það þvætting, þeg ar Eriksson segir að margar smáþjóðir muni „öfunda íslend inga af því að hafa fengið eitt öflugasta riki veraldar til þess að ábyrgjast sjálfstæðið og þar að auki ríki, sem þeir geta fullkomlega treyst til þess að blanda sér ekki í innanríkis- mál sín.“ Líklega veit Eriks- son, sem útiendingur, lítið um innanríkismál íslands. Til dæm is er hin islenzka menning „inn anríkismál íslands." Rafmagn- aðir fjölmiðlar ná um og eru hluti af hinni íslenzku menn- ingu. Nema hinir amerisku f jöl miðlar, en þeir eru visvitandi og markviss viðleitni Banda- ríkjanna til að „ameríkanísera" hina sérstæðu íslenzku menn- ingu. Strax árið 1962 gat Ama- lia Líndal, sem er í einstakri aðstöðu til að dæma um það mál, sagt: „The flavor of Reykjavik has noticeably ehanged since the war and has become distinctly American." (Reykjavík hefur merkjanlega breytzt síðan á stríðsárunum og er orðin greinilega amerísk að yfirbragði. (Mín þýðing)) (Úr „Ripples from Icelandý W. W. Norton & Co, Inc, N.5^* 1962). Og haldið ekki að Bandarikin hafi „óvart" eða „klaufalega" f jölmiðiað til meirihluta Islenzku þjóðarinn- ar. Strax árið 1950 voru til töl ur hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna (samkvæmt Rannsókna- og njósnadeildar- skýrslu, sem kölluð er „No IEV BA 11") um dreifingu út varpstækja á fslandi. Síðan hefur sjálf bandaríska leyni- þjónustan gert kannanir á út- varps- og sjónvarpstækjaeign landsmanna, slikt sanna „hreinsaðar" leyniskýrslur, sem opinberaðar hafa verið." 0 Andvaraleysi mikið „Ef gæðingar Bandaríkjanna eru við völd, þá skiptir það þau engu máli hvernig stjórn- arfyrirkomulag ríkir. í Suður- Kóreu er hereinveldi, sama á við Thailand. Herforingja- stjómir, sem eru undirlægjur Bandaríkjanna ríkja í Suður- Víetnam, Laos, Grikklandi (en þar aðstoðaði bandaríska leyni þjónustan við stjórnarbylting una), Portúgal, og víðar. Með staðhæfingunni „Bandarikin ábyrgjast sjálfstæðið," hlýtur Eriksson að eiga við að Banda rikin leyfa vissum hluta yfir- ráðasvæðis síns að kalla sig ,„sjál fstætt ríki." Mikil er „ábyrgð" Bandaríkjanna. Satt segir þú, Eriksson: marg ir verða varir við, meðal fs- lendinga, „mjög einkennilegt andvaraleysi um mesta sjálf- stæðismál hverrar þjóðar, ekki sízt máttlítillar smáþjóðar: ör- yggi hennar og vernd gegn yf irgangi annarra." En andvara- Ieysið er enn meira en þú held ur, því að það er« fyrst og fremst „verndararnir" sjálfir, sem sýnt hafa slíkan yfirgang í innanríkismálum þjóðarinnar. Og líklega bíðum við þess aldrei bætur að hafa búið við bandaríska íhlutun í rúmlega aldarfjórðung." 0 Herstöðvakaup „Bandaríkin borga fyrir her stöðvar. Þau sömdu um aðstöðu á Spáni frá 1953 til 1963 í samningi sem gerður var á sama tima og Alþjóðabankinn veitti Spáni lán að upphæð 500 milljónir dollara yfir sömu tíu ár. Þegar herstöðvasamningur- inn var framlengdur um fimm ár í september 1963, veitti Al- þjóðabankinn lán upp á 100 milljón dollara í viðbót. fsland gerði 5. maí 1951 samning við Bandaríkin um herstöðvar, og 45 dögum seinna veitti Alþjóða bankinn lán til að byggja Sogs virkjun og Laxárvirkjun. Einnig var veitt lán til bygg- ingar Áburðarverksmiðjunnar. Eriksson ergir sig út af húsa- kaupum Rússa á fslandi. Kannski höfum við heldur til- efni að ergja okkur út af her stöðvakaupum Bandarikja- manna á íslandi. Að lokum tek ég fram, vegna ýmissa, sem langar liklega til að gefa heimskulegum fordóm- um sínum lausan taum, að ég er alls ekki kommúnisti, né „sósíalisti yfirleitt," heldur fyrst og fremst unnandi ís- lenzkrar, frjálsrar menningar — sem laus skal við amerísk- an yfirgang. Jón Ásgeir Sigurðsson." 0 Aumir áróðurs- meistarar Rétt er það, Bandaríkja- menn kunna áreiðanlega ýmis- legt fyrir sér um njósnir engu síður en Rússar, — en hvaðan greinarhöfundi kemur, að Bandaríkjamönnum sé „lítt um okkur fslendinga hugað — sem sjálfstæða þjóð. . . ", væri fróð legt að vita — nema heimild- irnar sé að finna í sömu „bók- menntunum" og fjöldi annarra fullyrðinga i greininni er sótt ur L Og enn eitt: Mikið skelfing- ar ósköp hljóta Bandaríkja- menn að vera aumir áróðurs- meistarar fyrst þeim hefur ekki tekizt betur til en svo á aldarfjórðungi að hér á landi skuli gæta minni „ameríkanís- eringar" en hjá nokkurri ann arri norrænni þjóð. Velvakandi getur gefið sjálf um sér nokkurn veginn sömu einkunn og greinarhöfundur í lokin, nema hann vill ekki ein- skorða sig við að vera laus við „amerískan yfirgang" — hann vill vera laus við allan erlend- an ytfirgang. 0 Fermingarúrið tapaðist Það fór illa fyrir einni ferm- ingarstúlkunni í Kópavogi í gær, hún týndi gullúrinu, sem hún fékk í fermingargjöf. Hún var í íþróttahúsi Kópavogs í Vesturbænum, en fór síðan með leikfimisvagninum að Kársnesbraut 5 og gekk þaðan heim til sín að Álfsbraut 13. — Vonandi hefur úrið lent í góð um höndum svo að stúlkan fái aftur fermingarúrið sitt, sem henni er að sjálfsögðu mikils virði. TIL ALLRA ÁTTA NEW YORK Alladaga REYKJAVfK OSLÓ Mánudaga L0FTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.