Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 23 Kristmundur Sverrir Kristmundsson-Kveðja F. 28. 8. 1928 D. 8. 4. 1971 í DAG er til moldar borinn Sverrir Kristmundsson, verk- stjóri. Hann var sonur hjónanna Kristmundar Þorleifssonar full- trúa og Guðnýjar Kjartansdótt- ur. Sverrir var fæddur 1928 og því aðeins rúmlega fertugur. Hann stundaði ejómennsku lengi framan af ævi, en sL 5 ár hafði hann verið starfsmaður Trésmiðjunnar Ramma í Njarð- vík og var þar verkstjóri. Sverr ir lætur eftir sig 6 börn og tvö stjúpbörn og eftirlifandi kona hans er Sigríður Hjartardóttir. Banamein Sverris var hjartabil- un, en hennar hafði hann kennt um þriggja ára skeið. Þótt allir kunnugir hafi vitað um sjúkleika Sverris brá þeim hastarlega, er andlátsfregnin barst. Svo f j arri var Sverrir öllu því er. til veikinda telst. Hann var sívinnandi, ekki að- eins sinn venjulega vinnudag, heldur flest kvöld og flestar helgar. Sjálfur gerði hann sér grein fyrir því, að hérvistardögimum gat lokið hvenær sem var og eflaust hefir honum fundizt hann eiga mörgu ólokið áður enn hann legði á djúpið. En framkvæmdavilja og elju skorti í engu og nýjustu áform hans voru að byggja sér hús og hafði hann fengið lóð undir það. Þetta sýndi hve fjarri honum var öll hugsun um sjúkleika. Hana fyrsta og síðasta hugsun var sú að búa í haginn fyrir sína, brjótast í því af alefli að gera upp reikninginn við lífsins rukk ara. Það er ástæðulaust að draga fjöður yfir það, að allmörg skref átti Sverrir heitinn eftir hinum breiða veginum. Að sjálfsögðu skal enginn áfelldur fyrir það að iðka alla ævi fagurt mannlf. Hitt mun þó verða talinn ekki minni manndómur að stíga víxl spor og hafa þrek til að hefja sig á ný til manns. Skáldið talar um það, „er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það, sem var skrifað hjá oss.“ Sumum er það mjög í mun að eiga engar skuldir ógreiddar. Sverrir var einn af þeim, sem vildi gera upp við rukkara lífs- ins áður hérvist lyki og þess vegna notaði hann hverja stund til þess að vinna upp í þá skuld er hann taldi sig eiga rukkara lífsins að gjalda. Nú drúpir sorg yfir hugum ekkju og sex barna, aldraðri móður og hópi systkina, ann- arra ættmenna og vina. Guð blessi þau öll og varðveiti. En engin sorg er svo döpur að bjargföst trú fái ekki lækn- að menn af henni. Sorgarör- vænting er munaður, sem trú- maðurinn getur ekki leyft sér. Það er dapurt að skilja við ástvin, föður, son og bróður, en það er mikil huggun að vita að genginn er góður drengur og að lífinu er ekki lokið með hér- vistardögunum. Eins og skáldið ákallar Krist og segir: „Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljó».“ Eins fá allir hugarheimar ættingja og vina Sverris ljós, sem lýsir upp skugga sorgarinn ar, lýsir upp minningar um ljúfan ástvin og lýsir þeim veg- inn fram á við, þar sem enginn lætur bugast. — V. NÚ ent þú farinn, elsku írændi. Daginn sem þú kviad:dir þennan heim mætti éig þér, o'g hafði þá ekki séð þig í lanigam tSma. Þú hrostir tii mín þinu blíðasta brosi, eins og maður man þig oítast, og sendir mér tfimgur- kosaa. Ég var döpur S huiga þá sitund, en er ég sá þig fylltilst hjairita mitt atf gieði. Og ég huigs- aðl: Þaorma er maður sem ég á góðar minninigar um. Einu sinni á þeim tíima sem ég hietf verið þess aðnjótandi að þekkja þig fóru á miMi okkar orð, sem þá hefðu betur verið ótsögð, en án þeirra orða hefði ég ekki kynnzt þínium beztu eiginieikum, því að eftirtsjáim á þeim varð tii að binda olkkur þeim böndum sem siiðan urðu órofim. Þú varist ölllium er þér kymmit- uist vinur i naum. Elf eilttlhvað fór úrsikeiðis varsit þú kiominn til að bæta það og laga, væri þér ummit. En þinn tóimi er kominn og þú ert ifairinn, eniginn getur skiílið dauðann, og sizt er hann ber svo snöiggt að. Guð veri ætóð með þinni eítirlilfandi einstökiu konu og bömum þínium, sem þú hvarfst svo snögglega frá. Guð sttyrki aila þá siem urðu þess aðnjétandi að kynnast þér á þinni lítfstíð, þvi að ég veit atf eigin reymislu, að sorg og sökn- uður fyllir hjarta hvers þeirra. Með hinzrtu (kveðju tfrá for- eldrum mímium og sysitkinum kveð ég þig. Frænka. — í leit að línu Framhald af bls. 17 aði er 54,1% (Statistical Pock- et Book of Romania, Bucuresti, 1969, bls. 267 og 345). Ingi getur þess í grein sinni, að mikill iðnvöxtur hafi átt sér stað og hafi Rúmenar þar leyst hina miklu efnahagsráðgátu allra kommúnistaríkja, hvernig iðnvæða megi landið án þess það bitni á landbúnaði. Honum hefði verið nær að fara svolítið út um sveitir landsins og kynna sér af eigin raun ástand land- búnaðarins. Hann hefði gjarn- an mátt fara augnablik úr gervi hins sæla flokkshöfðingja frá ís landi og verzla í verzlunum al- þýðunnar, sem skortir margar helztu nauðsynjar svo sem korn, grænmeti, egg og smjör. En það er ekki að undra þótt dýrð arglýja komi í augnaskjái þess fólks, sem boðið er í óhófs- veizlur á kostnað alþýðu Aust- ur-Evrópu og situr dáindisgóða fögnuði með dýrum vínum og strengj aslætti, lofi og lófaklappi alþýðunnar (vonandi sönnu). Landbúnaðarkreppa hefur hrjáð Rúmeníu að undanförnu rétt eins og Rússa og önnur ríki A-Evrópu, sem lagt hafa allan ofurþunga á iðnvæðingu á kostn að landbúnaðar, meðfram til þess að treysta hundrað ára gamla bábilju Karls Marx um alræði þeirra öreiga, sem vaxn- ir eru úr stóriðnaði. Töluliður greinar Inga R. Helgasonar er annars svo út í hött, að ekki tekur því að ræða hann, enda eins og fyrr segir á allan hátt farandi með tölur og þeim mun valtara að treysta þeim aem lengra kemur austur fyrir tjald. Á öðrupa stað í grein sinni segir Ingi einkar athyglisveæð | orð, sem rétt er að mettn gæfu vandlega gaum, því þau segja svo stóra sögu og merkilega í óvenju einföldum orðum af lærð um kommúnista að vera. Hann segir: „Sjórnmálaflokk- ur verkalýðsstéttarinnar eir í sjálfu sér ekki annað en baráttu tæki hennar. Hann er engum háður öðrum en henni og hags munir hennar eru hans eina leiðarljós. — Þetta gildir, hvort sem hann á í höggi við harðvít ugt kapítalískt ríkisvald eða hann hefur náð úrslitavöldum í þjóðfélaginu. Vandinn er sá í báðum tilvikum, að flokkurinn verði ekki viðskila við verka- lýðsstéttina í athöfnum sínum og stefnumótun. Sem baráttu- tæki verður flokkurinn að stofn un. Sem stofnun öðlast hann eigið líf, sem aldrei nær lengra en að vera í vissum tengslum við líf og lífshræringar verka- lýðsstéttarinnar sjálfrar.“ (letur breyting mín), tímaritið .„Rétt ur“ 3. hefti 1970 bls. 113). f þessum fáu línum kemur skýrar fram en oft áður raun- verulegur vilji Alþýðubanda- lagsins í íslenzkum stjómmál- um. Þarna birtist skýrt og greini lega, hvernig þeir hugsa sér stjórnmálaflokk sinn, sem byggður skal á bökum alþýðunn ar án þess raunverulega að kom ast nokkru sinni nema í „viss tengsl við líf og lífshræringar verkalýðsstéttarinnar sjálfrar“. Það þarf enginn að láta sér til hugar koma, að íslenzkir komm únistar hugsi á nokkum hátt öðru vísi en þeir félagar þeirra, sem með völdin fara í Austur- Evrópu. Hin nýja forréttinda- stétt, sem lætur sér nægja að etanda í „vissum tengslum við verkalýðshreyfinguna", myndi uppvaxa hér á íslandi sem ann ars staðar, og hefur reyndar þegar gert það innan Alþýðu- bandalagsins. Nokkru seinna i grein sinni fer Ingi nokkrum orðum um það, hversu fjölmenn ur rúmenski kommúnistaflokk urinn sé, og telur slíkt góðs viti. Víst er það rétt, að rúm- enski kommúnistaflokkurinn er sá stærsti miðað við höfðatölu í gjörvallri veröldinni, en hins vegar ber að gæta, að fyrir komu Rússa var hann sá minnsti, jafnvel íslenzki komm únistaflokkurinn hafði meira kjörfylgi en hann, þótt nærri óskiljanlegt sé. Ein af megin- ákærunum gegn Önnu Páker var, sem fyrr segir, að hún hefði í embætti flokksritara innbyrt allt fasistasamsull Antóneskús og braskarastétt landsins í einu lagi, en þetta varð síðan kjarninn í hinni nýju stétt, sem hampaði flokksskír- teinum í baráttunni um gæði samfélagsins. Á árunum frá 1944—1948 þúsundfaldaðist með limatala kommúnistaflokksins úr rúmum tveim þúsundum í röska hálfa þriðju milljón. — Geri aðrir flokkar betur. Sjálf- um Hitler tókst ekki betur upp. Eftir að grein Inga birtist í „R,étti“ liðu svo nokkrar vikur, að íslenzkir kommúnistar höfðu hljótt um Paradís sína við Svartahaf og línan lá í lausu lofti, nema hvað Magnús for- maður stal sem fyrr senuni af Ragnari „formanni“ í málgagni Alþýðubandalagsins. Enda er vissast að hampa ekki um of tengslunum við Austur-Evrópu eins illa og íslenzkir kommún- istar hafa orðið úti í dekri sínu við þau, en hins vegar er álit legur hópur innan Alþýðubanda- lagsins og tíðast sá hópurinn, sem starfsamastur er, enda bund inn í báða skó af trúarkredd- um og paradísarhugmyndum, sem ekki er vert að styggja. Þetta fólk er eins og aðrir sjúkl ingar háð meðulum sínum og fyrir því eru dýrðarsögur aust an úr löndum eins og smyrsl á þau mörgu og djúpu éár, er það hefur hlotið við brostna drauma um fyrirheitna landið. Þetta fólk, sem fimmtíu ára hörmungarsaga kommúnismans hefur ekki megnað að svipta steinbarni sínu, hjarir enn af veikum mætti í heittrúar-1 kenndum kommúnískum píet- isma, sem «töðugt verður að styrkja með hæfilegum inngjöf um af skröksögum frá Para- dís kommúnismans, sem ýmist er í sjálfu Rússlandi, á Kúbu eða í Rúmeníu. Þessu sárþjáða fólki varð Guðrún Helgadóttir mikill bjargvættur og gegndi af samvizkusemi hlutverki hins miskunnsama Samverja um leið og hún bar með sér línuna að austan, stefnuhúngruðum og vegmóðum Alþýðubandalags- mönnum til handa. í grein í Þjóðviljapum, sunnu daginn 21. marz sl. skrifar hún grein um Rúmeníu, þar sem reynt er af veikum mætti að krafsa í bakkann og draga rúmenska kommúnistaflokkinn mun fallegri dráttum en hann forþénar, Guðrún fer mörgum innilegum orðum um hinn mikla „sj armör“ félaga Níkólæ Tsjás- eskú, sem fær konum „stjörnu- blik í auga“. Nú er ekki lengur hangið í hárum rúmenska komm únistaflokksins af svo göfugum og torskiljanlegum ástæðum sem sameiginlegum hugmynd- um um framkvæmd sósíalism- ans. Nei, nú dugir ekki minna til en sjálf náttúrulögmálin. Ekki er það sjálfstæð flokks- stefna, sem nú er hampað held ur einstæður hæfileiki félaga Níkólæs til að „sjarmera“ Guð rúnu Helgadóttur upp úr skón- um. Allt er hey í harðindum og neyðin kennir naktri konu að spinna. Svo er og um Alþýðu- bandalagið, sem verið hefur eins og nakin kona undanfarin tíu ár, hugmyndasnautt, van nært og uppfullt neikvæðis í tíu ára utanstjórnarveru sinni með Framsókn. Guðrún hrífst mjög af lófaklappinu mikla, sem að hennar sögn stóð fullar tutt- ugu mínútur eftir að „verald- arsj armörinn” hafði lokið ræðu sinni og þá varð henni í fátækt sinni gripið til þess að hrópa nöfn íslenzkra flokksleiðtoga vafalaust í mikilli vímu sannr ar gleði og trúar, en gaman væri að vita hver nöfn urðu konunni tömust á tungu í þeim mikla lófaleik. Hún getur þess einnig, að í hvert skipti, sem einhver með limur ríkisstjórnarinnar reis á fætur, hafði fögnuður orðið slík ur, að ekki sló aðeins stjörnu- bliki í augu kvenna, heldur tindruðu og augu karlkynsins. Já, mikill er máttur sósíalism- ans þar eystra, sem alla gerir svo jafna, að fulltrúum fólks- ins (flokksins) var innilega fagnað, jafnvel gífurlega, ef þeir álpuðust til að rísa úr sætum sínum og væri vel athugandi fyrir Magnús Kjartansson að koma þeirri fororðningu á i samtökum sínum, að lófaleikur skyldi ávallt hafður a.m.k. 20 mínútur, þegar honurh verður risið úr sæti sínu. Guðrún bendir réttilega á það, að ekki ríki skoðana- né tjáningafrelsi í Rúmeníu frem ur en öðrum kommúnistaríkj- um, en afsakar það með því, að ekki hafi nein hefð verið til staðar í þeim efnum áður fyrr. Þetta er ósatt, því að um leið og bændaflokkur Manius og sós íaldemókrataflokkurinn tóku að eflast og að lokum að ná und irtökum í rúmenskum stjórn- málum á millistríðsárunum, varð til málfrelsi og lýðræði í þeirri mynd, sem við þekkj- um af Vesturlöndum, þótt reynd ar væri það óstöðugt og veikt. Þessir tveir flokkar höfðu mik- inn meirihluta atkvæða, en nas- istaflokkurinn og kommúnista- flokkurinn höfðu ekkert kjör- fylgi, en vopnuðu meðlimi sína til hryðjuverka. Báðir þessir fyrrnefndu flokkar, sósíaldemó krataflokkurinn, sem hafði rúm an þriðjung atkvæði og bænda- flokkurinn voru burrkaðir út við valdatöku kommúnista, en þeir komust yfir innanríkisráð- herraembættið, sem þeir fólu Patrascanu, ágætlega greindum manni og einhverjum merkasta skipuleggj anda austræns sósíal- isma. Patrascanu kom fótum undir öryggislögregluna og grundvallaði þannig raunveru- legt vald kommúnista í Rúmen. íu í skjóli Vórósjhíloffs, her- námsstjóra. Við valdatöku komm únista, var með öllu afnumið skoðana- og tjáningafrelsi og er svo enn. Guðrún hefði gjarnan mátt stíga niður af stalli flokksgests ins og kynna sér raunverulegt ástand í menningu og listum þessa hrjáða lands. Hún hefði gjarna mátt tala við menntafólk og listafólk um ástandið í skap- andi listum og menntun. Hún hefði gjarnan mátt líta í búðar glugga og gæta að því lesefni, sem fólki er skammtað. Hættu- lausir menn, sem Voltaire og Rousseau, Shakespeare og Gold schmidt, Andersen Nexö og Ib sen tróna þar að vísu í glugg- um, en menn eins og Norman Mailer og George Orwell, Pet- er Weiss og Peter Huchel, að ég ekki tali um Biermann og lífs hættulega menn eins og Laxness verður maður ekki var við nema þá helzt hjá neðanjarðargrúpp- um listamanna. Á einum stað í grein sinnl fagnar Guðrún því, að ályktun var sarnin gegn hvers kyns kyn þáttafordómum og arðráni. — Varð henni virkilega aldrei lit- ið til neins af þeim rúmlega tveimur milljónum sígauna, sem eigra um borgir Rúmeníu, soltn ir og illa haldnir, barðir og þjakaðir? Varð henni aldrei gengið um Magheru, hina glæsi- legu verzlunargötu. Vafalaust hefur hún gengið þar um, en hún talar fjálglega um, að eng in fátækrahverfi geti 1 Búka- rest. Ég get nefnt henni nokkur þau ömurlegustu fátækrahverfi sem getur í nokkurri borg svo sem Soseaua Colentina, í nánd við Splaiul Independentei (Sjálf stæðisgötuna!), í kringum Bule vardul Ion Sulea o.fl. o.fl. Ég skil ósköp vel, að konu norðan af íslandi þyki mikið til um gallanterí í barbaríinu þar aust ur frá og hef fyllstu samúð með slíku kvenfólki, en til mótunar stjórnmálastefnu og framkvæmd ar sósíalismans þarf töluvert meira en sjarma og sexappíl fé laga Nikólæs Tsjáseskús og langa lófaleika. Með beztu kveðjum til Guð- rúnar og Inga. IESIÐ DRCLEGD Þakka öllum vinum og vel- unnurum góðar gjafir og heimsóknir á 50 ára afmæli mínu 8. apríl sl. Ennfremur börnum mínum og öllum sem gerðu mér daginn ógleyman- legan Lifið heil. 1 Guðs friði. Guðlaug Sigriður Sveinsdóttir frá Nýlendu, Austur-Eyja- fjöllum, nú búsett að Lang- holtsvegi 140, Rvík. Heildverzlun vantnr mnnn til skrifstofu- og annarra venjulegra verzlunarstarfa. Verzlun- arskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg, Umsóknir merktar: „Reglusemi — 7435", ásamt meðmælum ef til eru sendist Mbl. fyrir 23. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.