Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1971 7 Hettumáfurinn Hérna sprang-ar hettnmáfnrinn á Tjarnarbakkannm. Hann er f reknr eins og fyrri daginn, og ekki er ólíkiegt, að kríunni þyki ófriðlega horfa, er sól hækkar á lofti og hún kemur til að hreiðra um sig í Tjarnarhólman um. UNG HJÓN vantar tveggja til þriggja herbergja' íbúð, sími 25609. VERKAMENN ó.skast strax, mikil vinna. Upplýsingar i síma 52655. BÁTAR TIL SÖLU IBÚÐ EÐA EINBÝLISHÚS 7, 10, 20, 21, 26, 29, 35, 37, 42, 51, 53, 56, 58, 50, 64, 67, óskast á leigu i Kópavogi, 100 og 175 lesta. Vesturbæ. Upplýsingar í Fasteignamiðstöðin síma 42628. Austurstræti 12, sími 14120. Atvinna Heildsölufyrirtæki óskar eftir að ráða mann til pökkunar- og lagerstarfa. U-msóknir sendist afgr. blaðsins fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Stundvís — 7437". FISKIBÁTAR TIL SÖLU 55 lesta bátur, mikið endurbyggður með nýlegri vél, einnig 10 lesta bátur í góðu standi. Höfum kaupendur að öllum stærðum fiskiskipa. TRYGGINGAR & FASTEIGNIR Austurstræti 10 A Sími 26560, kvöld og helgidaga sími 13742. ÁRNAl) IIEILLA Sjotugur er í dag, 17. apríl, Halldór Þórarinsson innheimtu- maður, Snorrabraut 36. Áttræð er í dag Þuríður Guð- mundsdóttir, fyrrum húsfreyja á Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysu strönd, nú til heimilis að Skip- holti 43, Reykjavik. Þann 3.4. voru gefin saman í hjónaband í Frikirkjunni í Hafn arfirði af séra Braga Benedikts syni ungfrú Sigurbjörg Hilmars dóttir og Sigurður H. Jónsson. Heimili þeirra er að Hringbraut 75 Hf. Ljósmyndastofa Kristjáns. Skerseyrarveg 7. Gefin verða saman í hjóna band sunnudaginn 18. apríl af séra Þorsteini Bjömssyni, Anna Kjartansdóttir Lindargötu 11 og Sigurður Pétursson, Nesvegi 5. 1 dag, laúgardag verða gefin saman í Dómkirkjunni, Ingi- björg Ingimarsdóttir, Álfheim- um 34 og Stefán Skarphéðins- son, stud. jur. Barðavogi 30. Heimili þeirra verður að Barða vogi 30. FRETTIR Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur fund í félagsheimilinu að Hallveigarstöðum, þriðjudag inn 20. apríl kl. 8,30. Jón H. Björnsson, skrúðgarðaarkitekt sýnir litskuggamyndir, talar um blómarækt og skrúðgarða og svarar fyrirspurnum. PENNAVINIR Paul Cleusters, 4190, Kleve/ Ndrrh., Mittelweg 48, West Ger many, langar í bréfaskipti við 18—20 ára íslenzkan pilt, á ensku eða þýzku. Safnar fri- merkjum, sjávarkortum og rússn eskum bókmenntum. Radojevic Biljana, ul. Tana- ska Rajic br. 6, Kragujevac, Yugoslavia, óskar eftir penna- vini á Islandi. Hellmut Richter D 407 Rheydt 3. P. O. Boz 21, West Germany, 30 ára, óskar eftir bréfasam- bandi við stúlkur og pilta frá 18—35. Hefur áhuga fyrir ís- lenzku þjóðlífi, frímerkjum, skrifar ensku og þýzku. Arnfinn Westerhus, Lagmarn Dreyers gt. 12, 7000 Trondheim, Norge, frímerkjasafnari, óskar eftir viðskiptasambandi á Is- landi. Dickelé Joél, 8 rue St. Naz- aire, Mulhouse-Bourtzwiller, 68 Haut-Rhin, France, 14 ára óskar eftir íslenzkum dagblöðum og myndum af Islandi og hefur mik inn áhuga á landi og þjóð, þar sem hún er að læra um okkur í skólanum. VÍSUKORN Þeir buðust til að bjarga þjóð, enn bíða greyin. Ekki verður völlur sleginn, vilji enginn nýta heyin. St.D. Lífsins svið Menn leika sér svo létt og dátt urfl lífsins svið. Við skulum ekki hafa hátt en hinkra við. Kuldaljóð. Þegar kveður kuldaljóð, Kári út við sæinn, ég vil kveða ástaróð er á líður daginn. Eysteinn Eymundsson. cyÁst en.. . . . að létta henni hús- verkin með snyrti- mennsku. ÁHEIT OG GJAFIR Gjafir og áheit til Styrktar- félags vangefinna i desember 1970 og 1. ársf j. 1971. Desember: Þóra Þorvaldsd. kr 100, J. Sigurðss. 100, Haraldur Gíslason 1.415, Snorri Sigfúss. kr. 1.000, Magnús Guðmundsson 100, Ónefndur 500, Bílasala Guð mundar 1.000, N.N. 500, N.N. 500 Ásta Hjálmtýsd. 100, Konur undir Eyjafjöllum 17.835, Kona 100, N.N. 100, Njáll Þóroddsson 10.000, K.H. 300, Lionsklúbbur- inn Baldur 10,000, frá Isafj. 5000 Fanný 1.000, Ingvar 24.000, Ýms ir 3.990. Janúar: N.N. 2.000, S.A.O. 1.400, N.N. 5.000, Kristin Krist- mundsd 500, Tómas Helgason 500, Febrúar: N.N. 200, Árni Guð- mundsson 1.000, H. 200, N.N. 200, Bjöm Bjamason 200, Erla: Magnúsdóttir, 200, Tómasína Oddsdóttir 500, Einar Skúlason 200, S.G. 500. Margrét Gunnars- dóttir 1.000, H. 1000 frá Isafirði 100. Marz: Erla Magnúsdóttir 500, Sigríður Guðmundsdóttir 1.00Ö, Dóra 100, Halldór Guðjónsson 2.000. SÁ NÆST BEZTI Kona nokkur fór í mannúðarskyni inn í fangelsi í London. Hún hitti þar fyrst innbrotsþjóf og sagði við hann: „Nú vona ég, að þér hugleiðið vandlega að ráða bót á yfirsjónum yðar.“ „Það getið þér bölvað yður upp á, frú mín, því þegar ég slepp héðan og tek aftur til starfa, ætla ég ekki að gleyma því að vera með hanzka á höndunum," anzaði þjófurinn. Til sölu Skoda 1000 MB, árgerð 1965 í þv! ástandi sem hann er, eftir árekstur. Upplýsingar í síma 85288 eftir kl. 14.00 í dag. BIFREIÐAR TIL SÖLU VOLVO AMASON 62 VOLKSWAGEN 1600 — ‘67 glæsilegur blll. nýinnfluttur, ekinn 46 þús. Allur nýyfirfarinn km, sem nýr utan og innan. og sprautaður. Sími 21588 og 10770 Sími 15434 og 37416. •A Bifreiðarnar verða til sýnis við Stigahlíð 14 i dag og næstu daga. Getið þér ekið „bara á VOLKSWAGEN?“ bér gelið ekið allavega á V.W. I»ér akið honum — afturáhak og áfram. — Hratt og hægt. — Upp hrekkur og niður. — Til vinstri og hægri. — Hvað getið þcr ekki gert á V. W.? I>ér gctið ekki vakið á yður sérstaka athygli. Fólk snýr sér ekki við, þó þér akið V. W. Til þess hafa Volkswagen- verksmiðjurnar framleitt of marga híla, — 13 milljónir síðan 1949. Og vinir yðar, vcrða ekki undrandi þegar þér segið þeim verðið. V.W. er í fáum orðum sagt: fallegur — hagkvæm- ur — öruggur og skemmtilegur bill. — bíll, sem íólk úr öllum stéttum ekur, vegna verðleika hans. KOMIÐ, SKOÐIÐ OC REYNSLUAKIO VW. 1971 HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Simi 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.