Morgunblaðið - 28.04.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1971 fltfligMitHftfrife Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar N/latthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. SAMSTAÐA í LANDHELGISMÁLINU að kom glögglega í ljós í þeirn umræðum, sem urðu um landhelgismálið á Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í fyrradag, að mikil sam- staða er meðal Sjálfstæðis- manna um þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn og rík- isstjóm hafa markað í land- heigismálinu, en kjarni henn- ar er sá, að færa beri fisk- veiðitakmörkin út í a.m.k. 50 sjómílur og sums staðar lengra, en á þessu stigi er engin afstaða tekin til þess, hvenær sú útfærsla skuli fara fram. Umræður urðu um 'þetta mál á Landsfundinum sl. mánudag og tóku fjölmargir Landsfundarfulltrúa til máls. Allir lögðu þeir áherzlu á, að tíminn vinni með okkur ís- lendingum í þessu mikla lífs- hagsmunamáli þjóðarinnar. Á Landsfundinum eru saman komnir fulltrúar hvaðanæva að af landinu, fólk, sem bú- sett er í sjávarþorpunum kringum landið og á öðrum fremur lífsviðurværi sitt und- ir því komið, að fiskveiðarnar gangi vel. Stuðningur þessa fólks við þá stefnu, sem Al- þingi og ríkisstjóm hafa markað í landhelgismálinu, sýnir, að hún á miklu fylgi að fagna um gjörvallt landið. Barátta okkar íslendinga fyrir útfærslu fiskveiðitak- markanna er orðin æði löng, og hún hefur á stundum verið býsna hörð. Almenningur í þessu landi þekkir þá baráttu mjög vel og gerir sér þess vegna fulla grein fyrir nauð- syn þess, að unnið verði að framgangi hagsmunamála Is- lendinga af ábyrgð og festu. En að því marki miða einmitt tillögur og samþykktir ríkis- stjórnar og Alþingis. Við lok umræðna á Lands- fundinum um landhelgismál- ið tók Jóhann Hafstein, for- sætisráðherra, til máls og lýsti ánægju sinni yfir þeirri samstöðu, sem væri meðal Landsfundarfulltrúa um þá stefnu, sem stjómarflokkam- ir hefðu markað í landhelgis- málinu. Benti forsætisráð- herra á, að stjórnarandstaðan hefði gert landhelgisimálið að flokkspólitísku máli vegna kosninganna. Ástæðan fyrir því væri sú, að stjórnarand- stöðuflokkamir teldu sig ekki hafá önnur mál fram að færa gegn Sjálfstæðisflokknum eftir 12 ára stjórnarforustu hans. Það er vissulega illa farið, að ekki skyldi nást samstaða á Alþingi íslendinga um stefnuna í landhelgismálinu, en úr því sem komið er, skipt- ir mestu máli, að kjósendur sýni það glögglega í kosning- unum í vor, að þeir hafni þeirri ábyrgðarlausu henti- stefnu, sem stjómarandstöðu- flokkarnir hafa markað og sýni svo ekki verði um villzt, að íslendingar standa einhuga að baki þeim, sem vilja af djörfung en ábyrgð vinna að útfærslu fiskveiðitakmark- anna. Merk tímamót í skipasmíðaiðnaði T setningarræðu sinni á *■ Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins skýrði Jóhann Haf- stein, forsætisráðherra, frá því, að innan skamms yrðu undirritaðir samningar við Slippstöðina á Akureyri um smíði tveggja skuttogara. Verða togarar þessir smíðað- ir samkvæmt þýzkum teikn- ingum, sem breytt verður í samræmi við íelenzkar að- stæður. Gert er ráð fyrir, að fyrri togarinn verði afhent- ur 21 mánuði frá því að samn- ingar verða undirritaðir, en seinni togarinn 9 mánuðum frá afhendingartíma hins fyrra. Slippstöðin á Akureyri mun fjölga mjög starfskröft- um vegna smíði togaranna, en í þessu mikla atvinnufyrir- tæki Akureyringa starfa nú um 170 manns. Með smíði tveggja skuttog- ara í Slippstöðinni á Akur- eyri verða mörkuð merk tímamót í skipasmíðum á Is- landi. Skipasmíðaiðnaðurinn hefur vaxið með ótrúlegum hraða á undanförnum árum vegna dugnaðar og atfylgis þeirra einstaklinga, sem haft hafa forustu um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar og skilnings og fyrirgreiðslu stjórnarvalda. Með smíði stramdferðaskipanna á Akur- eyri var sýnt fram á, að ís- lenzkar skipasmíðastöðvar gætu tekið að sér stærri verkefni en þau að smíða smærri fiskiskip, og hið sama mun koma í ljós með smíði skuttogaranna á Akureyri. „Fátt er það að mínum dómi, sem okkur er mikilvægara en að vera þess megnugir að smíða okkar eigin fiskiskip innan lands, en þess er einnig að minnast, að tvö strand- ferðaskip hafa nú verið Schnez, hershöfðingi, einn þcirra, sem hafa krafizt endurskipnlagningar vestur-þýzka hersins. Þýzkir höfuðsmenn gera uppreisn ÓÁNÆGJA í vestur-þýzka heraflanum, Bundeswehr, veldur stjórn Willy Brandts kanslara sívax- andi erfiðleikum um þess- ar mundir. Þrjátíu höfuðs- menn úr einu og sama her- fylkinu hafa birt greinar- gerð þar sem þeir fara hörðum orðum um varnar- málastefnu stjórnarinnar, og eiga slík mótmæli sér tæpast nokkra hliðstæðu. Þá veldur það Brandt og samráðherrum hans áhyggjum, að vaxandi fjöldi ungra Þjóðverja neitar að gegna herþjón- ustu af samvizkuástæðum og að eiturlyfjaneyzla fær- ist í vöxt á meðal her- manna. Kristilegir demókratar hafa gripitð greimairgerð höíuðs- mianinanina feginis hendi til þess að ráðast á stjórnima og halda því fram að þessi mót- mæli séu merki um almenna óánægju innan heraflans. — Friedrich Zimrríenmamin, for- maður varnaxmálanef .idar þingsins og einn af framá- möninum Kriistilegra demó- krata, fullyrti að stjórmin bæri ábyrgð á rýmandi srjálfs trausti og baráttuhug vestur- þýzkra hermanna. í umræð- um, sem nýlega fóru fram á þingi, hélt Zimimenmann því fram, að greinargerðin bæri vott um örvæntingu meðal vestur-þýzkra hermanna. í mótmælaskjalinu saka höfuðsmennimir þrjátíu ríkis stjómina um að „falsa“ raun- verulegan hemaðarmátt aust- urveldanna og vesturveld- anna í von um pólitískan á- vinning. Þeir sögðu að með því að gera lítið úr metnaði Rússa græfi stjómin undan hvers konar árvek-ni gagnvart hættum og þar með vilja til þess að hafa herinn við öllu búinn. f greinargerðinni sagði, að hernum fyndist stjómin vera að draga úr varnarviðbúnaði og vildi að hann væri eins lítill og mögu legt væri. Stjómin tæki ekki tillit til þess, að slík stefna stofnaði í hættu baráttuhug hermanna og sjálfri tilveru heraflans. Höfuðsimeninimir kvörtuðu undan „hræðilegum" skorti á mannafla í hernum. Yfir- völdin játa, að alvarlegur skortur sé á ungum liðsfor- ingjum, sem eru hæfir til að stjóma bardagasveitum. Sem stendur er aðeins 55% af jiess um foringjastöðum skipaðar. Því er einnig mótmælt í Skjali höfuðsmannanna, að stjómmálamenn hafi allt of mikil áhrif á hreinar og beinar hernaðarákvarðanir. Sagt er, að yfirimeain herafl- ans neyðist til að vera tæki- færissinnaðir til þess að full- nægja óskum ríkisstjórnar- iwnar. Því er haldið fram, að höfuðsmenn séu neyddir til að starfa við svo hönmulegar að- stæður, bæði siðferðilegar og efnalegar, að þeir hafi misst allt traust á forystumönnum stjórnmála og hertmála lands- ins. Þeir hvöttu til aukinis aga í heraflanum og kröfðust þess, að hljóðvarp og sjón- varp hæfust handa um að fræða almenning um þörfina á hernaðarviðbúnaði. Höfuðsmennimir eru ekki einangraðir í gagnirýni sinni. Almennt séð túlka þeir slkoð- anir íhaldsmanna og foringja af gamla skólanum í þýzka heraflanum. Eftirlitsmaður lanidhersinis, Albert Schnez, hershöfðingi, tók svipaða af- stöðu 1969 og krafðist þess í umdeildu skjali að heraflinn og allt þjóðfélagið yrði endur- skipulagt frá rótum. Hann hélt því líka fast fram að þörf væri á auknum aga. íhaldsmenn eiga erfitt með að aðhæfa sig nýja vestur-þýzka hernum, sem risið hefur eftir stríðið. Þeir eru hneykslaðir á því, að Helmut Schmidt, varnarmálaráðherra jafnaðar- manma, skuli leyfa henmönn- um að vera síðhærðir. Eina skilyrði Schmidts er, að her- menn verði að bera hánnet, ef lengd hársins getur stofnað öryggi í hættu eða valdið truflunum í starfi. íhalds- mönnum finnst það stríða gegn öllum aga, að leyft skuli að hengja upp myndir af Leniín, Mao Tse-tung og Che l Guevara í hersikálum. Tján- / ingarfrelsi er grundvallar- 1 regla í hinum nýja her vest- I ur-þýzks lýðræðis. 1 Stjómin hefur brugðizt \ mjög varlega við uppreisn l hÖfuðsmannaninia. Þeir hafa / ekki verið látnir sæta refs- 1 ingum fyrir agaskort þótt þeir \ sýndu óskammfeilni, þegar t eftirlitsmaður herafíans og 7 háttsettasti hermaður Þjóð- 1 verja, Ulrich de Maiziere, t hershöfðingi, reyndi að rök- í ræða við þá um umikvartanir þeirra. Brandt, kamslari, og Schmidt, varnanmálaráðherra, vilja ekki skerða málfrelsi í heraflamum, en virðast óttast að refsiaðgerðir geti komið af stað illdeilum við höfuðs- menn í öðrum herfylkjum. Schmidt hefur reynt að gera lítið úr málinu með því að gefa í skyn, að lítill minni- hluti höfuðsmanmarma 30 hafi tðkið þátt í að semj a hina pólitísku kafla greinargerðar- innar. Hann hélt því fram, að formælendur stjórnaramd- stöðunnar hefðu notað þá fyr ir verkfæri og gætt þess vand lega að birta skjalið nokkr- um dögum áður en varnar- málaumræðumar hófust í þinginu. Stjóminni virðist mikið í mun að korna í veg fyrir nei- kvæðar fréttir um heraflann á sama tírna og ugg vekur að þeim fer ört fjölgandi, sem neita að gegna herskyldu af samvizkuástæðum. Árið 1960 kváðust 6.000 ekki geta gegnt herskyldu af samvizkuástæð- um. Árið 1969 var tala þeinra orðin 14.000 og í fyrra var hún orðin 19.000, sem er algert met. Fyrstu tvo mánuði þessa árs kváðust 7.900 ekki geta gegnt heriskyldu af samvizku ástæðum, og talsmenn stjóm- arandstöðunnar gefa í skyn, Framhald á bls. 20 OBSERVER >f OBSERVER smíðuð hér heima, Hekla og Esja,“ sagði Jóhann Hafstein í ræðu sinni við upphaf Landsfundar. Næsta skrefið í uppbyggingu skipasmíðaiðn- aðarins hlýtur að verða það, að hefja útflutning á fiski- skipum, en fáar þjóðir ættu að vera betur færar en við íslendinigar að smíða fiski- skip vegna þekkingar okkar og reynslu á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.