Morgunblaðið - 28.04.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1971 Skrifstofustúlka Heildverzlun óskar að ráða stúlku til vélritunarstarfa. Umsóknir sendist blaðinu merktar: „Vélritun — 7379“ fyrir 1. maí. Afgreiðslustúlko óskost Óskum eftir að ráða stúlku til verzlunarstarfa, um tvltugt. Þarf að vera snyrtileg, stundvís og hafa góða framkomu. Upplýsingar í verzluninni frá kl. 4:30 — 6. Tízkuskemman hf. Skrífstofum vorum og verksmiðju er lokað I dag frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar Þorsteins Schevings Thorsteinssonar, lyfsala. SMJÖRLÍKI H.F., Þverholti 19—21. Blaðburðar- fólk óskast í eftirtalin hverfi: Talið við afgreiðsluna í síma 10100 Bergstaðastræti Hverfisgötu I Ægissíðu Flókag. efri FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði Spilakvcjld Spilakvöld í Skiphól föstudaginn 30. apríl kl. 8,30 stundvíslega. 1. Félagsvist (Góð verðlaun). 2. Avarp. Oddur Ólafsson yfirlæknir. 3. Þjóðlagasöngur, Kristln Ólafsdóttir og Helgi Einarsson. 4. Glæsilegt happdrætti. 5. Dansað til kl. 1. Húsið opnað kl. 8. Mætið stundvislega. SPILAIMEFNDIN. NÁMSKEIÐ UM ATVINNU- LÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN Námskeið heldur áfram fimmtudaginn 29. april kl. 19,30 í Skipholti 70 og verður þá rætt um: Fjármagnið og atvinnulífið Fyrir svörum sitja: Magnús Jónsson, ráðherra og Jónas Haralz, banka- stjóri. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvislega. Samband ungra Sjálfstæðismanna. — Observer Framliald af bls. 15 að fjöldi þeirra í ár geti orðið rúmlega 30.000. Brandt, sem er vissulega engiinn hemaðarsinnl, hefur lýst ugg sinum vegna þessa fyrirbæris. „Lýð r æ ðiskerf ið getur því aðeins fullnægt lög- mætum þörfum borgaranna, að þeir geri sér grein fyrir því að þeir verða sjálfir að leggja eitthvað af mörkum til ríkisims. Það veldur okkur ugg að hluti ungu kynslóðar- innar neitar að leysa þær skyldur sem ríkið væntir af þeim,“ sagði Braridt í þing- ræðu fyrir skömmu. Kanslar- inn sagði, að stjórmarstoráin tryggði þeim, sem samvizk- unnar vegna gætu ekki gegnt herskyldu, lausn frá herþjón- ustu, en vissir ungir menin mismotuðu þetta ákvæði Fritz Rudolf Schultz, eftir- litsmaður málefna heraflans á þingi, benti á í skýrslu, sem birt var nýlega, að ungir Þjóðverjar væru haldnir and- úð á yfirvöldum. Þeir væru fjandsamlegir samfélaginu og sæju enga ástæðu til þess að verja eða varðveita ríkjandi stjórnimála- og þjóðfélags- kerfi. Schultz benti einkum á það í skýrslunni að eiturlyfja neyzla henmanna væri komin á uggvænlegt stig. í aðeins einu herfyltoi hefðu 40 menn verið staðnir að etturlyfja- neyzlu á einum mánuði. Reka varð tvo flugmenm, sem störf- uðu við flugöryggismál, vegna þess að eiturlyfjaneyzla þeirra var orðin hættuleg flugmönnum, segir Schultz í skýrslunni. Hann skýrði einn- ig frá því, að í skriðdreka- deild nokkurri hefði hermað- ur átt vania til að sofna í skrið dreka sánum að lokinni eitur- lyfjaneyzlu, í flotanum hefði sjóiiði fallið fyrir borð og drukknað undir áhrifum eit- urlyfja er skip hans lá við festar. Eitt mikilvægasta vanda- málið er í því fólgið, að stjóm in er staðráðin í að gæða her- aflann lýðræðisanda og við- halda þeim anda. fhaldsmenn, sem halda í gamla prúsisn- eska hefð, snúast óhjákvæmi- lega gegn tiltölulega frjáis- lyndu andrúmslofti í herafl- anum. Stjórnin reynir að út- rýma þjóðernislegum og hem aðarlegum hleypidómum, en verður um leið að tatomarka fjölda þeirra, sem telja sig ekiki geta gegnt herþjónustu af samvizkuástæðum, svo að takast megi að fullnægja þörf heraflans á nauðsymleg- um mannafla. — Minning Uorsteinn Framhald af bls. 12 úrskeiðis. Veiðiferðimar með honum eru ógleymanlegir dagar. Frímúrarareglan á Þorsteini mikið að þatoka. Hann hafði starfað þar um nálega hálfrar aldar skeið þegar vanheilsa hans batt endi á að hann gæti lengur sinnt þvi hjartfólgna hugðarefni sínu. Hann var þeim félagsskap til mikillar sæmdar í allri breytni sinni og dagfari, og í húsakynnum hans við Austur- stræti fór starfsemin fram um 30 ára skeið. Að leiðarlokum flytjum við fé- lagar og vinir Þorsteins Schev- ings þakkir fyrir samfylgdina. Löngu og farsælu lífsstarfi er lokið, mikill drengskaparmaður og traustur þjóðfélagsþegn til grafar genginn. Ástvinir hans og aðrir, sem hann var kær, og eflaust hann sjálfur líka, hefðu jafnvel óskað, eins og komið var, að hann hefði fengið að verða samferða sinni mikilhæfu og ástríku eiginkonu, frú Berg- þóru, þegar hún var brott köll- uð á síðasta ári. Hans verður varla minnzt svo, að hennar sé ekki einnig getið og með aðdá- un þeirrar umhyggju sem hún ávallt bar fyrir honum, og ekki sízt þegar hann var orðinn hjálparþurfi. Aðskilnaður þeirra varð stuttur, og trúlegt þykir mér að hennar útrétta kærleiks- hönd hafi beðið hans við heim- komuna nú eins og jafnan áður. Víglundur Möller. ÞEGAR við vinir Þorsteins um áraraðir, jafnvel um áratuga skeið kveðjum hann nú í hinzta sinn, er margs að minnast og margt að þakka. Þorsteinn Scheving var margslunginn per- sónuleiki og sló á marga strengi hjá þeim, er honum kynntust. Hann var félagslyndur að eðlis- fari, enda hamhleypa til vinnu I félagsmálum og kom þar viða við á langri ævi, en þó var hann innhveríur öðrum þræði og ekki allra. Okkur, sem þekktum hann vel, var oft ljóst, hvílík gæði lifðu með þessum manni, við- kvæmur og tilfinninganæmur f jorir stóru sem smáu, en mest þó fyrir þeim, sem bágast áttu og smæstir voru. Hann var ekki gjarn á að flíka neinu, sem hon- um við kom og sagði engar sög- ur af þvi, sem hann beitti sér fyrir og hann kom nálægt. Aft- ur á móti var hann sögufróður og sagði okkur þá gjama fjöl- breytilegar sögur um bæði stórt og smátt efni og minnti þá oft á sagnaþul, sem skreytti mál sitt orðskrúði gamalla sagna. Ég kynntist honum fyrst í gegnum starf I ÍR og átti með honum samstarf þar um árabil. Síðar urðu kynni okkar nánari, OFNS: Öll réttindi áskilin. Tveggjo herbergja íbúð óskast til leigu. — Upplýsingar veitir Lögmannsstofa Guðm. Ingva Sigurðssonar, hrl., Laufásvegi 12, Reykjavik, sími: 22505. Vanur gröfumaður Vanur gröfumaður og maður vanur loftpressu óskast strax, ennfremur nokkrir verkamenn. TURN H/F., Suöurlandsbraut 10 — Sími 33830. 4000 fm ræktuð lundspíldo úr landi jarðarinnar Olfarsfell í Mosfellssveit til sðlu, ásamt sumarbústað, geymsluskúr og jarðhúsi (kartöflugeymsla). Upplýsingar gefur undirritaður. HAFSTEINN HAFSTEINSSON, HDL., Bankastræti 11 — Sími 25325. Viðtalstími kl. 4—6 e.h. bæði í starfi hans við útgáfu Lyf jahandbókar fyrir lækna, viö veiðiskap og önnur félagsstörf. Ég geri ráð fyrir að ég mæli fyrir munn margra vina hans, er ég að lokum þakka honum fyrir ágæt kynni og marga ánægjustund á liðnum árum bæði við straumvatn árinnar, i félagsstarfi og í húsakynnum, sem honum og okkur eru kær frá mörgum samverufundum lið- inna ára. Farðu vel, vinur og bróðir. Sp. J. — Minning Johan Framhald af bls. 19 fyrir þéi, sem höfðu ræktun að lífsstarfi. En Johan Schröder var lánsmaður og hann eignað- ist ágæta konu, Jakobínu Hans- dóttur Beck frá Sómastöðum í Reyðarfirði, sem studdi hann og styrkti í öllum störfum. Þau hjónin komu upp myndarlegri og góðri garðyrkjustöð í Birki- hlíð við Nýbýlaveg, sem var far- in að gefa þeim góða lífsafkomu. En á skammri stund skipast veð ur í lofti. Fyrir nokkrum árum missti Johan heilsuna og varð að fara varlega við alla vinnu upp frá þvi Var það mikil raun fyrir vinnugefinn mann að þurfa að horfa á aðra vinna en hiifa sjálfum sér. Það var ekki að skapi Johans. En þá fann hann það, hve gott það er að eiga góða konu og ágæt börn. Við Islendingar höfum þegið margt gott frá Dönum, en ekk- ert er betra frá þeim komið en dugandi menn, sem hafa verið brautryðjendur á ýmsum svið- um Johan Schröder var einn af þeim. Hákon Bjarnason. ÉG mun með nototorum orðum minnast Jóhanna Schröders garð yrkjumanns að Birkihlíð við Nýbýlaveg í Kópavogi, en hann lézt eftir mjög stutta legu. Aðeins noktorum dögum fyrir andlátið hittumst við í Rotary í Kópavogi í hádeginu, en hann heilsaði að vanda félögum sím- úm hlýlega og ræddi við þá um ýmis mál, en örugglega grunaði engan oktoar, að þá kvöddumst við hitnztu kveðju í okkar jarðn- esku tilveru. Þannig ber dauðantn oftast að garði öllum að óvörum og er sérhverjum hollt að minnast þess, enida þótt ég sé sannfserð- ur um að Jóhamn væri við öllu búinn. Jóharan er með elztu Kópavogs- búum - og var harnn eiran aí frumbyggjendum þessa staðar. Var haran mjög sjálfstæður í skoðunum og framkvæmdum og ' setti strax sterkan svip á bæjar- félagið. Harun var einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Kópavogs og var mjög virkur flokksmaður um laragt skeið. Hann vax eininig einra af stofnendum Sparisjóðs Kópavogs og hefur ætíð verið eiran af hörðustu baráttumöran- um fyrir áfmmhaldaradi rekstri og uppbyggingu þeirrar stofn- unar. Jóhann var sérstaklega dreng lyradur og hispurslaus í fram- komu og sagði óspart símar skoðamir á málum, ef þær voru sannfæring hans, enda þótt það félli ekki öllum jafnvel í geð. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að geta þess sérataklega hversu rarrwraíslenzkur og þjóð- legur hanin var í stooðunum, en eins og flestir vita þá var hann daraskur að uppruna, enda þótt haran síðar yrði íslenekur ríkis- borgari. Getum við þaktoað sér- staklega forsjóninrai fjrrir að hanm skyldi eyða æviakeiði sinu hér á landi og með því urðum við aðnjótandi starfskrafta hans, en þeir voru miklir, eins og svo mörgum er kuninugt. Votta ég og fjölskylda min eiginkonu Jóhanms og börnum inrailegustu samúð. Guð blessi ykkur í framtíðininL Sigurður Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.