Morgunblaðið - 28.04.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. APRÍL 1971 orðið að vera vélstjóri það sem eftir var ævinnar. Jimmy leit á Appleyard, sem kinkaði kolli. — Ég býst við, að þarna sé sag- an rétt rakin hjá yður, sagði hann. —Gott og vel, sagði Jimmy. Hingað til hefur aðalþrautin hjá okkur verið sú að finna einhvern tilgang með morðinu á Caleb. En nú liggur hann í aug- um uppi. Að Caleb frágengnum verður Benjamín eigandi að Farningcote og gullinu í turn- inum. Þá gat hann hætt á sjón- um og lifað eins og höfðingi á höfuðbólinu. Vafalaust hefði hann gengið að eiga frænku sína og Glapthorneættin þá vaknað til nýs lífs. —Benjamín finnur þvi upp þessa klóklegu aðferð til að losna við bróður sinn. Og um hanaTer ekki annað að segja, en það, að hún heppnaðist vel. En framhaldið varð bara ekki eins í kvöld kl. 20.00 leika VÍKINGUR - nr. 1.322 nr. 28326 — 4.447 + — 28.487 — 6.614 — 30.539 — 9.723 — 30.830 — 9.726 — 31.830 + — 11.252 — 34.151 — 13.961 — 35.879 — 14.011 — 36.807 — 14.184 — 37.166 — 11.301 — 37.347 — 15.552 — 38.562 — 15.564 + — 38.750 — 21.241 — 38.957 og Benjamín hafði gert ráð fyr- ir. Eins og algengt er um glæpa menn, hafði hann oftraust á sín- um eigin sniðugheitum. Hann hélt, að þetta kæmist aldrei upp. Bjóst við að koma heim og finna, að meinlaus kviðdómur hefði úrskurðað dauða af slys- förum, og allt væri dottið í dúnalogn. Svo hefði hann feng- ið sér mannhjálp, náð í gullið og allt hefði verið i himnalagi. — Honum hlýtur að hafa orð- ið illilega hverft við, þegar ég gekk um borð i Niphetos um leið og hann lagðist að bryggju. Honum hefur varla fundizt það vera hlutverk Sotcland Yards að færa syrgjandi sjó- mönnum dánartilkynningar. En hann lét bara sem ekkert væri og blekkti mig algjörlega, verð ég að játa. Hann frétti, að lög- reglan hefði málið til meðferð- ar og vissi meira að segja þeg- ar, hvernig morðið hefði verið framið. Það má telja honum til hróss, að hann skyldi ekki taka til fótanna þegar ég var farinn. — Og svo næsta dag kemur hann Woodspring vinur okkar ARMANN nr. 43.170 nr. 67.544 + — 43.319 — 68.576 — 43.657 + — 68.983 — 44.126 — 69.003 + — 44.722 + — 70.182 — 45.222 — 70.329 — 46 238 + — 70.566 — 48.532 — 71.359 — 48.802 — 71.364 — 49.011 — 72.826 — 62.462 + — 73.980 — 62.473 + — 75.814 — 62.589 — 77.414 — 64.281 — 78.502 — 65.616 með þennan blessaða samning sinn upp á vasann. Benjamín hefur sjálfsagt klórað sér í hár- inu, þegar hann las hann. Hér var þessi bóksalabjáni, af ein- tómri hégómagirnd, að bjóða hlægilega hátt verð fyrir einsk isverðan móa og tum. Það hefði mátt hlæja að því, hefði það ekki komið svo óþægilega. — Auðvitað þorði Benjamín ekki annað en skrifa undir. Hann þorði ekki fyrir sitt auma líf að gefa til kynna, að neitt sem nokkurs var virði fyr- irfyndist á eigninni. Hann undirritaði því, eins og ekkert væri, og bætti meira að segja við viðbótargrein. Það gat vit- anlega verið sama. Engum gæti dottið í hug, að faðir hans færi að deyja áður en Benjamín tæk ist að tæma turninn. Og auk þess hafði Woodspring sagt hon um, að hann yrði ekki kominn heim fyrr en í dag. En eftir að Woodspring var farinn hlýtur Benjamín að hafa farið að brjóta heilann heldur betur. Hann vissi ekki, hve mik- ið lögreglan vissi, né heldur, hvort sín væri gætt. En hann vissi hins vegar, að jafnskjótt sem nokkur skynsamlegur til- gangur með morðinu kæmi i ljós, sæti hann sjálfur í súpunni. Hann ákvað þvi að hafa hendur á gullinu og koma því einhvers staðar fyrir. Og hann hefði næstum getað falið Niphetos sjálfan í auðu álmunni í Klaustrinu. — Því var þessi saga, sem hann sagði Macbrayne og brott- för hans af skipinu, með verk- færin, sem hann hafði útvegað sér, i töskunni. Bor, járnstöng og sög. Hann kann að hafa vit- að, hvar lykillinn að turninum var geymdur, en hann vildi ekki eiga það á hættu að fara að leita að honum. Það var eins gott að saga sundur lásinn. Og af skiljanlegum ástæðum vildi hann ekki láta sjá sig á ferli í Lydenbridge. Hann kom þvi hingað aðra leið og gekk beint að turninum. Og þar eð hann var hér fæddur og uppalinn, rat aði hann um allt. — Hann hafði lesið úr ritning- arstöðunum, en hlaupið yfir við vörunina. Auk þess vissi hann, að járnbogi var innan í turn- inum. En hann hafði ekki at- hugað, að annar bogi var utan á honum, undir múrhúðuninni. Og svo gat hann að minnsta kosti unnið óséður inni í turninum. Hann hlýtur að hafa orðið feg- inn, þegar svona mjög tók að hvessa, því að þá var ólíklegt, að neitt heyrðist til hans. Mér þætti gaman að vita, hvað hefur komið í huga hans, þegar sandurinn tók að renna út úr götunum, jafnharðan og hann boraði þau? Þið skiljið, að þarna mundi ekki koma út ann- að en sandur, þar sem götin voru oflítil til þess að pening- arnir kæmust út um þau. Kannski hefur hann haldið, að þetta væri gullsalli? Og ég er viss um, að þannig hefur sandurinn getað litið út I birtunni frá vasaljósi. — En hvað um það: Hann hélt áfram að bora, þangað til járn- boginn var næstum í sundur á tveifur stöðum. Þá tók hann til með járnstönginni og spennti burt millistykkið. Þá vissi hann, að hann hafði lesið rétt úr boð- skapnum. Það er stundum sagt að menn standi undír gullregni, og Benjamín lá áreiðanlega und ir slíku. Sandurinn og gullið hlýtur beinlínis að hatfa fossað út úr rifunni, sem hann var bú- inn að gera. Ég býst við, að hann hafi bara staðið kyrr og horft á þetta og velt því fyrir sér, hvernig í dauðanum hann ætti að geta komið þessu gulli inn í Klaustrið fyrir birtingu. Og líklega hefur þetta verið síðasta hugsun hans í þessum heimi. Ég þykist viss um, að turninn hafi brostið eitthvað áður en hann féll, en i stormin- um, sem þarna var, hefur Benjamín sennilega ekki heyrt brestinn. Og þegar bresturinn kom, þá hefur hann kom- ið snögglega. Benjamin hefur áreiðanlega dáið samstundis, þegar allt þetta grjót féll ofan á hann. Jimmy þagnaði og leit á Priestley, i von um samþykki hans. En á andliti prófessorsins sáust engin svipbrigði. — Svo að þá er rannsókninni á morð- inu á Caleb lokið, eða hvað? sagði hann í spurnartón. — Já, það er henni, sagði Jimmy. — Benjamín drap bróð- ur sinn og síðan tókst honum að drepa sjálfan sig. Þetta er víst það sem stundum er kallað skáldlegt réttlæti. — Priestley sneri sér að Appleyard. -— Vafalaust eruð þér á sama máli og starfsbróðir yðar? Appleyard yppti öxlum. — Ég gat mér þess alltaf til, að Benjamin væri morðinginn. Og nú liggur líka ljóst fyrir, hver tilgangurinn var með morðinu. Pristley andvarpaði. — Það virðist nú varla neitt skáldlegt réttlæti, að maurarnir hans Thaddeusar Glapthorne skyldu falla í hendur al-óviðkomandi manni, sagði hann lágt. — Svei mér ef ég var ekki með hugann svo fullan af Benjamín, að mér datt það alls ekki í hug, sagði Appleyard. — Samkvæmt þessum samningi hans Woodsprings, er hann eig- andi móans og alls þess, sem á honum er og vex. Þar með talið gullið og svo sem líka líkið af Benjamín. —- Það er nú víst ekki um neinn eignarrétt að ræða á liki, sagði Jimmy. —- Og það er kannski eins gott, þar, sem við höfum flutt það burt. Jæja, hvað sem öðru líður, þá á Woodspring nú nóg til að byggja húsið sitt fyrir og svo sem turninn líka, ef hann kærir sig um. —- Já, ef lögreglan lætur hann ganga lausan, sagði Priestley, lágt — rétt eins og hann væri að hugsa upphátt. 14. kafli. Jimmy og Appleyard litu spyrjandi hvor á annan og eftir nokkra þögn vogaði Jimmy sér að koma með spurningu. — Það er væntanlega ekkert ólöglegt við þennan samning? Að minnsta kosti virtist Temple combe lögfræðingur ekkert hafa við hann að athuga. — Ég efast ekki um, að samn- ingurinn sé löglegur, sagði Priestley. —- En aðferð Wood- spring til að koma honum í gildi er áreiðanlega ekki innan tak- marka laganna. Hefur ykkur ekki dottið í hug — að minnsta kosti síðustu mánuðina — að hann kynni að hafa séð fyrir framvindu málsins alveg ná- kvæmlega? — Það veit ég nú ekki, sagði Appleyard. — En frá hans bæj- ardyrum séð hefur hann verið furðulega heppinn. — Hér hefur þegar verið minnst á „skáldlegt réttlæti," + nafnlaus Kærufrestur er til 10. maí. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 15. leikviku verða póstlagðir eftir 11. maí. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upp- lýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVlK. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú notar timann vel, og þá kcmur sér vel skyldurækni sú, sem þér er töm. Nautið, 20. april — 20. maí. Reyndu að fylgjast vel meS allri þróun í dag, svo aS þú draglst ekki aftur úr. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. Þú vinnur vei mcð þeim, sem þér eru næstir, og er vel um það. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Reyndu að fá menn til að stilla sig dálítið. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Þú færð ekkert tækifæri til að gera hrossakaup núna. Þú verður að búa við afleiðingar viðburða dagsins f dag dálitið lengi. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú eygir góða úUeið úr ógöngum þínum, en gættu að því, hvort þær eru heilbrigðar, Vogln, 23. september — 22. október. Reyndu að stilla skap þitt, þvi að allt annað hefur neikvæð áhrif. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ýmislegt skapar þér annrikl f dag. umfram það, sem þú áttlr von á. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú gerir rétt í því að koma þér hjá hvers kyns töfum i dag, Steingeltin, 22. desember — 19. janúar. Vandlegur undirbúningur og gott skipulag hjálpar þér miklð, og þér verður þetta ailt i haginn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Vanafesta þin kemur að góðu gagnl. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú treður þér inn i alls kyns málaflækjur, sem þú ræður ekkcrt við. MELAVÖLLUR Mótanefnd. 9 | 1x2— 1x2 (15. leikvika — leikir 17. apríl 1971). Úrslitaröðin 121 — 211 — 2XX — 121. 1. vinningur: 11 réttir — kr. 108.500,00. nr. 11.250 (Isafjörður) nr. 26.182 Hafnarfjörður) nr. 48.880 (Reykjavík) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 2.500,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.