Morgunblaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUKBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1972 * SAI GAI N | í frjálsu ríki eftir VS. Naipaul 4. „Þetta er eiginlega hálf-átak- anlegt,“ sagði Linda. „Ég hefði átt að vera ákveðn ari,“ sagði Bobby. „Maður kennir i brjósti um það og heldur allt áfram að kenna í brjósti um þá og er vin gjarnlegur og uppörvandi og fyrr en varir er einhver Sammy Kisenyi kominn um hálsinn á manni. Ætli við verðum ekki að loka gluggunum aftur. Marsh- all hjónin eru alltaf að tala um þessa sérkennilegu lykt sem til- heyri Afríku? Hefurðu heyrt þann fyrirlestur hjá henni?“ „Ég hefði átt að vera ákveðn- ari.“ „Þessi sérkennilega lykt.“ „Mér hefur aldrei samið við fólk, sem er að fárast út af ein- hverri sérkennilegri lykt Afr- Ueizlumatur Smúrt bruuð og Snittur SÍLD S FISKUlt íku,“ sagði Bobby. „Það er sama fólkið og rausar um Masai ættflokkinn." „Ég hélt að mér kæmi þetta ekkert við, sem Marshall-hjón- in eru alltaf að klifa á, um þessa lykt og allir segja að sé svo góð. En ég komst í kynni við hana, þegar við komum aftur úr friinu. Maður finnur fyrir henni í hálftíma eða svo. Ekki meira. Það er lykt sem fylgir rotnandi gróðri og Afríkumönn- um. Mjög svipuð." Bobby kunni bezt að meta innilokaða lykt í heitu her- bergi. „Ætli það sé ekki kom- inn tími til að þú farir að halda suður,“ sagði hansn. „Æ, þetta er eittíhvað svo átakanlegt allt. Manstu þegar forsetinn kom í heimsókn til Suður-sambandshéraðsins? Það var skrítið að sjá þá hlið við hlið, þá hvítu, horaða og kinn- fiskasogna og þá svörtu, bústna og feita." „Ég skil ekki hvers vegna þú ert alltaf að tala um að þeir svörtu séu svo feitir.“ „Mér finnst, að þeir sem eru hálfgerðir villimenn eigi að vera grannvaxnir. Þú trúir því tæp- ast, en Sammy var eins og hrífu skaft, þegar hann kom frá Eng- landi. Martin sýndi forsetanum útvarpsstöðina, því Sammy gerir auðvitað ekki greinarmun á hljóðnema og hurðarhúni. Veiztu, hvað Martin sagði á eft- ir? Ég blygðast min næstum fyr ir að hafa það eftir. Martin sagði: Eitt get ég sagt með vissu um þennan galdralækni: Hann lyktar eins og hreysikött- ur. Þetta sagði Martin. Maður bara skammast sín fyrir sjálfan sig.“ „Æ, jæja.“ „Kannske fréttist þetta og ég verð gerð brottræk úr landi. Það væri ágætt.“ „Mér heyrist að þér hafi ekki orðið gott af þessum hádegis- verði.“ „Nei, ætli það.“ „Þú hefur alveg breytt um viðhorf síðan í morgun.“ „Ætli ég hafi nokkur við- horf.“ Linda varð örlítið glað- legri í rómnum. „Þess vegna væri svo ágætt að vera gerð brottræk. Við verðum að koma þessu áleiðis til Busoga Kesoro.“ heildsa/a - smása/a * HELLESENS RAFHLÖÐUR Kteal power 'Í-.VQIfT lEC.«2f yjl'),h>í^y Jý' IriL.i// RÁFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVlK • SiMI 18395 velvakandi Bobby féll ekki þessi gaman- semi. Og honum féllu ekki dylgj urnar sem á bak við lágu. Hann jók hraðann, ók hraðar en for- svaranlegt var á blautum vegin um. Hann sagði: „Það er sagt að rándýrin iðrist eftir á.“ „En rómantískt, Bobby.“ Hann ákvað að þegja. Rigningunni linnti ögn. Það varð bjarttara yfir. Silfurlitum glampa sló á veginn. Framundan hafði verið settur upp vegartálmi. Þar stóðu lög- reglujeppar og lögregluþjónar voru þar á vappi við zebramál- aðar þverspýtur. „Vegaeftirliit," sagði Linda. Bobby hægði ferðina og fór að undirbúa bros fyrir lögregl- una.“ „Vertu ekki smeðjulegur um of,“ sagði Linda. „Þeir eru ekk- ert öðruvísi en enskir lögreglu- þjónar í svörtu einkennisbúning unum með herðaslá og húfur. Mér sýnist þessi feiti óeinkennis klæddi vera fyrirliðinn.“ Bobby gramdist snöggvast, að sá sem Linda átti við, skyldi vera fyrirliðinn. Þetta var ung- ur maður með ýstru. Hann var með brúnan flókahatt á höfðinu og undiir herðasláiimu glititi í stórrósótta skyrtu. Hann gekk eftir miðjum veginum i átt til þeirra og tveir einkennisklædd- ir á hæla honum. Bobby sagði: „Ég er opinber starfsmaður — vinn í stjórnar- deild Ogguna Wanga-Butere í Suður-sambandshéraðinu." Sá óeinkennisklæddi sagði: „Skírteini." Hann renndi tungunni eftir þykkum vörunum á meðan hann I í þýðingu Huldu Valtýsdóttux. skoðaði ökusklrteinii Bobbys og tyllti sér við og við á tá. „Hverfismerkið er á fr^mrúð unni,“ sagði Bobby. „Opna farangursgeymsluna og fá mér lyMana." Bobby tók í handfangið sem opnaði farangursgeymsluna og rétti honum lyklana. Þeir ein- kennisklæddu leituðu þar og undir húddinu. Hinn strauk bólstraðar hurðirnar og þreifaði milli sætanna. Hann opnaði handtösku Lindu og lagði stóra höndina þéttingsfast ofan á inni haldið. „Þið búin tefjast," sagði hann loks. Það var lausnarformúlan. Bíll inn var kominn af stað, þegar sá óeinkennisklæddi lyfti hatt- inum og brosti eins og hann smjörlíhi 0 Sovézkar herflugvélar á íslenzkum flugleiðum „Jón ungi“ skrifar: „Velvakandi! Flugfreyja skrifaði þér um daginn og ræddi um hættuna af því, þegar sovézkar flug- vélar koma fyrirvaralaust inn á flugleiðir íslenzkra farþega- flugvéla, án þess að sinna al- þjóðlegri flugsiglingaskyldu um að biðja um leyfi í tæka tíð. Það er hvorki beðið um leyfi hjá viðkomandi flugsvæð isstjórn né sinnt lágmarks-til- kynningaskyldu. Það er bara vaðið inn á svæðið, án tillits til þess, hvort þar kunni að vera margar flugvélar, fullar af farþegum, á afmörkuð- um brautum. Þetta er vægast sagt óþol- andi og hreint út sagt glæp- samlegt. Það er verið að reyna í okkur þolrifin; vita, hversu mikið má bjóða okkur, áður en við mótmælum. Sem sagt sama sagan og um siglingar so- vézkra skipa inni í íslenzkri landhelgi. Meðan ekki er mót- mælt af okkar hálfu, telja so- vézk hernaðaryfirvöld allt í lagi. Á sjó kann þetta að vera í lagi að því leyti, að ekki þarf mikil hætta að vera á ferðum (nema hvað íslenzkt fullveldi yfir eigin höfum bíð- ur hnekki í augum Rússa), en í lofti er þetta stórhættulegt. Sá er grunur kunnugra, að stundum noti Rússar íslenzku farþegaflugvélarnar í „dummy"-æfingum i „þykjast- árás“. — Dæmi mér kunnugri menn um það, en helzt opinber lega. Við vitum, að stundum hefur munað mjóu, að árekst- ur yrði í lofti. Af hverju má ekki mótmæla? Það eitt er nóg að fara i leyfisleysi inn á flug stjórnarsvæði. — Fróðlegt væri að fá opinber svör við þessu. Jón ungi“. 0 Ein cnn úr Olshammarsgatan Tólf ára stúlka í Stokkhólmi skrifar Velvakanda, og langar hana til þess að skrifast á við íslenzka drengi og telpur á aldrinum 11—13 ára. Þau verði að hafa áhuga á frímerkjasöfn un og geta skrifað einhverskon ar „skandinavísku". Hún á heima I Olshammarsgatan, og minnir Velvakanda, að hann hafi birt allmörg bréf jafn- aldra hennar úr sömu götu. Það virðist hafa borið góðan árangur, — og ættu krakkarn ir í Olshammarsgatan nú að geta farið að stofna eigið Is- landsvinafélag. Nafn og heim- ilisfang: Maria Olofsson, Olshamimarsgaitan 51 nb, 12448 Bandhagen, Stockholm, Sverige. — Bréfið er skýrlega skrif- að, en með þessari leiðinlegu og hlutlausu prentstafagerð, sem nú virðist á góðum vegi með að útrýma skriftarkunn- áttu í Svíþjóð (og á íslandi?) 0 lleplogle og gosbrunnurinn „Ein á fartinni" skrifar: „Kæri Velvakandi! Mér til ánægju las ég um það, að Luther Replogle, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkj anna á Islandi, hefði gefið fé til þess að láta gera gos- brunn einhvers staðar í Reykjavík. Ég hefi yndi af því að ganga mér til skemmtunar og heilsu- bótar í Reykjavík. Þar er margt að skoða, en alltaf hefi ég saknað þess að sjá hvergi almennilegan gosbrunn. Þessu veldur kannski það, að ég var lengi búsett erlendis og ferð- aðist þá talsvert milli helztu borga í Evrópu, og alltaf hafði ég jafngaman af því að sjá nýj- an gosbrunn og hvíla mig þar, þvi að við gosbrunn er alltaf líf og fjör. Auk þess eru gos- brunnarnir oftast mikil lista- verk — í ýmsum stílgerðum, gömlum og nýjum. Hér held ég, að sé gosbrunnur í Hallargarð inum svonefnda (fyrir neðan gamla Thors Jensens-húsið), en aldrei hefi ég séð hann gjósa. Sums staðar eru þeir til i einkagörðum; til dæmis er snotur gosbrunnur i garði við hús Gísla heitins Jonsens á horni Túngötu og Garðastræt- is. Ég hef stundum verið undr andi á þessu gosbrunnaleysi í Reykjavík, því að hér er vatn ið svo ódýrt og tært. Svo virð ist sem sumt fólk sé fyrirfram á móti gosbrunnum; haldi, að þeir hljóti alltaf að vera ljótt fratlistaverk með gamaldags marmaraenglum og alabasturs- hafmeyjum. Svo þarf alls ekki að vera, en jafnvel þótt svo væri, þá er alltaf hressandi að sjá hreint vatn gjósa um skúlp túr, að ég tali ekki um bless- uð börnin og annað fólk, sem laðast ósjálfrátt að gosbrunn- um. Þetta vissu Rómverjar hin ir fornu, og þetta hafa Frakk- ar alltaf vitað. Mér skilst ein- hvern veiginn, að af því að Tjörnin sé tjörn, það er að segja full af vatni, þá megi gos brunnuir ekki koima í námunda við hana. Þetta er undarleg röksemd, en ég er reiðubúin að reyna að fallast á hana, ef ég fæ gosbrunn einhvers staðar í Reykjavík. Nú er féð fengið og ekki eftir neinu að bíða. Hefjumst handa!. P.S.: Takið eftir þvi, að í Lystigarðinum á Akureyri hóp ast flestir alltaf í kringum litla gosbrunninn!" Nýtt^ og enn betm ilmsterkt og bmgðgott Fundin hefur verið upp ný og fullkomn- ari aSferð viS framleiSsluna á Nescafé sem gerir kaffiS enn bragSbetra og hreinna en áSur hefur þekkzt. Ilmur og keimur þeirra úrvalsbauna'sem not- aðar eru f Nescafé er nú geymdur f kaffibrúnum kornum sem leysast upp á stundinni f „ektaffnt kaffi" eins og þeir segja sem reynt hafa. KaupiSgias af nýja Neskáffinu strax f dag. Nescafé Luxus — stórkornótta kaffið i glösunum með gyllta lokinu verður auðvitaS til áfram, þvi þeir sem hafa vanizt þvi geta að sjáffsögðu ekki hætt. I. BRYNIÚLFSSON &KVARAN Hafnarstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.