Morgunblaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MiÐVIKUDAGUR 18. JULl 1973 Fimleikafólk í fögru veðri á Þingvöllum EBLENDU þátttakcndurnir í norrænu fimleikahátíðinni sem hér hafa dvaiið að undanförnu brufíðu sér á mánudag'smorg'un inn austur á Þingvöll. Tilgang- ur ferðarinnar var að kynna fimleikafólkinu Þingvelli, sem þau höfðu heyrt svo margt um, en aðeins nokkur höfðu áður kynnzt af eigin raun. Þegar lagt var af stað var dumbungs veður í Reykjavík, en er austar dró og Þingvellir nálguðust létti til smátt og smátt og er á Þingvöll var komið skein sólin glatt í heiði. Numið var staðar fyrir ofan Almannagjá og síðan gengið niður gjána. Allir lýstu hrifn- ingu sinni á sögustaðnum fræga og töluðu um hve himinn inn væri blár og loftið tært. Á Lögbergi kynnti séra Eirikur Eiríksson, þjóðgarðsvörður íþróttafólkinu sögu Þingvalla og staðháttu. Alis hlýddu rúm- lega 700 manns á orð Eiríks og var gerður góður rómur að ræðu hans. Það var létt yfir fimleika- fólkinu og undir forystu Norð- mannanna var sungið við raust áður en hópurinn hélt til lang- ferðabílanna sem biðu við Val- höll. Monica Beckmann er með námskeið hér á landi og sækja það rúmlega 200 manns á aldr- inum 14—65 ára, karlar og kon ur frá öllum Norðurlöndunum. Monica sagðist vera mjög ánægð með dvölina hér á landi og það væri dásamlegt að anda að sér hressandi heiðaloftinu og skoða stórbrotna, en óspjall- aða náttúruna. Monica sagði að aðstaða þátttakenda væri að- standendum til sóma. Fyrir ofan Almannagjá hitt- um við sænskar stúlkur úr Ing- Maries jazz-hópnum og létu þær vel af dvölinni hér á landi. Marie Svensson og Ilelena Rudenstam frá Huskvarna í Sví- þjóð. Ásgeir Guðmundsson (t. v.) formaður Fimieikasambands ís- lands, og Bjarne Orten, formaður Fimleikasambands Norður- landa. Moniea Beckmann lengst til hægri með hiuta þess hóps sem hún leiðbeinir á námskeiðinu. Ein fimleikastúlknanna skoðar umhverfið sem fimleikafólkið hreifst svo af. Þær sögðust hafa farið í skoð- unarferðir um Reykjavík og borgin hefði bæði verið stærri og fallegri en þær bjuggust við, en mest fannst þeim þó koma til hreinleikans sem ein- kenndi landið. Fjörug kvöldvaka í Laugardalshöllinni ÞAÐ var feikilega hresst fólk á kvöldvöku Fimleikasam- bands íslands i Laugardalshöll inni í fyrrakvöld. Um 700 þátt takendur í fimleikahátíðinni skemmtu sér og öðrum með leikjum, söng og dansi. Kvöldvakan hófst með því að Sigurður Guðmundsson, skólastjóri Leirárskólá kynnti kvöldvökuna, er. reynd ar voru dagskráratriði spunn- in upp jafnharðan. Fyrst tóku Danir sig til og kenndu öllium hópnum í snatri nokkra líflega dansa frá Rússlandi, Jamaica og víð ar, þá stjórnuðu íslendingarn- ir fjöldasöng, ýmsir aðrir tóku tiil við skemmtiatriði og meðal annars söng ung stúika, Linda Gísladóttir og lék undir á gitar. Að lokum var stiginn dans við tónlist af segulbandi. Kvöldvakan var mjög skemmtileg og þótt ekki væri fie'ra fólk í húsinu, virtist alls ekki vanta fólk, því allir tóku þátt í fjörinu af lifi og sál. Spurning, hvort ekki ætti að hafa oftajr slíkar kvöldvök- ur i hinum glæsilegu húsa- kynnum Laugardalshallarinn- ar. Bjame Orten formaður norr- æna fimleikasambandsins minnt ist sérstaklega á hið góða fyrir- komulag í sambandi við „Gymn.astique Norden“. Sagði Orten að skipulagið í sambandi við sýningamar væri hið bezta í hvivetna. Orten lagði áherzlu á hve þægilegt það væri fyrir þátttakendur að geta á sama stað æft, borðað, sýnt og kom- ið saman, en það hafa þátttak- endur getað gert í Laugardals- höllinni. Að lokum sagði Orten að von andi myndi þessi sýning koma af stað öflugri hreyfingu fim- leikaiðkenda á Islandi og von- andi yrðu Islendingar virkari í norrænu fimleikastarfi i fram- tíðimni Þrjár fimlcikakonur af eldri kynsióðinni virða fyrir sér hraun- mola við Valhöll. Ljósmyndir tók Brynjólfur Heig-ason. Sænskar stúlkur úr Ing-Maries jazz hópnum, myndin er tekin í sumarblíðunni á Þingvöllum á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.