Morgunblaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1973 SAI B Al N Anne Piper: 1 Snemma í háttrinn t " Hann sagði að ég væri ekki annað en sníkjudýr. Hvernig get ur hann sagt annað eins — eins og ég geri margt fyrir hann. Hjálpa honum með bækumar hans og kem honum til að hlæja! Þetta er skammarlegt og ég er góður með að fara bara! — Gerðu það ekki Jósep. Hann mundi taka sér það svo nærri. Hugsaðu þér bara hvernig hann var seinast — alltaf skítfuUur! Ég er alveg viss um að hann reiðir sig alfarið á þig, og væri edns og vankakind án þin. Hann hl'ýtur að vera svona af því að, söguhetjan hans er eitthvað ó- þæg við hann. — Kannski er það þess vegna, Jenny. Hann settisit upp á borð- ið. Hann er mjög duttlungafull- ur, finnst þér ekki? Un líklega eru alllr listamenn svona. — Ég bjó einu sinni með mál- ara og hann var alltaf að þjóta upp. — Gerðirðu það, elskan? Var það ekki hálf-ósiðlegt þegar þú áttir ágætan eiginmann og alit það? En blessuð farðu varlega með kragann á náttjakkanum mínum, hann er farinn a3 trosna, og Jaspar segir, að ég fái ekki nýjan fyrr en ritlaunin koma. — Gerirðu þér ljóst, Jósep, að á þriðjudaginn eru tvö ár síðan ég kom hingað? — Nei, elskan. Er það virki- lega? Og þú hefur ekki breytzt nokkum skapaðan hlut. En það hefur Jaspar, hann er farinn að fitna Finnst þér ég vera farinn að fitna nokkurs staðar? — Jæja . . . enginn gæti nú kallað þig horaðan, enda engin furða annað eins og þú étur og drekkur héma. — Farðu varlega . . . nú ferðu bráðum að kalla mig snikjudýr, og þá verð ég alvarlega vondur. Alveg bádvondur. Hvað fáum við um hádegið? — Flesk. Vertu nú vænn og hengdu þennan þvott upp fyrir mig, þú ert dálítið fyrir mér, héma uppi á borðinu. — Sjálfsagt. Hann stanzaði við dyrnar. — Jenny, finnst þér honum Jaspar muni þykja veru- lega vænt um mig. — Auðvitað þykir honum það, annars mundi hann ekki hafa þolað þig svona lengi. Komdu með fáeinar baunir með flesk- inu, þegar þú kemur aftur. — Það er naumast þú snattar mér. — Þá fitnarðu ekki eins mikið. Ég tók að hugsa um það æ meira að fara að breyta eitt- hvað til. Hvað var að gerast annarsstaðar í Frakklandá? Ég hafði aldrei farið neiitt lemgra en til Avignon. Nú gat ég bablað talsvert i frönsku, sem ég hafði að mestu lært á markaðstorgimu. Ég vildi nú ferðast eitthvað og sjá til, hvað sú kunnátta dygði mér. Júnimánuður er eitthvað óróandi, eða svo hefur mér reynzt. Ég fór til Jaspars. Hann sat imn í svefnherberg- inu sinu og glápti út um glugg- ann. — Ég er hrædd um, að ég sé á förum, Jaspdr. Hann snarsneri sér við. — Já, en hvers vegna, góða min? Ég hélt að þú kynnir svo vel við þig héma. Hefur Jósep verið dónalegur við þig? Ég væri meira að segja til með að borga þér svolítið kaup, af því að þú hefur reynzt svo dug- leg. — Það er hvorki vegna vimnu né peninga, eða Jóseps. Ég vil bara breyta til. — Jæja, taktu þér þá langt frí, elskan — ég skal gefa þér tiu pund og þá getur þér liðið vel í heilan mánuð, og svo kem- urðu aftur. Það er tími tii kom- inn, að þú fáir svolitið frí. Og sannast að segja þarf ég sjálfur tid Englands. Ég hló með sjálfri mér að öll- um þeim auðæfum, sem nú voru orðin saman komin í bankareikn- ingnum mínum, sem hafði varla verið snertur. — Því miður, Jaspar, ég vil hvorki fá tíu pund né frí, heldur vil ég bara fara. — Nú jæja, eí þú vilt það, elskan, þá er ekki meira um það að ræða, en ef þér snýst hugur, þá ertu velkomin hingað næsta vetur. — Æ, þetta er skammarlegt, sagði Jósep. — Mikið sakna ég þín. Við höfum skemmt okkur svo vel þegar Jaspar hefur verið að vinna — og það er hann oft. Það verður þögult og dauft þegar þú ert farim. Þeir fylgdu mér báðir á stöð- ina og báðir kysstu mig að skiln aði — hvor á sína kinn. Þeir veifuðu meðan sást til mín og héldu hvor um axlirnar á öðrum. Ég hallaði mér aftur i sætinu og andvarpaði. Maðurinn á móti mér brosti og bauð mér eimtakið sitt af TIMES. 7 kafli. HR. JONES. Eftir að hafa dvalið tvö ár í staðinn fyrir tvær nætur í Aix, kom ég til Cannes. Fötin í kofort- inu mínu voru nú komin aftur úr allri tízku og hárið og hend- urnar til skammar. Mér fannst ég vera álfaprinsessa, sem hefði sofið yfir siig. Ég leigði mér skrautibúð í Mediterranean og tók að laga mig til, — eða öllu heldur lét aðra gera það. Ég tók aftur upp aðalstitilinn, og kallaði til min fegrunarsérfræðinga, handsnyrt- imgairkonur, fótsnyrtingarkonur, hárgreiðslukonur og nuddkonur. Snyrtilegir litlir menn og vel- búnar konur voru á ferð og fiugi kring um mig að uppfylla mínnstu óskir minar, laga á mér úfna hárið, skella í góm yfir grófu höndunum á mér, nudda fegurð í kimmaimar á mér, meðan ég lá eins og klessa á silkisófa. Rauð- og hvítröndótt sóltjöld- in héngu niður yfir einkasval- irnar mínar, gluggamir stóðu opnir til þess að reyna að hleypa inn hafgolunni. Ég hallaði mér aftur og andaði að mér rósa- iilminum. — Ef yðar náð þarf einhver ný föt, gæti ég fengið hingað hóp af sýningarstúlkum. — Já, endilega. Ég var hrifin af þessari hugmynd og Victor safnaði saman heilum kvenna- hópi, klæddum nýjustu tízku, af öliu hugsanlegu tagi, yzt sem mnst. Vitanlega voru allar stúlk umar franskar, dökkhærðar og með rjómagult hörund, svo að ég varð að hugsa mig vandlega um, hvernig fötin mundu fara við minn Mtarhátt. Ég pantaði mér svo einhver ósköp af fötum og iá svo í rúminu í heila viku. Ég svaf rétt eins og ég hefði aldrei sofið fyrr á ævinni. Ég hristi af mér endurminninguna um þvotta og matarmall. Ég sökk niður í eitthvað hlýtt, gull- ið stöðuvatn iðjuleysis, vaknaði svo um tetímann á sjöunda degi og þá leið mér eins oig barni, sem er að byrja sumarfriið sitt. Ég þaut fram úr og tók í bjöMustrenginn úr sMki. Þeman og UtiM drengur komu þjótandi inn. — Enskt te og bað! Ég þaut í þýáingu Fbls Skúlasonar. út að glugga. Úti fyrir var sið- degiskyrrðin og í fjörusandinum sáust marglitar sólhlífar, panama hattar, sólgleraugu og sólbleikt hár í öMum litum. Ég ákvað að koma fram i fyrsta sinn með sóMilif. Ég hafði keypt mér eina svarta með hvítu siikifóðri, sem átti vel við hvítan si'Ikikjól með svörtum rósum á. Ég klæddi mig vandlega og asa- liaust, og það gladdi miig að heyra aðdáunarandvörp þegar ég gekk gegnum forsalinn. Dökkrjóður ofursti varð höndunum seiinni til að opna dyrnar fyriir mig. Ég svaraði honum með veiku brosi, og beindi veisköpuðum fótum minurn út á gangbrautiua. Ég leit ekki á neinn, en ég sé vel og tók vel eftir þvi, að margir ungir, sólbrenndiir menn höfðu tekið eftir mér. Ég heyrði meira að segja einn þeirra segja: — Heyrðu, kaM minn, hver er þessl laglega unga ekkja? Skyldi mér vera óhætt að láta vasaklútinn minn detta? hugsaði ég. Málið var leyst fyrir miig, áður en varði. Stór hundur kom hlaupandi aftan að mér, vingjarn legur hundur, en var næstum búinn að velta mér um kollL Hann hljóp vingjamlega alveg TIGER KHRBBa Skœri nýkomin hægri- og vinstrihandar. Verzlunin Brynja Laugavegi 29 - simi 24320. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 „Hraðbrautin“ „Velvakandi góður! Mig langar tM að þakka grein- ina, sem birtist í Lesbók Mbl. sl. sunnudag, þar sem talað var um „hraðbrautina“ tM Hafnar- fjarðar. Það voru sannarlega orð í tima töluð. En var þetta ekki bara háð hjá ykkur að kaMa þetta „hrað- braut“? Ég ek þessa leið til vinnu tvisvar á dag, inn í Reykjavík, (þ. e. a. s. Skúla- götu). Ég vinn frá kl. 9.00 til kl. 17.00, og ég verð að leggja af stað um kl. 8.30 til að vera nokkum veginn viss um að vera komin 1 tæka tíð. Það er vægast sagt ömurlegt að þurfa að aka á eftir skurð- gröfu eða jeppa með kerru, fuM fermdum, stórum vörubílum og alls konar farartækjum, sem aka með um það bil 30—40 km hraða á klukkustund. En satt er það, einhvers staðar verða vondir að vera, svo meðan „hraðbrautin“ er ekkii betri en þetta, þá er bara að taka á þolinmæðinni, gagnvart þess- um þungaflutningatækjum. f 60—80 km hraði æskilegur Þolinmæðin þrautir vinnur aM ar er sagt, en mér virðist hún ekki vinna þá þraut að koma „lesitarstjórunum“ í skilning um það, að þeir séu ekki að aka eftir afleggjara heSim að sveita- bæ. Ótalin skipti hefi ég lent í þvi að vera ein af þesstim óþol inmóðu fyrir aftan einhvern bjána, sem heldur að hann hafi tekið Hafnarfjarðarliraðbraut- toa á leigu, meðah hann er að mjaka ökutæki Sínu áfram í öðrum gír. Ég ök fram úr eto- um í gær, sem hafði ekið á 50 km hraða meira en hálfa leið til Reykjavíkur. Hann varð ofsa reiður, lagðiist á flautuna og skók að mér hnefann. Er ég h-afði sloppið fram fyrir hann, sá ég í spegltoum að hann hafði faart sig einis nálægt vegar- miðju og hægt var. En þetta og önnur svipuð ait- vik á „hraðbrauttoni“ eru vist öMum kunn, sem um hana aka. Þennan veg þyrfti að vera hægt að aka á 60—80 km hraða, stanzlaust tll Reykjavíkur, ef ástandið ætti að vera þolanlegt. Þakka birttoguna. Ökukona (á góðum bíl) þess má geta, að leyfður há- markshraði á leiðinni milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar er hvergi meiri en 60 km á klukkustund. 0 Verzlað með tómar flöskur Ingibjörg Jimsdóttir, Meistara vöMum 29, skrifar um fram- komu gagnvart bömum í verzl unum. Hún á drenig, sem fór í búð tU þess að kaupa sér gos- drykikj arflösk u. Gareitt var fyr- ir glerið og innihaldið í beto- hörðum pentogum, eins og lög gera ráð fyrir. Nokkru seinna kom drengurton aftur í búðina til að skila tómu flöskunni og fá pendngama til baka, en fékk neitun. Hann gæti tekið sæl- gæti eða eitthvað annað en pentaga út á andvirði flöskunn ar. Við þessa afgreiðslu sætta Ingibjörg og sonur hennar siig að vonum ekki við. Ennfremur segir Ingibjörg í bréfi sínu: „Það er hart, að ekki sé umnt að senda míu ára dreng í búðir, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af þvi, hvort hann fái rébt til baka.“ Og: „Er ekki nauðsymlegt, að ölgerðir banni sjoppum, eins og þessari að selja gosdrykki og rífast, þegar að er fundið, ef gler er ekki keypt aftur fyrir sama verð og þau voaru seld á? Ég er reiöubúin, hvenær sem er, að standa fyrir þessu máli gagn- vart öigerðumum, og nefna auk þess nafn sjoppunnar, sem um er rætt, auk fleiiri staða, þar sem um svipaða afgrelðslu er að ræða.“ Til leigu 2ja herb. íbúð í kjallara í Hlíðunum. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: ,,8487“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.