Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÖVEMBER 1973 22-0-22* RAUDAR ARSTÍG 31, BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 1TEL 14444 • 25555 muam iBlLALEIGA CAR REMTAL Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL «‘24460 í HVERJUM BÍL PIOMEER ÚTVARP OG STEREO KASETUTÆKI BlLALEIGA JÓNASÁR & KARLS Ármúla 28 — Sími 81315 Hverfisgölu 18 ^ 86060 BILALEIGA Car rental 41660-42902 SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14, sími 16480. SAFNAST ÞEGAR . SAMAN ^ SAMVINNUBANKINN „Kvíðalaust við kalt og hlýtt 99 Við gluggann eftir sr. Árelius Níelsson Fátt er fremur einkenni nútímafólks en friðleysi. „Kvíðalaust við kalt og hlýtt," framandi o'mur. Sffelld spenna, eirðarleysi og ótti, áhyggjur og kvíði, amstur og brölt er að tæta sundur mannssálir. Hávaði, glamur og glaumur, allt frá ógnum strætanna til öskranna frá vélgný gervitón- listar og popphljómsveita, berast hvarvetna að eyrum og ræna hverri ró, eru bæði orsak- ir og afleiðingar. Hraði og kapphlaup auka stöðugt á þessi undur hávaðans, svo heita má, að allir séu fastir í sama tannhjólinu, unz þeir gætu sungið eins og segir i gömlu grinkvæði* „Égstoppa ekki fyrr en ég stingst ofan í gröfina.“ v Nýlega barst mér í hendur bók eftir einn af frægustu rit- höfundum Vesturheims, Nor- man V. Peate. Bækur hans seljast í milljónatali sem beztu ráð vísindamanna og sálfræðinga gegn þessu eirðarleysi og meira eða minna meðvituðum ótta, sem þjáir mannsvitund nútímans. Þessi bók heitir einmitt: „Leiðsögn til lífs — án ótta.“ Og hvað haldið þið, að þessi mikli og frægi leiðtogi á lffsins brautum telji eitt hið fyrsta og bezta ráð til að létta af sér eiðrarleysi og óttakennd? Og þar fer hann einmitt eftir ráðleggingum frægra og þekktra lækna. Ég veit ykkur finnst þetta bara broslegt. En það vill til, að auðvelt er að sannprófa ráðið og sjá, hvort það dugar eða ekki til að lifa „kvíðalaust við kalt og hlýtt“. Ográðið er: „Sæktu kirkju að minnsta kosti einu sinni á hverjum sunnudegi, næstu þrjá rnánuði." Og sjúklingar, sem fá þessi eða þvílík ráð, en bjuggust við pillum og plástrum urðu væg- ast sagt svo undrandi, að nálgað ist móðgun, héldu áfram að lýsa friðleysi sínu og vanlíðan, en fengu þá stuttarlega yfir- lýsingu læknisins: „Ég hef gefið yður ráð. Meira skipti ég mér ekki af yður. Hér það skriflegt.” Og einn sjúklinganna, fín og rík frú, með fullar hendur fjár, hreytti út úr sér, um leið og hún greip „lyfseðilinn": „Þetta er nú það vitlausasta, sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Hvað eruð þér eiginlega? Læknir eða predikari?” En læknirinn lét sem hann sæi hana ekki lengur og sneri sér að næsta sjúklingi. Þegar konan kom heim, fór hún að fhuga málið um leið og henni rann reiðin. Það gerði svo sem ekkert til, þó að hún reyndi þetta „læknis- ráð“ um tíma. Svo eirðarlaus, óttaslegin og tortryggin var hún orðin og „slæm fyrir hjartanu", að svo mátti heita, að hún umgengist varla sína nánustu, hvað þá aðra. Allir voru orðnir uppgefnir fyrir löngu á duttlungum hennar og glósum, skapstyggð og sjúklegum ótta. 1 kirkjuna fór hún svo næsta sunnudag. Og hvað gerðist? Þar inni var þögn — djúp þögn — kyrrð og einhver dularfullur friður, sem siðan var rofinn af mjúk- um tónum og lágum friðandi söng. Siðan nokkur orð í sama dúr og gömul spekirit, stutt ræða um biðlund og umburðar- lyndi við aðra, hljóðláta fram komu, örugga sjálfstjórn í anda orðanna: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." I guðsþjónustunni var stutt bænastund, sem var algjör þögn. Það fannst konunni eins og uppspretta krafts og unaðar, sem aldrei fyrri hefði verið á hennar leið. Og innan mánaðar var hún albata. Munið hvað bókin hét. Lesið hana vel. Og svo gef ég sama ráð f dag: Sæktu kirkju. Frá Bridgefélagi Akureyrar. Nú er lokið hjá okkur 4ra kvölda tvímenningskeppni. Spilað var í tveimur 12 para riðlum, mikil keppni var og úr- slit ekki ráðin fyrr en f síðasta spilinu. Sgurvegarar að þessu sinni urðu þeir félagar Frí- mann Frimannsson og Páll Pálsson, en þeir hlutu 507 stig. Röð efstu para varð annars þessi: Sigurbjörn Bjarnason — Mikael Jónsson 504 Haki Johannesson — Stefán Ragnarsson 503 Dísa Pétursdóttir — Rósa Sigurðardóttir 464 Alfreð Pálsson — Guðm. Þorsteinss. 464 Rafn Gunnarsson — Birgir Sveinbjörnss. 462 Ævar Karlsson — Grettir Frímannsson 460 Guðmundur Guðlaugsson — Haraldur Sveinbj.s. 456 Þormóður Einarsson — Stefán Sveinsson 456 Páll Jónsson — Guðjón Jónsson 456 Beztu skor á einu kvöldi náðu Sigurbjörn og Mikael — Haki og Stefán, 153 stigum. Meðal- skor var 440. Keppnisstjóri var Albert Guðmundsson, en hann hefur stjörnað keppnum hjá félaginu undanfarin ár og staðið sig með prýði. Næsta keppni félagsins verð- ur sveitakeppni, og hefst hún nk. þriðjudag 6. nóvember. Spilað er að Hótel KEA. Stjórn Bridgefélags Akureyr- ar er þannig skipuð: Alfreð Pálsson formaður, Guðjón Jóns- son varaformaður og gjaldkeri, Páll Jónsson ritari, meðstjórn- endur Ragnar Steinbergsson og Júlfus Thorarensen. 5. tölublað III árgangs af Bridgeblaðinu er komið út og er að vanda fjölbreytt að efnis- vali, má þar nefna m.a.: Evrópumótið í bridge 1973 — Norðurlandamótið — Islands- mótið í sveitakeppni — Varnár- spilið III hluti — Norðurlanda- mót unglinga — Brotasilfur eft- ir Guðmund Pétursson — Hvað segja sérfræðingarnir? — Fréttir frá félögum — Sagn- keppnin o.fl. o.fl. Bridgefélag kvenna. Fyrrihluti tvímennings- keppni félagsins er nú lokið, urðu eftirtalin pör efst: Sigrún Isaksdóttir — Sigrún Ölafsdóttir 387 Hugborg Hjartardóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 382 Guðrún Bergsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 376 Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 375 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsd. 373 Elfn Jónsdóttir — Rdsa Þorsteinsdóttir 372 Laufey Arnalds — Asa Jóhannsdóttir 360 Aðalheiður Magnúsdóttir — Ingibjörg Björnsdóttir 359 Ragnheiður Einarsdóttir — Helga Bachmann 357 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsd. 356 Meðalskor: 324 stig. Síðari hluti tvímennings- keppninnar, sem verður með „barometer" * -fyrirkomulagi, hefst mánudaginn 12. nóvem- ber. Verður spilað f tveim riðl- um, A-riðli, sem 20 efstu pörin úr forkeppninni skipa, og B- riðli, sem 20 neðri pörin skipa. Mánudaginn 5. nóvember verð- ur sveitakeppni við Bridgefélag Hafnarfjarðar og verður spilað á 10 borðum frá hvorum aðila. A.G.R. Beiia augiýsir Gæðavara á ótrúlega góðu verði, engin afsláttarkort. Komið og þið munuð sannfærast um verð og gæði. Drengjaföt á 1 —4 ára. Telpukjólará 1—10ára. Náttföt á alla fjölskylduna. Nærfatnaðurá börn og fullorðna. Kvenundirfatnaður í miklu úrvali. Drengjaskyrtur. Sokkabuxur fyrir börn og fullorðna. Barnaúlpur. Regnfatnaður. Tilbúinn sængurfatnaður, léreft, straufrítt, damask. Allur ungbarnafatnaður. Fallegar sængurgjafir i úrvali. GLÆSILEGT VÖRUÚRVAL. PÓSTSENDUM. BELLA, LAUGAVEGI 99. Sími 26015. Mennlngarslolnun Bandarlkianna Kvlkmyndasýnlng Fimmtudaginn 8. nóv. verður haldin kvikmyndasýn- ing hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna. Sýndar verða tvær kvikmyndir: The industrial revolution og The Visionaries. Fyrri myndin fjallar um iðnbyltinguna í Bandaríkjunum á fyrri öld, en hin seinni um ameríska uppfinningamenn og vísindamenn, þ.m. William Lear og flugvélasmíði hans og um þróun Laser-geislans. Aðgangur er ókeypis, en aðgöngumiðar verða afhentir í ameríska bókasafninu, Nesvegi 16, frá kl. 1—7 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.