Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið Borgarstjórn Reykjavík- ur stendur nú frammi fyrir því að verða að taka ákvörðun um framkvæmd- ir til varnar mengun í sjónum í kringum Reykja- vfk, sem á núgildandi verð- lagi munu kosta a.m.k. 1000 milljónir króna. í sambandi viðþessa ákvörð- un hefur borgarstjórnin, undir forystu Birgis ísleifs Gunnarssonar borgar- stjóra, tekið upp þá nýjung að kynna fyrir borgarbú- um alla efnisþætti þessa máls í því skyni að fá við- brögð borgarbúa sjálfra um það, hvem kost skuli velja. Fyrir nokkrum árum voru danskir sérfræðingar fengnir til að gera um- fangsmiklar rannsóknir á ástandi sjávar í kringum borgina, og gerðu þeir enn- fremur spá um það, í hve miklum mæli sjórinn á þessu svæði hefði mengazt um næstu aldamót, ef ekkert yrði aðhafst. Rann- sóknir dönsku sérfræðing- anna sýndu, að á vissum tímum er mengun í sjónum kringum höfuðborgina orð- in hættulega mikil, og má í því sambandi minna á, að Vera má, að einhverjir segi sem svo, að vandamál- ið sé ekki orðið það stórt, að ástæða sé nú til að hef ja umfangsmiklar og dýrar framkvæmdir. Það geti beðið betri tíma. Því er til að svara, að yngstu borg- ararnir í Reykjavík í dag mundu seint fyrirgefa for- eldrum sínum það, ef ekkert yrði gert nú þegar til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi mengun sjávarins allt f kringum okkur, og þess vegna ber Reykjavík og raunar öllum sveitarfélögunum á höf- uðborgarsvæðinu nú skylda til að gera vamar- kringum höfuðborgina, á hve löngum tíma við vild- um dreifa umfangsmiklum og dýrum framkvæmdum og hvemig ætti að fjár- magna þær. Hér í Morgun- blaðinu hefur verið gerð ítarleg grein fyrir þessum þremur valkostum, og er þess að vænta, að íbúar Reykjavíkur og nærliggj- andi sveitarfélaga, sem eiga hagsmuna að gæta, kynni sér málið rækilega, myndi sér skoðun um það og láti hana í ljós. Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, sagði á blaða- mannafundi sínum, að það HVAÐ VILJUM VIÐ B0RGA FYRIR HREINAN SJÓ? Nauthólsvíkinni hefur ver- ið lokað sem baðstað fyrir Reykvíkinga. En í rauninni þarf ekki sérfræðinga til þess að sannfærast um, að sjórinn í kringum höfuð- borgarsvæðið er að meng- ast óhæfilega mikið. Þeir, sem ganga um fjörur á þessu svæði eða róa út á bát um vfkur og voga, geta dæmt um það af eigin raun. ráðstafanir fyrir framtíð- ina. Á blaðamannafundi, sem Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri efndi til s.l. miðvikudag, gerði hann grein fyrir þremur valkost- um, sem fyrir hendi eru í þessu efni. Hann varpaði fram spurningunni um það, hversu hreinan sjó við vildum í framtíðinni hafa í væri jafnan álitamál, hverjar kröfur ætti að gera til hreinleika sjávarins í kringum borgina, en að hans dómi væri óvarlegt að gera aðrar en ströngustu kröfur í þessu efni, fram- tíðaríbúar Reykjavíkur mundu ætlast til þess. Hann lét í ljós þá skoðun, að þessar framkvæmdir mundu taka a.m.k. 15 ár, jafnvel þótt byrjað væri strax, og varpaði fram ýms- um hugmyndum um fjár- mögnun þeirra. í því sam- bandi nefndi hann þann möguleika að taka fé af framkvæmdafé borgarinn- ar, sem yrði erfitt og kæmi niður á öðrum fram- kvæmdum, ennfremur hækkun vatnsskatts eða sérstakt holræsagjald, sem miðaðist þá við hluta af fasteignamati. Um þessar hugmyndir og tillögur væri gagnlegt að fá fram við- horf borgarbúa, og hvatti borgarstjóri eindregið til þess, en lýsti því jafnframt yfir, að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um val- kosti, áður en fjárhags- áætlun er gerð fyrir næsta ár, en hún kemur tii af- greiðslu í borgarstjórn Reykjavíkur í desember- mánuði. Sérstök ástæða er til að fagna þessu myndarlega framtaki borgarstjóra og þeirri nýjung, sem í því felst, að kynna fyrir borg- arbúum stór viðfangsefni, sem þarf að taka ákvörðun um, áður en borgaryfirvöld komast að endanlegri niðurstöðu. Er tvímæla- laust til bóta að taka slíkar starfsaðferðir upp í sam- bandi við önnur mál einnig og mjög í anda þeirra hug- mynda um aukið og virk- ara lýðræði, sem ryðja sér svo mjög til rúms um þess- ar mundir, ekki sízt meðal æskunnar. Rey kj aví kurbr éf Laugardagur 3. nóv. Fjárreiður flokkanna HÉR I Reykjavíkurbréfi var fyrir nokkru fjallað um f járreiður stjórn- málaflokkanna og athygli á því vak- in, að furðu sætti, hve mikið fjár- magn tveir flokkar, Framsóknar- flokkurinn og kommúnistaflokk- urinn, hefðu til starfsemi sinnar og fasteignabrasks. Var þeirri hug- mynd þar varpað fram, að með ein- hverjum hætti yrði tekið upp eftirlit með fjárreiðum stjórnmálaflokka. Bréfritari hafði þá helzt í huga, að skattayfirvöld eða einhver annar opinber aðili fylgdist með fjármál- um flokkanna, þeir væru bókhalds- skyldir á sama veg og fyrirtæki og yrðu að bókfæra skýrt og skilmerki- lega bæði tekjur sínar og gjöld. Nokkrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa nú flutt tillögu um opinbera rannsókn á fjármálum stjórnmálaflokka. Er ljóst, að með tillöguflutningi þessum hyggjast þeir draga athyglina frá því óeðli- lega fjárstreymi, sem verið hefur til flokks þeirra og hinna ýmsu undir- deilda alþjóða kommúnismans, sem hér starfa. Gallinn er hins vegar sá, að stjórnmálaflokkar eru ekki bók- haldsskyldir, og slík rannsókn áþvi, sem liðið er, gæti auðvitað engan árangur borið, því að þeir, sem yfir eitthvað þurfa að hylma, geta ein- faldlega sagt, að ekkert bókhald sé fyrir hendi eða þá lagt fram sér- hvert það uppgjör, sem þeim dytti í hug að búaút. En tillaga kommúnista er líka fráleit að öðru leyti. Þar er ráð fyrir því gert, að rikisstjórnin láti semja reglur um eftirlit með fjárreiðum stjórnmálaflokka. Að sjálfsögðu á það ekki að vera í verkahring ríkis- stjórnarinnar að útbúa slíkar regl- ur. Eins og kunnugt er, styðst ríkis- stjórnin naumast við meirihluta á Alþingi og áreiðanlega ekki meiri- hluta kjósenda eins og nú er komið. En jafnvel þótt svo væri, á ríkis- stjórnin ekki að semja slíkar reglur, heldur á að gera það í samráði milli flokkanna, þannig að allir stjórn- málaflokkar eigi aðild að nefnd, sem um þetta fjallar, og þar yrði leitazt við að ná allshérjar sam- komulagi. Tekjur flokkanna Auðvitað þurfa stjórnmálaflokkar í nútfmaþjóðfélagi að hafa tals- verðar tekjur. Lýðræðislegri stjórn- skipan verður ekki haldið uppi nema stjórnmálaflokkar starfi. Þeir þurfa á að halda allmiklu starfsliði og þeir þurfa að kosta margháttaða útbreiðslustarfsemi. I sumum löndum hefur sá háttur verið upp tekinn, að ríkisvaldið greiði fé til starfsemi stjórnmála- flokkanna. Sá háttur er þó heldur ógeðfelldur, því að vissulega á að mega gera ráð fyrir því, að flokks- menn í hinum ýmsu stjórnmála- flokkum vilji nokkuð á sig leggja til að treysta þær hugsjónir og efla þá baráttu, sem þeir telja að muni leiða til farsældar. 1 stað rikisstyrkja væri miklu geð- felldara, að stjórnmálaflokkarnir öfluðu alls þess fjár, er þeir þurfa á að halda, með frjálsum samskotum. Virðist ekkert eðlilegra en að slfkar gjafir til stjórnmálaflokka séu skattfrjálsar að vissu marki með sama hætti og er um gjafir til líknar- og menningarmála. Stjórn- málaflokkarnir gæfu þá upp hverjir það væru, sem lagt hefðu fram fé til þeirra, og gefandanum væri heimilt að draga fjárframlögin frá tekjum sínum á skattskýrslu. Sömuleiðis virðist eðlilegt, að vinningar í happ- drættum stjórnmálaflokka séu skattfrjálsir eins og er um vinninga f fjölmörgum happdrættum öðrum. Ef samkomulag gæti náðst milli stjórnmálaflokkanna um þetta fyrirkomulag, mætti gera ráð fyrir, að fjárhag þeirra allra væri borgið, og þá væri líka komið á því eftir- liti með fjármálum flokkanna, sem tryggði, að allt væri með felldu, og engar grunsemdir þyrftu þá að vakna um óeðlileg fjárframlög. Vonandi snúa stjórnmálamenn sér að þessu verkefni fremur en að karpa um þá sýndartillögu, sem kommúnistar hafa flutt á Alþingi, enda er hún fráleit, eins og áður hefur verið sýnt fram á. Vildum geta hælt Einari Hér í blaðinu hefur að undan- förnu verið deilt á Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, fyrir með- ferð hans á öryggis- og vamarmál- um þjóðarinnar. Bent hefur verið á, að hann hafi brugðizt skýlausum yfirlýsingum sínum, bæði að því er varðar skilning á ákvæðinu úm varnarliðið í hinum margumrædda málefnasamningi og eins að því er varðar ráðherranefndina í vamar- málum. Hann gaf um það yfir- lýsingar, að engin ákvörðun hefði verið tekin um brottför vamarliðs- ins, og sú ákvörðum yrði einungis tekin á Alþingi, en að undanförnu hefur hann margsinnis um það blaðrað, að varnarliðið ætti að hverfa á brott og bognað undan þeim þrýstingi, sem kommúnistar hafa á hann lagt. Utanríkisráðherra gaf einnig um það yfirlýsingar, að hann mundi einn fjalla um vamarmálin, en ekki ráðherranefndin. Engu að síður hafa þeir nafnarnir, Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ólafs- son, setið á stöðugum fundum með utanríkisráðherra til að fjalla um þessi mál. Ef hér væri um að tefla einhver smámál, mætti kannski segja, að ekki skipti meginmáli, hvort ráð- herrann stæði við orð sin eða ekki, en þegar um er að tefla öryggis- og sjálfstæðismál þjóðarinnar verður ekki um það þagað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.