Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973 mm Stúlkur Viljum ráða nokkrar stúlkur nú þegar til að hreinsa nýjar Volks- wagen bifreiðar. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri. Hekla h.f., Laugavegi 170—172. Framtrðarstarf Stórt fyrirtæki óskar að ráða karl eða konu strax til skýrslu- og bók- haldsstarfa í sambandi við skýrslu- vélar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. miðvikudags- kvöld merkt: „3026“. JárniBnaBarmenn — Járniðnaðarmenn Okkur vantar járniðnaðarmenn til starfa nú þegar, einnig blikksmiði eða menn vana blikksmíði. Þeir starfsmenn okkar sem störfuðu hjá okkur 22. jan. sl. eru beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst. Símar: 43655 — 18151 eða 26 í Vest- mannaeyjum. Vélsmiðjan Völundur h.f. Vestmannaeyjum. Skrifstofustúlka óskast Óskum að ráða stúlku til almennra skrifstofustarfa. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt 3256. Vel launað framtíBarstarf Fyrirtæki, sem verzlar með vara- hluti í bíla, óskar að ráða afgreiðslu- mann, nú þegar eða síðar. Afgerandi er að viðkomandi sé áreiðanlegur, lipur, reglusamur og með góða skipulagshæfileika. Æski- legt er að viðkomandi hafi starfs- reynslu á þessu sviði og geti skilið og talað ensku. Þegar frá líður, er nauðsynlegt að viðkomandi geti séð um rekstur deildarinnar aðstoðarlaust, þegar svo ber undir. Launauppbót verður í beinu hlutfalli við dugnað og hag- sýni. Ef þú ert rétti maðurinn, þá skaltu óhræddur senda umsókn, því hvernig sem fer, þá verður hún endursend innan 10 daga og enginn annar fær nokkru sinni að vita af henni. Umsókn sendist afgr. Mbl. merkt: „Framtíð 1349“. Atvinna Óskum eftir að ráða verkamenn og skipasmiði. Mötuneyti á staðnum. Uppl. hjá yfirverkstjóra. S’ippfélagið i Reykjavík h.f. Mýrargötu, sími 10123. Vélritunarstúlkur óskast Morgunblaðið óskar eftir að ráða vélritunarstúlkur. Aðeins koma til greina stúlkur með góða vélritunar- og íslenzkukunáttu. Umsóknir merktar „vélritun 5208“ sendist augl.d. Mbl. fyrir 7. nóvember. Atvinna Viljum ráða nú þegar nokkra hand- lagna verkamenn, til starfa í verk- smiðju vorri. Góð vinnuaðstaða . Fæði á staðnum. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra. H/F Raftækjaverksmiðjan, Hafnarfirði, sími 50022. Atvinnurekendur Ungur maður, sem unnið hefur í sjálfstætt í ýmiss konar fagvinnu, óskar eftir fjölbreyttu og vel laun- uðu starfi. Til greina kemur starf, sem krefst undirbúningsmenntunar eða starfsþjálfunar. Uppl. í síma 35578. Járniðnatiarmenn óskast Viljum ráða nú þegar nokkra vél- virkja, rennismið og menn vana járniðnaðarstörfum. Vélsmiðja 01. Olsen, Ytri-Njarðvík, símar 1222 og 1722. Söngfólk Kór Hafnarfjarðarkirkju vill bæta við sig nokkrum söngröddum. Upp- lýsingar veitir söngstjórinn, Páll Kr. Pálsson, viðtalstími í síma 50463, milli kl. 18 og 19 daglega. Vön saumakona óskast Fatagerðina B.Ó.T., Bolholti 6, vantar vana saumakonu, hálfan dag- inn, (eftir hádegi). Upplýsingar í síma 33620. Háseta og matsvein vantar á 150 lesta netabát frá Kefla- vík. Uppl. í símum 52340 — 52701. Okkur vantar 2 röska menn í uppsetningu á ál köntum, rennum ofl. í 3 til 4 vikur. Akkorðsvinna. Góðir tekjumögu- leikar. Uppl. veittar í Breiðfjörðs- blikksmiðjunni h/f, Sigtúni 7. Sími 35557 milli kl. 4—7 mánudag og þriðjudag. Götun Viljum ráða stúlku á IBM gatara. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 7. þ.m. merkt: „3023“. BifreiBastjóri Viljum ráða ábyggilegan og dug- legan mann til aksturs og lager- starfa. Upplýsingar veittar á skrif- stofunni, að Skipholti 27. PHARMACO H/F Bílstjóri Óskum að ráða ábyggilegan mann til aksturs Landrover bifreiðar og fleiri starfa. Þrymur h.f. Borgartúni 27, sími 20140. HúsgagnasmiÖir — HusasmiÓir Ennfremur lagtækir verkamenn óskast. Upplýsingar Smiðjuveg 9, Kópavogi, ekki í síma. Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar h.f. Sölufólk, óskast til að kynna nýja þjónustu! Vantar þig arðbæra aukavinnu? Oskum eftir að ráða afkastamikið sölufólk til að kynna nýja þjónustu, sem allir hafa not fyrir. Markaðinum eru því engin takmörk sett. Arðbær sem kvöld- og helgarvinna, fyrir vaktavinnufólk, húsmæður hálfan daginn eða hvern sem er. Rekur þú hárgreiðslustofu, rakara- stofu, eða annað fyrirtæki, sem fjöldi viðskiptavina heimsækir daglega? Fyrir þig er hér fyrirhafnariítill en drjúgur aukapeningur. Góðar prósentur greiddar strax, við undirritun samnings. Viljir þú þægilegar auka- tekjur í skammdeginu, þá merktu umsóknina „Peningaflóð — 4681“ og sendu Morgunblaðinu strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.