Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULI1974 7 Málmsambönd reynd gegn krabbameini SÍÐASTLIÐIN fimmtán til tuttugu ár hafa vísinda- menn um allan heim unnið að því af kappi að reyna að finna lyf, sem læknað gætu krabbamein. Á síðustu fimmtán árum hefur banda- ríska krabbbameinsstofn- unin ein látið rannsaka 300.000 mismunandi lyfja- blöndur, sem gætu haft áhrif á ýmsar tegundir þessa banvæna sjúkdóms. Nú er hins vegar svo komið, að margt bendir til þess, að lyfjablöndur, sem innihalda einföld málmefni, — sem flestum vísinda- mönnum hefur sézt yfir í leitinni að lyfi, sem gæti sigrað krabbameinið — virðast geta komið að nokkru gagni i baráttunni, gegn a.m.k. sumum teg- undum krabbameins. I aprtl var haldinn fundur efna- fræSinga í Lundúnum og þarsagði Barnett Rosenberg, prófessor við háskólann I Michigan, að lyfja- blöndur, sem hann hefði upp- götvað, hefðu sannanlega læknað ýmsar tegundir æxla i tilrauna- dýrum. „Ef við getum læknað rottur með þessum lyfjum, getum við lika læknað menn með þeim," sagði hann. Hann lýsti tilraunum, sem gerðar höfðu verið með lyfin á sjúkrahúsum i Bandarikjunum, og höfðu gefið góð fyrirheit. Fimmtán menn, sem voru haldnir krabbbameini I eistum. höfðu fengið ýmiss konar meðferð, en án árangurs. Þeir voru teknir til meðferðar. þar sem hinu nýja lyfi var beitt og náðu sjö þeirra fullri heilsu og sex til viðbótar fengu nokkurn bata. Visindamönnum hefur ekki ein- ungis sázt yfir þessa tegund lyfja — hún fannst einnig fyrir tilviljun. Skömmu fyrir 1970 var Rosen- berg að rannsaka áhrif rafstraums á ákveðna bakteriutegund. Til þess hleypti hann rafstraum í gegnum bakteriulög og not- aði til þess rafskaut úr platinu. Yfirleitt æxlast bakteriur fljótt með þvi að skipta sér I tvo hluta. f tilraunum Rosenbergs vegar ekki heldur héldu áfram að stækka, i sumum tilfellum þar til þær höfðu fimmhundruðfaldað stærð sina. Þetta var ekki fyrir áhrif frá rafsviðinu heldur vegna platinusambanda, sem mynduðust I bakteriuleginum fyrir áhrif efna- breytinga á milli rafskautanna og efna, sem voru uppleyst I bak- teriuleginum. Eitt helzta einkenni krabba- meins er, að frumurnar sem mynda það, skipta sér stöð- ugt og mynda nýjar. Af ein- hverjum orsökum getur likaminn ekki ráðið við þetta, þótt hann stjórni hins vegar yfirleitt frumu- skiptingunni. Þess vegna heldur forum world features Eftir Martin Sherwood krabbameinið stöðugt áfram að vaxa, unz það drepur sjúklinginn. Þegar Rosenberg hafði einangrað platinusamböndin, sem komu f veg fyrir frumuskiptinguna I bak- teriunum, kannaði hann einnig áhrif þeirra á æxli. Þau voru svipuð: frumurnar skiptu sér ekki og dóu út. EITRAÐAR BLONDUR: Með þvi að prófa mismunandi efnasambönd, sem öll innihéldu platinum, uppgötvaði hann hver þeirra höfðu áhrif á æxli og hverjar ekki. (Sum samböndin reyndust mjög eitruð og drápu tilraunadýrin á innan við tuttugu minútum.) Við flestar tilraunir. sem hafa verið gerðar, hefur aðeins ein efnasamsetning verið notuð, sem kölluð er „cisdichloro- diamine-platinum". Þessi blanda var notuð við sjúklingana, sem þjáðust af krabbameini I eistum, og hún hefur einnig verið árangursrik gegn mörgum öðrum tegundum krabbameins, meðal annars hefur hún stöðvað að fullu vöxt lungnakrabba I músum. Ein tegund tilrauna með virkni lyfja gegn krabbameini fer þannig fram, að smá æxli er grætt i mús. Næsta dag er hinu nýja lyfi dælt I músina. Niu dögum síðar er músin drepin og æxlið mælt og borið saman við igrædd æxli úr öðrum músum, sem engin lyf höfðu fengið. Rannsóknin sýndi, að platinusamband Rosenbergs hafði algjörlega stöðvað vöxt æxlisins. Rannsókninni var siðan breytt, þannig að músunum var ekki gefið lyf, fyrr en átta dögum eftir æxlisgræðsluna (þá hafði æxlið vaxið svo mikið, að það var orðið 15 prósent af likamsþyngd músarinnar.) Enn lifðu mýsnar þetta af. og I sumum tilfellum losnuðu þær við hið deyjandi æxli sem úrgang, og það fannst á botni músabúrsins. Platinusambönd hafa verið þekkt fyrirbæri um margra ára skeið. Hvers vegna er það þá, að visindamenn hafa fyrst nýverið farið að lita á þau sem möguleg lyf við krabbameini) Ein ástæðan fyr- ir vantrúnni á málmsambönd- um, sem innihalda platinum, er sú. að mörg slik sambönd eru baneitruð. Jafnvel lyf Rosen- bergs er að þessu leyti ófull- komið. Aukaverkanir þess eru ógleði og uppköst, og það get- ur valdið stórskemmdum á nýrunum, þó að Rosen- berg haldi þvi fram, að „ef sjúklingurinn hefur heilbrigð nýru, þá munu nýrnaskemmdirnar jafna sig og fara aftur að starfa eðlilega, ef lyfið er tekið I hófi". Hann álitur, að hægt sé að breyta sam- eind lyfsins svo það verði ekki eins eitrað. Prófessor Bob Gillard við Cardiff-háskóla I Wales hefur nýlega uppgötvað, að samband með öðrum fágætum málmi, „rodium" hefur svipuð áhrif á bakteriur og platinum samband Rosenbergs. Það, sem enn er ekki vitað, er hvernig platinum-lyfið vinnur. Rosenberg álitur, að það örvi ónæmishæfni likamans. Venju- lega getur líkaminn sjálfur komið i veg fyrir að frumur vaxi um of, en af einhverjum ástæðum kemur þessi ónæmishæfni ekki að gagni gegn krabbameini. Þess vegna getur krabbamein vaxið og haft eyðileggjandi áhrif. Rann- sóknir á platinum-lyfinu gefa til kynna, að það ráðist á kjarnasýrur krabbameinsfrumnanna. Sam- kvæmt áliti Rosenbergs verður „ónæmishæfni líkamans þá áhrifameiri. Ég álit, að ónæmis- hæfni líkamans eyði æxlinu, fremur en að lyfið beinlinis drepi frumurnar". Frekari rannsókn á lyfinu fer nú fram i Bandarikjunum, Tékkósló- vakiu og Bretlandi. Hluti þessara rannsókna er I þvi fólginn, á platinum-lyfinu er blandað saman við önnur lyf, sem talin eru hafa áhrif á krabbamein. En Rosenberg telur, að notkun málmsambanda i lyflækningum sé aðeins á byrj- unarstigi, og að hún geti opnað nýja möguleika, ekki aðeins I meðferð krabbameins, heldur einnig i meðferðliðagigtar og bakteriu- og veirusýkinga. Til sölu Mercedes Benz 280 SE '71. Sjálf- skiptur, vökvastýri. Upplýsingar i síma 23486. 3ja til 4ra herb. íbúð óskast sem fyrst. Þrennt fullorðið í heimili. Uppl. í síma 321 13. Traktorsgrafa til leigu. Upplýsingar í sima 93- 1930 eftir kl. 19.00. Brotamálmur Kaupi annan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 sími 25891. Hver vill selja okkur hús — milliliðalaust — meðalstórt í vesturbænum. Tilboð með uppl. um stærð og verð, sendist Mbl. merkt: Hús 1210. 14 ára stúlka óskar eftir atvinnu. Allt kemur til greina. Upplýsingar i sima 40853. Laxveiðimenn Kvippoka seiði til sölu, lax. Uppl. í sima 21927 milli kl. 7 — 10. Ca 10 herbergja hús óskast til leigu. Helzt staðsett i Reykjavik eða nágrenni. Nánari upplýsingar i sima 43780 og 42622. Ungt barnlaust par óskar eftir vinnu úti á landi. Maðurinn hefur meiraprófsrétt- indi. Húsnæði þarf að fylgja. Uppl. í sima 42920 eftir kl. 7 næstu kvöld. Ræstingakona óskast. Upplýsingar i síma 50437. 4ra herb. ibúð á efri hæð í tvíbýlishúsi við Bergst.str. til sölu. Eignarlóð, eng- in lán áhvílandi. Upplýsingar í síma 66344 eftir kl. 7.00 á kvöldin. Húsasmiður Get tekið að mér lagfæringar og breytingar á húsum úti sem inni. Einnig ísetningu hurða, loft- og veggklæðninga o.fl. Sími 43684. Opel station 1970 2ja dyrá fallegur bill til sölu. Má borgast með 2—4 ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Skipti koma til greina. Simi 22086. Toyota Carina 1600 árgerð 1972 2ja dyra ekinn 34 þús. km til sölu. Upplýsingar i sima 1 2828 milli kl. 1 8-—20. Sköfum og hreinsum hurðir Simi 85043 frá kl. 6—8 e.h. íbúð óskast sem fyrst í Hafnarf., Kópavogi, Reykjavik eða nágrenni. Selfoss kæmi mjög til greina. Upplýsingar i sima 51 147. Ensk bréfaviðskipti Segið það sem þér þurfið að segja. Fáið betri árangur. Ég get hjálpað yður. Áreiðanlegur Amerikani — dvalið 2V4 ár á íslandi. Uppl. i s. 14604. Geymið auglýsinguna. Ódýrt stereosett og plötuspilarar. Sterosegulbönd i bila, margar gerðir. Músikkasettur og áttarásaspólur. F. Björnsson, Radioverzlun, Bergþórugötu 2, simi 23889. Til sölu 3ja herbergja íbúðir Fossvogsmegin í Kópa- vogi. íbúðirnar afhendast í des. n.k., full- frágengnar að utan með gleri og hitalögn. Fast ver^ Sö/umenn: Kristján Knútsson Lúðvík Halldórsson E ignamarkað urinn Austurstræti 6, sími: 26933. Selfoss--------------------------------- Til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á SEL- FOSSI. íbúðirnar skilast með tvöfölduverk- smiðjugleri, múrhúðað að utan og sameign múrhúðuð og frágengin útihurð. Verð á 2ja herb. kr. 1.750 þús., 3ja herb. kr. 2,0 millj. 4ra herb. kr. 2,3 millj. 3ja herb. íbúðin til afhendingar strax, hinar í nóvember n.k. Fasteignamiðstöðin Hafnarstræti 1 7. símar 14120 — 14174 heima 85798 .iiiiiiuiihii Útbúum borðfána, hornveifur og bílmerki fyrir íþróttafélög og önnur samtök. Prentum merki og myndir á boli. Prentum gluggamerkingar fyrir verzlanir og fyrirtæki. Útbúum alls konar plast- skilti. Reynið viðskiptin, vönduð vinna. Silkiprent Lindargötu 48 sími 14480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.