Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULl 1974 25 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDL JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 46 Christer kinkaði kolli vingjarn- legur. — Þér megið fara heim, ef þér viljið. Karl Gustaf hafði reynt að dylja feimni sína, en hann hafði með samblandi af undrun og stolti hlustað á þessa einkennilegu ástarjátningu. Hann leit spyrj- andi til Christers, sem kinkaði kolli til samþykkis og Karl Gustaf reis því upp og fór fram á eftir henni. Mér varð stöðugt hugsað um það, sem Kersti hafði sagt okkur, og horfði með hjartslætti á þau fjögur, sem eftir voru f her- berginu. Þrir karlmenn, ein kona. Staffan Arnold. Pelle Bremmer. Jan Hede. Það hlaut að vera einn þessara þriggja. Sunnudagskvöldið ör- lagaríka hafði einhver þessara manna farið heim til Evu Claeson með það fyrir augum að losa sig |^úr erfiðu ástarævintýri. Einhver þeirra... En hver? Og þá allt í einu kom óein- kennisklæddur lögreglumaður í dyrnar og sagði með öndina í háls- inum: — Við erum búnir að finna hann. Hann er á lífi og er að reyna að segja eitthvað. En verið fljót, því að hann á ekki langt eftir. Hann lá eins og hrúgald inni f sfmaklefanum og stundi. Svo opn- aði hann allt í einu augun, deplaði þeim við ljósinu og sagði furðu- skýrt: — Ég þekkti hvftu kápuna. Eg hef eiginlega vitað það allan tfm- ann, EN ÉG SKILDI EKKI AF HVERJU HÁRIÐ VAR DÖKKT FYRR EN I KVÖLD, ÞEGAR HUN VAR MEÐ SVÖRTU SLÆÐUNA. Og fáeinum augnablikum sfðar tók Ingmar Granstedt síðustu andvörpin og við hin störðum skelfd á ungu stúlkuna f hvítu kápunni með svarta slæðuna bundna um höfuðið. Sextándi kafli Görel Fahlgren sat á stólnum andspænis Christer Wijk og and- lit hennar var jafn hvítt og kápan hennar, en grá stór augu hennar horfðu kvíðalaus framan í hann og það var engu líkara en hún hefði loksins náð valdi á sér. Hún lyfti hendinni, eins og annars hugar og strauk af sér slæðuna. Eg get ekki sagt um, hvernig við skjögruðum aftur inn í innri sögustofuna. Ég gerði mér aðeins óljósa grein fyrir þvf, sem var að gerast umhverfis mig. Lík Ing- mars var borið á braut og ég fann, að bæði Einar og Jan voru sinn við hvora hlið mér i gluggakist- unni. Ég sá, að Staffan sat á borð- röndinni og Pelle stóð fyrir aftan stól Görels. Christer rauf þögnina og sagði mjög lágt: — Við bíðum eftir því að heyra... sannleikann... Hún dró andann djúpt. — Já, hvíslaði hún. Svo tók hún til máls án nokk- urra afsakana, án málalenginga né skýringa. Hún var hraðmælt og það var ekki fyrr en leið að lokum frásagnar hennar, að ég fann, að hún var tekin að verða óstyrk í máli og var f miklu meira uppnámi en ég hélt fyrst, þegar ég horfði á hana, þar sem hún virtist sitja róleg og f jarræn. — Það var síðdegis súnnudag- inn, sem Eva dó. Eg hafði slegizt í för með Lillemor til Bures að gamni og allt í einu fékk ég sterk- lega á tilfinninguna að Eva væri mér fjandsamleg. Ég gat alls ekki skilið, hvernig á því stóð. Við þekktumst mjög lítið og á þeim tveimur mánuðum, sem ég hafði verið í skólanum og sótt Hug-B, höfðum við sjaldan skipzt á orð- um. Hún var í klíku Pelles hér á safninu, en þegar við vorum saman hér var það meira sem hópur og Eva lét yfirleitt ekki mikið á sér kræla né reyndi að vekja á sér eftirtekt, þegar sex til átta manns voru saman. Þess vegna var það óvænt, þegar hún réðst allt í einu að mér þennan sunnudag. Lillemor hafði farið fram til að skoða eldhúsið og þá sagði Eva upp úr þurru við mig: „Ég vil tala við þig í einrúmi. Geturðu komið aftur eftir kvöld- mat?“ Ég býst við, að ég hafi orðið hálfklumsa, því að ég man hún bætti við: „Þá skal ég skýra þetta allt fyrir þér.“ Og þegar ég minnt- ist á, að ég byggi út á Lidingö og nennti ekki að gera mér tvívegis ferð inn í bæinn sagði hún ill- kvittnislega: „Ertu ekki í trú- lofunarhugleiðingum, ha? En ég er það nefnilega líka, skilurðu það...“ Þá kom Lillemor aftur, en Eva hafði vakið forvitni mína og um kvöldið var það því ÉG, sem aftur stóð úti fyrir húsinu og hringdi dyrabjöllunni. — Og hvað var klukkan þá? — Ég held hana hafi vantað tíu mínútur í átta. Eva opnaði fyrir mér og við gengum inn i stofuna og horfðum hvor á aðra. Ég veit, að ég er hrokafull og merkileg með mig, en mér fannst samt frá- leitt þegar ég leit á Evu, þykk- holda og hálfhallærislega og al- veg lausa við alla persónutöfra... fannst næstum þvf hlægilegt, þeg- ar hún staðhæfði, að við værum að keppa 'um hylli sama manns. Mér fannst það meira en hlægi- legt. Ég viðurkenni, að ég hló. Þá varð hún alveg örvita og mér fannst framkoma hennar hræði- leg, því að innst inni hefur hún sjálfsagt verið mjög heilbrigð og venjuleg manneskja, sem átti ekki vanda til móðursýkiskasta. En hún hrópaði upp ægilegustu svívirðingar og mér fór að verða ljóst, að það var sannarlega engin ástæða til að hlæja. Þvert á móti... Ég veit, að þér getið ekki gert yður í hugarlund, hvernig mér varð við! Fyrir einhverja and- styggilega tilviljun gerðust at- burðirnir hver á eftir öðrum. Þér getið trúað mér eða látið það vera, en ég hafði aldrei verið með karl- manni. En kvöldið áður en ég talaði við Evu, sem sagt á laugar- dagskvöldið, hafði ég loksins látið undan honum. Hann hreif mig svo gersamlega með sér í ástríðu sinni og blíðu og ég upplifði með honum unaðslega nótt — ég hafði upplifað það, sem var svo mikið, að ég var einhvern veginn enn uppfull af honum, ef ég má orða það svo. Og nú stóð þessi mann- eskja þarna og reif hamingju mfna í tætlur. Hann hafði sannar- lega haft mök við fleiri en mig: hann hafði svarið, að hann ætlaði að giftast mér, og það kom í ljós, að hann hafði einnig svarið að giftast henni. Og svo sagði hún mér, svona til að kóróna allt sam- an, að hún hefði séð fyrir honum síðasta árið til að hann gæti lokið námi og gengið að eiga hana. Það þýðir víst lítið að reyna að lýsa fyrir yður, hvaða þrautir og píslir ég gekk í gegnum þessa hálfu klukkustund þarna í vist- legri dagstofu þeirra Bureshjóna. Það endaði með því, að það var ég, sem trylltist og ég æpti, að hún mætti eiga þetta hræ með ánægju Ég myndi ekki framar við honum líta... — Og hvað svo? — Svo þaut ég burtu alveg viti mínu fjær og fór fótgangandi alla leið til Lidingö. Mér leið ægilega Heyrðu gamli — Það er nektarhæna hinum megin við húshornið. VELVAKAIMPI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Að glata kosningarétti við búsetuskipti Hér er bréf frá kjósanda í Danmörku: „Kæri Velvakandi. Ég vildi byrja á því að kynna mig sem mann, sem er að nálgast miðjan aldur. Ég hef ákveðna sér- menntun, en vegna atvinnusjúk- dóms hélt ég utan til náms fyrir ári með konu og börn og seldi hfbýli mfn og búslóð til að standa straum af kostnaði. (Ég verð að borga námið sjálfur, — er m.ö.o. ekki háskólanemi). Ég geng í kvöldskóla og verð að vinna fyrir heimilinu á daginn. Þegar við vorum á förum, eða skömmu áður, greiddum við (ef- laust af einfeldningshætti) upp skatta okkar og skuldir, tilkynnt- um bústaðaskipti og heimilisfang í Skandinavíu (þetta er orðið eitt hérað eftir að „H.f. norræn sam- vinna" var stofnuð) og eftirlétum af veraldlegum hlutum smátölur í sparisjóðsbók og byggingarlóð, vegna væntanlegrar heimkomu eftirtvö til þrjú ár. Þetta er eflaust nægilegur inn- gangur, því að efni bréfsins er þetta: Það er búið að svipta mig og konu mína kosningarétti. Það er sem sagt ekki nóg að hafa spari- sjóðsbókarnúmer, byggingar- lóðarnúmer og nafnnúmer, heldur þarf að hafa húsnúmer, þ.e.a.s. heimilisfang og greiða til almannatrygginga, að sjálfsögðu ofan á þau gjöld, sem greidd eru hérlendis til samsvarandi trygg- inga. Eflaust er ég kjáni, — ég hefði átt að geta sagt mér það sjálfur, að lóðarnúmer er gagnslaust á móti húsnúmeri og nafnnúmer gagnslaust á móti símanúmeri, en það sagði mér þetta bara enginn fyrr en þægilegur sendiráðsritari eða konsúll fyrir tveimur dögum. „Heimilisfang 1. desember“ er sem sagt formúlan fyrir kosninga- rétti við sveitarstjórnar- og al- þingiskosningar. Það er grátbroslegt, að einmitt 1. desember, fullveldisdagurinn, skuli vera hafður til viðmiðunar, því að hvar væri fullveldið og lýðveldið ef allir hefðu setið heima á sínum rassi og enginn nennt að leggja á sig þá litlu raun að auðga andann eða höndina, sjálfum sér og þjóðinni til góðs? Ég sé, að þetta er heldur sundurlaust hjá hjá mér, enda skrifað f geðshræringu og reiði. En komi Alþingi einhvern tima saman aftur þá vona ég, að þing- menn hugi að málum þeirra út- laga, sem ekki hafa aðstöðu til að skrifa sig til heimilis hjá pabba og mömmu. Virðingarfyllst, 8905—3021.“ 0 Fatlaðir og sundstaðirnir Elísabet Jónsdóttir, Sel- tjarnarnesi, skrifar: „Kæri Velvakandi. Það var mér gleðiefni, þegar ég opnaði Morgunblaðið frá laugar- deginum 22. júní sl. og sá, að samþykkt hafði verið á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur að ör- yrkjar fengju ókeypis aðgang að sundstöðum borgarinnar. En þetta er ekki nema hálfsögð saga. Ég ætla nú ekki að minnast á nema einn hluta öryrkja, það er hreyfihamlað (eða hreyfifatlað) fólk. Það er ekki nóg að það fái ókeypis inn á sundstaðina ef það kemst aldrei þangað inn. Þar á ég við þessar eilffu tröpp- ur, sem arkitektarnir hafa verið svo hrifnir að. I Sundhöllinni og Sundlaug Vesturbæjar er svo mikið af tröppum, að þar er ekki fært fyrir hjólastóla. Nú eru ekki allir i hjólastólum, en sumir nota umbúðir (spelkur) sem teknar eru af, þegar farið er i sundföt, og þá getur þetta fólk ekki gengið. Það þarf þvi að hafa hjólastóla, sem þola vatn og fólkið getur sjálft séð um að stjórna á sundstöðunum. Að minum dómi er aðeins einn sundstaður i Reykjavík, sem hentar fyrir fatlaða, Sundlaugin í Laugardal. Þá kemur upp annað vandamál, en það er að komast ofan í laugina og aftur upp úr henni. Þetta er mál, sem þarf að bæta úr, því að allir eiga sömu réttindi í þjóðfélaginu. % Nauðsyn sundiðkana fyrir fatlaða Þeir, sem mest eru fatlaðir, hafa líka oft minni möguleika en aðrir á að afla sér fjár, eins og allir vita, en sund er þessu fólki nauðsynlegt eins og þeir vita ekki hvað sízt, sem voru á sundnám skeiðinu, sem haldið var til að kynna „Halliwick-aðferðina“. Við, sem erum ekki fötluð eigum að gera skyldu okkar og bæta úr fyrir hina, sem hafa ekk sömu tækifæri og við í lífinu. Mig langar I leiðinni til að minnast á orðatiltæki, sem mér leiðist mikið. Af hverju segir fólk „fatlaður og lamaður"? Er ekki sá, sem er lamaður, fatlaður? Ég veit, að þarna er bæði um að kenna þekkingar- og hugsunar leysi. Með beztu óskum um, að þett; verði tekið til greina og bætt úr. Elfsabet Jónsdóttir." Veitt úr „Gjöf Jóns Sigurðs- sonar” A FJARLÖGUM 1974 er veitt ein milljón kr. til sjóðsins „Gjöf Jóns Sigurðssonar", en sjóð þennan stofnaði Ingibjörg Einarsdóttir ekkja Jóns Sigurðssonar árið 1879. Um úthlutun þessa fjár voru settar nánari reglur með þingsályktun í aprfl s.I. Er verð- launancfnd sjóðsins heimilað að úthluta þvf f samræmi við ákvæði um vexti sjóðsins. í reglum sjóðsins frá 1911 segir, að vöxtum skuli verja til „verð- launa fyrir vel samin rit, og annars kostar til þess, að styrkja útgáfur slíkra rita og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarita. — Öll skulu rit þessi lúta að sögu tslands, bókmenntun þess, lögum, stjórn og fram- förum." Verðlaunanefnd „Gjafar Jóns Sigurðssonar", auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingu úr sjóðnum. Skulu þær stílaðar á verðlaunanefndina, en sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Umsóknum skulu fylgja rit eða ritgerðir eða greinargerðir um rit f smfðum. Veðlaunanefndin mun skipta fjárveitingu þeirri, sem Alþingi hefur veitt, ef ástæða þykir til, þegar umsóknir hafa verið kannaðar. í verðlaunanefndinni eiga sæti: Gils Guðmundsson, alþingis- maður, Magnús Már Lárusson, prófessor, og Þór Vilhjálmsson, prófessor. RINARLANDAFERÐIR KAUPMANNAHÖFN Ferðin hefst I hinni glaðvseru og sógufraagu „Borginni við sundið" — Kaupmannahöfn. sem svo mjög er tengd Islendingum fyrr og sfðar. Fró Höfn er ekið með þasgilegum langferðabfl um hínar fögru borgir og skógivöxnu sveit- ir Oanmerkur og Þýrkalands. Stanzað tvaar nætur f Hamborg, en lengst dvalið við hina fögru og sögufrægu Rfn. Þar rfkir Iff og fjör, glaðværð og dans. sem engu er Ifkt. Siglt er með skemmtiskip- um um Rinarfljót framhjá Loretey og fleiri frægum stöðum. Farið er f ökuferðir um sveitir og héruð RFnarbyggða.. þar sem náttúru- fegurð er mikif. Frá Rfnarbyggð- um er ekið um Þýzkaland og hin- ar fögru norður byggðir Þýzkalands, þar sem meðal ann- ars er komið að Austur-þýzku landamærunum: Síðustu daga ferðarinnar er dval- ið i Kaupmannahöfn. farið i stutt- ar skemmti- og skoðunarferðir. Notið er aðstoðar og fyrirgreiðslu skrifstofu Sunnu f Kaupmanna- höfn. k-A-é i-t'iihM FElflASKRIFSTSíAN SIMAR164Ö0 12070 sunna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.