Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULI 1974 19 Frá Olympíu- skák- mótinu Ólympíuskákmótinu f Nizza er nú lokið með yfirburðasigri Sovétmanna. Svo virðist sem þeir hafi teflt af enn meiri krafti nú en á sfðustu ólympfu- skákmótum og f þetta sinn töp- uðu þeir engri skák. Urslitin f A-flokki urðu annars þessi: 1. Sovétrfkin 46 v., 2. Júgóslavfa 37Vi v., 3. Bandarfkin 36H v., 4. Búlgarfa ZO'Á v., 5. Holland 35H v., 6. Ungverjaland 35 v., 7. V-Þýzkaland 32 v. o.s.frv. eftir JÓN Þ. ÞÖR 1 B-flokki úrslitanna varð röð efstu sveitanna þessi: 1. Israel 40'á v., 2. Austurrfki 38W v., 3. Italfa 38 v., 4. Kólumbfa 32'A v., 5. Pólland 32 v., 5. Noregur 32 v., 7. tsland 32 v., 8. Danmörk 31 v. Frammistaða fslenzku sveit- arinnar hefur vafalaust valdið mörgum sárum vonbrigðum og er það eðlilegt, skákáhugi mun óvíða vera meiri en hér og fáar þjóðir munu eyða jafnmiklu fé til skákiðkana og við að Sovét- mönnum og Júgóslövum einum undanskildum. En þetta skiptir minnstu máli. Hið alvarlegasta er, að hjá mörgum þjóðum virð- ist vera um mikla framför að ræða, en þar sitjum við eftir. Hver hefði t.d. getað látið sér detta í hug fyrir svo sem tíu árum, að ítalir yrðu í 3. sæti í B-riðli eða Finnar, Fillipseying- ar og Walesbúar í A-úrslitum? Þá má enn geta þess, að okkar sterkasta sveit — á pappírnum a.m.k. — á að vera mun betri en danska sveitin án bæði Bent Larsens og Svend Hamman. En úrslitunum verður víst ekki breytt héðan af og nú skulum við líta á eina skemmtilega skák úr undanrásunum: Hvftt: M. Stean (England) Svart: W. Browne (U.S.A.) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — Rf6, 6. Bg5 — Rbd7. (Þessi leikur skýtur alltaf upp kollinum öðru hvoru, en algengara er þó 6. — e6). 7. Bc4 — e6, 8. 0-0 — h6, 9. Bxf6 — Rxf6, 10. Bb3 — b6 (?) (Hér var sjálfsagt að leika strax 10. — b5). 11. f4 — Bf7, 12. Dd3 — Be7, 13. Rxe6!!? (Stórskemmtileg fórn, sem ríf- ur upp svörtu kóngsstöðuna; hér eftir virðist svartur ekki eiga sér viðreisnar von). 13. — fxe6,14. Bxe6 — b5 (Svartur reynir að Iosa um sig og koma drottningunni af stað, þótt það kosti leik). 15. e5! — Db6+, 16. Khl — dxe5, (Þetta virðist eina leiðin; eftir t.d. 16. — Rd7 kæmi 17. Dg6 — Kd8, 18. Dxg7 — He8, 19. exd6 og hvítur vinnur). 17. Dg6+ — Kd8, 18. Df7 — Dc5, 19. fxe5 — Bxg2+ (Skemmtileg hugmynd, en hvítur hefur séð lengra). 20. Kxg2 — Hf8, 21. Hadl+ — Kc7 (Svona átti dæmið að ganga upp. Nú er ekki annað sýnna en hvítur verði að hörfa með drottninguna til g6, og eftir 22. — Dxe5 væri allt í lagi hjá svörtum, en ...). 22. Dxg7! — Hg8, 23. exf6!! (Svona fór hann að því! Nú fær hvítur yfrið nóg lið fyrir drottninguna og unnið tafl). 23. — Hxg7, 24. fxg7 — Bd6, 25. Hf 7+ — Kc6 (Ekki 25. — Kb6, 26. Rd5+ — Kc6, 27. Bd7+ — Kc7, 28. Bxb5+ — Kc8, 29. g8D+). 26. Bd5+ — Kb6, 27. Bxa8 — Dg5+, 28. Khl — Be5, 29. b4! — a5, 30. Hb7+ — Kc6, 31. g8D+ — Dxg8, 32. Hb8+ og svartur gaftst upp. 1874 — 1974 SR. JÓNMUNDUR HALLDÓRSSON í DAG er aldarafmæli sr. Jón- mundar Halldórssonar, en hann dó um áttrætt, sumarið 1954. Hann var þjóðkunnur maður á sínum tíma. Hann var fæddur á Viggbelgsstöðum f InnraAkranes- hreppi 4. júlí 1874. Halldór Jóns- son faðir hans var múrari hér í Reykjavík, en móðir hans var Sesselja Gísladóttir í Bæ í Miðdöl- um. Sr. Jónmundur varð stúdent 1896 og var á Prestaskólaárum sínum einnig kennari á Blöndu- ósi. Hann tók kandidatspróf í guð- fræði við Prestaskólann árið 1900, um haustið tók hann prestvígslu og varð aðstoðarprestur sr. Helga f Ölafsvík. Sama ár kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur bónda í Eyr- aruppkoti í Kjós. Börn þeirra voru 7 og eru nú á Iffi Guðrún hjúkrunarkona og Halldór kenn- ari og yfirlögregluþjónn. Sr. Jónmundur varð sóknar- prestur á Barði f Fljótum 1902, en síðan í Mjóafirði og svo á Stað í Grunnavík frá 1918 og gegndi prestsþjónustu til æviloka. Sr. Jónmundur var svipmikill og fasmikill maður, góður prédik- ari og áhugasamur félagsmaður og forgöngumaður um sveitarmál og átti sæti í sýslunefndum, fyrst í Skagafirði og síðan í Norðurísa- fjarðarsýslu í áratugi, frá 1921. Þar nyrðra var hann vökumaður yfir verómætum gamalla, hverf- andi byggða og áhugasamur hirð- ir þess fólks, sem þar var, lagði rækt við þjóðlega og sérkennilega siði og fornar menjar í húsum og híbýlum, þó að hann hefði einnig vakandi auga á ýmsum nýjungum og framförum. Hann skrifaði tals- vert í blöð og tímarit um trúmál og skólamál og talaði stundum í útvarp eða sendi mér pistla sfna. Hann var hispurslaus og áheyri- legur ræðumaður. Einnig þýddi hann nokkuð, s.s. Minningar um Kaj Munk, sem hann hafði mætur á. Það var gott og skemmtilegt við hann að ræða, um gamlar minn- ingar og nýjar skoðanir. Ingi bróðir minn tók sumt af tali hans upp á stálþráð, sem þá var nokkur nýjung. Ösvaldur Knudsen tók kvikmyndir norður þar á slóðum hans og eru það merkar heim- ildarmyndir um byggðina og dag- legt líf þar og kristnihald. Sr. Jónmundur var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1945. öllum, sem sáu eða þekktu sr. Jónmund, varð hann minnisstæð- ur, því hann var mikill að vallar- sýn, skörulegur og stórbrotinn. V.Þ.G. VIÐ ÆTLUM SAMAN I sumarleyfið. Við ætlum hringveginn um- talaða og notum SPRITE-hjólhúsið okkar. Þannig erum við óháð og frjáls, og getum dvalið þar sem okkur lystir. Fyrsti áningarstaðurinn verður nálægt Skógafossi, næsti hjá Kirkjubæjarklaustri og svo 2 — 3 daga í Skaftafelli. Lengra nær áætlunin ekki. Húsið okkar er með ofni, tvöföldum rúðum og vel einangrað. Svefnplássi fyrir 4 og salerni. Við erum þannig vel undirbúin undir misjafna veðráttu. Hefur þú íhugað möguleikana fyrir þig og þína fjölskyldu í sumar. Þú getur byrjað með að fá allar upplýsingar um verð og gæði hjá Gunnari Ásgeirssyni h.f. %nnai veittbm k.f. Suðurlandsbraut 1 6 - Sími 35200 - Glerárgata 20 Akureyri - Sími 22232 Teppi stolið AÐFARARNÓTT sunnudagsins 30. júní sl. var stolið gólfteppi, sem hékk á grindverki við húsið Holtsgata 7. Teppið var óvenju- lega unnið, marglitt úr tíglabút- um. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem geta gefið upplýsingar um þjónaðinn, að hafa samband) við sig sem fyrst. —-------------- Gunnar á Hlíðar- enda í ballett Á FUNDI NOMUS, norrænnar nefndar, er vinnur að samstarfi á sviði tónlistar, í Kaupmannahöfn dagana 18.—19. apríl s.l. var sam- þykkt að veita Gunnari Kvaran cellóleikara styrk til tónleikaferð- ar um Norðurlöndin ásamt Gisla Magnússyni pfanóleikara, á kom- andi hausti. Ennfremur var samþykktur styrkur til Unnar Guðjónsdóttur og dansflokks hennar i Stokk- hólmi til að semja ballett og láta semja tónlist um Gunnar á Hliðar- enda. Höfundur tónlistarinnar er Ralp Lundsten. Ballettinn verður sýndur á íslandi og í Svíþjóð. Kaupa olíubréf QUITO — Stjórn Ecuadors hefur keypt fjórðung hlutabréfa í stærsta olíufélagi landsins, Texaco-Gulf, og hækkað skatta allra olíuframleiðenda. HELGARINNKAUP Vegna laugardagslokunar bjóðum við yður að gera helgarinnkaupin í dag, fimmtudag. Mikið yöruúrval. Allar vörur á Kaupgarðsverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.