Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1974 n M M U „Fólkið vill bara hljóm- sveitirnar sem hamast” r r segir Amundi Amundason og telur engan grundvöll fyrir innflutningi gæðahl j ómsveitanna .. dansa, lemja og hamast á sviðínu...“ (Teikn- ing Jens Kristjáns.). Örn Petersen vi8 upptöku þáttarins „Tiu á toppnum". • • Orn Petersen svarar: Hér og nú NO ERU liðnar þrjár vikur frá heimsókn Procol Harum til Is- lands og Ámundi umboðsmaður ætti því að vera búinn að telja alla seðlana, sem hann græddi á heim- sókninni. Eða græddi hann ekki einhver lifandis býsn? Það halda sumir. „Nei, það er mesti misskilning- ur,“ sagði Ámundi f samtali við SLAGSÍÐUNA daginn sem Olaf- ur Jóhannesson baðst lausnar fyr- ir sig og ráðuneyti sitt. „Og ég komst að þvf f sambandi við þetta hljómleikahald," bætti Ámundi við, „að þessar greinar poppskrif- ara um, að hingað þurfi endilega að fá topphljómsveitir músfklega séð, þvf að hér sé svo mikill áhugi fyrir þeim, eru eintómt rembings- bull, slagorð og kjaftæði. Það er enginn markaður fyrir þessar hljómsveitir hér. Fólkið vill bara fá hljómsveitirnar sem dansa, lemja og hamast á sviðinu, eru með „show“. Það er það eina, sem gildir hér. Og ég mun einbeita mér að þvf f framtfðinni að fá hljómsveitir af þvf tagi, eins og Slade, Sweet og fleiri. Ég er ein- mitt að fara út f næstu viku til að athuga með erlendar hljómsveit- ir, þvf að ég vil endilega halda þvf áfram að fá þær hingað.“ Raunar hefði Ámundi verið bú- inn að koma með eina enska hljómsveit til viðbótar hingað til lands, ef leyfi hefðu fengizt. Hann ætlaði að fá ensku hljóm- sveitina Love Affair hingað í júní til að leika á dansleikjum úti um allt land, ásamt fslenzkum hljóm- sveitum, eins og hann hafði áður gert með John Miles Set og Writ- ing On The Wall. En félagsmála- ráðuneytið óskaði umsagnar Félags íslenzkra hljómlistar- manna um umsókn Ámunda um atvinnuleyfi fyrir Love Affair og mun sú umsögn væntanlega hafa verið neikvæð, þvf að Ámundi fékk ekki leyfið í júní og hefur raunar ekki fengið enn. „Mér finnst það alveg furðu- legt, að FlH skuli stoppa þetta af. Þessar erlendu hljómsveitir taka enga vinnu frá fslenzku hljóm- sveitunum, þvert á móti, þvf að ég hef haldið böll með útlenzku hljómsveitunum á stöðum úti á landi, þar sem engin leið hefur verið að halda böll með fslenzk- um hljómsveitum. Utlenzku hljómsveitirnar spila aðeins f 50—60 mfnútur — og það er eng- in leið að halda ball f klukkutfma. Þess vegna hef ég alltaf haft fs- lenzkar hljómsveitir með á böll- unum og þannig skapað þeim vinnu með þessum heimsóknum erlendra hljómsveita. — Já, ég er svekktur yfir þessari afgreiðslu málanna, þvf að ég taldi, að þess- ar heimsóknir lyftu upp fslenzku tónlistarlffi og ykju á gæði fs- lenzkra hljómsveita þegar til lengdar léti. En ég ætla f staðinn að fara út f það áð taka hljóm- sveitir af Norðurlöndunum, þær þurfa ekkert atvinnuleyfi hér,“ segir Ámundi. Annars hefur hann lítið mátt vera að þvi að hugsa um hljóm- sveitainnflutning nú síðustu dag- ana, því að hann hefur verið önn- um kafinn við undirbúning þess að setja á markað tvær segul- bandskassettur með tónlist, sem kom út á Á. Á.-plötum í fyrra. Á annarrri kassettunni verða lögin af stóru plötunni „Lítið eitt“, en á hinni verða ýmis vinsæl lög af stórum og litlum plötum, þ.e. með Jóhanni G. Jóhannssyni, Pónik og Þorvaldi Halldórssyni, Logum og Litlu einu. Sú kassetta ber nafnið „Urval af Á. Á.-hljómplötum 1973“. Þessi lög hafa flest öll ver- ið mjög vinsæl — „og það er gíf- urleg eftirspurn eftir þeim á kass- ettum. Mér finnst gaman að geta sett þetta á markað," segir Ámundi. Hann hefur f undirbún- ingi útgáfu á fjórum kassettum til "víðbótar, þ.e. með tónlistinni af stóru plötunum með Roof Tops og Pelican og tvær með úrvali af Á. Á.-plötum ársins 1974. Þá er heil- mikið af plötum á leiðinni: Ný tveggja laga plata með Stuðmönn- um, tveggja laga plata með Jó- hanni G., tvær tveggja laga plötur með Pónik, stórar plötur með Roof Tops og Pelican og stór barnaplata með leikriti og söngv- um um Róbert bangsa. Þá vonast Ámundi til, að Jóhann G. geti farið sem fyrst utan til að taka upp stóra plötu. Ymislegt annað er einnig á prjónunum hjá Ámunda: Mig langar til að koma með Brimkló, 14 Fóstbræður og lfka eitthvað nýtt, en ég hef bara ekk- ert nýtt fundið, sem gaman væri að koma með.“ — En alltaf má fá annað skip og Ámundi er einnig að hugleiða að hefja innflutning á skemmtikröft- um, þ.e. einhverju öðru en hljóm- sveitum. Það er því nóg að gera hjá honum — og nóg að gera hjá blaðamönnum við að skrifa um athafnasemi hans! Því að þótt Ámundi sé maður umdeildur, bæði vegna starfa síns að umboðs- mennsku og vegna skoðana sinna — sem hann er ófeiminn við að skýra frá — þá verður því ekki neitað, að hann kemur miklu í verk og hefur fjörgað íslenzkt popplíf heilmikið. Kæri „jákvæði" St. Guðm! Þó að ég hafi nú ekki getað annað en brosað þegar ég las skrif þin í Slagsíðunni 23. þ.m. sé ég fulla ástæðu til að svara skrifum þínum, eða a.m.k. benda þér á nokkra Ijósa punkta, sem þú þó virðist ekki skilja. Hlutverk þáttarins Tíu á toppnum er að mynda íslenzk- an vinsældarlista út frá þeim lögum, er ná vinsældum í ná- grannalöndum okkar, svo og þeim lögum, sem gefin eru út á plötum hérlendis og flokkast undir dægurlagatónlist. Þessi lög eru eingöngu kynnt af stjórnanda þáttarins, en síðan er það hlutverk hins „jákvæða" hlustanda að velja og hafna. Hann greiðir þremur lögum at- kvæði og fær hvert þeirra eitt atkvæði. Út frá því ætti að liggja Ijóst fyrir, hvaða lög njóta mestra vinsælda á hverjum tíma, en þau fimm lög, er fæst atkvæði hljóta, falla af listanum og fimm ný lög eru kynnt í þeirra stað. Þessi fimm lög vel ég sjálfur og tek þar tillit til vinsældalista erlendis og að flestir fái þar lag við sitt hæfi. En þú ert bersýnilega súr út í þennan „afturhaldssama óskapnað" vegna þess, að þátturinn býður þér ekki upp á þyngri tónlist (eða þróaða, eins og hún er stundum kölluð). Jæja vinur, ég get nefnt þér margar ástæður fyrir þvi, að ég kynni ekki of mikið af þyngri tónlist — ég hef reynt það nokkrum sinnum og þá hafa viðkomandi lög fengið undir tíu atkvæði — en ég ætla að láta eina nægja. Fáðu þér eitthvert enskt, bandarískt, danskt eða sænskt poppblað og líttu á vin- sældalista þessara landa, já, hin frábæra hljómsveit Yes kemst ekki einu sinni á vin- sældalista heimalands sins. Ég reikna með, að þeir, sem taka þátt í myndun vinsælda- listans hérlendis, séu yfirleitt á aldrinum 13—17 ára og verð- ur því listinn vissulega eilítið léttmetinn, og á meðan þeir neikvæðu bara sitja á rassinum og ergja sig yfir þessu, verður því ekki breytt. Þátturinn er ekki ætlaður neinum sérstök- um flokki hlustenda og því síð- ur aldri — hann er öllum opinn og tillögur ætíð vel þegnar. Að lokum vil ég annars þakka þér (hvað sem þú nú heitir hr. „Neikvæður") fyrir skrif þín, án þeirra hefði ég varla haft tæki- færi til að leiðrétta þennan mis- skilning þinn. Ef þú vilt þroska tónlistina í Tíu á toppnum þá taktu sjálfur þátt í myndun vin- sældalistans, (og svo getur þú meir að segja unnið þér inn plötu með David Cassidy). Með kveðju, Örn Petersen. P.s. Um leið og ég svara bréfi St. Gu8m. langar mig til a8 nota tæki- færiS og þakka Hönnu Marfnósdótt- ur fyrir jikvæS skrif — takk. Kæru SlagsíSumenn! Mig langar til að koma með smá athugasemd i sambandi við bréf eftir St Guðm , sem birt var hjá ykkur sunnudaginn 23. júní Þar segir bréfritari, að „Tíu á toppnum" sé eingöngu með ,,nei- kvæða" tónlist Hann má auðvitað hafa sínar skoðanir En bezt væri (til að gera St Guðm ánægðan) að hafa sérstakan þátt fyrir neikvæða tónlist og sérstakan þátt fyrir „jákvæða" tónlist En það er eflaust ekki rúm fyrir tvo slíka þætti á útvarpsdagskránni, því að ekkí má stytta morguntónleikana og því sið- ur miðdegistónleikana! En hvers vegna má þá ekki hafa annan þátt- inn (fyrir valinu varð „neikvæði' þátturinn)? Svo er St Guðm herfilega dóna- legur að segja að Örn Petersen sé beinlinis að troða ákveðnum tónlist- arsmekk uppá fólk!! Ég held bara, að þessi St Guðm sé svona öfund- sjúkur út i Örn Petersen, auk þess sem hann (þetta getur ekki verið stelpa sem er með svona mikil- mennskubrjálæðí) er hryllilega illa innrættur!! St. Guðm , ger þú betur og dæmdu þá M.V. P S Hvernig væri að hafa Slag- siðurnar fjórar?" Slagsiðan þakkar bréfið. „Tíu á toppnum" er greinílega að verða stórmál Vegna hugmyndar M V um tvo sérstaka þætti með „jákvæðri" tónlist og „neikvæðri" vill Slagsíðan aðeins minna á hin ágætu Popphorn siðdegis á virkum dögum Þar er oft talsvert um „jákvæða" tónlist Og um P S.-ið: Það væri vafalaust fínt að hafa fjórar Slagsiður vikulega; á því eru bara þvi miður engin tök eíns og nú standa sakir „Hálfvitinn" skrifar: Hvað heitir Gilbert O'Sullivan fullu nafni? Hvað er hann gamall? Er hann giftur? Hvað hefur hann gefið út margar plötur? Hvað heita þær Svör: Raymond O'Sullivan, fæddur 1 des 1 946 — 2 7 ára — , ókvænt- ur. Þrjár stórar plötur: Himself (1971), Back to Front (1972) og l'm a Writer not a Fighter (1 973). Fjölmargar litlar plötur, sem of langt mál yrði að telja upp, enda mun SLAGSÍÐAN i þessum dálkum einungis telja upp stórar plötui listamanna, nema sérstaklega standi á, Stóru plöturnar gefa bézta mynd (yfirleitt) af listamönnunum, — og svo getur lika reynzt erfitt að fá lista yfir litlu plöturnar. Tveir forvitnir spyrja: Hvað hafa Deep Purple gefið út margar plötur? Svar: Shades of Deep Purple (1968), Book of Taliesyn (1969), Deep Purple (1969), Concerto for group and orchestra (1970), Deep Purple in rock (1970), Fireball (1971), Machine Head (1 972),Madein Jap- an (1972), Wo do we think we are? (1 973) og Burn (1974).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.