Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JDLI1974 11 AUKIN HERSAM- VINNA SPÁNAR OG BANDARÍKJANNA Madrid, London 9. júlí — APrNTB. BANDARlKIN og Spánn gáfu á þriðjudag út sameiginlega yfir- lýsingu, þar sem sagði, að löndin mundu styrkja hernaðarlega sam- vinnu sfna og tengja hana meira Atlantshafsbandalaginu. Þessi yfirlýsing er árangur við- ræðna utanrfkisráðherra Banda- rfkjanna, dr. Henry Kissinger, og hins spánska kollega hans, Pedro Cortina. Yfirlýsingin var gefin við lok 6 daga ferðar Kissinger um Evrópu. Áður en Kissinger hélt frá London til Madrid, tilkynnti hann það á blaðamannafundi, að hann mundi mæta í rétti á miðvikudag, sem vitni í réttarhöldunum yfir John Erlichman. Erlichman og þrfr aðrir eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt innbrot í skrif- stofu sálfræðingsins Lewis Field- ings til að stela skýrslum um Daniel Ellsberg, sem gerði Pentagon skjölin opinber. Kambódíustjórn vill við- ræður við skæruliða Phnom Penh 9. júlf NTB. AP. RlKISSTJÓRN Kambðdfu lýsti þvf yfir f dag, að hún væri fús að hefja samningaviðræður við „þjóðfrelsishreyfingar" f landinu án þess að setja fyrirfram ákveð- in skilyrði. Greindi Long Boret forsætisráðherra frá þessu á blaðamannafundi f dag og sagði hann aðkallandi, að slfkar við- ræður gætu hafizt sem allra fyrst til að leysa þann ágreining, sem milli aðila er, svo að friður komist á f landinu. Sérfræðingar f Phnom Penh álíta, að stjórnarhermenn hafi á valdi sfnu flestar borgir í landinu og að um þrfr fjórðu hlutar þjóðarinnar séu áhangendur stjórnarinnar. Aftur á móti hafa skæruliðasveitir ýmis héruð úti á landsbyggðinni á valdi sfnu. Þessir voru getspakastir í HANDBÖK, sem Bókaútgáfan Fjölvís gaf út fyrir Alþingiskosn- ingarnar, 30. júní s.l„ var getraun um þingmanna- og atkvæðatölur flokkanna eins og jafnan áður. Mikill fjöldi manna tók þátt f þessari getraun, — með æði mis- jöfnum árangri eins og vænta mátti. Verðiaun verða greidd þeim 3 mönnum, sem komust næst rétt- um tölum, og reyndust þessir get- spakastir: Þorkell Helgason, Reynimel 76, Reykjavík 1. verðlaun kr. 5.000,- Bragi Björnsson, Leynimýri v/Reykjanesbraut, R. 2. verðlaun, kr. 3.000,- Ólafur G. Björnsson, Öldugötu 54, R. 3. verðlaun, kr. 2.000.- Verðlaunanna má vitja til Bóka- útgáfunnar Fjölvíss, Skólavörðu- stíg 19. Evita á heimleið Buenos Aires 9. júlf NTB. FORSETI Argentfnu, Maria Estela Peron, undirritaði I gær lög, sem kveða svo á um, að jarðneskar leifar Evu Peron, fyrri konu hins nýlátna Argen- tfnuforseta, verði fluttar heim til Argentfnu. Eftir lát sitt var lík Evu Peron smurt og var smurningnum smyglað út úr Argentfnu um svipað leyti og Peron var steypt af stóli árið 1956. I þessum lögum var einn- ig ákveðið að reistur skyldi minnisvarði yfir „hetjur Argentfnu" og munu þau Juan Peron og Evita verða lögð þar til hvfldar. Skömmu eftir að forsætisráð- herrann hafði sagt frá þessari ákvörðun staðfesti svo Lon Nol forseti landsins það f sjónvarps- viðtali. Moroz áfram í hungurverkfalli Moskvu 9. júlf NTB. SOVÉZKI sagnfræðingurinn Valentin Moroz, sem hóf hungurverkfall f Vladimir- fangelsinu þann 1. júlf, hefur tilkynnt, að hann muni halda hungurverkfallinu til streitu, þótt það kosti Iff hans, en hann hef ur kraf izt að vera f ærður til vinnubúða. Sögðu vinir hans f Moskvu frá þessu f dag. Moroz, sem er 38 ára gamall, var dæmdur f sex ára fangelsi 1970, og þriggja ára vistar í vinnubúðum og síðan vofði yfir honum brottvfsun í fimm ár. Var hann handtekinn og dæmdur fyrir að safna gögn- um um fyrri fangelsisvist sfna upp úr 1960. Samkvæmt frétt- um mun líðan Moroz vera af- leit og segja vinir hans, að líf hans sé f hættu ef svo haldi áfram sem horfir. Lík Patter- sons fundið Hermosillo, Mexico 9. júlí AP. FUNDIZT hefur í Hermosillo í Mexico lík, sem lögreglan telur vera af bandaríska diplómatinum John Patterson, ræðismanni, sem var rænt f marz sl. Krafizt var lausnargjalds fyrir hann, að upp- hæð 500 þúsund dollarar, en aldrei var gefin út tilkynning um, hvort lausnargjaldið hefði verið greitt. Hollenzka póststjórn- in sigurviss — hafði látið prenta heims- meistarafrímerki Haag 9. júlí NTB. HOLLENZKA póststjórnin tók forskot á sæluna eins og fleiri Hollendingar, sem voru sigur- vissir í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Hafði póststjórnin látið gera eitt hundrað þúsund frímerki með áletruninni „Hol- lendingar heimsmeistarar". Verða frímerkin nú eyðilögð, svo semgefur að skilja. Lýst eftir siónarvottum — AÐFARANÓTT 26. júní sl. var eki'ð á bifreiðina R-13050 á bif- reiðastæði við Skeifuna 17. Bif- reiðin er af gerðinni Ford station, fólksbifreið, og skemmdist hún mikið á vinstra afturbretti, aftur- stuðara og vinstri afturlukt brotn- aði. — Aðfaranótt 1. júlí sl. var ekið utan í bifreiðina R-32611 á bif- reiðastæðinu við Vesturberg 10. Bifreiðin er af gerðinni Ford Mustang, árgerð 1971, en kistulok að aftan dældaðist við aðkeyrsl- una. — Aðfaranótt 3. júlí var ekið á bifreiðina R-39170 þar sem hún stóð í stæði í Austurstræti við Landsbankann. Bifreiðin var af gerðinni Volkswagen, árgerð 1964, blá að lit. Vinstra fram- bretti beyglaðist mikið og rifnaði. — Aðfaranótt 7. júli sl. var ekið á bifreiðina R-32283, sem er dökk- brún Volga, þar sem hún stóð á móti Gnoðavogi 84. Bifreiðin dældaðist mikið á vinstri hlið. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem geta gefið upplýsingar um þessar ákeyrslur, að hafa sam- band við sig. RICOMAC lOIOP LTJ E3 m k ui m ui ui ui m E3 m ui ui ui E3 ui ui ui ui Nýjasta modelid frá RIOOMAC hefur stóran +takka, sem audveldar samlagningu og kemur i veg fyrir villur. Hljódlát : Slekkur á prentverkinu ef engin vinnsla i 3 sek„ ræsir þad sjálfkrafa er vinnsla hefst ad nýju. Grandtotal - Merkjaskifti - Minus-margföldun, auk + — X + INIýtt og glæsilegt útlit. Verð aðeins kr. 29.800,oo HRINGIÐ - KOMIfl - SKRIFIÐ - \+ r* jSGiSEEEEEiSjSEGiSja m E3 E3 ui E3 E3 tr3 m ui ta Kl m m m m Kl Kl E3 ta E3 ta E3 m E3 U1 Kl Kl El U1 E P E3 Kl h E3 ta m h SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.