Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLI 1974 31 I ÍMTTAFRfTTIR MOWIIAÐSHIS Áhorf- endum að leikjum _____ fyrstu deildar hefur fjölgað AHORFENDUM aö leikjum 1. deildarinnar I knattspyrnu hefur fjölgað I sumar frá þvf, sem var f fyrra. Til dæmis hafa áhorfendur á Akranesi ekki verið eins margir í mörg ár. Sömu sögu er að segja frá Reykjavfk, þar hefur áhorf- endafjöldinn stigið veruiega. A Akureyri virðist aðsókn að leikj- um vera svipuð, þó ef til vill heldur lakari það sem af er sumr- inu. t Keflavfk er um mikia aftur- för að ræða, enda hefur lið IBK ekki verið svipur hjá sjón f sumar miðað við alla velgengnina f fyrra. Aðsóknin að leikjum f Eyjum hefur verið minni í sumar en var að leikjum IBV f Njarð- vfkum f fyrra og einnig sé litið aftur til ársins 1972, er Eyjamenn léku á heimavelli. Um það hefur verið rætt, að áhorfendur hafi ekki gaman af þeirri knattspyrnu, sem liðin í 1. deild bjóða upp á. Svo kann vel að vera, en eigi að síður hafa fleiri keypt sig inn á leiki deildarinnar í Reykjavík f sumar en gerðu í fyrra. Hafa ber þó f huga, að boðsmiðum hefur fækkað stór- I lega og þeim áhugasömu knatt- spyrnuáhorfendum því um leið f jölgað, sem kaupa sig inn á leiki í Reykjavfk. Bezt er aðsóknin að leikjunum á Akranesi, enda ekki óeðlilegt, þvi mikilli velgengni fylgir ævinlega fjöldi áhorfenda. I fyrri umferð- inni léku Akurnesingar 4 leiki á heimavelli og að meðaltali sáu 1162 áhorfendur hvern leik á Skaganum í umferðinni. A 7 heimaleiki Akurnesinga f fyrra komu að meðaltali 906 áhorf- endur á hvern leik. Mikil aukning það! Að meðaltali sáu 884 áhorfendur hvern leik í Reykja- vík í fyrra en á hvern þeirra 13 leikja fyrri umferðarinnar, sem fram fór í Reykjavík, komu að meðaltali 1047 áhorfendur. Laugardalsvöllurinn státar af bezta leiknum til þessa hvað aðsókn snertir. Var það leikur Víkings og Akraness, en á hann kom 1801 áhorfandi. I vasa sína fékk hvort lið 110 þúsund krónur. Völlurinn f Laugardal „státaði“ einnig af lélegustu aðsókninni í fyrri umferðinni. Var það á leik Víkings og KR, sem aðeins 587 áhorfendur sáu og fyrir þann leik fékk hvort félag 52 þúsund krónur. í Keflavfk komu að meðaltali 1624 áhorfendur í fyrra, en á þá 4 leiki, sem Keflavfkurliðið hefur leikið heima í sumar, kom að meðaltali 931 áhorfandi. Árið 1972 sáu að meðaltali 782 áhorf- endur hvern leik í Vestmanna- eyjum í 1. deildinni. I Njarð- víkum í fyrra var aðsóknin heldur betri, en í Eyjum í sumar var meðalaðsókn að tveimur fyrstu leikjunum 685 manns. I fyrri umferðinni léku Akur- eyringar tvo leiki á heimavelli. KSÍ hefur aðeins borizt skýrsla yfir fyrri leikinn og með honum fylgdust 1239 áhorfendur. Að meðaltali sáu 1376 áhorfendur heimaleiki Akureyrarliðsins í fyrra. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá Friðjóni Friðjónssyni, gjald- kera KSI. Fullnaðaruppgjöri eftir fyrri umferðina er enn ekki lokið þar sem Akureyringar eiga eftir að senda uppgjör fyrir einn leik og Vestmannaeyingar fyrir tvo. Ýmsar ályktanir má draga af þessum tölum. Það er t.d. greini- legt, að velgengni Akurnesinga hefur hleypt lífi í aðsóknina á Skaganum, en að sama skapi hefur aðsóknin að leikjunum í Keflavík minnkað um tæplega helming. Gera má að þvf skóna, að áhorfendafjöldinn á Akureyri aukist verulega í næstu leikjum, gangi liði ÍBA eins vel á næstunni og undanfarið. Aðsóknin í Reykjavik er undarlega mikil þegar það er haft í huga, að Reykjavfkurliðin verða tæplega með f baráttunni um Islands- meistaratitilinn úr þessu. Skaga- menn stefna beint á toppinn og haldi þeir þvf forskoti, sem þeir hafa nú náð, hverfur spennan úr mótinu. Um leið er ekki ólfklegt, að áhorfendum fækki aftur, þvf spennan laðar áhorfendur að knattspyrnuleikjunum. Hver sigrar 1 British Open? Þessa dagana, 10.—14. júlí, stendur yfir það golfmót, sem merkilegast er talið af öllum golfkeppnum f heiminum. Það er Opna brezka meistaramótið: British Open, eða „The Open“ eins og Bretar kalla þetta mót. Gffurlegur fjöldi fremstu golf- leikara heimsins tekur þátt f mótinu og áhugamönnum er einnig heimil þátttaka. Fyrir mótið fara fram úrtöku- keppnir á nærliggjandi völlum og þar heltast að vfsu flestir áhugamennirnir úr lestinni. Mikill mannfjöldi fylgist með alla dagana og sjónvarpað er jafnóðum. Brítish Open hefur verið haldið á ári hverju sfðan á sfðustu öld, utan strfðsárin, þegar það féll niður. Allir þeir golfleikarar, sem hæst ber, hafa einhverju sinni orðið sigurvegarar f British Open og telja það stásslegustu f jöðrina f hattinum. Verðlaunin eru að vfsu ekki eins há og f sumum atvinnumannakeppnum vestra, en virðingin er þeim mun meiri. Venjulega er British Open haldin á hinum gamal- frægu völlum f Skotlandi: Troon, þar sem það fór fram f fyrra, Carnoustie, Muirfield, eða þá sunnan landamæranna, þar sem keppnin fer fram núna á Royal Lytham and St. Anne, nálægt Blackpool. Uppá sfðkastið hafa banda- rfsku atvinnumennirnir verið skæðir, en mikill varð fögnuð- ur Breta 1970, þegar aðalkappi þeirra, Tony Jacklin, varð sigurvegari. En sfðan hafa þeir orðið að sjá á bak titlinum. Þrfstirnið bandarfska, Jack Nicklaus, Lee Trevino og Weiskopf, hefur skipt á milli sfn sigurlaununum undanfarin ár; Weiskopf varð meistari f fyrra. Einhver þeirra gæti cinnig orðið sigurvegari f ár, en mjótt er á munum milli þeirra beztu og smávegis óheppni get- ur ráðið úrslitum. Það getur einskær heppni — eða á að kalla það snilli — einnig gert, samanber sigur Trevinos 1972. Tvisvar eða þrisvar náði hann ekki inná flöt f öðru skoti, en slfk var heppni hans, að inn- áskotin fóru beint f holu — jafnvel úr kafgrasi. Arnold Palmer er ævinlega framarlega f flokkí, að ekki sé minnzt á Suður-Afrfkumann- inn Gary Player, sem enn tókst að auka hróður sinn f vor með þvf að sigra fMasters-keppninni bandarfsku, þótt orðinn sé 43 ára. Að vfsu er það ekki hár aldur, en venjulega er reiknað með, að atvinnumenn séu búnir að lifa sitt fegursta um fertugt. Player sannaði þarna, að allt er fertugum fært. Að gömlu meisturunum sæk- ir nú fast hópur ungra atvinnu- manna með Johnny Miller f fararbroddi. Hann var raunar nú um mitt sumar með lægsta meðalskor allra bandarísku at- vinnumannanna, 69,6 högg á 18 holur að jafnaði. Sæmilegt meðalskor það. Miller vann bandarfska meistaramótið f fyrra og náði þá á einum 18 holu hring 63, sem sumir telja, að sé ef til vill glæsilegasti hringur, sem nokkur golf- leikari hefur leikið. Miller fylgdi fast á hæla Weiskopfs f British Open f fyrra og hann er til alls vfs núna. En f stórmóti eins og British Open skiptir taugastyrkurinn miklu máli og margur hefur brotnað á sfðustu holunum, þegar sigurinn var f sjónmáli. Þegar Nicklaus sigraði 1971, hafði Doug Sand- ers forustu, þegar komið var á sfðustu flöt. Sanders stóð að lokum frammi fyrir þvf að koma niður hálfs métra pútti og sigurinn var f höfn. Mann- fjöldinn hélt niðri f sér andan- um og fátt heyrðist utan kliður sjónvarpsvélanna. Sanders andaði djúpt nokkrum sinnum til þess að róa sig, en allt kom fyrir ekki: Olukkans kúlan beygði framhjá. Tveir leikir í 2. deild TVEIR leikir fara fram f 2. deild- inni f knattspyrnu f kvöld. A Þróttarvelli eigast við Þróttur og tBt, en á Selfossi leika heima- menn gegn Breiðabliki. Þróttarar ættu að ná báðum stigunum f ieiknum gegn tBt, þar sem tsfirðinga verður að telja eitt af lakari liðum deildarinnar, en Þróttarar eitt það sterkasta. Hafa ber þó f huga, að tsfirðingar hafa sýnt talsverðar framfarir undan- farið og máttu Þróttarar t.d. telj- ast heppnir að ná öðru stiginu er liðin léku saman á tsafirði f fyrri umferðinni. Blikarnir hafa valdið áhang- endum sfnum vonbrigðum f þessu Islandsmóti, og möguleikar þeirra á sigri f deildinni hafa rýrnað upp á sfðkastið. Eigi að sfður verður að telja þá sigur- stranglegri f leiknum gegn Sel- fossi f kvöld. Selfyssingar hafa þó staðið sig vel f leikjum sfnum og eigi þeir góðan dag f dag er aldrei að vita hvernig fer. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.00. Útimót í handknattleik ISLANDSMÖTIN í handknattleik útanhúss fara fram í ágústmánuði og er það handnattleiksdeild Ármanns, sem sér um fram- kvæmd mótsins að þessu sinni. Keppnin í meistaraflokki karla byrjar 7. ágúst. I öðrum flokki kvenna stendur keppnin yfir dag- ana 9., 10. og 11. ágúst og í meistaraflokki kvenna 23.—25. júlí. Þátttökutilk.ynningar ber að senda til Handknatteiksdeildar Ármanns fyrir 25. júlf í pósthólf 7149 Reykjavík. Óskum eftir að taka á leigu 2 og 3 herbergja íbúðir. Leigusamningur til lengri tíma, og fyrirfram- greiðsla möguleg. Upplýsingar í síma 7-33-94 eftir kl. 1 8. / tilefni vega- gerðar yfir Skeiðar- ársand, er opnar hringveg um landið, og landnáms i Skaftafellssýslu og ellefu alda byggðar, hafa þjóðhátíðarnefndir I Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu látið gera minnispening Upplag: Silfur 500 stk. kr. 3.500.00 Kopar 1.500 stk. kr. 1.500.00 Silfurpeningarnir eru númeraðir á kantinum, nr. 1 til 500. Stærð peningsins er 36,5 mm í þvermál. Peningurinn er gerður af Bárði Jóhannessyni. Peningurinn verður gefinn út 14. júlí 1974, sama dag og vegur yfir Skeiðarársand verður formlega opnaður og verður peningurinn seldur þar á vígsluhátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.